Færslur

Sýnir færslur frá september, 2019

Mánudagur í Reykjavík City

Mynd
Málverk eftir Georg Guðna. Ég flaug suður í morgun og verð að vinna hér í capital city næstu 3 daga áður en ég fer í gæsaveiðina. Gisting á Grand Hotel, út að borða og fara í ræktina. Gott að breyta aðeins um umhverfi og gaman að hitta fólkið hér á Suðurlandsbrautinni. Upp á síðkastið hef ég verið að skrifa niður einhvern þungan, dramatískan og ljóðrænan texta sem ég þori ekki að birta hérna á síðunni. Allavega ekki strax. Veit ekki hvort það ætti að kalla þetta ljóð eða prósa- enda skiptir það engu máli. Þetta tengist að ég held einhverri vanlíðan/eirðarleysi sem hefur kraumað innra með mér en vellur núna út í formi texta. Það hlýtur að vera jákvætt ef maður nær að finna einhvern farveg fyrir það. Ég hef ekki átt auðvelt með að koma frá mér neinu efni upp á síðkastið. Líður bara eins og ég sé fullur af einhverju materíali, en það kemst ekki út. Kollurinn á mér er eins og þeytivinda þar sem allskyns hugmyndir og óflokkað efni hringsnúast endalaust. Mér finnst ég þurfa að öskra

Dagbókarbrot

25.09.2019 Geggjað veður í dag, enn einn daginn. Hlýtt, logn en skýjað. Í gær var 19°C þegar ég sótti börnin og við skelltum okkur í sund. Vorum í útiklefa og það var hálf undarlegt að standa þarna nakinn undir berum himni og vera ekkert kalt. Og það þegar er að verða kominn október. Eftir sundkið hjóluðum við heim, sem tók smá stund þar sem DLB hefur aldrei hjólað upp svona miklar brekkur. Síðan lærði ég lengi með BRB og gaf þeim snarl. Mamma, Halldóra og Bjarni kíktu svo við hjá okkur. Fullorðna fólkið át salat úr Salatsjopunni. Halldóra ætlar að sækja fyrir mig börnin í dag og ég ætla í ræktina. Síðan borðum við saman. Át hrikalega mikið af kótilettum í hádeginu og er búinn að vera frekar mikið í sukkinu þessa viku, þvert á fyrri yfirlýsingar. Svo er fimmtudagskaffi á morgun og vinnu- og gæsaferð í næstu viku. Á svona stundum er auðvelt að sleppa bara alveg fram af sér beislinu en ég ætla nú samt að reyna að fara ekki alveg í ruglið.

Svo kom róleg helgi

Eftir þessa erilsömu viku kom róleg helgi með hálfgerðu eirðarleysi. Það eina sem ég var með á stefnuskránni (annað en að lesa) var að ganga frá og þrífa aðeins. Eftir frekar rólegt föstudagskvöld skellti ég mér í hjólatúr með Bjarna hennar Halldóru á laugardagsmorguninn. Síðan fór ég að taka allt í gegn og sorteraði eitthvað dót í geymslunni. Það tók mig 6 klukkutíma og ég verð að viðurkenna að það fylgdi því töluverð vellíðan þegar því var lokið. Svo skall á með fínasta eirðarleysi það sem eftir lifði helgarinnar. Ég velti því fyrir mér að ég hefði gott að því að skella mér eitthvað út og hitta fólk, en bara datt ekkert spennandi í hug. Fór í búðina og keypti í góðan mat, eldaði og kláraði að lesa Kalak eftir Kim Leine. Fór svo reyndar í smá rólegan hjólatúr í gær (sunnudag) og kíkti aðeins í Eymundsson. Vafraði eitthvað um en hitti engan sem ég þekki. Ég er ennþá að reyna að venjast því að vera svona mikið einn aftur og það gengur upp og ofan. Það er einhver togstreita innra með

