Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2023

Æfingakeppni

Mynd
Það var fín mæting í "Keppnis-Eyjó" pedal.is í gær. Ég verð að viðurkenna að ég var býsna spenntur fyrir þessari æfingakeppni sem var í gær og staðráðinn í að vera með fremstu mönnum og gera mitt besta. Ég nálgaðist þetta eins og alvöru keppni, hvíldi vel fyrripart dags, át graut 2 tímum fyrir start, tók með mér gel og allan pakkann. En það endaði samt svo að ég var ekki með lappir í þetta í gær og var pínu súr þegar ég fór heim. Stundum er það bara þannig.  Hérna er ágætis yfirlit yfir segmentið (keppnisbrautina) og er það litað með bláum. Ég var búinn að fara aðeins yfir hvernig þessi keppni virkar í síðasta bloggi. Startað við Leirunesti, allir hjóla rólega að Eyjafarðarvegi og þ d

Hjól og rækt!

Mynd
Tími í Norður, ég hef aldrei svitnað svona mikið á ævinni. Skv. plani á þetta að vera róleg vika hjá mér og það er alveg óhætt að segja að ég sé ekki að FTFP (Follow The Fucking Plan).  Í gær hjólaði ég frekar rólega út í Hrafnagil og til baka og var svo búinn að ákveða að ná einni kórónu (KOM, King Of the Mountain) á segment-i sem ég bjó til fyrir ca. 2 árum og ég held mikið upp á. Það byrjar við Amtbókasafnið, fer upp Oddeyragötu, beygir upp Hamarstíg þar sem það verður býsna bratt og endar við Þórunnarstrætið. Gunnar Atli tók þessa kórónu af mér fljótlega eftir að ég bjó til segmentið og ég hef aldrei reynt að ná henni aftur en vissi að ég ætti alveg að geta það. Oddeyrarg/Hamarst Climb. Ég vil nú byrja á því að taka það fram að það eru fáir sem vita um þetta segment og ekki margar kanónur á listanum. En það er alltaf gaman að fá kórónu og nú er bara að sjá hvað ég fæ að halda henni lengi. Ætlunin var að ná henni í fyrstu tilraun og bæta svo við 4 ferðum í viðbót. En eftir að hafa t

Hjólaferð 2023!

Mynd
Í heitri laug. Ég var búinn að vera undir mikilli pressu að taka ungana með mér í hjólaferðalag þetta sumarið. Í fyrra datt hún upp fyrir þegar ég braut í mér viðbeinið og voru það nokkur vonbrigði. Helsta áhyggjuefnið núna var hvernig ég myndi eiginlega ná að bera dót fyrir okkur öll, en ég hafði aldrei drattast til að setja bögglabera á hjólin hjá börnunum og kaupa handa þeim töskur. En það er með þetta eins og sumt annað í lífinu, það þýðir ekkert að velta sér upp úr þessu og bara spurning um að drullast af stað. Ég fæ aldrei nóg af þessu. Eftir að hafa kíkt á veðurspánna á þriðjudaginn sýndist mér að best væri bara að drífa okkur af stað sem fyrst og ná að klára þetta fyrir helgi. Það reyndist kórrétt hjá mér og í dag (sunnudag) er búið að mígrigna. Við lögðum af stað á fimmtudags eftirmiðdag og komum heim um klukkan 14 í gær (laugardag). Við gistum því tvær nætur og hjóluðum alls 70 km. Við hjóluðum inn Eyjafjörðinn og vorum með vindinn í bakið fyrstu 2 dagana og svo dúnalogn síða

Mission accomplished!

