Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2012

Þunna línan milli lífs og dauða

Mynd
Er að reyna að fá Guðrúnu með mér í hjólaferðalag til Frakklands og nota þetta til að sannfæra hana. Ég tek það fram, engin dettur eða slasast í þessu myndbandi.
Mynd
Var fyrst núna að finna valmöguleika á hlaup.com um að fá allar tölur um æfingar yfir á Excel. Þvílíkur happafundur fyrir nördinn í mér. Ég byrjaði í nóvember 2010 (sést ekki á stöplaritinu) en var búinn að vinna mig upp í 100 km á mánuði í janúar eins og sést. Síðan sést greinilega hvernig ég smám saman bætti í þar til ég krassaði með biluð hné í júní. Vegalengdirnar segja reyndar ekki alla söguna, heldur of mikill hraði og álag. Maður verður fyrst að byggja góðan grunn, það tekur tíma og er þolinmæðisverk. Síðan hef ég verið að bæta í aftur, sundið kom aðeins inn í október, rjúpnaganga í nóvember og svo keypti ég hjólið í desember. Nú horfir allt til betri vegar, bullandi hláka með uppstúf. Í tilefni óveðurs í gær ákvað ég að best væri að fara út að hjóla. Færðin var svona upp og ofan en ég komst  klakklaust frá þessu. Maður hefur alltaf heyrt að bílstjórar gefi skít í hjólreiðamenn og svíni á þá. Sú hefur nú ekki verið raunin hér í vetrarfærðinni á hraðbrautum S

Video og brjálað að gera

Er með einhvern haug af myndum sem móðir mín er alltaf að bíða eftir að ég setji inn á netið. Það hlýtur að fara að koma að þessu. Ég er ekki að kvarta þegar ég segi það, en það er alveg brjálað að gera hjá mér núna. Þegar háskólanámið blandast ofan í fjölskyldulífið, æfingar og þegar maður er að skipta um vinnu þar að auki, þá er ekki mikill tími aflögu. Ég hendi því inn einu krúttlegu myndbandi af erfingjanum til að byrja með. Birtan og gæðin eru ekki góð en gleðin skín í gegn. Kveðja, Bjarni

Útsvar og sund

Dreymdi að ég var að keppa í Útsvarinu. Þetta er nú eitthvað óljóst í hausnum á mér, en ég man að þetta var tekið upp í einhverju skólahúsi, grunnskóla einhversstaðar. Ég man að Anna Dóra á Helluvaði var annar spyrilinn og það voru 2 stelpur með mér í liði, man ekki hverjar. Ekki man ég heldur við hverja við vorum að keppa. Hinsvegar man ég að fjölskyldan mín var öll að fylgjast með, þ.m.t. amma mín. Borðið sem mitt lið sat við, hrörlegt og smíðað úr mótatimbri, var miklu lengra frá bjöllunni heldur en hjá hinu liðinu. Ég átti að hlaupa en náði aldrei bjöllunni. Þegar við áttum eftir eina 15 stiga spurningu man ég að við vorum með 12 stig en hitt liðið 60 og eitthvað. Lægsta stigatala í Útsvarinu frá upphafi og þvílík niðurlæging. Eftir að þetta var búið fór ég út í garð að keppa í sundi með Arnrúnu Höllu og einhverjum börnum. Ég ætlaði að keppa í bringusundi þar sem ég kann ekki skriðsund. Öll börnin kunnu hinsvegar að synda skriðsund. Þetta varð því önnur niðurlæging á skömmum tíma

Gröf og kaldir vetur

Mynd
 Það er mjög auðvelt að leika sér með ýmis gögn, jafnvel setja þau upp myndrænt til að villa um fyrir- eða ljúga að fólki. Það eru til heilu bækurnar sem fjalla um þetta og má m.a nefna bókina „How to lie with statistics“ eftir Darrell Huff sem kom út árið 1954 og er einhver mest selda tölfræðibók allra tíma. Ég tek þó fram að ég hef ekki lesið hana. Stundum gleymir maður þessu og  kokgleypir illa matreidd gögn og gröf úr fjölmiðlum sem gefa ekki rétta mynd af ástandinu. Maður verður að fá almennilega yfirsýn yfir lengri tíma og læra að „trúa“ aldrei neinum línu- og/eða myndritum nema að maður skilji gögnin sem eru á bakvið myndina. En hvað er ég að tala um? Tökum dæmi af einhverjum ímynduðum fiskistofni. Hægt væri að birta Mynd 1. og segja sem svo, „Stofninn er í mikilli uppsveiflu og því ætti að vera óhætt að fara að veiða meira“. Mynd 1. Stofnstærð einhvers ímyndaðs fiskistofns. Mynd 2 er hinsvegar byggð á alveg sömu gögnum en nær bara yfir lengra tímabil. Þá sést glöggl

Vinstra hret

Ég hafði einusinni trú á Vinstri Grænum, m.a. vegna þess að þeir virtust alltaf samkvæmir sjálfum sér. Þeir voru alltaf skýr valkostur, ólíkt t.d Samfylkingunni sem kom alltaf út sem ósamstæður hópur af mis bitru  og stefnulausu fólki með blindklúta og valdasýki. Nú stendur hinsvegar ekki steinn yfir steini hjá Steingrími og co. og ljóst að flokkurinn er kominn vel á leið með að moka eigin gröf svo djúpa að sennilega komast þeir aldrei upp aftur. Ég lýsi yfir frati, þó aðalega sárum vonbrigðum með þetta fólk. Hvað höfum við lært á síðustu misserum? Jú, ef þú ert ekki sáttur við að allt fari fram nákvæmlega eftir þínu höfði, gakktu þá á braut og skelltu á eftir þér. Aldrei íhuga málamiðlanir og ekki horfa út fyrir þrönga rörið sem þú ákvaðst að væri best fyrir svo löngu síðan. Síðan er bara að stofna nýjan stjórnmalaflokk, enda lítur ekki út fyrir að þeir verði nema svona 25 í næstu kostningum. Svona er þetta reyndar því miður í fleiri flokkum. Kveðja, Bjarni
Mynd
  Ósmann Incubation time hjá mér í vinnunni og því ekki úr vegi að henda inn nokkrum línum.  Skellti mér í magnaðan hjólatúr á Aðalsteini í gær. Fór fyrst að heimsækja Ósmann en hjólaði svo upp úr bænum í hina áttina. Gott veður, mikið af fólki komið út að hreyfa sig. Fór 27 km og það er gaman að finna hvað líkaminn, aðalega anusinn þó, venst þessum nýju stellingum og álagi smátt og smátt. Ég er með 2 ferðir á döfunni á næstunni; ætla að hjóla í Steinhóla (til tengdó) og svo langar mig að fara upp á skíðasvæði, sem verður reyndar nokkuð strembið reikna ég með. Fengum gesti í mat um helgina, Halldór og Hildur á Ríp kíktu með börnin. Eldaði folalda fillet og lund. Borið fram með Bearnaise og frönskum. Það var ekki svo vitlaust en sennilega best að éta þetta ekki oft í viku. Skilaði mínu fyrsta verkefni í Háskóla Íslands í gærkvöldi/nótt. Skrítin tilfinning að vera kominn í skóla aftur. Áhugavert á hinn bóginn að vera að læra eitthvað svona djöfull áhugavert. Jæja nú e