Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2020

Ef ég man rétt.....

Mynd
Ég er búinn að vera nokkuð mikið á hjólinu upp á síðkastið. þá var ég að væla eitthvað í síðasta bloggi um mataræðið og best að ég haldi því áfram. Ég ætla reyndar fyrst að rúlla aðeins yfir hvað ég hef verið að gera í ræktinni og á hjólinu. Í síðustu viku hjólaði ég 230 km + samgönguhjólreiðar. Í þessari viku er ég svo búinn að taka 4 crossfit tíma + allar samgönguhjólreiðarnar og eina 30 km æfingu. Ég finn að ég er líka að komast í ágætis form aftur. Eftir að hafa verið alltaf á leiðinni í að laga mataræðið þá held ég loksins að ég sé dottinn inn á eitthvað sem ég nenni að gera. Ég horfði aftur á myndband með Alan Thrall sem ég hafði horft á fyrir nokkru síðan og fundist meika mjög mikinn sens. Þetta er beisikklí svona: No snacks (ekkert milli mála) 1 prótein og 1 kolvetni í hverja máltíð Enga ábót Ef þú færð þér skyndibita þá bara velja 1 (t.d. bara borgarann). Engar kaloríur í vökvaformi Ekki borða þar til þú ert pakksaddur Ég er búinn að vera að hafa þetta bakvið

Matarsukk par excellence

Eins og ég kom að í fyrri pósti, þá er ég búinn að vera duglegur að hreyfa mig síðustu 2 til 3 vikurnar. Hjóla heil ósköp (samgöngur og æfingar), verið í fjárhúsunum og er byrjaður að fara í ræktina aftur. Þetta er allt gott og blessað nema að mataræðið hjá mér hefur verið hryllilegt. Ég er eiginlega viss um að ef ég væri búinn að haga mér vel  í þeim efnum líka væri ég orðinn alveg tálgaður og kominn í keppnisform. Ég missti það alveg um helgina en hugsaði með mér að þetta væri nú frí og mamma ætti afmæli osfv (bla bla bla). Á meðan ég var í því sukki ætlaði ég að byrja á 16:8 á mánudaginn og taka líka mataræðið í gegn. Á mánudaginn fékk ég mér hinsvegar hrökkbrauð með smjöri kl. 09 í vinnunni og svo var afmæliskaffi kl. 10.00 þar sem maður fór all in. Í hádeginu át ég svo síld í majonessósu og karmelluköku og hraunbita í eftirmat. Meira kex í kaffinu kl 14 og 15 og svo kjúkling í sósu með gratíni í kvöldmatinn. Í dag náði ég reyndar að fasta til kl. 11.30 en fékk mér svo köku og

Hjóla hjóla og ræktin opin

Barnalaus vika á enda og ég nýtti hana vel í hjólreiðar. Hjólaði 3x hérna í Eyjafirðinum, hjólaði svo upp í Mývatnssveit og svo einn hring í kringum vatnið. Samtals hjólaði ég því rúmlega 230 km. á 7 dögum og er bara helvíti sáttur við það. Engir verkir, engir strengir- bara í fínu formi. Í dag opnaði ræktin aftur eftir 2 mánaða lokun. Það var þungt hljóðið í Binna og hann er ekki viss um að þau nái að lifa þetta af. Engin kort lengri en 3 mánaða verða seld í bili og enginn veit neitt. Ég var búinn að ákveða að færa mig yfir í Training for worriors í KA heimilinu en núna hef ég það varla í mér. Langar helst að styðja við bakið á Crossfit Hamar á þessum erfiðu tímum. En æfingin var fín þó ég hafi náð að tjóna mig á milli herðablaðanna þegar ég var að "celan-a", greinilega verið of laus í bakinu og rikkt þessu eitthvað til. En utan við að vera búinn að skipuleggja 3 crossfit æfingar í vikunni þá er ekkert annað á prjónunum. Ég var að setja upp studioið í stofunni í gær og þ

Sveitaferð

Ég fór í sveitina um helgina með börnin. Þar er sauðburður í fullum gangi og því var í nógu að snúast. Dagbjört og Brynleifur tóku á móti lömbum í fyrsta skipti og svo bar Breiða gimbrin hennar Dagbjartar fallegu lambi. Síðan voru þau líka dugleg að leika í Bátabyrginu, sérstaklega eftir að Halldóra frænka þeirra var mætt á svæðið. Á milli þess sem maður var úti í fjárhúsum lá maður svo bara á garðanum hjá mömmu eða afvelta í sófanum. Ég fór reyndar tvisvar út að hlaupa líka og gerði smá æfingar, þannig maður er ekki alveg búinn að missa það. En allavega, þá voru það þreytt og glöð börn sem lögðust á koddann í gærkvöldi. En annars er ég ekkert búinn að vera allt of góður síðustu viku. Mér líður í raun örlítið eins og þegar ég krassaði í vinnunni um árið. Ég held illa einbeitingu, er eirðarlaus, pirraður, þarf stanslaust að vera að úða einhverju í mig og er búinn að taka skref afturábak í tengslum við skilnaðinn. Einhver djúpstæð óánægja og söknuður á köflum. En eftir að hafa farið í

Gamli góði,

Rakst á Zizek quote á FB: If you have reasons to love someone, you don't love them. FB er nú kannski ekki traustasta heimildin í dalnum þegar kemur að tilvitnunum, en þetta passar ágætlega við það sem ég hef áður heyrt hann segja um ástina. Hún á að vera skilyrðislaus. Þú getur aldrei orðið ástfanginn af hinni fullkomnu manneskju. Það er alltaf eitthvað pirrandi/truflandi element, og það er aðeins þegar þú tekur eftir þessu elementi, sem þú getur sagt, "En þrátt fyrir ófullkomleikann, þá elska ég hana/hann". Og þetta er ca. það eina sem maður þarf að vita um ástina.

Gott að frétta

Mynd
Við Lóa erum voðalega ánægð með herbergið hennar. Nú vantar bara fallega stóra mynd á bleika vegginn. Ég hef ekki verið duglegur að blogga og hef heldur ekki verið að mála. Ætli maður sé ekki bara að fá einhverja útrás fyrir sköpunina með því að koma sér fyrir. Kaupa gluggatjöld, velja ljós, setja upp hillur og síðast en ekki síst; fylla allt af pottaplöntum Veit ekki afhverju þetta helltist yfir mig en ég er að verða voðalegur plöntuperri. En annars er ég bara hamingjusamur á nýjum stað, bæði til húsa og í lífinu sjálfu. Það eina sem vantar er að komast í ræktina og sund. En maður fer út að hlaupa og hjóla og reynir að gera einhverjar smá armbeygjur heima. Maður getur ekki kvartað.