Mynd
FTP gildin mín úr Garmin. Það er gaman að ná markmiðum og ekki síst ef það gerist óvænt. Í gær hjólaði ég Eyjafjarðarhring og fór í leiðinni í gegnum Vaðlaheiðarhverfið til að fá smá aukahækkun. Þegar ég var búinn að því ákvað ég að skella mér upp í Skíðahótel. Áður en ég lagði af stað upp frá hringtorginu við Glerá, þá kláraði ég vatnið mitt, tók eitt gel og fór úr vettlingum og vesti svo mér yrði ekki of heitt. Ég var í ágætu standi en samt farinn að lýjast aðeins, enda búinn að hjóla í rúmlega 1,5 klst. Ég ákvað að reyna að halda mér í kringum 250 vött sem á að skila mér upp eftir á rétt rúmum 20 mínútum. Mér leið alveg prýðilega frá upphafi og var yfirleitt á rúmlega 250 vöttum. Öðru hvoru stóð ég upp og skipti niður um 3 gíra en passaði mig að láta púlsinn aldrei fara of hátt. Settist þá niður aftur og reyndi að ná honum undir 160 bpm. Í lokin gaf ég reyndar aðeins í tók 3 mínútur á rúmlega 300 vöttum og var orðinn ansi móður þegar ég kom upp á plan. VO2 Max úr Garmin, ég hef aldr

Bilað hjól og skipulagning hjólaferð

Mynd
Úr hjólaskúrnum Þegar ég keypti nýja hjólið á sínum tíma var ég ekki mjög fjáður og var að spá í að ná inn smá aur með því að selja gamla hjólið. Tilhugsunin um að eiga það tilbúið á trainer inni var bara svo helvíti hugguleg að ég ákvað að sleppa því. Þess í stað ætlaði ég að selja vatta-pedalana og henti tvisvar inn auglýsingu á Facebook. Þeir seldust aldrei. Um daginn þegar ég steikti bremsudæluna á nýja hjólinu var ég mjög ánægður með að hafa ekki selt þetta dót og gat tekið æfingar úti eins og ekkert hefði í skorist. Núna eru rafmagnsskiptingarnar á nýja hjólinu bilaðar og ég því aftur kominn á gamla hjólið. Skiptingarnar á nýja hjólinu er Sram Rival og ég er búinn að vera hrikalega ánægður með þær og nokkuð hissa á að þær hafi klikkað. Ég skildi hjólið eftir niðri í Útisport í gær og hef ekkert heyrt. Það var búið að uppfæra þær en þær voru ekki að tala saman og duttu inn og út. Æfing dagsins var heimatilbúin over/under frammi í firði. Eftir verðskuldaðan hvíldardag í gær henti é

Grenjum aðeins saman út af veðurspánni

Mynd
Ég bauð liðinu á Sushi corner, uppáhaldsstað Dabjartar og Brynleifs.   Þetta er önnur tilraunin mín til að blogga í vikunni en ég var að henda hinu draftinu, enda orðið úr sér gengið. Pabbi og Hafrún eru búin að vera hérna síðustu daga og við fengum börnin lánuð hjá Guðrúnu. Veðrið var ömurlegt allan tímann og því snérist allt um að skoða söfn og fara út borða. Við Harpa buðum líka heim í mat. Þetta var voðalega yndælt og nú eru þau gömlu farin á Patró. Æfingar vikunnar hafa gengið ágætlega en veðrið hefur ekki boðið upp á mjög langa túra. Ætlunin var að skrúfa aðeins niður á ákefðinni og taka lengri æfingar en það verður að bíða eitthvað. En ég er s.s. búinn að taka 2 gæða æfingar í vikunni; eina 30/30 og eina over/under. Við það bætist ein tveggja tíma endurance og tveir hlaupatúrar. Ég verð að passa mig að vera ekki búinn að brenna mér upp þegar Ormurinn er eftir 4 vikur. Æfing dagsins var over/under sem ég tók í Veigastaðabrekkunni. Hér er svo æfing dagsins sem snýst um að byrja sp