Erilsöm vika að baki

Þessi vika hefur þotið hjá á ljóshraða, enda í nógu að snúast. Mestur tími fór í að undirbúa gæsaferðina sem er í fyrstu vikunni í október. Ég er búinn að taka til allt fyrir ferðina og Þórður fór með það suður í dag. Ég fer svo með flugi suður þann 30. september, vinn í Reykjavík í 3 daga og svo leggjum við af stað í Ölfusið 3. október. Full mæting og mikil spenna. Við Þórður gerðum líka að gæsunum 15 sem við skutum um síðustu helgi og eigum því vel að éta í kistunni. Æfingar vikunnar gengu vel. Ég er reyndar búinn að vera frekar slæmur í öxlunum en hef reynt að aðlaga æfingarnar að því, taka léttara og gera það vel. Í dag var reyndar æfing sem ég gat tekið á full power (Wall  Ball, Ketilbjöllusveiflur, Slam ball og þung résstaða) og er því þokkalega búinn á því. 4 æfingar komnar og svo ætla ég að reyna að hjóla 40 km. á sunnudaginn. Hef ekki haldið mig alveg við ketó þessa viku og ákvað að hafa sukkdag í dag. Fékk mér einn borgara í hádeginu og slatta af kexi með smjöri í millimá

Persónutöfrar

Mynd
Gene House Þegar ég hugsa um orðið persónutöfrar dettur mér alltaf fyrst einn maður í hug; Gene House. Þessi vinur minn, sem er því miður fallinn frá, hafði alveg ótrúleg áhrif á mig á þeim stutta tíma sem við þekktumst. Og ég reikna með því að þannig hafi verið með fleiri farið, sem voru svo heppin að fá að að hitta hann á þeim 74 árum sem hann lifði. Maðurinn var með svo mikla persónutöfra að fólk hálfpartinn varð dáleitt af því að vera í kringum hann. Hann gekk inn í herbergi og andrúmsloftið breyttist. Þegar hann byrjaði að tala sogaðist öll athygli að honum og tíminn stóð í stað. Samt kunni hann líka að hlusta, sýna áhuga og hann var mjög hlýr. Geislandi af sjálfstrausti með góðan húmor. He got the whole package, enda náði hann langt. Mér datt hann einmitt í hug núna í morgun þegar ég rakst á skemmtilega grein í The New York Times sem fjallar um persónutöfra, og hvernig þeir eru í raun lærð hegðun, sem hægt er að þjálfa upp eins og að ganga eða að æfa orðaforðann sinn. Í

Tiltekt í málverkum og skissum

Mynd
Garðsbruni. Ég fór í gegnum málverka og skissusafnið mitt í gær sem var farið að fylla 3 plastkassa. Ég hef áður byrjað á þessu verkefni en bakkaði út úr því þar sem ég bara treysti mér ekki til að henda neinu. Í gær harkaði ég hinsvegar af mér og lét vaða í þetta. Henti á endanum fullum ruslapoka og tók frá heilan stóran plastkassa af myndum sem má mála á bakhliðina á. Ég þarf væntanlega ekki að kaupa mér vatnslitapappír á næstunni. En það var gott að ég dreif í þessu. Þetta hafði jákvæð áhrif á sálina og kynti aðeins undir sköpunareldinum. Jók aðeins sjálfstraustið. Margt af þessu var bara alveg ágætt. Sérstaklega þykir mér vænt um ýmsar skissur sem tengjast daglegu lífi. Myndir úr Birkihrauni, skissur af börnunum og Guðrúnu. Þetta vekur upp góðar minningar. Svo fann ég líka þessa litlu mynd sem ég set hér inn. Man ekkert hvar ég var þegar ég málaði þetta en man óljóst eftir að vera að leika mér eitthvað með mjög loose landslag. Ég eiginlega veit ekki afhverju ég setti hana

Gæs í Hofstaðaheiði

Mynd
Svona litu bælin okkar út þennan morguninn. Það lágu 15 í valnum. Tilbúnir til heimferðar. Það er orðið afskaplega sjaldgæft að maður kíki í gæs. Sú var nú tíð að við Dóri lágum í þessu allt haustið, stundum dag eftir dag. Keyrðum sveitina þvera og endilanga í leit af fugli og ástandið þurfti að vera býsna slæmt svo við nenntum ekki að leggjast út að morgni. Nú nennir maður þessu æ sjaldnar, en svo er þetta voðalega fínt þegar maður drullar sér af stað. Svolítið eins og að vera kominn heim. Taka til allt gamla góða dótið; kaffibrúsann, bakpokann, gæsaflautuna, skotapokann og Cabelas gallann sem ég keypti 1997. Feluhettan sem ég nota mest er líka sennilega orðin 20 ára gömul og gatslitin. Þetta er svolítil nostalgía. Ég og Þórður skruppum í morgun í Hofstaðaheiðina og fengum svolítið flug. Við lágum á smá "eyju" í túní Leifs (sjá fyrstu mynd) og notuðumst við "liggjandi" byrgi sem við reyttum á sinu. Það var svolítið eftitt að opna byrgið sem ég var

