Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2022

Meiri blástur

Mynd
Þetta hjól....... [15:30] Ákvað að henda mér aðeins niður hérna á sófanum og jarðtengja áður en ég kveiki aftur á vinnutölvunni. Var að koma heim eftir frekar súran dag og er hreinlega að drepast úr stressi. Mér finnst fátt verra en að líða svona. Ég var að spá í að reyna að gleyma mér aðeins og taka stuttan hjólatúr en það er allt of hvasst og mér fannst ég ekki getað hlaupið frá heimilinu eða vinnunni. Nú ætla ég að vinna aðeins..... [17:30] Nú er ég búinn að taka snúning á vinnunni og líður aðeins betur. Tímabundin tilfinning að maður sé með control á hlutunum. Hverfur sennilega á morgun, svo ég detti nú ekki í bjartsýni. Ég ákvað að halda mér við efnið í heimaæfingum og endurhæfingu eftir að ég lokaði vinnutölvunni. Það var mikill vindur þegar ég var á hjólinu í gær og það kostaði átök sem skiluðu sér í smá eymslum. Ágætis áminning um að björninn er ekki unninn. Núna tók ég slatta af upphífingum með öfugu þröngu gripi (það er alveg sársaukalaust) en svo bætti ég við 3 settum af upp

Moldrok

Mynd
Svokallað mold-tan. Ég lét verða af því að fá mér frí í vinnunni frá klukkan 11:00 í morgun. Ég þarf reyndar að vinna eitthvað af mér í kvöld en það var alveg þess virði. Það var reyndar orðið leiðinlega hvasst þegar ég lagði í hann að heiman um hádegið en hitinn var kominn upp í 23°C þannig það var ekki hægt að kvarta. Ég hjólaði fyrst út að Víkurskarði og þá var maður náttúrulega með allt í bakið og hélt fínni ferð. Ferðin upp skarðið gekk svo hratt og vel en þegar maður fór að fara niður austanmegin þá var orðið svo hvasst að maður varð að fara varlega. Á leiðinni niður austanmegin mætti ég svo hjólaferðalangi með hjólið pakkað af drasli. Á leiðinni upp aftur náði ég henni og spjallaði við hana í smá stund. Ég vissi að ég var að ná helvíti góðum tíma þarna upp en það var líka bara næs að slaka aðeins á og spjalla. Það var sama sagan þegar ég fór niður vestanmegin, maður mátti hafa sig allan við að halda sér á hjólinu. Á leiðinni frá Víkurskarði og í bæinn aftur var maður með allt í

Reykjavík

Það er fundur hjá mér í Reykjavík á morgun og ég átti flug í fyrramálið klukkan 08:10. Icelandair frestaði því flugi um 3 tíma og setti öll plön í vaskinn. Daggóður tími fór í að reyna að breyta fluginu og ég gerði því ekkert af viti eftir klukkan 14 í dag. Endaði með að ná að koma mér í vél klukkan 20:30 í kvöld, þurfti að redda mér gistingu og þurfti að taka leigubíl þar sem bílaleigubílinn er ekki reddý fyrr en í fyrramálið. Þarf svo að byrja vinnudaginn á því að fara út á völl með leigubíl að sækja hann. Þetta er gömul saga og ný og þessi flugvandamál eru búin að kosta mig ógeðslega mikinn tíma í vinnunni og stofnunina alveg helling af peningum. Við Harpa fórum í samhjól í morgun og veðrið var mjög gott. Við ákváðum að hafa þetta rólegt og fylgdum hópnum fram á Grund en snérum við þar. Þetta var bara ekta rólegt endurance og einhverjir 43 km. Ég er búinn að ákveða að hætta snemma í vinnu á þriðjudaginn og nota góða veðrið. Ég ætla að hjóla yfir Víkurskarð, til baka og fara upp í sk

