Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2008

Á plastfæti með golfkylfu og byssu

Stjörnuspá mín fyrir daginn í dag er á þessa leið: „Þú vaknar andfúll, órakaður og í sokkum sem þú fékst á Saga Buisness Class. Leið þín liggur til vinnu og þú fetar stíg sem liggur ofar þeim mörkum sem almenningur hefur skilgreint sem eitthvað norm. Þú munt stela skrifborðshillu á sjöundu hæð, drekka kaffi og sjá álitlega mey sem vinnur í húsinu. Þú sérð ekki hvort hún ber hring á fingri, ef ekki þá er hún lesbísk. Véfréttin færir þér fréttir af húsaþyrpingu á mörkum hins óbyggilega heims. Umskipti gætu verið í nánd, þér mun sennilega vaxa einglyrni og með því munt þú sjá framhjá himinháum reikningum, öðlast nýjan sófa og jafnvel gúmmíplöntu. Þig hlakkar til að fá Gabríel erkiengil í gæs, hann mun þó vera vængstýfður á Reykjavíkurflugvelli eitthvað fram eftir degi. Kvöldflug gæti glatast.“ Ef þið vitið ekki hvað ég er að fara með þessu þá skulið þið kveikja á The lakes of Canada með Sufjan Stevens, halla ykkur aftur í stólnum og slaka á. Þetta skýrist allt á endanum.

Póstur 175

Mynd
Góðan dag. Þá er maður búinn að hlaða inn myndum frá Ameríkuferðinni sem við frændur fórum í. Reyndar tók ég lítið af myndum í NY en því meira af myndum á golfvellinum og golfmótinu sem við kíktum á í Norður Carolínu. Ég læt það kyrrt liggja að fara út í einhverja hard core ferðasögu en áhugasamir geta hringt í mig og fengið nánari upplýsingar. Ferðin var í boði Jens frænda og var útskriftar og 30. afmælisgjöf til mín. Takk fyrir það frændi, þetta var alger snilld! Annars kom fram í fréttum að íslenska ríkisstjórnin hafi ákveðið að styrkja Handknattleikssamband Íslands um 50.000.000 kr. Það er ekki að spyrja að því hvað ríkisstjórnin er alltaf fljót að bregðast við og styrkja góð málefni. Þetta minnir mann á þegar þeir, eftir mikla fundi gáfu 3.000.000 kr. þegar flóðbylgjan skall á löndin umhverfis Indlanshaf. Kveðja, Bjarni

Í hár saman

Mynd
Nú er ég búinn að fara algerlega yfir strikið, hingað og ekki lengra. Ég játa það að nú hef ég klæðst köflóttum stuttbuxum, pólóbol, borið hvítan hanska og leikið golf innan um glæsivillur og litskrúðug blómabeð. Nýkominn frá Ameríku og luma á einhverjum myndum. Veit að fólk getur ekki beðið eftir að sjá myndir af mér í þessum útbúnaði. Er að dunda við að hlaða inn myndum og set kannski einhvern pistil. Saga sveitadrengs í NY og NC. New York, eins og Siglufjörður með of mörgu fólki. Nánari lýsingar síðar. Eins og sést á myndinni þá var ég í heimsókn hjá Hrafndísi í gær. Við tókum þessa mynd til að sýna fólki hvað við erum með flott hár. Pabbi hennar var að reyna að vaska upp á meðan og hefur örugglega klúðrað því. Meira síðar

Íslenskir íþróttamenn

Mynd
Af íslenskum íþróttamönnum eru sundmenn vafalaust þeir allra slökustu. Á þessari eldfjallaeyju sem vér lifum á, er ofgnótt af heitu vatni og busllaugum út um allar trissur þar sem rakaðir strípalingar geta synt þar til þeim liggur við drukknun. Þegar íslenskur sundmaður svo fer á stórmót, setur Íslandsmet með frábæru sundi, þá er það yfirleitt ekki nóg til að koma honum í topp 200. Því má þó ekki gleyma að nú eru liðnar einhverjar milljónir ára síðan við skriðum upp úr drullupollunum og það er því nokkuð öfug þróun að vera að reyna að keppa í því hver er fljótastur að ferðast milli staða við þessar óvistvænu aðstæður sem vatn er. Frá landnámi hafa þegnar þessa lands forðast það sem heitan eldinn að detta í vatn því það hefur yfirleitt endað með drukknun. Ekki er betra að detta í hver. Við sem þjóð ættum því ekki að taka það nærri okkur þó við séum léleg í þessari heimskulegustu íþróttagrein mannkynssögunnar. Það væri nær lagi að taka nærri sér dapran árangur íslenskra frjálsíþróttamann

Mikil bloggleti

Jæja nú er haustið komið og þá er hægt að fara að blogga aftur. Haustið læddist aftan að mér og stakk mig í bakið og sparkaði mig niður. Finnst alltaf sumarið búið þegar verslunarmannahelgin er á enda. Fór með Dóra í hreindýr um helgina og var það ferð til fjár fyrir skyttuna (ég var áhorfandi). Dóri skaut alveg hreint voðalegan tarf sem sló alla mína tarfa út á einu bretti og hraðar en Árni Jónsen slær niður homma á þjóðhátíð. Kallinn afgreiddi þennan feikilega tudda eins og atvinnumaður, 95 kg. fallþungi og krúna sem er á stærð við sendinn á útvarpshúsinu í Efstaleiti. Annar bara skító sæmó að frétta. Er að fara til USA í næstu viku að horfa á PGA mót í golfi. Ferðin verður í boði Jens og við erum með full clubhouse pass og allar græjur. Finnst líklegt að ég eigi eftir að segja nokkuð ítarlega frá því. Jæja vinna meira....... Kveðja úr kuldanum, Bjarni