Smá hlaup, smá sukk en að mestu réttu megin við línuna

Mynd
Síðustu vikur á Strava. Ég þurfti að verða eftir hérna fyrir sunnan þar sem ég er að fara á jarðaför Ingu systir hans pabba. Ég er í íbúðinni hennar Helgu systir og ég er lítið annað búinn að gera en að horfa á The Wire. Ég hafði ekki horft á þetta síðan 2010 þegar ég byrjaði á þessu um daginn og guð minn almáttugur hvað þetta eru miklir yfirburðarþættir. Fyrsta serían er góð en svo verður þetta bara ennþá betra.  Ég er búinn að vera á einhverjum bömmer yfir að vera ekki úti um allar koppagrundir að hitta fólk en ég bara nenni því ekki núna. Heimsótti ömmu, Jens og Skarphéðinn á sunnudaginn og það er eitthvað. Stundum er bara í lagi að hangsa aðeins og hvíla sig. Ég er í sumarfríi. Í gærmorgun henti ég í mig tveimur banönum fljótlega eftir að ég vaknaði og keyrði svo út í Nauthólsvík til að hlaupa. Ég hljóp 5 km á alveg sæmilegum hraða og henti mér svo í sólbað, drakk Hleðslu og hafði það næs í blíðunni. Eftir að ég kom í íbúðina aftur fékk ég mér 2 ristaðar brauðsneiðar, epli og hafra

Bikarmót 3. - recap

Mynd
Í endaspretti með Vali Rafni. Mynd: Anton Gunnarsson Þá er þriðja og síðasta mótið sem telur til stiga í bikarmótaröð HRÍ búið og um að gera að fara aðeins yfir hvernig þetta fór hjá mér. Mótið var haldið í Kjósinni í gær laugardaginn 08.07.2023. Ég komst heill út úr þessu og hefði sennilega tekið þessum úrslitum ef mér hefði verið boðið það fyrir fram. Brautin sem var farin í Kjósinni í gær. Brautin Brautin sem var farin var rúmlega 22 km hringur réttsælis í Kringum Meðalfell í Kjós. Ræst var við Kaffi Kjós en endamarkið var við tjaldsvæðin og lokasprettur í smá brekku sem er fínt til að hemja hraðann. Það voru 17 skráðir í B-flokk karla að þessu sinni en við vorum ræstir út með A-flokki kvenna og máttum "drafta" þær og öfugt. Það var í rauninni bara fín tilbreyting sem stækkaði hópinn og opnaði fleiri möguleika. Ég var búinn að væla yfir því fyrir keppnina hvað þetta væri flöt braut (sem hún vissulega er) en þessar litlu aflíðandi brekkur áttu samt alveg eftir að taka aðein

Brjál

Mynd
Æfingin á mánudaginn sem var frekar þreytt. Vikan hefur s.s. verið ágæt en það hefði verið fínt að sleppa við að vinna. En ég réð s.s. ekki við það og vann allan þriðjudaginn, tók fundi í dag og þurfti að hringja einhver símtöl. Síðan þarf ég að vakta póstinn eitthvað áfram og fylgjast með einhverjum erindum. Leiðinlegt og slítandi að fara svona inn í fríið. En það er góð helgi framundan og við Harpa leggjum af stað suður í fyrramálið að keppa á þriðja og síðasta bikarmótinu. Eftir það erum við í keppnisfríi fram til 19. ágúst.  Ég tók VO2 max æfingu á mánudaginn sem fór eitthvað fyrir ofan garð og neðan en svo hefur verið einhver samsláttur í hausnum á mér því ég setti aðra VO2 max æfingu í gær. Það var eiginlega sama sagan- ég var eitthvað hálf þreyttur og sleppti síðasta settinu. Í dag tók ég svo 2 klst ofarlega í zone 2 og leið super vel. Fór rúma 60 km. á tæpum tveimur tímum og hélt 31 km/klst meðalhraða. Hefði getað haldið lengi áfram. Hef engar væntingar um mótið um helgina og e

