Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2012

Gjaldeyrishöft

Magnað hvað gengið er orðið skemmtilegt núna, þrátt fyrir höft. USA $: 127 KAN $: 126 NOK kr 23!!! Magnað! Ódýrasta herbergi á Grand Hótel í Oslo kostar ekki nema 58.000 krónur nóttin fyrir 2. Ég er að spá í að fara í mánaðarferð til Norge og borga 1,9 millur í gistingu. Stór pizza á Peppes kostar nú 6000 kall í Noregi. Ég býð Guðrúnu upp á pizzu 2 á dag og þá gerir þetta 370.000 kall í viðbót. Æi fáum okkur líka sitthvort kókglasið með og þá erum við að bæta við 112.000 kall. Ferðin (utanvið flug) verður því rétt um 2,5 millur. Jæja ég er hættur þessu Kveðja, Bjarni

Kylfingur spjall

Á kylfing.is var haldið úti spjallborði um nokkra hríð þar sem menn gátu skipst á skoðunum um golf. Þetta var þægilegt spjallborð þar sem maður réð því hvort maður kom fram undir nafni eða ekki. Maður skrifaði bara athugasemd eða samdi nýjan þráð og lét svo kommentið flakka. Mér finnst það svolítið dæmigert fyrir Íslendinga að ekki var hægt að halda þessu gangandi og nú hefur því verið lokað. Þetta spjallborð byrjaði kannski ágætlega en á endanum flæddu persónulegar árásir á menn, skítast og viðbjóður út úr hverjum þræðinum á fætur öðrum. Þetta gekk svo langt að ákveðnir einstaklingar voru lagðir í einelti. Menn sem höfðu jafnvel ekki unnið sér neitt til saka annað en að vera ástríðufullir áhugamenn um golf en höfðu kannski svolítið aðra sýn á hlutina en flestir aðrir. Og þetta var spjallborð um golf! Það er kannski ekki furða að umræða um kreppu og stjórnmál endi á villigötum þegar við getum ekki einu sinni rætt um eitthhvað jafn saklaust og golf án þess að froðufella af reiði o

Kókó mjólk

Mynd
Las um daginn í Triathletes World Magasine að kókómjólk virkaði vel sem hleðsludrykkur á löngum hlaupum, á hjóli og við aðra áreynslu. Vitnað er í rannsókn þar sem tveir hópar hjóluðu þar til þeir voru að niðurlotum komnir. Síðan fékk annar hópurinn kókómjólk (commercial chocolate milk) en hinn hópurinn tilbúna kolvetna og próteinblöndu af vinsælli gerð. Síðan var báðum hópum skipað að fara á hjólin aftur. Þeir sem fengu kókómjólkina gátu farið 50% lengra en samanburðarhópurinn áður en þeir fóru að þreytast aftur. Ok, það er ekki vitnað í hvaða rannsókn þetta var eða hver framkvæmdi hana, ég veit. Og ekkert er fjallað um afhverju þessi munur gæti stafað, en þar sem mér finnst kókómjólk alltaf jafn góð, þá vil ég trúa þessu.Til að sannreyna þetta þá greyp ég með mér eina kjókómjólk á hjólið áðan. Eftir 20 km. steig ég af hjólinu -þá alveg að sálast úr volæði og hungri- og stútaði þessari fernu (bölvandi yfir því að ég hafi ekki líka haft samloku eða meiri kókómjólk). Ég var kominn m
Mynd
Jæja nú fór ég til sjúkraþjálfara á Akureyri í dag út af blessuðum hnjánum. Hann sagði að ég væri dæmigerður nútímamaður að því leiti að ég væri með ónýtan rass. Við sitjum allt of mikið. Hinn dæmigerði hrausti nútímamaður (þ.e sá sem nennir að hreyfa sig eitthvað) situr í vinnu allan daginn, hjólar svo hokinn í ræktina, tekur svo bekkpressu og ónýtar magaæfingar. Við styrkjum okkur alveg á fullu að framan og við erum alltaf að vinna "inn í okkur". Ég kann ekki alveg að segja frá þessu, en hver veit, kannski endum við með því að ganga aftur á fjórum fótum? Ég er með veika rassvöðva sem styðja ekki nóg við mig þegar ég er að hlaupa. Það sama má segja um kálfa, þeir eru hvorki nógu sterkir né teygjanleigir. Mjaðmir hvorki nægilega sterkar né liðugar. Þetta veldur því (að hans mati), að þegar ég fer að þreytast eftir nokkra km, þá fer ég að hlífa mjöðminni og rassinum sem svo aftur veldur því að ég fer að stíga vitlaust niður og voila!: átakið á hnéið verður vitlaust og é

