Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2007

Hræðilegur letidagur

Þá er hræðilegur letidagur að kveldi kominn. Ég var búinn í skólanum kl. 10 í morgun, fór í ræktina og hef svo síðan horft á eitthvað drasl í tölvunni og lagt mig. Hef ekki einu sinni nennt að taka þvottinn af snúrunni eða raka mig hvað þá annað. Það er ekki gott að eyða heilum degi í svona rugl, maður verður hálf þunglyndur af þessu kjaftæði. Það er svo sem ekkert annað að gera en að taka morgundaginn með sólatæklingu. Annars var ég búinn að spyrja Íslendingamafíuna hvort þau væru spennt að keyra eitthvað um helgina og aldrei að vita nema við skellum okkur eitthvað. Reyndar voru þau spennt fyrir að kíkja til Svíþjóðar að versla mat og sleppa við okrið sem hér viðgengst. Annars veit maður ekkert hvað maður getur skoðað hér í kring og þarf víst að fara nokkuð langt vestur og norður til að sjá klassíska norkska firði. Annars ekkert að frétta nema að maður er að fara til Svíþjóðar í næstu viku. Verð búinn í skólanum kl. 9 á þriðjudaginn og býst þá við að leggja af stað suður úr. Verð í Lu

Gagnrýni

07:00: Vaknaði, skeit og át súrmjólk með Havre Fras (ekki samtímis). Fór á netið og drakk kaffi. 08:15: Hlustaði m.a á fyrirlestur um Evrópusambandsreglugerðir er snúa að matvælaöryggi. 12:30: Fór heim og fékk mér snarl, á netið og drakk kaffi. 14:00: Fór til Ski að versla mat. Kom við á Statoil og keypti þrif og bón á bílinn. 16:00: Tók netta axlaræfingu í gymminu og skellti mér í gufu og drakk hræring. 18:00: Fór heim og talaði við Tim og eldaði mér hvalkjötbollur í indverskri sósu með grjónum. 20:00: Fór í kaffi til Ragnars og Hrafnhildar þar sem rætt var um allt milli himins og jarðar Hvaltkjötsbollur Norðmanna bragðast mjög vel og gaf það deginum jákvætt yfirbragð. Bílþvotturinn á Statoil með bóni olli vonbrigðum. Kostaði nálægt 3000 krónum og var lélegur. Ekki er gefinn kostur á hefðbundnum kústþvotti og dróg það úr ánægju dagsins. Annars var dagurinn nokkuð fyrirsjáanlegur og flestir sem ég hitti skiluðu sínu ef undan er skilinn prófessorinn sem ræddi um matvælaöryggi. Han

Oslo #2

Jæja, aðalega að láta vita að ég er á lífi og var að koma úr minni annari ferð til Osló. Nú ákvað ég að hafa vaðið fyrir neðan mig og nota þessar fínu almenningssamgöngur sem hér eru. Maður losnar jú við geðshræringuna sem fylgir því að keyra í Osló en það sorglega er að það er ódýrara að ferðast einn í bíl heldur en að taka lestina. Ferðin var reyndar skipulögð fyrir öll alþjóðakvikindin sem hér eru en við Íslendingarnir í hópnum ákváðum fljótlega að stinga hópinn af og kanna borgina á eigin forsendum. Það virkaði heldur ekki hvetjandi á okkur að fara í einhvern ratleik og horfa á þjóðernismyndband um Noreg í hádegismatnum, sem hefur sjálfsagt bara verið brauð hvort sem er. Við könnuðum borgina upp á íslenska mátann og þræddum verslanamiðstöðvar, búðir og hamborgarabúllur. Að sjálfsögðu verslaði maður sér fatnað og skó enda orðinn svo horaður af þessu ómeti sem maður fær hérna að maður passar ekki í gömlu larfana sína lengur. En við kíktum líka s.s á einn kastala og sáum nokkrar netta

Veðurblíða og töluverð sól

Jæja nú hefur heldur betur hlaupið á snærið hjá sólþyrstum háskólanemum og veðurblíðan hér nær tæpast nokkru tali. Hitinn skríður vart undir 40°C á næturnar, enda sól allan sólahringinn. Vinnuvélar ryðja okkur leið í skólann í gegnum þykkt haf ávaxta og peningaseðla. Við stjórnvölinn sitja syngjandi mjaltastúlkur með ljósa lokka, íklæddar þjóðbúningum, skreyttum gulli og glissteinum. Í ánum rennur svo ískalt kampavín og kátir dvergar með hörpur sigla naktir niður á kanóum gerðum af kandís og glassúri. Þetta hefur haft töluvert jákvæð áhrif á sálartetrið og ekki spillir fyrir að maður er búinn að drulla sér af stað í ræktina. Hef farið 2 síðustu daga og líst bara vel á aðstöðuna og vaknaði óvenjuhress í morgun. Kannski líka vegna þess að ég tók eftir því í gær að lýsið sem ég keypti og hef verið að neyta er selalýsi og ég fylltist einhverjum karlmennskumóð við þá uppgötvun. Þessi fjandi hefur jákvæð áhrif og ég hef löngun í að bera þunga steina og höggva tré. Einu neikvæðu áhrifin eru a