KIA GULL - meira bull

Mynd
Á ráslínu. Mynd: Ívar Sæland Ég er aðeins búinn að vera að skoða hvað betur hefði mátt fara hjá mér í síðustu keppni. Þegar ég skoða "power-fælinn" á Training Peaks fyrir og eftir að ég missti af fremsta hópi þá eru meðalvött og meðalpúls nokkuð svipuð. Hinsvegar eru toppar í vöttunum áður en mér var droppað og ég er með miklu hærra Normalized Power (286 vs 242). Variability Index var 1.2 fyrsta hálftímann en er svo 1,03 restina af keppninni. Það er mælikvarði á hversu stöðugt maður hjólar, því hærra frá einum, þeim mun meiri rykkir og læti. Það sýnir að ég var alltaf að þurfa að bregðast við hraðabreytingum og fara reglulega yfir 500 vött sem er ekki sjálfbært til lengri tíma. Þá er maður að brenna eldspýtum. Power-file úr Training Peaks. Skyggða svæðið eru vöttin áður en ég missti af fremsta hópi. Eftir að ég hafði þurft að vera að taka alla þessa toppa lendi ég svo í að ná ekki að halda í við hópinn í stuttri aflíðandi brekku og þarf að fylgja því eftir með 6 mínútna VO2 m

KIA GULL - Recap

Mynd
Kominn í mark í KIA Gull. Aðeins að kvitta fyrir keppnina í gærkvöldi. Eftir drulluveður í borginni allan daginn var næs að keyra austur fyrir fjall og fá fínt veður þar, 14°C og frekar kyrrt. Þannig hélst það þangað til við vorum búin að keppa. En að keppninni (þetta verður hraðsuða). Ég kom mér fyrir fremst á ráslínu en lenti svo í vandræðum að koma mér í klítana og datt lengst aftur úr. Það var "neutral" start sem þýðir að við áttum að hjóla á eftir bíl fyrstu kílómetrana og máttum ekki gefa í fyrr en komið var á veginn niður í Flóa. Bíllinn reyndar keyrði býsna hratt og hópurinn var þéttur þannig að ég var ekki nægjanlega framarlega þegar hópurinn gaf í eftir beygjuna. En það slapp og ég kom mér í fremsta hóp aftur. Eftir þetta komu nokkrar hraðabreytingar þar sem maður mátti hafa sig allan við. Rétt fyrir malarkaflana kom svo lítil aflíðandi brekka og þar missti ég hópinn (ca. 20 - 25 fyrstu). Ég setti undir mig hausinn og þurfti að taka 4-5 mínútur á tæpla 300 vöttum ti

Rólegur morgun í borginni

Mynd
Við Meðalfell í Kjós. Jæja þá erum við Harpa komin suður aftur til að keppa í KIA gullhringnum sem verður ræstur út á Selfossi klukkan 18:30 í dag. Við komum suður í gærkvöldi og stoppuðum í leiðinni í Hvalfirði til að hjóla hringinn í kringum Meðalfell sem verður farinn í síðasta bikarmótinu um næstu helgi. Síðan skelltum við okkur í sund og á mathöll að sækja fóður. Við erum svo heppin að vera með einbýlihús í láni þessar þrjár keppnishelgar sem við eigum í röð á suðurhorninu og því fer alveg afskaplega vel um okkur. Rólegt hverfi í Breiðholti og það er eins og við séum úti í sveit. Veðrið í augnablikinu er s.s. í lagi, 9°C, þurrt og logn. Ég er að reyna að stressa mig ekki of mikið upp fyrir þessa keppni í dag enda almenningshjólamót og lítil hætta á að maður lendi einn á auðum sjó. Ef ég lendi ekki í neinum skakkaföllum á ég að verða frekar ofarlega (svo ég jinxi þetta nú). Er aðeins búinn að kíkja yfir keppendalistann og við erum held ég 5 stk. sem keppum reglulega í B-flokki og þ