Geggjaður laugardagur

Mynd
Á leiðinni upp Víkurskarð Við Harpa náðum geggjuðum hjólatúr í dag og loksins var veðrið fínt. Loftið var reyndar ekkert mjög hlýtt en maður biður ekki um meira en sól og logn. Við hjóluðum í Illugastaði og komum við í einn kaffibolla í dýragarðinum Daladýrð í Fnjóskadal. Þegar við komum aftur í bæinn þurfti ég að taka 2 km í viðbót til að ná upp í 100 en Harpa var að drífa sig á fótboltaleik til að fylgjast með Bjarka syni sínum. Mér líður svo ótrúlega vel á hjólinu þessa dagana og held að ég hafi hreinlega aldrei verið í betra formi. Ég var að hugsa um að bæta meira við þetta og fara upp í skíðahótel en þurfti að komast í vinnuna og svo er samhjól á morgun. Ég nennti ekki að vera að ganga of nærri mér og betra að eiga eitthvað eftir á tanknum fyrir morgundaginn. Spáin er góð og lífið er yndislegt.

Blíða

Mynd
Hitaspá fyrir þriðjudag. Ég veit eiginlega ekki hvort maður eigi að trúa veðurspánni fyrir næstu daga. Það var drulluveður hérna á Akureyri í dag en það lítur út fyrir að það verði orðið fínt um það leiti sem maður kemur heim úr vinnu á morgun. Og spáin fyrir helgina er alveg skínandi góð. Og svo fer það bara bestnandi fram í næstu viku.  Ég ætla að skella mér út að hjóla á morgun, hinn, hinn og hinn. Ég þarf svo að skella mér til Reykjavíkur í vinnuferð á mánudaginn og þá verður frí hjá mér. Og nú er mér farið að dauðlanga til að taka mér frí á þriðjudaginn og gera einhverja góða reysu á meðan aðrir eru að vinna. Ég á ennþá 25 daga eftir af sumarfríi og ef verkefnastaðan væri ekki svona þung í vinnnunni, þá væri það "no brainer". Ég væri alveg til í að hjóla upp í Mývatnssveit, fara í kaffi til mömmu, fá mér vel að éta og hjóla svo til baka. Ég ætla að sofa á þessu. Annars var vinnudagurinn í dag betri en í gær og maður virðist halda þessu á floti. Þegar ég kom heim úr vinnu

Hreyfing- fíkn eða geðlyf?

Álagið í vinnunni hefur verið út úr öllu korti síðustu daga og vikur og dagurinn í dag var í raunninni einn sá skrautlegasti til þessa. Ég var út úr taugaður frá því ég mætti og hvíldarpúlsinn hjá mér 20 yfir því sem ég sé á venjulegum degi. Ég er hættur að taka símtöl og er kominn í harða forgangsröðun í verkefnum. Verkefni sem áður voru ofarlega í forgangi hafa verið stimpluð sem gæluverkefni og munaður. Þó þessu hafi fylgt vanlíðan á köflum þá hef ég staðið undir þessu öllu og hef komið sjálfum mér á óvart, hafandi farið í gegnum eitt burnout. En til að segja eitthvað jákvætt þá náði ég að lenda einu stóru máli rétt áður en ég fór heim og var það gríðarlegur léttir. Ég ætla að leyfa mér að leggjast fljótlega í bælið og góna á restina af Dope sick með góðri samvisku. Og ég var að úða í mig pitu með kjúklingi og fullt af sósu. Í gegnum allt þetta stress upp á síðkastið þá hefur hjólið verið mín líflína. Á hjólinu gleymi ég samstundis dagsins amstri og næ alveg að kúpla út. Sama hvort

