Færslur

Sýnir færslur frá september, 2007

Miskilningur ævi minnar

Í tölfræðitíma í dag komst ég að því að ég hef lifað í miskilningi allt mitt líf. Við lifum í raun í tvöföldum heimi. Annar er logarythmískur, hinn ekki. Við ráðum í hvorum heiminum við erum í hverju sinni og þannig gat ég snúið gögnunum mínum með log10 og allt varð cool og niðurstöðurnar meik. Síðan þarf maður að snúa aftur til baka í sinn raunverulega heim ef maður ætlar segja einhverjum frá niðurstöðunum. Ég veit ekki hvað hefði gerst eiginlega ef ég hefði gleymt að fara úr log- heimum áður en ég fór úr stofunni. Hefði sennilega orðið eitthvað skrautlegt, Bjössi bolla að renna sér á einhverju línuriti og ég verið 4 sekúndur að labba til Svíþjóðar. Í kvöld fór ég svo í kaffi til Ragnars vinar míns og fór að segja honum frá þessu. Við komumst að því að við erum skoðunarbræður hvað stærðfræði varðar, enda er þetta allt frekar spurning um smekk frekar en staðreyndir. Ragnar er mikill smekkmaður á stærðfræði og kenningar innar hennar. Fyrir okkur er ekkert til sem heitir mínus, allt byrj

Nú næ ég þér amma mús

Ég var hér áðan búinn að skrifa alveg ótrúla hnitmiðaðann og ferskan pistil en þá gerði tölvan mér þann óleik að frjósa í hel. Þið fáið víst aldrei að vita um hvað ég skrifaði en í stuttu máli fjallaði það ekki um neitt. Þegar öllu því var lokið gat ég þess að í dag prófaði ég að nota regnhlíf enda veðrið til þess hefði ég haldið. Þessi dýrindis gripur fylgdi með Skodanum mínum og er kominn úr þar til gerðu regnhlífar hólfi sem er í vinstri afturhurðinni. Þetta er engin slor reghlíf skal ég segja ykkur, með Skoda silfurskjöld á haldi og sjálfsagt einir 10 fermetrar að flatarmáli uppspennt. Eftir að hafa hlaupið í bílinn og sótt regnhlífina setti ég sixspenserinn á hausinn, skaut út regnhlífinni og þrammaði af stað í skólann. Ég get ekki sagt að mér hafi liðið sem best fyrstu metrana. Það var ekki bara að ég væri hræddur við að takast á loft eins og amma mús heldur var þessi blanda af sixspencer og regnhlíf eitthvað að fljækast fyrir mér. Þetta voru mjög blendnar tilfinningar en þar sem

Pulp Fiction, the suitcase mystery

Ragnar sendi mér hlekk á síðu um daginn þar sem fjallað er um hvað hafi verið í skjalatöskunni í Pulp Fiction. Ég get ekki sagt að það hafi plagað mig í gegnum árin, að hafa ekki vitað það en þó verð ég að viðurkenna að ég hef oft leitt hugann að því. Þessi lesning verður því miður ekki skemmtileg fyrir þá sem ekki hafa séð myndina en fyrir hina sem hafa séð hana þá gerir þetta hana 100x betri. Ég nennti ekki að pikka þetta sjálfur eða þýða þetta en svona hljómar þetta: If you all are anything like me then you had no idea what was in the briefcase in Pulp Fiction. So, through a friend of a friend of a friend who had a two hour conversation with Quentin Tarantino himself, I now know, and I thought I would pass along the information because it makes the movie even 100 times better than it already is. Remember the first time you were introduce to Marsellis Wallace. The first shot of him was of the back of his head, complete with band-aid. Then, remember the combination of the lock on the

Hvað er að frétta?

Mynd
Ég veit ekki alveg hvort það sé nokkuð að frétta? Haustið farið að banka á dyrnar og rigning og kuldi í dag. Þetta er eiginlega fyrsti dagurinn síðan ég kom hingað sem hægt væri að kvarta yfir veðrinu en þar sem ég er svo jákvæður í dag þá ætla ég að sleppa því. Enda er maður jú vanur veðurruddanum þarna heima og í samanburði þá er þetta bara peanuts. Það rignir þó lóðrétt hérna. Annars gengur þetta bara allt sinn vana gang, bara fara í skólann og vera cool náungi. Prófaði reyndar að læra heima í nokkra klukkutíma í gær og varð hálf óglatt eftir það. Leið eins og Otto næsehorn þegar hann sá alla maurana á blaðsíðunum og fékk svima. Það er vont en það venst kannski. Ég rak augun í það á ruv.is að Eimskip tvöfaldaði veltu sína á þriðja ársfjórðungi. Ég tel það öruggt að Gunnar Jónsson á mestan heiður af þessari auknu veltu og finnst viðeigandi að setja inn mynd af Gunnari þar sem það virðist hafa gleymst þegar fréttin var skrifuð. Myndina tók ég þegar ég var í heimsókn hjá Gunnari nú í s

