Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2019

Skötubruni

Mynd
Mynd veitingageirinn.is Í fyrra lenti ég í þeim óskemmtilega andskota að brenna á tungunni við skötuát. Og það var ekki vegna hita. Í seinna skiptið sem ég lenti í þessu var skatan alveg hrikalega sterk og tungan á mér fór alveg í steik. Ég varð rauður og þrútinn og átti erfitt með að borða og drekka kaffi langt fram á næsta dag. Ég er hræddur um að ég sé að mynda eitthvað óþol gegn þessum mat. Ég fæ tár í augun við það eitt að hugsa til þess ef ég þyrfti að hætt að éta þetta. Skata og siginn fiskur (sérstaklega grásleppa), er eitthvað það besta sem ég fæ. En ég ætla ekki að gefast upp svo auðveldlega. Í dag er Þorláksmessa og ég skal troða þessu drasli í grímuna á mér vona það besta. Þetta verður þá bara í síðasta skipti ef útkoman verður slæm. Ég var fyrst að spá í að fara skötuhlaðborð í hádeginu á einhverju veitingahúsi, en ég nenni því ekki og finnst það líka óþarflega dýrt. Í staðinn ætla ég að stela hellunni sem er hér í vinnunni og sjóða þetta bara fyrir utan Dalsgerðið.

Jólastússdagurinn mikli

Mynd
Það er óhætt að segja að allt sé komið á bólakaf hérna á Akureyri. Við erum búin standa í stórræðum í dag, ég og börnin. Eftir letilega byrjun á deginu með sjónvarpsglápi, kaffidrykkju og pizza og snakkáti, þá drifum við okkur í bæinn. Við byrjuðum að labba niður í bæ og ætluðum að kaupa fullt af jólagjöfum. Þar náði jólastressið mér loksins og á endanum flúði ég bæinn með heldur færri gjafir en ég hafði stefnt að því að kaupa. Næst löbbuðum við á Glerártorg þar sem við ætluðum að gera gott mót. Þar var stappa af fólki og ég fann ekki neitt sem mér leist á. En við komumst þó í andlitsmálningu og hittum jólasvein og eitthvað skemmtilegt. Reyndar hittum við líka Hurðaskelli í Borgarbíó þegar við rákum þar inn nefið og hann gaf okkur Skittles. Síðan skelltum við okkur í Bakaríið við brúnna og fengum okkur hressingu. Eftir það fannst mér við eiga skilið að taka Taxa heim. Börnin fengur sér svo áhorfspásu á meðan ég gekk í búðina og skrapp svo aðeins niður í vinnu. Síðan skellti ég

Dalsgerði selt

Mynd
Nú lítur endanlega út fyrir að við séum að ná að selja Dalsgerðið. Fassteignasalinn sendi tölvupóst í gær og sagði að greiðslumat væri komið í gegn hjá krökkunum sem ætla að kaupa og nú þyrftum við bara að finna tíma til að skrifa undir þetta allt saman. Þó það fylgi þessu mjög erfiðar tilfinningar veit maður að það er gott að loka þessum kafla. Vonandi á maður eftir að líta þær minnigar sem maður á frá þessum stað sem góðar minningar. Í dag eru þær mjög sætsúrar. Ég er búinn að hringja út af einni íbúð sem ég bauð í á sínum tíma og hún er ennþá óseld. Ég ætla að reyna að skoða hana aftur á mánudaginn. Hún er í blokk, með 3 svefnherbergjum og stutt frá skólanum og leikskólanum. Hún er í ágætu standi þó allar innréttingar séu upprunalegar. Það verður s.s. 70s þema hjá mér ef ég kaupi hana. Annars er maður bara í góðum gír. Ekkert jólastress hér á bæ. Reyndar er jólastress eitthvað sem hefur aldrei hrjáð mig neitt. En þar sem við verðum hjá Guðrúnu á aðfangadag og þar sem ég fer

Skrifa til að skrifa til að mála

Stundum langar mig að skrifa bara til að skrifa eitthvað. Þá sit ég jafnvel við tölvuna og velti fyrir mér hvað ég eigi að segja- alveg tómur. Stundum er eins og maður sé stíflaður. Þegar ég kemst hinsvegar í gang er tilfinningin ekki ósvipuð því og þegar ég mála. Ég bara gleymi mér alveg og tíminn flýgur. Það er gott að geta gleymt sér við eitthvað, sérstaklega ef ekki liggur nógu vel á manni. Öðru hvoru nær maður svo að komast á eitthvað en hærra stig. Eitthvað meira en bara að gleyma sér. Þá er eins og maður komist í snertingu við eitthvað sem er á hærra plani. En þetta gerist reyndar helst ef ég er að mála. Það er erfitt að lýsa tilfinningunni. Maður er bara í einhverju sóni, tíminn flýgur, hugurinn tæmist, skilningarvitin þenjast og maður vinnur vélrænt. Þegar verkinu er lokið leggur maður frá sér verkfærin, hallar sér aftur og líður stórkostlega. Meira að segja adrenalínið er líka í botni. Þar sem ég mála yfirleitt á kvöldin er ég stundum alveg sky high þegar ég ætla að f