Skólasetningar, fótbolti og BBQ

Mynd
Brynleifur að segja vinunum sögur. Í gær var skólasetning hjá börnunum og því ekki umflúið að veturinn fer að hellast yfir okkur. En börnin voru bara kát að hitta vini sína og það var gaman að skoða skólann eftir miklar breytingar. Bjartar og fallegar stofur og mér leist vel á kennarana. Maður trúir því varla að BRB sé að byrja í 6. bekk! Eftir það fór ég í vinnuna- sem er orðið eins og að fá stóra beljusprautu of cortisol í rassgatið. Það er mesta furða hvað ég næ að halda jafnvægi þrátt fyrir álagið sem þar er. Ætli burnout-ið um árið, skilnaðurinn og fleiri erfiðleikar hafi ekki bara hlaðið svo vel inn á reynslubankann að maður sé bara betur undir það búinn að takast á við svona bull? Nóg um það. Eftir vinnu fór ég út að hjóla. Ég hjólaði út á Svalbarðsströnd og svo Eyjafjarðarhringinn til baka í gegnum Hrafnagil og Kjarnaskóg, samtals 51 km. Ég ætlaði helst að halda mér alveg rólegum en það tókst ekki alveg. Ég hugsa að ég hjóli ekki í dag, allavega ekki nema það verði einhverjar s

Kaffiboð, sundferð og hjólerí

Mynd
Dagbjört Lóa á leiðinni úr sundi. Dagurinn í gær var bara ansi góður hjá okkur börnunum og það rættist úr þessu öllu þrátt fyrir leiðinlegt veður. Ég var næstum hættur við sundið vegna veðurs en vissi alveg að þetta yrði fínt þegar við myndum drullast af stað. Maður reiknaði nú ekki með að það væru margir í sundi en það var kolrangt og allt fullt í Akureyrarlaug. Það er líka ennþá meira um erlenda ferðamenn heldur en maðu hefði getað ímyndað sér. Þegar við vorum búin í sundi þá skelltum við okkur til Áslaugar og Guðmundar og áttum fína stund. Þar tróð maður svo í sig pönnsum og allskyns góðgæti þangað til að það fór að flæða úr eyrunum á manni. Þegar við komum heim var stefnan að borða afgang af pizzu en eftir ofátið hafði ég ekki geð í mér til að fá mér pizzu. Ég var líka farinn að horfa aftur upp í fjall og langaði að hreyfa mig. En veðrið var bara svo leiðinlegt að ég endaði með að henda upp einni 3x8 mínútna threshold æfingu í Training Peaks og setti gamla hjólið á trainer inni í s

Blautur laugardagur

Mynd
Það var gott að fá þessi heim eftir 3 vikna fjarveru. Það er ekki spennandi veðrið í dag og í gær var ég eiginlega búinn að ákveða að sleppa öllu hjóleríi í dag. Þegar fór að líða á morguninn fór ég þó að horfa upp í fjall og velta fyrir mér hvort ég ætti að reyna að ná besta tímanum mínum þangað uppeftir. Það er ekki alslæmt að vera með norðanáttina í bakið megnið af leiðinni. Á móti kemur að ég hefði þurft að vera mikið klæddur og það rignir. En ég náði að ýta þessum pælingum frá mér og ákvað að sinna frekar börnunum. Við fórum í búðina áðan og keyptum í matinn. Í fyrramálið ætla ég að gera amerískar pönnukökur, beikon og fersk ber. Hella upp á nóg af kaffi og fylgjast með Hafdísi og Siljunum hjóla á Evrópumótinu í götuhjólreiðum. Það er skemmtilegt að fylgjast með þessum flottu konum, sérstaklega þar sem maður þekkir þær og hjólar oft með þeim. Næst á dagskrá hjá okkur börnunum er að hjóla í sund og svo ætlum við að kíkja til Áslaugar og Guðmundar í kaffi. Það er skömm af því hvað m

