Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2012

Borðsykur

Mynd
 Jæja ég var að setja inn pistil um sykur inn á fróðleikinn hjá mér. Hefði kannski átt að hafa þetta undir næringu, but what the fu**. Er alltaf með nokkra pistla í smíðum og gaf mér loks tíma í kvöld til að klára einn.  Nenni ekki að henda inn myndum núna, ætla að koma mér í bælið. Kveðja, Bjarni

Nafnaveisla og allskonar

Mynd
Brother Grass spilaði í veislunni Ákvað að henda inn nokkrum myndum eftir helgina. Fórum suður og  gistum í Borganesi 2 nætur (ég, Guðrún og Brynleifur). Vorum hjá Siggu og Hauk. Heimsóttum Ingu og Stefán, átum pizzu, fórum út að hlaupa og hápunkturinn var að sjálfsögðu nafnaveisla hjá litla Stebba- og Hildarsyni. Hef engan tíma til að blogga núna en myndirnar tala sínu máli.   Hér er Stebba og Hildarsonur orðinn Tómas Orri Stefánsson. Fallegt nafn og flottr svipur. Tómas Orri og Brynleifur Rafnar sitja að snæðingi. Fyrsti hittingur hjá þeim Brynleifur Rafnar var mjög kvefaður en honum fannst Stefán samt mjög skemmtilegur, sem hann er.   Gamlir Góðir félagar. Alban, Bjarni og Stefán (með Brynleif). Nú eigum við samanlagt orðið 6 börn  Jæja meira síðar Kveðja, Bjarni

Nýjar myndir

Mynd
Gísli að spjalla við Brynleif Jæja þá er maður loksins búinn að henda inn nokkrum myndum. Reyndar er skammarlegt hvað við erum búin að vera léleg við að taka myndir, sérstaklega á sundmótinu um síðustu helgi. Brynleifur að spjalla við langömmu Halldóru Myndirnar sem við hlóðum inn núna eru í 3 myndaalbúmum; Áramót 2011 ,  Janúar 2012 og Febrúar 2012. Það er reyndar ekki komnar mjög margar myndir inn í það síðastnefnda. Læt þetta nægja í bili. Kveðjur frá öllum í Laugatúni 3 Bjarni og La familia

Að eiga bíl eða ekki að eiga bíl

Mynd
Ég þarf að fara með Skodann minn á verkstæði á föstudaginn. Það þarf að draga framöxulinn úr, þrífa hann upp, smyrja allt og setja svo nýja öxulhosu. Þetta mun ábyggilega kosta 50 til 80 þúsund kall. Um daginn lét ég skipta um tímareim, lét smyrja hann, setja nýja miðstöðvasíu, bletta hann og eitthvað fleira. Þar áður, skipta um spindilkúlu, þar áður leita að bilun sem ekki fannst, þar áður eitthvað og þar áður eitthvað og eitthvað og eitthvað. Skuld mín við Kaupfélagið nam rúmum 300 þúsundum um daginn, mest út af bílaviðgerðum. Bílinn minn er 2004 árgerð og keyrður 200 þús. km. Ég fór inn á síðu FÍB áðan og leitaði uppi rekstrarkostnað fyrir bíl á árs basis. Fannst tölurnar eitthvað skrítnar þannig að ég reiknaði þetta út sjálfur í Excel með barnslegri nálgun. Hjá FíB eru þeir með verðrýrnun, vexti, skoðunargjöld og ýmislegt sem ég spáði ekki í þegar ég reiknaði þetta út fyrir mig. Ég fæ samt mjög sambærilega niðurstöðu í heildina fyrir árið. Niðurstaðan er þessi: Ef ég ætti

Netmál

Nú fer allt fram í fjölmiðlum. Nauðgunarmál, húsbrot, einelti, allt er þetta gert upp á netinu. Uppgjör við sjóslys fara líka fram á netinu. Ég er ekki að segja að þetta sé rangt, bara umhugsunarvert. Nú er ég annars að bregða mér með la familia til Reykjavíkur. Daníel að fara að keppa á Gullmóti KR í sundi, mikið fjör. Blogg um það eftir helgi. Kveðja, Bjarni

Íslenska leiðin

Við Íslendingar, þ.m.t. ég sjálfur, eigum það til að fara okkar eigin leiðir að hlutunum. Það er nú reyndar eiginlega frekar regla en undantekning. Þannig gæti íslenska leiðin til að byrja að hlaupa litið út: 1)Fá hugmynd 2)Fara á nýjasta námskeiðið um hlaup (betri en öll fyrri) 3)Kaupa föt, skó, úr og brúsabelti til að verðlauna sig fyrirfram að vera byrjaður að hlaupa 4)Kaupa prógram af þjálfara 5)Skrá inn æfingar mánaðarins fyrirfram 6)Missa svo úr 1 dag sem verður til þess að ekki tekur því að halda áfram. Sérstaklega ekki þar sem maður er hvort eð er að fara á ráðstefnu til Luxemourg eftir 2 vikur þar sem verður ókeypis matur og vín sem mun skemma prógrammið en frekar. 7) Hætta að hlaupa Þetta ferli endurtekur sig svo fljótlega nema þá með annari íþrótt. Íþrótt (stundum kallað heilsukerfi af þjálfurum) sem nú er fullyrt, af mörgum helstu sjálfskipuðu heilsumógúlum landsins, að muni skjóta þér á ógnarhraða nær takmarki þínu, sem er að líta út eins og fólk utaná tíma

Frábært

Mynd
Jæja nú hef ég verið með pistil um hitaeiningar í smíðum alltof lengi. Ég var rétt í þessu að klára hann og setja hann inn í fróðleikinn hjá mér. Ég vil samt vara fólk við að þetta eru nú eiginlega bara gagnslausar upptalningar. Annars er ég að skrifa annan pistil um sund sem ég drulla vonandi inn fyrr en síðar. Fór í Skokkhópinn í morgun og hljóp 10 km. Var að hlaupa í hópi með 2 körlum og það varð til þess að maður fór að sperra sig óþarflega mikið. Planið var að fara langt og hægt en þetta endaði öðruvísi. Æfingar ganga annars bara vel, maður er bjartsýnni með sundið en oft áður og stöðugar æfingar fyrir ITB bandið hafa nú gert það að verkum (ég kross fingur), að hnéin eru bara fín. Ég er að verða gangandi gagnabanki um hvernig á að laga hlauparahné svo endilega flettið upp í hausnum á mér. Annars er bara allt fínt að frétta. Kona og börn dafna vel við heraga og ósveigjanlegan matseðil. Brynleifur er farinn að velta sér nokkuð reglulega og við höfum verið að fara með hann í