Spennandi helgi framundan

Er að bíða eftir að Þórður komi og pikki mig og börnin upp. Ný Franchi Affinity komin ofaní tösku, haglaskot, flauta, gamli góði kaffibrúsinn... og allt það. Mývatnssveitin bíður. Best að taka með líka veiðistöng, svo maður geti leyft Brynleifi og Dagbjörtu að gera eitthvað skemmtilegt á morgun, spurning hvort við fáum ekki bara leyfi í Vogum og reynum að ná smá urriða. Mamma er að fara suður um hádegi á morgun til að vera við jarðaför Bjössa frænda, þannig við drífum okkur bara aftur til Akureyrar seinnipartinn á morgun. Ætli það verði ekki bara frekar rólegt hjá manni það sem eftir lifir helgarinnar. Næsta vika er barnlaus og það sem ég ætla að gera í næstu viku er: Fara allavega 4x í crossfit Hjóla allavega einu sinni Lesa 2 bækur (Kalak og eina spennusögu) Ég náði að fara 3var í crossfit í vikunni, alltaf í hádeginu. Í dag var frí í leikskólanum og þess vegna tók ég Dagbjörtu Lóu með mér. Axlirnar á mér eru frekar tæpar og ég er því að taka mikið tillit til þess þegar é

Dagur í lífi einstæðs föðurs

Svona hefur dagurinn verið hjá mér: 06:58 - Kveikja á Rás 1 og vekja börnin 07:35 - Hjólum í bakarí að kaupa nesti fyrir Brynleif og svo í skóla 07:55 - Stimpla mig inn í vinnu 12:10 - Fer í ræktina (fæ far að þessu sinni) 13:10 - Vinnan aftur 16:00 - Hjóla á leikskólann að ná í Dagbjörtu 16:15 - Renni yfir húsið og geng frá þvotti (er að fara að sýna það) 17:00 - Show time! 17:30 - Hanga í tölvunni 18:00 - BRB kemur heim 18:00 - Fara í Nettó og borða kvöldmat á Heitur Matur.  18:30 - Fara heim og láta BRB læra 19:00 - Fréttir og kaffi 20:00 - Börnin í háttinn 20:30 - Úlfatíminn minn hefst 22:00 - Hugleiðsla 22:15 - Les....zzzzzzzz Ég á minn eigin úlfatíma (eða ég kalla hann það að minnsta kosti), og þó mér finnist gott þegar börnin eru sofnuð, þá veit ég yfirleitt ekki neitt hvað ég á af mér að gera í framhaldinu. Á meðan ég er ekki að mála endar það nú yfirleitt með einhverju smá glápi, hangsi í tölvu og svo fer ég bara að hugleiða, lesa og sofn

Ótrúlegur árangur

Mynd
Nú er ég búinn að hugleiða nánast á hverju kvöldi í meira en 2 vikur (sennilega 3) og ég verð að segja að árangurinn er að koma mér á óvart. Þetta er í fyrsta skipti sem ég held út svona lengi og það gerir sennilega gæfumuninn. Mér fannst þetta alltaf hafa jákvæð áhrif en hélt samt aldrei út. Það er væntanlega eins með þetta eins og flest annað, þetta krefst úthalds og þolinmæði. En hver er svo útkoman? Það er svolítið erfitt fyrir mig að útskýra það í stuttu máli, en til að fyrirbyggja allan misskilning, þá er ég ekki að upplifa neitt Nirvana. Ég er fyrst og fremst að öðlast meiri þolinmæði og andlegt jafnvægi sem lýsir sér m.a. í því að ég læt slæmar hugsanir síður ná tökum á mér. Ég get lent í erfiðum samskiptum án þess að vera að velta mér upp úr því lengi á eftir. Hendi því bara út um gluggann og lít ekki í baksýnisspegilinn. Að lokum, þá finnst mér ég hafa öðlast meiri þolinmæði gagnvart fólki sem hefur ólíkar skoðanir en ég sjálfur. Meiri hluttekning og betra að vera í kring