Aftur af endurhæfingu

Mynd
Lukkusteinn úr Atlavík. Nú reiknast mér til að 80 dagar séu frá því ég flaug á hausinn í Kjarnaskógi og braut á mér viðbeinið. Þetta var vissulega gríðarlegt áfall fyrir mig og ég hefði að sjálfsögðu alveg verið til í að sleppa við þetta. Þetta hafði mikil áhrif á allt sumarið og margt sem ég þurfti að afskrá. En ef ég á að vera jákvæður þá lærði ég ýmislegt á þessu og þetta fór allt betur en ég þorði að vona. Það sem ég óttaðist mest var að ég yrði hræddur við að hjóla en þetta hafði engin áhrif á það. Eftir að ég byrjaði að hjóla aftur hef ég meira að segja oft staðið mig að því að gera heimskulega hluti og taka óþarfa áhættur. Þannig að ég lærði kannski ekki að fara varlega, jæja. En ég lærði líka að það þýðir ekkert að leggja árar í bát og ég hélt áfram allan tíman að hreyfa mig eins og líkaminn leyfði. Verkirnir gerðu það hinsvegar að verkum að ég var farinn að óttast að þetta væri ekki að gróa vel. En um leið og ég fékk leyfi frá lækni til að fara að beita mér eitthvað að ráði, þ

Tour de Pabbi

Mynd
Tour de France gaurinn hans Brynleifs. "Pabbi, hvenær ætlar þú að keppa í Tour de France?" Ég reyndi að útskýra fyrir drengnum að það gæti ég aldrei gert. "En pabbi, aldrei að segja aldrei, maður getur gert allt ef maður hefur trú á sér." Eftir nánari útskýringar um aldur, skuldbindingar, genapælingar ofl lauk hann þessu á því að segja "Pabbi, ég hef trú á þér". Börn eru yndisleg og sjá heiminn með svo skemmtilega einföldum augum. Og svo er maður að sjálfsögðu lang flottastur, stjarna og fyrirmynd, maður gleymir því stundum. Það er ágætt að hafa það í huga og með réttri breytni kemur maður á legg góðum og heilbrigðum einstaklingum. Þegar ég hjólaði af stað í vinnuna í morgun voru lappirnar á mér virkilega þungar. Það tók mig líka óvenjulangan tíma að drullast fram úr bælinu. Ég held að þetta hafi verið stressið í vinnunni og svo át ég núðlur í kvöldmatinn í gær. Með aldrinum, og með því að pæla meira í því hvernig mér líður eftir að hafa borðað ákveðin mat

Crit, kvörðun á vattamæli og bugun í vinnu.

Mynd
Crit-fjör HFA á bílabrautinni. Það er svo mikið rugl í gangi í hausnum á mér að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja og hvar ég á að enda. Ástandið í vinnunni hefur aldrei verið svona erfitt og ég tek það virkilega inn á mig. Ég tek þetta með mér heim og ég er alveg að bugast á köflum- svo ég tali bara mannamál. En við komumst í gegnum þetta og þá horfum við vonandi fram á bjartari tíma. Þangað til verð ég líklega útúr taugaður og þarf að leggja mikið á mig. Alveg fram í nóvember. Ef ég hefði ekki hjólið og bloggið til að hreinsa aðeins hausinn, þá veit ég ekki hvar ég væri. Í fyrradag hlóð ég niður appi til að kvarða vattasveifarnar, enda var mig farið að gruna að þær væru að sýna allt of lágar tölur. Ég fór t.d. með Hörpu út að hjóla á sunnudaginn þar sem ég púllaði okkur á móti vindinum frá Hrafnagili og heim; meðaltalið fyrir túrinn var 97 W! Þetta var ekki alveg að ganga upp. Meðalvöttin í Orminum voru 175.... mér fannst það skrítið. Í góðum félagskap í góðu veðri; þetta er l