Meira hjóla eitthvað

Mynd
Mamma að prufa Aðalstein Án þess að ég þurfi að rétlæta kaupin á Aðalsteini (hjólinu mínu), þá er gaman að velta fyrir sér sparnaðinum sem fæst af því að ferðast á því til vinnu. Ég þarf ekki að fara nema 3,3 km til vinnu en samt næ ég að reikna mig upp í umtalsverðar upphæðir á ári. Ég fer stundum heim í mat líka í hádeginu og því er ég að fara frá 6,6 og upp í 13,2 km/dag. Segjum að þetta séu að meðaltali 8 km á dag. Ef við tökum ríkistaxta - sem er 104 kr/km- og ég vinn 235 daga á ári þá gera þetta 195.000 kr. Þetta er tala sem Aðalsteinn þekkir vel. Ég er kominn upp í 20 þúsund síðan ég byrjaði hjá Hólaskóla í hálfu starfi í byrjun febrúar, ekki slæmt. Kveðja, Bjarni

Danny Boy

Mynd
Þetta er alveg dásamlegt!

Computer says noooooooo

Mynd
Að koma úr baði Var að bæta nokkrum myndum við inn í albúmið Febrúar 2012 og svo bjó ég til Nafnaveisla Tómasar . Verst að við náðm ekki fleiri myndum þar. Annars tók ég eftir að ég er búinn að fylla plássið sem ég fæ á picasa web-album. Hmmmm nú þarf ég að fara að borga eða færa mig yfir í eitthvað annað. Nenni því nú varla fjandinn hafi það. Jæja ég get ekki skrifað meira á þetta andsk....tölvuskrifli sem ég er með. Kemur bara inn ca. annarhver stafur. Ekki mikið að frétta, Brynleifur að taka tennur, allt á floti í slefi og hann öskraði sig í svefn greyið litla. Kveðja, Bjarni

Tros

Mynd
Glaumbær  Fór á Troskvöld á Skagaströnd í gærkvöldi. Vinnan bauð, ég þáði. Þessi samkoma er á vegum Lion´s klúbbsins og er fjáröflunarkvöldverður. Boðið er upp á ýmsa fiskrétti, létt skemmtiatriði og fjöldasöng. Það var nokkuð góð mæting en meðalaldurinn þarna inni sagði reyndar ýmislegt um byggðarþróun á landsbyggðinni. Þetta var eins og að vera á byggðarsafni með lifandi innsetningu. Maturinn var snilld. Maður eiginlega kláraði sig samt af í forréttunum eins og stundum áður. Hvað er það með þessa forrétti, afhverju eru þeir alltaf bestir? Siginn fiskur, kúlaður steinbítur (siginn), hrogn, kútmagar, skötustappa, plokkfiskur. Aðalréttir voru m.a. lúða með sveppasósu, piparsteiktur hlýri, þorskhnakkar, saltfiskréttur á suðræna vísu og eitthvað meira. Allt unnið af sjálfboðaliðum undir handleiðslu yfirbrytans á Arnari HU-1. Allir ready Annars kom mamma með Halldóru og Helgu Guðrúnu á föstudaginn og gistu þær eina nótt. Vantaði bara Vagnbrekkubóndann og Hildi systur. Við