Jaktresan

Mynd
Jæja þá er maður kominn úr þessar undursamlegu veiðiferð og bölvaður hversdagsleikinn að taka við. Það er nú samt kannski honum að þakka hvað þetta er hrikalega gaman. Nú er bara að ná sér niður á jörðina og koma ferskur inná og setjann. Í stuttu máli gekk þetta ótrúlega vel fyrir sig allt saman. Fyrsta morguninn sátum við á sitthvorum staðnum, ég og pabbi og hann náði fínum bock. Fyrir röð tilviljanna sem ég nenni ekki að rekja hér (of langt mál) náðum við að sölsa undir okkur öðrum akri fyrir næsta morgun og þar skaut ég bock sem var alveg þrusu fallegur. Síðan höfum við séð fullt af dýrum og haft það bara kósí. Étið pulsur, beikon, egg, sænskar kjötbollur og danska fangelsikássu, sofið lítið, lagt okkur oft, drukkið kaffi, verið stungnir af moskíta-flugum, hugsað um veiðar og talað um þær. Svo að sjálfsögðu veitt. Ef ég fer með rétt mál þá féllu 5 bockar, 3 refir og einn greifingi í þessari ferð. Það voru að sjálfsögðu fleiri kallar sem komu að þessu . Ég á nú eftir að skrifa upp be

Þetta er gullfallegt

Jæja ætli þetta verði ekki síðasti pósturinn minn fram yfir helgi því ég legg af stað til Svíþjóðar um hádegi á morgun. Fyrirlestrum sem áttu að vera eftir hádegi á morgun var skotið á frest. Djöfull var ég svekktur með það. Nú er maður aðeins að komast betur inn í þetta allt saman og orðinn aðeins rólegri yfir þessu. Síðan maður kom hefur manni alltaf fundist eins og maður sé að gleyma einhverju, að skrá sig í áfanga, skrá sig í próf, fara hingað og fara þangað. Fá aðgang að hinu og þessu og lykilorð eru orðin mín sérgrein. Þegar ég kom hingað biðu mín 4 mismunandi aðgangs og lykilorð sem ég varð svo að nota til að búa til 3 önnur mismunandi lykilorð og fá notendanafn í tölvukerfið. Lykilorð verða að vera allavega 8 stafir og innihaldi litla og stóra stafi, númer og allavega 1 tákn. Ekki má byra á stórum staf eða tölu því það er of einfalt að fatta orðið. Nú lít ég á stofnun eins og Háskólann á Akureyri sem anarkista batterí og efast um að ég geti aftur tamið mér ámóta viðurstyggileg

Viðsnúnings hressandi hristingur

Bæjarstjóri myrtur í sprengjuárás Bæjarstórinn og sýslumaðurinn í Kópavogi, sem er á suð- vesturhorni Íslands, létu lífið í sprengjuárás sem var gerð á þá í dag. Þrír aðrir létust einnig í sprengjuárásinni. Yfir 10 sprengjur eru sagðar hafa sprungið þegar bæjarstjórinn, Gunnar Birgisson, og sýslumaðurinn Þorleifur Pálsson létust. Þeir voru að aka frá Garðabæ til miðbæjar Kópavogs þegar árásin var gerð. Aðstoðarsýslumaðurinn í Kópavogi fyrirskipaði að útgöngubann myndi taka gildi kl. 19 að staðartíma í kjölfar árásarinnar. Mjög róstursamt hefur verið í Kópavogi að undanförnu og segir íslenska ríkisútvarpið að Kópavogsbær sé einangraður og njóti nær engrar verndar. Mikill erill hjá lögreglu í Bagdad í nótt - fangageymslur fullar Mikill erill var hjá lögreglunni í Bagdad í nótt. Talsvert var um pústra í miðborginni, en þar var mannmargt í nótt og ölvun talsverð. Íraska lögregla segir að níu hafi verið teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Þá voru fangageymslur fullar eftir nóttina. H