Crit og tiltekt

Mynd
Gangandi gyðingur og risi. Ég hvíldi hjólið í gær en ákvað þess í stað að taka í gegn hér heima. Börnin koma seinnipartinn og best að reyna að hafa svolítið fínt. En herbergið hennar Dagbjartar Lóu var svo stórt verkefni að ég komst ekki yfir mikið meira. Að sjálfsögðu notaði ég tækifærið og grisjaði vel og vona að hún taki ekki eftir neinu. Síðan þvoði ég þvott, fór með dót í geymslu ofl. Náði ekki að þrífa neitt, bara laga til. SRAM Rival rafmagnsskiptingar og Giant Halo vattasveifar. Þegar ég var alveg að verða búinn á því rak ég svo augun í hvað hjólið var skítugt eftir Orminn og dröslaði því út og þreif það. Ég er staðráðinn í að vera duglegur að halda því við og það er gaman að geta þrifið það þannig að skiptingarnar verða alveg glansandi. Þannig líka endist þetta betur og virkar þegar maður þarf á því að halda. Til að þrífa smurninguna og skítinn af nota ég Undra, visvænt hreinsiefni. Þannig get ég óhræddur verið með þetta úti á grasi og skolað þessu niður. Þegar ég bjó í Dalsge

Tour de Ormurinn 2022 - uppgjör.

Mynd
Á ráslínu. Jæja þá er síðasta mótið sem var á dagskrá hjá mér í sumar búið og ég aðalega þakklátur fyrir að hafa náð að vera með. Ég missti af 2 bikarmótum og Íslandsmótinu vegna viðbeinsbrotsins og 2 fyrstu mótin voru hálfgerð vonbrigði. Af þeim mótum sem ég hef keppt í þá er þetta klárlega skemmtilegasta mótið. Þessi braut er mjög falleg, skemmtileg og virðist henta mér ágætlega. Umgjörðin er frábær, starfsfólkið skemmtilegt og stemmningin í endamarkinu, þar sem boðið er upp á ýmsar veitingar eins og kaffi og bakkelsi, er frábær. Rúsínan í pylsuendanum er svo að fara og láta líða úr sér í Vök og fá svo súpu og brauð. Það fór bara vel um okkur í tjaldvagninum. Við Harpa lögðum af stað á föstudagsmorguninn og pikkuðum upp tjaldvagninn í Brekku á leiðinni austur. Þegar við höfðum komið okkur fyrir á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum þá keyrðum við brautina og fórum svo út að borða. Helga og Simmi voru líka að fara að keppa og voru í hjólhýsi við hliðina á okkur. Um kvöldið kíktum við yfir til

Dagur #72 - útskrifaður!!!

Mynd
Að skríða heim eftir Eyjafjarðarhring. Ég fór og hitti Ómar bæklunarlækni í gær og það var sannarlega ánægjuleg heimsókn. Á röntgenmyndunum sést ekki einu sinni hvar brotið var og þetta telst fullgróið. Ég má í rauninni gera allt sem ég treysti mér til en þarf að sjálfsögðu að fara varlega af stað á meðan vöðvarnir í kringum brotið eru að jafna sig. Ég fæ náttúrulega verki við ákveðnar hreyfingar og ef það lagast ekki get ég farið í aðgerð eftir áramótin og látið taka plötuna. Það er seinna tíma vandamál.  Til að fagna þessu tók ég nokkrar upphífingar þegar ég kom heim í gær og svo prufaði ég að taka armbeygjur. Upphífingar eru ekkert mál en ég þarf að fara varlega í armbeygjurnar. Ætli ég reyni ekki að biðja Helgu systur að gefa mér einhverjar góðar æfingar til að koma mér í gang. Æfing gærdagsins var rólegur Eyjafarðarhringur með Hörpu. Veðrið var fínt fyrir hádegi í gær en svo kólnaði ábyggilega um 5 gráður og fór að blása hressilega. Við settum bara undir okkur hausinn og kláruðum

