Færslur

Sýnir færslur frá október, 2012

Ósmann

Mynd
Ótrúlegt hvað maður er kærulaus með myndirnar sínar. Eftir að stafræna tæknin tók völdin hefur maður enga yfirsýn yfir myndirnar sem maður tekur. Síðan dreyfast þær í ótal albúm, aukasave, margar tölvur, flakkara ofl. Var að taka myndir fyrir vinnuna og datt þá um skemmtilegar myndir sem ég tók síðasta vor á skotvellinum í Skagafirði. Skotvelli Ósmann. Þar var opinn dagur og allir máttu koma og prufa að skjóta úr rifflum, bogum, skammbyssum og haglabyssum (fór reyndar eftir aldri hvað menn fengu að prufa). Ég fór með Daníel, Brynjar og Magnús vin þeirra. Þetta var frábær skemmtun og góð kynning fyrir heilbrigt og skemmtilegt sport sem er fyrir alla. Ég bjó til vefalbúm sem sjá má hér en set líka inn smá sýnishorn. Indriði fyrrum nágranni að sýna Brynjari Daníel með spenntan bogann Magnús að fara að skjóta beint í mark Brynjar einbeittur með loftriffil Ungur nemur gamall temur Daníel kominn með 22. calibera riffil, Brno eins og glöggir skotáhugamenn geta
Nú hef ég verið svo upptekinn í nýju vinnunni minni sem forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Skútustaðahrepps, að ég hef ekkert mátt vera að því að rita hér nokkurn skapaðan hlut. Síðan er ég farinn að halda úti þessu bloggi hér um málefni íþróttamiðstöðvarinnar og það tekur úr manni mesta bloggskjálftann. Annars er allt frábært að frétta af okkur utan við veikindi og tíðar jarðhræringar. Svo er eitthvað lítið um að ég komist í rjúpu um helgina og er orðinn þreyttur á þessu skeggi. Hef ekki getað hlaupið mikið eða hreyft mig. Kveðja, Bjarni

Til hamingju með daginn ljúfurinn

Mynd
 Afmælisbarnið Fyrir einu ári fæddist þessi elskulegi stubbur. Ég er í útlöndum á afmælisdaginn hans og er eitthvað voðalega hrærður og meir. Er að berjast við að skrifa ekki eitthvað voðalega væmið en það er erfiðara en ég bjóts við að vera í burtu. Samt veit ég að hann fattar ekki neitt, fær sér bara appelsínu og er með kórónu. Hlakka til að sjá þig á morgun gullið mitt. Kveðja, pabbi

Siggi skrítni

Ég vann einu sinni með manni er Sigurður hét. Sigurður þessi kom upprunalega úr Sandgerði en hefur að ég held ekki búið þar um langa hríð. Á unglingsárum ákvað hann að ganga menntaveginn og skráði sig í menntaskóla og svo háskóla. Þá fékk hann viðurnefnið Siggi skrítni í sínum heimabæ. Kveðja, Bjarni

Slátur

Mynd
Dæmigert Brekkuslátur Það er verið að ræða um slátur á Rás 1 í þessum töluðu orðum. Sláturmáltíðin er á ca. 200kr í dag. Ekki hægt að fá mikið ódýrari mat, eða hvað? Ég er búinn að éta slátur í 4 mál í röð og held ég fari að segja það gott í bili en svona er það þegar mikið er soðið í einu, þá verður maður að reyna að éta þetta. Ég sé ennþá fyrir mér kerlingarnar í Skútustaðaskóla færa upp slátrið á föt. Ég sat í horninu hjá Þránni og maður sá inn í eldhús í gegnum lúguna. Sigrún Skarp, Hilla og Helga mamma Ævars og Örvars.  Á þessum árum fannst mér slátur ferlega ógeðslegt en maður svældi þessu í sig með jafningi (sem mér finnst ómissandi með þessu í dag). Ef ekki, þá kom bara Sigrún Skarpa og mataði mann. Þannig lærði ég nú t.d líka að éta siginn fisk sem ég elska í dag. Þessu var troðið í mann, "The hard way". Í dag aðhyllist ég þessa uppeldisstefnu. Jæja þessi pistill átti upprunalega að fjalla um eitthvað allt annað. En þannig fór það. Er að spá í að fara að kruk