Handboltarokk, grill og bjór

Notaði tækifærið að fá ókeypis fóður og fór í einhverja risagrillveislu þar sem staffið grillaði ofan í nemana. Rektorinn skammtaði mér kjúkling af tunnugrilli. Í Noregi, hér eru allir jafnir. Síðan leystist þetta upp í allsherjar háskólapartí eins og maður sér í amerískum vellum með dynjandi handboltarokki, strandblaki og drykkjuleikjum. Fólk er hér á hverjum svölum sem fuglar í björgum en haga sér þó öðruvísi en íslenskir fuglar. Svona það sem ég hef séð alla vega og mér finnst eiginlega til skammar að hafa ekki séð neinn sem er t.d ófær um gang. Þó hef ég hitt fólk í skikkjum með pípuhatta, í röndóttum jakkafötum með kúluhatta og strák í kjólfötum með sólgleraugu og stökkönd á hausnum sem mér finnst til eftirbreytni. Óekkí, það er ungt og það leikur sér og ég svo gamall. Ætla að fara að koma mér í bælið og láta mig dreyma nakta konu á hreindýri eða eitthvað svipað.

Hvar er í heimi hæli tryggt?

Ég er búinn að hitta manneskju sem er svo leiðinlegt að það snýst eiginlega upp í andhverfu sína. Það versta er að geta ekki gefið mynd af því hvernig blessuð skepnan talar. Ég segi þetta ekki út af mannvonsku, heldur er hún með indislegan þýskan hreim sem kórónar þetta sköpunarverk sem hún er. Þessi stelpa er að byrja hér í skóla og kom á puttanum frá Austuríki þar sem hún býr. Fyrstu kynnin af henni voru þegar hún bauðst til að kenna kennurunum í gær einhverja leiki sem áttu að þétta hópinn saman. Leikina lærði hún í kúrsi í cultural awerness í Vín. Eftir fyrirlestrana, þegar prófessorarnir voru að fara tróð hún sér upp í pontu og bað alla að sitja eftir og læra þessa leiki. Í dag var fyrirlestur hjá prófessor í matvæla- og næringarfræði. Hún var alls ekki sammála fyrirlesaranum varðandi innihald í norsku brauði og fannst vond hugmynd að frysta brauð til geymslu. Það eru nefnilega til svo indælir réttir frá Austurríki sem innihalda gamalt brauð. Þá sparar maður orku og minnkar gróður

Kläshängare

Jæja þá er þessi dagur að kveldi kominn hér í Ásverjabæ og hef ég setið á fyrirlestri í allan dag um cultural awareness. Komu einhverjir 2 prófessorar frá öðrum háskóla og héldu fyrirlestra sem voru bara nokkuð góðir þ.e fyrir hádegi en síðan var maður orðinn alveg stjarfur í lokin. Síðan var höfð sýnikennsla í því hvernig á að skúra gólf í Noregi (með einhverri sósíalista moppu) og hvernig búið er um rúm í Noregi. Setja lak, yfirdýna á að vera undir lakinu, setja koddaver á koddann og sængurver utan um sængina. Síðan er talið vera ágætt að þvo sængurfötin ca. á 2 vikna fresti. Þessi fyrirlestur var haldinn að ósk einvhers nemanda og þá sér maður hvað þetta er ólíkur hópur og kannski einhver ástæða fyrir þessu cultural awerness hjali. Ég er að spá í að spyrja hvernig maður fer í sturtu í Noregi. Eftir þetta skrapp ég til Ski sem er næsti bær og verslaði fyrir augun úr upphæðir í stórri verslunarmiðstöð sem er þar. Allt frá herðatrjám og landakortabókum til próteindufts og lýsis. Notaði

Myndir

Mynd
Var að fá myndir sendar frá Hafrúnu og datt í hug að henda inn tveimur myndum. Önnur er af mér, Hafrúnu, pabba og Hildi daginn sem við fórum á tónleikana en hina tók Hafrún á símann sinn á tónleikunum. Fór áðan og talaði við tölfræðikennarann og fékk jákvæð viðbrögð við að sleppa héðan á veiðar í næstu viku. Missi bara einn dag og get lesið tölfræði meðan ég er að veiða.