Dagur #71 - Röntgen og læknisheimsókn

Mynd
Ræs á Stelpuhring Akureyrardætra.  Ég fór í röntgenmyndatöku í hádeginu í gær og á svo að hitta Ómar bæklunarlækni í hádeginu í dag. Ég bíð að sjálfsögðu spenntur eftir niðurstöðunni en hef enga tilfinningu fyrir hvað muni gerast. Miðað við líðan núna þá finnst mér ekki ólíklegt að ég fari allavega í sjúkraþjálfun. Ég allavega fæ verki í þetta þegar ég er að beita mér eða ber fyrir mig hendina á ákveðinn hátt. Ég held því ennþá fram að ég sé verstur þá daga sem ég er að vinna. Þegar maður situr við skrifborð og pikkar á tölvu, þá leka axlirnar fram og maður heldur ekki spennu á bakvöðvunum. Ég gæti trúað að þetta skapi einhvern núning sem pirrar mig. Ég var allavega ágætur um helgina þó ég hafi hjólað á föstudaginn og sunnudaginn. En eftir tímann á morgun kemur í ljós hvort ég fái að skrá mig í Orminn um helgina. Ég er orðinn hrikalega spenntur enda er formið hjá mér orðið alveg þokkalegt aftur. Ég tók brekkuspretti á sunnudagskvöldið og í fyrradag hjólaði ég inn að malbiksenda. Þetta

Hamborgarar

Mynd
Á Sporvejen í Köben- sem við mælum eindregið með.  Eitt af því fáa sem við börnin ákváðum áður en við fórum til útlanda um daginn var að borða nóg af skyndibita og ís. Og við stóðum við það. Í Kaupmannahöfn átum við 2x á Mc Donalds og einu sinni á Sporvejen sem er rétt hjá Strikinu. Vel gert á tveimur dögum. Kannski hægt að bæta því við við átum líka á KFC í eitt skipti.  Ég hef alltaf verið sucker fyrir BicMac og hann stóðst væntingar í fyrra skiptið- en í seinna skiptið lentum við í algerum hörmungum á Mc Donalds við Kongens Nytorf (minnir mig). Þar voru allir með allt niður um sig og við fengum allt vitlaust afgreitt, drykkir voru volgir og franskarnar kaldar. Hamborgararnir, sem voru líka kaldir, voru ekki einu sinni með öllum áleggjum, sama hvernig það er hægt á Mac Donalds. Það var svo mikil kaos þarna inni að við gengum bara út. Á Sporvejen át ég hinsvegar hamborgara með kræklingi og hvítlaukssósu sem ég mæli eindregið með. Á þeim stað drukku börnin líka risastóra krús hvort af

Dagur #65

Mynd
Gamla hjólið komið á trainer.Stofan er orðin kósý-rými/hjólaskúr/æfingaaðstaða. Eftir væl og sjálfsvorkun í gær þá endaði dagurinn sæmilega. Eftir vinnu kom ég heim og græjaði gamla hjólið mitt á trainerinn. Veðrið var viðbjóður og ég nennti ómögulega að eiga eftir að þrífa hjólið þegar ég kæmi heim. Ég tók því rúmlega klukkutíma rólega endurance æfingu í blíðunni í stofunni og það gekk bara fínt.  Eftir það kíkti ég til Hörpu og við fengum okkur að borða og slökuðum svo á í sófanum og gláptum á einhverja froðu-þætti í Sjónvarpi Símans sem voru ágætir til þess að gleyma sér. Ég var ekki alveg jafn eirðarlaus og ég hef verið og leið ágætlega í eigin skinni. Núna er ég nýkominn heim úr vinnu og ætla að henda mér í eina stutta en snarpa VO2 max æfingu hérna í stofunni, fara í bað og svo ætla ég að taka mig til fyrir suðurferðina.  Við leggjum af stað klukkan 08:00 í fyrramálið. Fyrsta stopp: Þingvellir, þar sem við ætlum að hjóla í klukkutíma. Þaðan brunum við í bæinn og förum aðeins í

