Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2009

USA hundarnir mættir á svæðið

Ég og Jens erum mættir aftur á klakann, kúkabrúnir og hrútmassaðir eins og venjulega. Það er óhætt að segja að við höfum vakið mikla eftirtekt í Norður Karólínu og þurftum við að slá frá okkur kvennfólk eins og flugur og svara mörgum spurningum karlmanna um hvernig við förum að því að vera eins og við erum. Hrikalegir bitar með golfsveiflur sem helst mætti líkja við vel smurðar vindmyllur sem ganga í takt við Opus 6 Concerti Grossi eftir George Frideric Handel. Bara kraftmeiri. Grastorfurnar flugu upp í heiðbláan himininn til móts við almættið og sykurgljáðir vöðvarnir kysstu geisla morgunsólarinnar. Ég hef nú prjónað upp tvö albúm hér til hliðar. Annað er með fræknum veiðimyndum með tilheyrandi útskýringum á því hvernig eigi að veiða klaufdýr að hætti Íslendinga í Svíaríki. Hitt albúmið inniheldur myndir af golfsögulegum stórsigrum okkar hjá frændum okkar Könum. Myndavélin mín lenti reyndar í vatnsslysi í golfbílnum þar sem hún var geymd undir klakapoka fullum af bjór og svaladrykkjum
Mynd
Jæja góðir hálsar. Nú höfum við feðgar gert góða reisu á smálenskar veiði og koppagrundir. Óhætt er að segja að við höfum skilið eftir okkur sviðna jörð, fært björg í bú og margan bokkinn fellt. Sænskum veiðifélögum okkar var hætt að lítast á blikuna og vorum við komnir með gula spjaldið, enda búnir að skjóta rúmlega helmingi meira en 6 kallar til samans (já ég er með þingeyskt loft í lungum). Ég læt vera að gera díteila í þetta skiptið enda ný kominn til byggða og er heldur þreyttur til fingranna. Hendi samt hér með inn hér smá myndaskonsum. Legg af stað til Ísland á fimmtudag og held til Bandaríkjanna nokkrum tímum síðar. Þá munu bætast í safnið fræknar golfsögur og enn fleiri myndir. Þá mun ég búa til fagrar möppur fullar af fallegum myndum af mér. Hafið það gott. Mynd 1. Bockinn sem ég skaut fyrsta morguninn kl.05:30. Færi ca. 50 - 60 metrar, bógskot, eitt hopp upp í loft og hann var allur greyið. Mynd 2. Pabbi gerir að bocknum sem hann skaut ca. klukkustund eftir að ég skaut minn.

Har det bra bra bra

Já góðann daginn kæru vinir. Nú er ég kominn til Svíþjóðar og lifi hér nautnalífi Ala franskir aðalsmenn. Um leið og maður kom í hús var maður laminn í gólfið og færibandi troðið upp í kjaftinn á manni, sett á On og síðan runnu ofan í mann dádýralæri og páffuglabringur. Sósan flæddi og sultan glansaði. Ekki hægt að kvarta neitt yfir neinu. Hildur systir og Kalle kærastinn hennar voru hér með okkur í gærkvöldi og var þetta í fyrsta skipti sem ég hitti drenginn. Fínn gaur! Ég og gamli erum núna að leggja af stað upp til Smálanda og sit ég hér í makindum á meðan pabbi tekur til í bílinn og græjar allt. Hann var að reyna að virkja mig eitthvað en ég sagði bara "er ég kominn til að vinna eða hafa það gott?". Jæja ég hendi vonandi inn einhverjum myndum þegar við komum til baka úr þessu inbreed- samfélagi þar sem við erum að fara að veiða. Góðar stundir, Bjarni

Allt of langt blogg

Ég veit ekki afhverju í fjandanum ég er kominn á fætur fyrir klukkan átta, og það í sumarfríi. Gæti kannski tengst elli og hlandspreng? En jæja, ég nota þá bara tækifærið og læt langþráða og blauta bloggdrauma rætast. Áður en ég hef yfirreið mína um ýmis málefni, þá langar mig að hæla eftirfarandi hlutum: Gotti, smurostur frá Osta og smjörsölunni. Kaffi, hressandi drykkur. Golfvellinum á Sauðárkróki sem hefur fóstrað mig eins og eigið afkvæmi síðustu daga. Morgunþáttur með Kristjáni Kristjánssyni (KK) á Rás eitt milli 8 og 9. Þar hljóma ljúfir tónar. Old spice svitalyktaeyðir sem fæst í Hagkaup. Hlutir sem ég fordæmi: Fréttir, það er ekki nokkur leið að hlusta á þetta helvíti lengur. Tek þann pól í hæðina að vera ignorant fool og gefa skít í það sem er í gangi hér heima og erlendis. Einnig stend ég í heilögu stríði við öfl sem ég þori ekki að nefna á nafn í fjölmiðlum. Ég fordæmi þessi öfl en hef ekki gefist upp og mun ekki gera það. Vísbending: tengist viðgerðum á bifreiðum, Framsókn
Mynd
Var búinn að lofa mömmu og systrum mínum að setja hér inn myndir af ljóninu okkar. Hún er nafnlaus en sem stendur. Nokkrar hugmyndir af nöfnum hafa komið upp t.d John Daly, Tiger Woods og Dagbjört. Kveðja, Bjarni

Af ljónum

Það er tvö ljón sem hafa spilað hvað stærsta rullu hér á heimilinu 2 síðustu daga. Hún Guðrún mín, sem er ljón, átti afmæli í gær og var því fagnað með ofáti á margkyns góðgæti og góðir gestir komu í hús. Ég byrjaði daginn á því að færa henni bakkelsi og kaffi í rúmið en hef ekki ennþá fundið almennilega afmælisgjöf handa henni. Var búinn að finna prímagott topplyklasett á afslætti en eitthvað fífl hafði keypt það á undan mér, svo það verður bara að bíða enn um sinn. Ég er hvort sem er að fara til Svíþjóðar fljótlega og þar er hægt að kaupa miklu ódýrari verkfæri og eldhúsáhöld. Svo er komið annað ljón á heimilið. Dýrið er nafnlaust en um sinn, pínulítil læða sem skottast hér um allt. Fyrsta daginn þorði hún nú lítið að hreyfa sig um íbúðina en í gær tók hún miklum framförum og hafa þær vakið mismikla kátínu. Hún er t.d farin að klifra upp í hjónarúm, glugga, ráðast á gardínur og rafmagnssnúrur. Í nótt endaði með að ég þurfti að loka hana frammi eftir að hún var farin að nudda sér upp