Tími til að jarma

Ég ætla að byrja á því að setja hér inn nýtt heimilisfang og símanúmer hjá mér hérna í Noregi. Vinir og vandamenn geta því farið að senda mér gjafir og mega gjarnan hringja daglega til að heyra í mér hljóðið. Hringið samt helst ekki eftir kl.21 að íslenskum tíma. Bjarni Jónasson Postboks 1342 1432 Aas Norge Sími +47 46817025 Það hefur svo sem ekki margt drifið á daga mína síðan ég skrifaði síðast. Þó lenti ég í óhemju helvítis vandræðum með að koma mér út úr miðbæ Oslóar. Ég held að hugmyndin sé að lokka fólk inn í miðbæinn og sleppa þeim aldrei út aftur. Það er ekki nóg með að umferðin hafi verið mikil heldur keyra sporvagnarnir í umferðinni á miðjum götunum, allt fullt af einstefnum, maður veit aldrei hver á réttinn og það er hreint með ólíkindum að ég hafi ekki verið handtekinn fyrir það hvernig ég keyrði þarna. Maður var eiginlega alltaf á flótta undan þessum sporvögnum og var glaðari en sólborgari í pulsupartýi þegar ég fann undirgöngin út úr borginni. Á eiginlega að vera staddur

Destination fuck up

Jæja tha er madur kominn heilu og høldnu til Norge. Lagdi af stad fra Tholla og Lisu i morgun. Thau voru a æfint'yralega flottum stad rett nordan vid Gautaborg og eg segi betur fra tvi seinna. Thegar eg næ ad nettengjast tha verdur skarra ad skrifa. Mer list vel a skolann, thad sem eg hef sed, EN..... Thad er alveg hrædilegt thetta hreisi sem a ad heita studentagardur. Vid erum t.d sex sem deilum einu klosetti og einni sturtu og einni eldavel. Thad er ekki einu sinni hægt ad koma i veg fyrir ad einhver fari ad skita vid hlidina a manni thegar madur fer i sturtu tvi engin er læsingin. Eg segi lika betur fra thessu a morgun. Nu fara bloggin abyggilega ad lengjast og verda ohemju leidinleg thar sem eg a eftir ad kvarta yfir øllu. Nennti ekki ad ganga fra draslinu minu og var half skuffadur yfir thessu slummi thannig ad eg keyrdi nidur til Oslo og sit a internetkaffi. Eg ætla ad sitja af mer umferdina tvi hun var alger gedveiki en roast vist mjøg eftir kl 20. Alger gedveiki Skrifa a mo

Rolling Stones

Jæja þá er kallinn búinn að skella sér á Stones tónleika. Pabbi vakti mig snemma í gærmorgun og spurði hvort ég vildi miða. Að sjálfsögðu hugsaði maður sig ekki tvisvar um skellti sér að sjá kallana uppí Gautaborg. Gamalmennin brugðust ekki vonum manns og þetta var alger snilld. Sviðið var rosalegt, 56.000 manns á vellinum, Jaggerinn skoppandi eins og unglamb, Keithinn svona ljómandi fallegur í Pirates of the Carabians- múnderingu og margir slagarar leiknir af fingrum fram sem aldrei fyrr. Eina óstuðið voru dauðadrukknir Svíar sem voru fyrir aftan mig að sulla bjór yfir mann og dettandi út um allt. Sem Íslendingur var ég sjokkeraður yfir að sjá hvað sumt fólk kann ekki að fara með vín. Aldrei í lífinu hefði ég haldið að áfengið gæti leikið unga pilta svo grátt. Annars er ég kominn til Lundar aftur og við erum að fara að elda dádýr, hvað annað. Hafrún náði sér í einhvern flensuskít en annars allir aðrir að meika það. Legg af stað í fyrramálið upp til Lisekyl (held það heiti það) og hitt

02.08.07

Jæja þá eru þau gömlu komin heim og maður ekki lengur einn í kofanum. Þau komu reyndar bara í gær og ég eyddi því miðvikudeginum í sófalegu enda veðrið ekkert sérstakt. Það er svo sem ekkert hægt að kvarta yfir veðrinu þessa stundina, ca 20°C hiti og skýjað. Ég og pabbi erum að fara í veiðibúð, "viagrabúð" eins og pabbi kallar það. Það veitir ekki af að fá smá búst eftir allt golfið og ná testósterónflæðinu í gang. Á köflum veit maður vart hvers kyns maður er lengur eftir að hafa verið klæddur í pólóbol með golfskó á fótunum dag eftir dag. Nú fer maður órakaður í byssurekkann og synd að maður hafi farið í sturtu áðan. Þau leggja svo af stað upp til Gautaborgar á morgun og ég verð að taka ákvörðun fljótlega hvort ég keyri í samfloti með þeim og hitti Þolla eða hvort ég verði eftir. Hildur systir ætlar víst að koma með þeim til baka og hugmyndin að við snæðum öll saman á laugardagskvöldið. Jæja ég læt ykkur (mömmu;) vita hvernig þetta fer allt saman. kv.bj