Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2010

Ígulker

Mynd
Svo maður haldi nú áfram þessu matarhjali þá var ég að éta ígulker í gær. Já eða lét mér nægja að éta bara hrognin eins og á víst að gera. Vorum að stíma heim úr grásleppuleiðangri og vorum að sigla inn Steingrímsfjörð á Ströndum. Skárum ígulkerin í tvennt og löptum úr þeim appelsínugul hrognin. Þetta fór ótrúlega vel með útsýninu. Annars er ég svo þreyttur núna að ég nenni ekki að tala um hvað ég hef meira verið að gera. Kveðja, Bjarni

Já og ég gleymdi

að nefa rósmarín sem ég kryddaði skötuselinn með. Átum hvítlaukskjúklinginn í gærkvöldi. Jesú kristur veri minn hvítlaukur, þvílík bomba. Mæli með að fólk eldi þetta og má ég þá mæla með því að fólk éti með þessu Nan-brauð, salat og ég myndi vilja hafa einhverja kalda jógúrtsósu. Hér kemur uppskriftin. Jónína sem vann með mér hjá Matís lét mig fá þessa uppskrift en ég veit ekkert hvaðan hún kom (uppskriftin) Njótið: Farrouge Mishwa (Grillaður hvítlaukskjúklingur) 1 kjúklingur skorinn í bita 1 msk. paprikuduft Salt og nýmalaður pipar 4 msk. Tartaoor bi Sade 3 hvítlauksrif pressuð 3 msk. ólífuolía 2-4 msk. sítrónusafi Nudda papriku, salti og pipar á kjúklingabitana. Hræra saman taratoor, olíu og 2 msk. af sítrónusafa. Hella sósunni yfir kjúklingabitana og geyma í kæli yfir nótt. Grilla bitana á vel heitu grilli og bera fram heita með watercress salati og sítrónubátum. Taratoor bi Sade (Hvítlaukssósa) 45 hvítlauksrif 150 ml. ólívuolía Safi úr einni sítrónu Hvítlaukurinn settur í matvin

Búinn .. ... ......... .

að standa í eldhúsinu í mest allan dag og dunda mér við eldamennsku. Við turtildúfurnar erum ein heima og því ekki úr vegi að elda eitthvað sem fellur ekki í ljúfann löðinn hjá strákófétunum. Rétt í þessum skrifuðu orðum vorum við að renna niður grilluðum skötusel. Kryddaði þetta með maldonsalti, svörtum pipar og rifnum sítrónuberki og lét standa í ískáp í 2 tíma. Síðan átum við með þessu eitthvað mauk úr svörtum ólífum, ferskum kryddjurtum, balsamico, sellerí, salti & pipar, sítrónu og kannski einhverju fleira. Svo var kartöflustappa með sítrónu, ólívuolíu, salti og pipar. Þetta var alveg fínasti matur. Á morgun ætlum við að éta líbanskan kjúkling með sérstöku hummus sem ég elda úr kartöflum, kjúklingabaunum, hvítlauk, tómötum og kryddjurtum. Það verður eitthvað skrautlegt því ég bjó til einhverja mareneringu fyrir kjúklinginn sem inniheldur 45 hvítlauksrif! Ég reyndar notaði hana ekki alla en; vá maður! Mikil matarhelgi. Kveðja, Bjarni

Hver sagði svo að atvinnukonur í golfi væru ekki sexy?

Mynd

Matur

Það var rosalega öflugur dagur hjá mér í gær. Þegar ég kom heim úr vinnunni hófst ég strax handa við matseld. Ég hleypti upp suðu á reyktu hrossaketi, setti yfir kartöflur, útbjó jafning og sauð sviðalappir. Það kom mér reyndar nokkuð á óvart að ég var sá eini sem var að missa mig úr gleði en aðrir fjölskyldumeðlimir náðu að sýna stillingu á meðan þeir neyttu fæðunnar. Þegar ég var búinn að borða og ganga frá í eldhúsinu fór ég að úrbeina súpukjöt og skera niður grænmeti í kjötsúpu. Þessari súpu voru gerð skil í kvöld. Life is good. Ákvað að lokum að deila með ykkur alveg frábæru myndbandi. Þetta lag er gjörsamlega að gera allt brjálað á Skagaströnd þessa dagana. Lang heitasti smellurinn. Kveðja, Bjarni

Gulltyppi

Charlie Sheen, sem er 45 ára gamall, á að hafa sofið hjá yfir 5000 konum um ævina. Gefum okkur bara að þær séu 5200 svona til að segja eitthvað (þetta er hvort sem er svo súrrealískt). Ef hann byrjaði að sofa hjá 16 ára þá á hann að baki (eða á baki) 29 farsæl ár í stóðlífi. Það þýðir því að hann hefur að meðaltali legið með 3,46 konum á viku sem þýðir kynlíf með nýjum bólfélaga annan hvern dag. Það væri gaman að vita hver reiknaði þetta út, hann eða blaðamenn. Kveðja, Bjarni