Ekki orð að marka það sem ég segi

Mynd
Myndin tengist fréttinni ekki rassgat. Ég er maður mikilla andstæðna. Mikilla öfga myndu sumir segja. Ég fæ oft ný áhugamál og verð hugfangin af þeim. Á tímabili hafði ég áhyggjur af þessu og fannst ég vera að grauta í allt of mörgu, þjóta stefnulaust á milli, oft án þess að ná einhverjum teljandi árangri. Ég er hættur að hafa áhyggjur af þessu og mér finnst ég bara ríkari fyrir vikið. Þetta eru jú bara áhugamál. Ég missi nefnilega sjaldan alveg áhugann á einhverju, bæti frekar bara einhverju við og legg hitt á hilluna um stund. Ég hef ennþá áhuga á golfi, skotveiðum, hlaupum, myndlist, bókum, hjólreiðum og crossfit, svo eitthvað sé nefnt. Ég stunda þetta allt upp að vissu marki, ef frá er talið golfið sem er búið að vera á ís í nokkur ár. En eins og þeir sem kíkja hérna inn og lesa bloggið mitt vita, þá hafa hjólreiðarnar átt huga minn allan upp á síðkastið. Ég held varla í við sjálfan mig þegar kemur að því að skipuleggja ný ævintýri og setja mér markmið. Það nýjasta, að hjó

Fat Head Pizza

Reyndi að mála í fyrradag, sem varð svo til þess að í gærkvöldi skrifaði ég einhvern hræðilegan sjálfsvorkunarpistil hérna á bloggið; um hvað ég væri að sökka og ætti mikið bágt þegar kemur að listsköpun. Ég fékk ennþá meiri óbeit á mér fyrir vikið, eyddi loks pistlinum og fór í göngutúr. Kom heim, hlustaði á Nick Cave og tók smá hugleiðslu. Í dag er ég mjög góður og mér líður fantastic. Þess vegna ætla ég að vera svo örlátur við ykkur vini mína, að ég ætla að gefa ykkur uppskrift af ketó pizzubotni sem ég elska. Það besta við þessa uppskrift er að börnin elska þetta líka. 1 bolli rifinn ostur 2 msk rjómaostur 3/4 bolli möndlumjöl 1 egg Krydd eftir smekk (ég nota salt, pipar, pizzakrydd og smá hvítlauksduft). Setjið ost og rjómaost í pott og hitið við vægan hita, þar til þetta rennur saman. Bætið við kryddi og möndlumjöli þar til þetta verður einsleitt og deigkennt. Hrærið egg út í og passið að hitinn sé ekki of mikill svo eggið hlaupi ekki. Þegar ég flet degið út set ég þa

Bestu tónleikar sem ég hef farið á

Mynd
Nick Cave Nú er frábær helgi á enda sem ég eyddi í Reykjavík. Ég og Þórður skelltum okkur suður til að sjá Nick Cave spila og spjalla við áhorfendur í Eldborgarsal Hörpu. Ég vissi ekki alveg hverju ég ætti von á en þetta fór langt fram úr mínum björtustu vonum. Hann var einn við flygilinn og söngurinn og spilið voru gjörsamlega út úr þessum heimi. Spjallið við áhorfendur (þar sem hann tók spurningar úr sal) var að mestu ánægjulegt en hann hafði alltaf eitthvað að gefa af sér og gat komið með góð svör við vondum spurningum. Svo er nærvera hans og almennur töffaraskapur engu lík. Eftir tónleikana skelltum við okkur í bæinn og þvældumst milli pöbba fram á nótt. Ég hef ekki gert þetta í mörg ár en skemmti mér óvenju vel. Það er barnalaus vika hjá mér þessa vikuna en ég þarf að hlaupa undir bagga með Guðrúnu og næ í þau í skólann 2 daga og þau gista hjá mér eina nótt. Ég fer síðan suður á föstudagsmorgun á fund og er að bræða það með mér hvort ég verði þar næstu helgi. Taki jafnvel