Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2016

Skrifa

Sit hér heima í stofu eftir annasaman en góðan dag. Ég er tæknilega séð í sumarfríi en hef verið að vinna verkefni fyrir MýSköpun. Við erum að berjast í því að skipuleggja ræktun á þörungum í nokkuð stórum skala og það er bara ljómandi áhugavert. Ég sé fyrir mér að vera í þessu allavega næstu 2-3 mánuði en svo kemur í ljós með haustinu hvað ég mun taka mér fyrir hendur. Það hentar mér rosalega vel að vera í svona tímabundnum verkefnum og þannig held ég mér vel við efnið. Bara það að vita að þetta sé tímabundið og eitthvað spennandi gæti verið handan við hornið fríar hugann. Mörgum finnst hryllilegt að hafa ekki allt niðurneglt til langs tíma. Hjá mér er það öfugt. Ég mála ekkert þessa dagana. Tók mig til fyrir 2 vikum og málaði eitthvað smá en lagði svo penslana á hilluna strax aftur. Þegar dagur er að kvöldi kominn þessa dagana er ég bara búinn að skrifa og pæla svo mikið að ég á ekkert eftir í málningarvinnuna. Sköpunin búin. Skúra á daginn, mála á kvöldin. Skrifa á daginn, sjónv

Aumingja Hafsteinn

Það var hrikalegt áfall fyrir Hafstein og fjölskyldu hans þegar hann greindist með bráðaofnæmi fyrir steinselju. Hann var fyrirvinnan á heimilinu en varð nú að segja upp starfi sínu sem framkvæmdarstjóri hjá fyrirtækinu Granít og legsteinum.

Gunnlaugur eldtunga

Hann Gunnlaugur hafði reykt heil ósköp síðan hann var ungur maður. Einn til þrjá pakka af túttulausum Camel á dag, allt eftir því hvað hann hafði fyrir stafni. Þetta virtist ekki hafa mikil áhrif á heilsuna framan af, en síðan fór að draga af honum með árunum. Eftir sextugt hrakaði heilsunni svo hratt- og að lokum var orðið of seint að snúa þessari óheillaþróun við. Lungnaþemban var staðreynd og að lokum dó hann á Vífilsstöðum þrátt fyrir að hafa verið búinn að fjárfesta í rándýrum öndunarvöðlum.

..........

síðan ég bloggaði síðast hef ég:  mikið verið á instagram hætt að vera mikið á instagram pælt í þörungum farið til Berlínar pælt í lífinu og tilverunni pælt í hvað ég eigi að fara að vinna við í framtíðinni hætt að hugsa um pólitík byrjað aftur að hugsa um pólitík spáð í að flýja land hugsað um náttúruvernd reynt að mála fyrir listsýningu sem átti að vera í júní lent í sköpunarkrísu panikkað sagt mig frá listasýningunni fengið samviskubit og verið miður mín hugsað að stundum verði ég að gera það sem er best fyrir mig velt því fyrir mér hvenær ég byrji að mála aftur hugsað um hvort ég eigi einhverntíman eftir að skrifa eitthvað klárað úr kaffibolla ............