Dagur #64 - "Post vacation blues"

Mynd
  Ég verð að viðurkenna að það er búið að vera mjög erfitt að koma sér í gang eftir sumarfrí. Kannski er það að einhverju leiti út af þungri verkefnastöðu í vinnunni, en kannski tengist það líka því að ég tók bara 2 vikur frá vinnu. Hvað sem því líður þá hef ég verið betur upplagður, svo ekki sé meira sagt. Ég rakst á þessa grein á visi.is og það er manni huggun að vita að maður er ekki einn um þetta og sennilega er þetta eitthvað sem líður fljótt hjá.  Í vinnu eru dæmigerð einkenni hjá starfsfólki sem upplifir þunglyndi eftir sumarfrí skortur á einbeitingu, eirðarleysi, að finnast erfitt að sitja kyrr, óskilgreind ónota- eða óþægindatilfinning eða að fólk verður pirrað í skapi.  Ég held ég geti nú ekki sagt að ég sé pirraður í skapi en allt hit er "spot on". Og reyndar því miður aðeins rúmlega það. Og ég held reyndar að veðrið sé lítið að hjálpa til í þessu dæmi, ógeðið sem það hefur verið síðustu daga. En það styttist í helgina og við Harpa að fara suður. Það á ábyggilega

Dagur #63

Mynd
Reyndi að ná pedölunum af gamla hjólinu í gær til að selja þá. Það sjást smá áverkar eftir krassið mitt á batteríis-lokinu en það er hægt að skipta því út. Ég er snemma á fótum í dag og á leið út úr dyrunum eftir smá stund til að fara að vinna. Svaf ágætlega í nótt en verð að viðurkenna að ég væri alveg til í að vera að fara að gera eitthvað annað. Hugga mig samt við að það að ef ég fæ frí á föstudaginn, þá eru þetta bara 3 dagar og tíminn verður fljótur að líða. Ég gleymdi kjúkling á borðinu í nótt sem ég ætlaði að borða svo ég verð að fara nestislaus. Spurning hvort ég fari ekki og kaupi mér salat þó ég sé að reyna að spara pening. Eftir sukk helgarinnar er sennilega best að reyna að koma í sig almennilegri næringu. Í gær var ég eitthvað að dunda hérna heima við að sortera og ganga frá. Það endaði nú samt þannig að ég gerði ekki mikið annað en að þrífa keðjuna og skiptinguna á gamla hjólinu. Ég þarf að fara með það til Halla í 66 Hjól til að láta hann laga framskiptinn sem hefur ekki

Dagur #62

Mynd
Það hafa verið málarar að störfum á svölunum hjá mér og stofan því litið út eins og bílskúr. Mér finnst ótrúlegt að hugsa til þess að það séu orðnir 2 mánuðir síðan ég lenti í slysinu og sumarið sé að verða búið. Til að undirstrika þetta þá gekk kröftug lægð yfir landið um og veðrið hefur verið leiðinlegt um helgina. Sannkallað haustveður. Annars er alltaf svipaður gangur í þessu. Á veturnar bíður maður með óþreygju eftir sumrinu, staðráðinn í að njóta þess í botn, en vaknar svo upp á haustin þegar það er þotið hjá. Svo skellur á vetur og maður fer að hlakka til næsta sumars og gera ný plön. En þrátt fyrir að flest mín plön hafi farið í vaskinn þetta sumarið, þá kvarta ég ekki. Ég átti frábæra ferð með börnunum til útlanda og við Harpa áttum frábæra hjólahelgi í Mývatnssveit fyrir viku síðan. Í fyrradag skelltum við okkur til Dalvíkur og hjóluðum Svarfaðadalinn tvisvar. Síðan fórum við í sund og borðuðum nesti. Í gær hjóluðum við svo rúmlega 50 km hérna í grennd við Akureyri og það var