Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2021

Trukkurinn að verða klár!

Mynd
Puggurinn að verða ferðaklár. Fyrir skömmu fékk ég í pósti framebag-töskuna á Pugginn, cargo-cages fyrir gafflana og brúsfestingu undir stellið (þið afsakið sletturnar). Síðan var ég að fá staðfestingu á því áðan að stærri stýristaskan, prímusinn ofl. væri komið af stað frá Þýskalandi. Það styttist því verulega í að ég geti farið að taka dagtúra með nesti og kaffi til að prufa hvernig þetta kemur allt út. Nú á ég bara eftir að sjá út hvað ég geri varðandi tjald og svefnpoka en ég er tvístígandi í þeim málum. Það er í öllu falli ljóst að tjaldið sem mig langar í verður ekki til á landinu fyrr en í haust. En ég hef s.s. alveg 3 mánuði til að redda þessu en það væri mjög gott fyrir mig að geta farið fljótlega að taka einnar nætur-túra til að venjast tjaldinu og sjá hvernig dýnan mín kemur út.  Það sem heldur aftur af mér að panta þetta ekki bara allt að utan eru bölvaðir peningarnir. Það gengur ekki of vel hjá mér að vinda ofan af uppsöfnuðum halla. Ég er alltaf með einhvern 100 þúsund ka

Sumarið kom og fór

 Það var tiltektar- og skipulags-session hjá mér um helgina. Ég er búinn að vera að taka geymsluna í gegn og henda dóti. Fór með fulla kerru á föstudaginn og þetta er allt farið að líta betur út. Núna á ég bara eftir að fara með dósir og þrífa svalirnar og gluggana, þá er þetta orðið helvíti gott fyrir sumarið. Áðan skrapp ég á bike24 og pantaði mér restina af því sem mig vantar fyrir hjólaferðina, þ.e. fyrir utan einhverjar fatalufsur, svenpoka og tjald. Ég ákvað að klára bara þennan kostnað alveg áður en ég fer að flikka eitthvað upp á ferðahjólið. Ég er jafnvel að spá í hvort ég reyni ekki að láta það bara alveg eiga sig að lappa upp á það þangað til ég kaupi gír-höbbinn. Það er varla að það taki því að skipta út öllum vírum og dóti ef maður er að fara að slíta þetta allt í sundur næsta haust eða vetur. Annars er ekki margt að frétta. Börnin koma í dag og því verður þessi vika að öllum líkindum mjög fljót að líða. Það er s.s. ekkert planað hjá okkur en ætli við kíkjum ekki aðeins í

Afmæli Dagbjartar

Mynd
Dabjört að prófa nýja úrið frá frænkunum í sveitinni Hef einhverra hluta vegna ekki komið hér inn vikum saman. Það er samt allt ágætt að frétta en ég hef bara haft öðrum hnöppum að hneppa. Það hefur gengið vel í vinnunni síðsutu 2 vikur, veðrið verið fínt og flest í blóma. Hef reyndar verið í smá meiðslum sem hafa haldið mér frá æfingunum mínum, en það er að birta til í þeim málum. Í dag á Dagbjört afmæli. Guðrún kom hér í morgun og við opnuðum gjafir og borðum amerískar pönnukökur. Ég gaf Dagbjörtu nýtt hjól og svo fékk hún fullt af öðrum góðum gjöfum; úr frá frænkum sínum, strigaskó frá ömmu og afa í sveitinni, Barbie dúkku frá langömmu, Barbie bíl frá mömmu sinni og bræðrum, íþróttatoppa og fullt af fötum. Þórður á líka afmæli í dag og það stefnir í partý í kvöld. Börnin fara því í gistingu til mömmu sinnar en koma aftur til mín á morgun. Ég er búinn að vera að mála aðeins. Tók að mér að mála verk fyrir eina fjölskyldu og það tókst býsna vel. Ég held að þetta hafi komið mér í gang o