Guðs lömb

Jæja þá erum við búin að vera í sveitinni um helgina og höfðum það gott að vanda. Daníel og Brynjar fengu sín fyrstu lömb og var það mikil gleði. Reyndar fékk Brynjar gráan hrút svo ekki er nú útséð með hvort það lamb fái að upplifa mývetnskan vetur. Brynjar var nú reyndar farinn að benda Agli á aðra hrúta í húsunum sem mætti endilega lóga. Þeir skráður svo samviskusamlega niður á miða númerin á lömbunum og ætla að finna þau í réttunum í haust. Ég held reyndar að þeir ætli með miðana í skólann á morgun til að sína krökkunum "lömbin". Þegar við fórum svo heim í dag voru þeir báðir búnir að skíra afkvæmin. Og nöfnin; Pétur og María. Það er ekki að spyrja að því, biblíu uppeldið skilar sér. Kveðja, Bjarni

Smalastafur

Siggi var úti Siggi var úti með ærnar í haga allar hann hafði þær suður í mó. Smeykur um holtin var hann að vaga vissi hann að lágfóta dældirnar smó. Gagg, gagg, gagg segir tófan á grjóti. Gagg, gagg, gagg segir tófan á grjóti. Gráleitum augunum trúi ég hún gjóti, aumingja Siggi hann þorir ekki heim. Höfundur: Jónas Jónasson Ég vil minna lesendur síðunnar að það að þetta er samið af langa langa afa mínum, Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili. Það hefur orðið einhver leiður misskilningur þar sem þetta er tengt við bankahrunið og annan Sigurð sem er ekki með ærnar í haga heldur humar í maga. Doktor Gunni vildi fara að senda Magnús Ver og einhverja til að fara og ná í Sigurð til London. Mér finnst nær að tala við Sofíu Hansen sem hefur mikla reynslu í að fá fólk til Íslands. Eða reyna það allavega. Kannski er þetta ekkert til að grínast með. Ég veit það ekki, ég er svo smekklaus. Kveðja, Bjarni Annars þarf að far
Meðan Evrópa liðast hægt en örugglega í sundur sit ég glottandi við Húnaflóann.

Rugl

Ég gleymdi tölvunni í vinnunni um helgina. Það var í raun nokkuð erfitt að ganga í gegnum það sorgarferli, sérstaklega á föstudagskvöldið. Var plataður á sjóinn á laugardaginn og var vaknaður kl.04 um nóttina og kom heim kl.19 um kvöldið. Guðrún var búin að þrífa allt, lét renna í bað og eldaði dásamlega hamborgara. Þessi elska. Ég var því miður frekar glataður félagskapur og hún fann mig hrjótandi með golfblað á maganum. Steindauður fram á morgun. Fer eitthvað lítið á sjóinn í þessari viku en er farinn að kryfja skötuseli alveg eins og ég eigi lífið að leysa. Þetta er gott stuff. Fórum í leikhús í gær. Leikfélag Sauðárkróks sýndi Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonar og er óhætt að segja að þetta hafi verið áhugaleikhús af bestu gerð. Það eina sem skyggði á sýninguna var návist leiðinlegustu konu á yfirborði jarðar sem sat hrínandi eins og gilta með höfuðmein stutt frá okkur. Ég reyni að láta fólk ekki fara í taugarnar á mér en þegar þessi er annarsvegar, þá langar mann til að rí

Þroskun

Ég sat einn í bílnum í gær og var á fleygiferð um suðurlandið. Nánar tiltekið undir fjallinu rétt hjá Hveragerði þar sem er búið að fjarlægja hálft fjallið með malarnámi. Þá allt í einu, bara rétt si-svona, fannst mér ég vera svo fullorðinn. Já, þroskaður, lífsreyndur og alvarlegur. Ég er ekki frá því að ég hafi verið ábúðarfullur á svip með báðar hendur á stýrinu. Er þá ekki kominn tími til að prjóna sér strætóskýli úr hildum og fara að selja þar vindþurrkaða ruggustóla skreytta með kynhárum af jólasveininum? Annars endaði þessi bílferð á golfvellinum á Hellu. Keppti þar á 1.mai móti í ágætis veðri og ekki dónalegt að vera með gosstróka í forgrunni á sumum brautum. Í kom inn á 76 höggum með forgjöf og var jafn annsi mörgum í 8 sæti. Ekki slæm byrjun á golfsumrinu sem verður vonandi öfgakennt. Jæja var að hlaða niður stubbunum og ætla að fara að kíkja á nokkra þætti. Hafið það gott, Bjarni