Afar hressandi

Tveir Bjarnar í steininum

Vegna frétta Morgunblaðsins af tveimur Björnum í steininum í Danmörku (sjá frétt á mbl.is ) þá fannst mér það skylda mín að láta vita að ég er en staddur í Noregi. Samt finnst mér það alveg dásamlegt að íslenskir stórglæpamenn skuli vera farnir að sýna heiminum snilli sína á sviði bankarána. Ég held að heimurinn væri öruggari staður ef það væri meira af íslenskum krimmum erlendis. Annars allt gott að frétta héðan. Fékk peninga í dag og keypti mér prentara og sushi. Fór svo og át ókeypis súpu og hlustaði á kór. Fór svo heim og át snakk og kenndi konu frá Tanzaníu á textavarp. Fór svo að blogga og ætla fljótlega að fara að sofa. En einn viðburðarríkur dagur að kveldi kominn hjá Lögreglustjóraembættinu í Viðey eins og segir í kvæðinu.

Kvart

Fátt er betra en að kvarta yfir einhverju og þusa og ég held að það sé oft á tíðum vanmetið. Ég og Ragnar gerðum þetta að þjóðaríþrótt okkar síðasta vetur og stunduðum gjarnan af áfergju. Við sátum gjarnan á kvöldin í sófanum mínum í Klettastígnum með kaffibolla í hönd og létum móðinn mása. Í stuttu máli fór þetta þannig fram að við töluðum um hvað við erum snjallir en aðrir heimskir. Þetta voru gjarnan hápólitískar umræður og teygðu anga sína víða t.d til skattkerfisins, vaxta, menntamála, samgöngumála, kosningamála, til helvítis bankanna, Guðmundar í Byrginu, Árna Jónsen, fótbolta og svo auðvitað var oft rætt um verðlagið á Íslandi. Mér duttu þessar verðlagspælingar í hug í dag þegar ég keypti mér pulsu og hálfan líter af kók á 70 kr/norskar. Samkvæmt gengisbreyti þá gera þetta skitnar 800 kr/íslenskar. Herlegheitin snæddi ég í Shell- sjoppu sem er hér steinsnar frá. Verði mér að góðu.

Mættur

Mynd
Jæja þá er maður kominn aftur til Ås og farinn að þurfa að huga að ýmsum hlutum tengdum námi. Vaknaði kl. 06 í gærmorgun í Lundi, drakk kaffi með pabba og keyrði svo uppúr og var kominn passlega í tíma í gær. Sat alveg ágætis tíma í tölfræði hjá manni sem kennir tölfræði með leikrænum tilburðum. Hann æpir eins og hann eigi lífið að leysa og sveiflar höndunum þegar hann tekur tignarleg stökk fyrir framan krítatöfluna. Hann er með skosk- norkan framburð sem passar ágætlega við þennan gjörning. Ég vildi óska þess að ég gæti fest þetta á filmu til að leyfa fleirum að njóta þess með mér en finnst ekki líklegt að af því verði. Af veiðiferð okkar feðga er það að frétta í stuttu máli að við höfðum það gott þó við höfum ekki haft heppnina með okkur í þetta skiptið. Sáum samt svolítið af dýrum og bárum út maís fyrir villisvín sem hafa verið dugleg við að tæta upp akrana fyrir bændunum og skemma kornuppskeru. Ég keypti mér einhverjar flautur til að kalla á refi áður en við lögðum af stað og er se