Æfingar vikunnar

Nú er sunnudagur og ég var að koma úr ræktinni. Þetta var svokölluð tabata æfing. Ég vissi s.s. hvernig æfingar þettu eru en hef aldrei prufað þetta sjálfur. Markmið með þessum æfingum er að auka þol. Þetta voru 5 æfingar; þungar rússneskar ketilbjöllusveflur, assault bike, burpees, magaæfingar og kassaupstig með lóði. Maður tók hverja æfingu 8x og vann í 20 sekúndur á miklu efforti og hvíldi svo í 10 sekúndur. Á undan þessu vorum við búin að taka styrktaræfingar. Ég er gjörsamlega búinn á því. Ef minnið svíkur mig ekki þá tók ég æfingu á mánudaginn, miðvikudaginn, föstudaginn og svo í dag. S.s. fín vika þrátt fyrir ferð til Reykjavíkur. Og svo er maður búinn að ganga bæinn þveran og endilangan eins og venjulega. Í og úr vinnu, í ræktina, í búðina osfv. Ég ætla heldur ekki að lyfta litlafingri á morgun. Mataræðið hefur hinsvegar verið frekar frjálslegt og maður er kominn í hálfgerðan jólagír í þeim efnum. En ég reyni þó að muna eftir því að fá allavega eina næringaríka máltíð á dag

Betri tíð með blóm í haga....

Jæja þá er maður kominn frá Reykjavík eftir vinnuferðina. Kominn aftur í snjóinn hér fyrir norðan, allt á svartakafi. En veðrið er stillt og það er alveg óhemjufallegt að ganga um bæinn. Þvílíkt jólalegt. Ferðin til Reykjavíkur var alveg frábær. Lúxus að geta verið á góðu hóteli og éta góðan mat. Vinnufélagarnir mínir eru líka svo frábærir. Það er alltaf stuð hjá okkur. Það er miklu mikilvægara heldur en að verkefnin séu endilega súper spennandi alltaf. Eftir hressilegt bakslag í andlegri líðan síðustu daga er ég aftur á uppleið. Þetta var bara klassískt skilnaðar-shit, heilu ári eftir skilnað. Fock hvað þetta er þrautseigur andskoti. En ég allavega tók mig til og skrifaði mjög persónulegt bréf, sem ekki var gert til að senda það. Það virðist hafa haft jákvæð áhrif og nú er allt á uppleið. Um að gera að skrifa bréf til fólks sem maður á eitthvað vantalað við. Jafnvel þó maður ætli ekki að senda þau. Nú lítur allt út fyrir að við séum að ná að selja Dalsgerðið. Við erum búin að sk

Drullutíð

Var að kíkja á veðurspánna fyrir næstu 2 daga og það er óhætt að segja að útlitið sé ekkert allt of bjart. Ég var búinn að lofa Guðrúnu að sækja börnin í dag (mánudag) og hafa þau eina nótt í viðbót. Guðrún ætlaði svo að fljúga norður á morgun og taka við þeim. En eins og spáin lítur út núna er ekki séns að það verði flogið á morgun og sennilega ekki á miðvikudaginn heldur. Ef Guðrún kemst ekki heim í kvöld verð ég sennilega með börnin fram á fimmtudag. Það voru s.s. engin stórkostleg plön hjá mér þessa vikuna. Bara þetta sama og venjulega. Fara í ræktina, kíkja á bókasafn og kannski fara eitthvað að huga að jólagjöfum. En svo er ég að fara suður á fimmtudag og verð þar í 2 daga. Það verður næs eins og alltaf. Kveðja, Bjarni

Tilfinningabylting

Ég er búinn að vera að lesa aðeins upp á síðkastið. Var að klára að lesa bókina Tilfinningabyltingin eftir Auði Jónsdóttur. Bókin fjallar um skilnað hennar við manninn sinn til 18 ára- og í kjölfarið ferðalagið í gegnum þetta anstyggilega ferli, sem skilnaður er. Þar leitar hún til æskuáranna og reynir að varpa ljósi á ferlið með því að ná betri skilningi á sjálfri sér. Hún fjallar mikið um hvernig uppeldi, barnæskan og áföll móta okkur og samskipti okkar við annað fólk. Það sem ég tengdi kannski sterkast við í bókinni er hvernig hún reynir að vinna sig út úr þessu með skrifum, og þá einna helst hversu erfitt það er að vera heiðarlegur við sjálfan sig og þora að skrifa beint frá hjartanu og opinbera sig. Hætta að ritskoða sig. Ég hef átt í mikilli baráttu við sjálfan mig í þessum efnum og aldrei alveg kunnað við að slengja svona persónulegum hlutum hér fram á blogginu. Í bókinni kynnist hún hinsvegar manni sem hún fer að opinbera sig við með tölvupóstskrifum. Á milli þeirra ríkir lík