Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2017

Sinnep og skinka

Mynd
Það er eins með matinn eins og skissurnar- það eru ekki endilega hinar fullbúnu veislumáltíðir sem eru það besta, heldur öllu heldur afgangarnir og snarlmáltíðirnar. Jólin ca. 1993 var ég hjá pabba og Hafrúnu og komst upp á lag með að borða afgangana af dönsku jólaskinkunni á ristað brauð með sterku sinnepi. Hamborgarahryggurinn er fínn í þetta líka. Eftir crossfit tímann í morgun fékk ég mér feita sneið af hrygg með moutard au basilic, heitt kakó og rjóma. Þvílík byrjun á degi!

Skissurnar

Mynd
Ég held ég hafi nú einhverntíman skrifað hér eitthvað um skissur áður. Hvernig þær eru oft miklu skemmtilegri en málverk eða full unnar myndir. Þegar pressan er engin og maður sleppir fram af sér beislinu kemur einhver sannleikur og eitthvað líf í ljós. Það kemur fram hvað mann langar í raun að segja... ekki með orðum. Það er einhver sannleikur þarna djúpt inni sem finnur sér ekki leið út í orðum. Hann er ekki hægt að höndla, ef þú teygir þig í áttina að honum skýst hann alltaf undan áður en þú nærð taki á honum. En stundum kemurðu honum á blað með myndum og málningu. Hegel sagði að hlutverk lista væri ekki að líkja eftir náttúrunni, listir væru ekki til að skreyta umhverfi okkar, ekki til að nota í pólitískum tilgangi eða til að hneyksla. Listir eru til að gera okkur kleift að draga upp og virða fyrir okkur myndir sem endurspegla okkar eigið andlega frelsi- myndir sem eru bara fallegar einmitt vegna þess að þær túlka frelsi okkar. Listir eru til þess að gera okkur kleift að komas

Sjálfið

Oft hef ég verið á barmi þess að loka blogginu mínu og er ástæðan m.a. sú að maður fær alltaf einhverja útrás og eyðir alltof miklum tíma á fésbókinni. Nú síðustu misserin hefur þetta eiginlega verið að snúast við og mig langar að hætta á FB en halda áfram að blogga. Ég skrifa í rauninni aldrei neitt frá hjartanu inn á FB og fæ enga útrás þar fyrir sköpun. Ég hef reyndar ekki ennþá alveg náð að hugsa það til enda hvernig væri að vera ekki þar inni, m.a. í sambandi við viðburði og halda tengslum við fólk. Auglýsa myndlistina mína og selja verk?? En maður ætti kannski að beita lykilspurningu minimalismans á þetta verkefni. "Veitir FB mér einhverja gleði?" Ég hreinlega veit það ekki? Ég ætla að hugsa það aðeins. Annars ætlaði ég að skrifa um sjálfið þegar ég byrjaði bloggfærsluna fyrir nokkrum dögum. Nú er ég búinn að gleyma hvað ég ætlaði að skrifa um það svo það verður að bíða betri tíma.