Við hestaheilsu í Lundi

Jæja þá er bara aðeins að láta vita af sér en ég er við hestaheilsu enda er ég svo vel fóðraður hjá Hafrúnu og pabba. Hér hefur maður legið á beit í allskyns góðmeti og nýlenduvörur eru ekki af skornum skammti né skornar við nögl. Ég held svei mér þá að ég sé farinn að stækka svolítið og á ennþá von um að á endanum geti ég teygt mig upp í hefðbundinn eldhússkáp til að ná mér í glös og diska. Nú styttist heldur betur í veiðiferð og við pabbi leggjum af stað til Smálanda seinnipartinn á morgun. Það er komið í ljós að við verðum bara tveir á svæðinu og það er fínt. Náum sennilega ekki að setjast út annað kvöld þar sem við verðum seint á ferðinni. Ég ætlaði svo upprunalega að keyra beint frá Smálöndum í Ás en er að hugsa um að koma bara aftur til Lundar á sunnudagskvöldið. Við karlarnir förum því bara á einum bíl uppeftir og ég legg af stað til Norge á mánudagsmorgun kl. 07.00.

Sannleikurinn um Keith

Mynd
Oft hefur maður heyrt tröllasögur um það þegar Keith blandaði ösku pabba síns við kókaín og saug hana í ranann. Var að lesa viðtal við Keith í Mojo blaði sem pabbi á og þar er hann spurður um þetta. Did you really snort your dad? Oh yeah. But the cocaine bit was rubbish. I said I chopped him up like cocaine not with. I´d openened his box up and said, " Jesus I´ve got to do something with dad, y´know, plant the oak tree." I pulled the lid off and out comes a bit of dad on the dining room table. I´m going, "I can´t use the brush and dustpan for this." So you just gotta like ( taps table ) put it together. What I found out is that ingesting your ancestors is a very respectable way of.... y´know.... he went down a treat. Þá höfum við það. Viðtalið er tekið í svítu í París á George V Hotel sem eru höfuðstöðvar umboðsmanns þeirra Stones manna. Þarna hafa verið haldin mörg villt partí seinustu 40 árin. Það er ekki veislan í boði Briddget Bardot og Francoies Hardy í mars

Baldur og Bryne

Eftir komment frá Hinrik fór ég aðeins að skoða þetta með félagaskipti Baldurs til Bryne en þetta hafði algerlega farið fram hjá mér. Vonandi fer drengurinn að spila fljótlega en ef ég skil þessa heimasíðu Bryne rétt þá var hann í banni í fyrsta leik vegna uppsafnaðra spjalda að heiman. Einnig sé ég á heimasíðunni þeirra að Bryne á eftir 5 heimaleiki og klára tímabilið í nóvember. Því fór ég að kíkja á hvernig væri að komast þangað og það lítur út fyrir að skemmtilegasta leiðin frá Ási sé að taka göngin undir Oslófjörð, keyra svo upp til fjalla og fara í gegnum Telemark. Þetta hljóta að vera góðir vegir því vegalengdin er 419 km. og keyrslan á að taka rúmlega 9 klst. Nú er bara að sjá hvort það var einhver alvara í þessu hjá Hinrik og hvort maður hafi tíma í þetta. Hljómar sem ágætis helgarferð samt. Ég hafði ekki hugmynd um hvar þessi staður er en fyrir þá sem ekki vita þá liggur Bryne rétt utan við Stavanger. Upprunalega hét þessi bær Thime station og byggðist upp við járnbrautina se

Verslunar og skemmtiferð

Jæja var að koma inn úr dyrunum eftir alveg ágætis ferð til Svíþjóðar. Við Íslendingarnir lögðum af stað kl. 08 í morgun án þess að vita hvert við værum að fara nákvæmlega. Keyrðum til Lysekil í Svíþjóð og átum þar eitthvað kebab, tókum svo ferju yfir fjörðinn og drifum okkur til Gautaborgar. Hugmyndin var að skoða einhver söfn eða eitthvað þar en vorum allt of sein fyrir svoleiðis fínerí. Gengum því bara um eins og asnar og vissum ekkert hvað við áttum af okkur að gera. Þar sem þessi borg er nokkuð lekker þá var það svo sem ekkert svo ógeðslegt. Stoppuðum svo í verslunarkjarna rétt norðan við borgina og þar var bílinn stútfylltur af allskyns góðmeti á sanngjörnu verði og keyrt á felgunni til baka. Þar sem ég er að fara yfir til Svíþjóðar á þriðjudaginn nennti ég nú ekki að versla mikið en það litla sem ég keypti var stórkostlegt. Það sem helst ber að nefna eru 2 kassar af Ramlösa í gleri (sódavatn) sem fæst ekki hér og tvær túpur af ärtsoppa sem er himnesk baunasúpa með fleskbitum. Þa