Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2023

Svo bregðast krosstré......

Mynd
Hjólið er komið á nýjan stað og tilbúið í æfingu. Ég ætlaði í tíma í ræktinni í dag en ég var bara eitthvað illa upplagður og þreyttur og ákvað að það væri fínt að hvíla. Þetta gerist nú eiginlega aldrei hjá mér en maður verður að reyna að hlusta á líkamann þegar hann lætur vita að gott sé komið í bili. Ég verð örugglega drullusprækur á morgun og hendi mér í æfingu þá. En ég sat s.s. ekki auðum höndum eftir að ég kom heim heldur sparslaði ég í loftið í herberginu, þreif aðeins og kom hjólinu fyrir á nýja staðnum. Viftan svínvirkar, gott að hafa gluggakisuna fyrir brúsa og næringu og tölvan verður á sínum stað fyrir framan smettið á manni.  Ef ég fer ekki á hausinn við Tene ferðina þá kaupi ég mér skjá eða snjallsjónvarp og Apple TV- annars má það bíða fram á næsta haust. Síðan ætla ég að setja fjöltengi með rofa á vegginn og ganga frá öllum snúrum. Lokafíneseringin verður einhver skemmtileg lýsing og svo langar mig til að hengja upp myndir úr mótum og hjólaferðum, númer, verðlaun ofl.

Gran Fondo í dag og ljósin á

Mynd
Daníel eðaldrengur og stjúpsonur að bjarga mér í rafmagnsmálum. Ég vaknaði rétt fyrir klukkan níu í morgun og skottaðist heim til mín til að taka æfingu. Það var langur dagur í dag, eða 2:35 klst á 165 W sem er neðarlega í Z2 eða ofarlega í Z1 (eftir því hvort ég horfi á 80/20 model eða Andy Coggan). Markmiðið með þessum æfingum er i) að auka virkni og rúmmál hvatberanna í hægu vöðvafrumunum og gera þær skilvirkari í að nota laktat (niðurbrotsefni glúkósa) sem orkugjafa og ii) auka getu hvatberanna í að nota fitu sem brennsluefni. Það fyrrnefnda er sérstaklega mikilvægt því að þegar maður þarf að taka mikið á því (hröðu vöðvaþærðirnir) þá myndast mikið laktat sem líkaminn þarf að losa sig við. Ef hægu vöðvaþræðirnir eru skilvirkir í að nota það sem eldsneyti, þá auðveldar þetta manni að jafna sig þegar maður er búinn að taka mikið á því, t.d. þegar maður fer upp brekku í keppni. Hægar endurance æfingar (Z1 og Z2) eru grunnurinn og bera uppi allt annað sem maður gerir.  Æfingin í dag. E

Rafmagnsleysi

Mynd
Útilegudótið bjargaði manni um kaffi í morgunsárið. Það var gefið út í gær að rafmagnslaust yrði í stórum hluta af Lundarhverfi í dag á milli kl. 08:00 og 16:00. Svolítið skrítið að gera þetta á laugardegi en sjálfsagt var það til að koma í veg fyrir að skólahald myndi falla niður. Kaffifíkillinn ég undirbjó mig vel fyrir þetta og hafði prímusinn tilbúinn til að bjarga morgunbollanum. Ég passaði líka að sjálfsögðu að síminn og fartölvan væru fullhlaðin svo maður myndi örugglega ekki missa af neinu á samfélagsmiðlum og úr fréttum. Ég breytti æfingaplönunum hjá mér út af þessu rafmagnsleysi þar sem ég átti langa æfingu í dag og nennti ekki að vera að hjóla fram að kvöldmat. Ég hjólaði niður í bæ í gær til að ná mér í nýjan router og á leiðinni heim tók ég vel á því. Þegar ég kom heim tók ég fína æfingu fyrir efripart og henti mér svo í erfiða 30 mínútna æfingu á hjólinu sem tók vel í lappirnar. Löngu æfinguna færði ég fram á morgundaginn. Frí og næsheit í dag. Ég fann ekkert til í ökklan

Góðar fréttir

Mynd
Æfing gærdagsins. Eftir samtalið við Helgu systir í gær ákvað ég að kíkja upp á sjúkrahús og láta tékka á fætinum til öryggis. Hjúkrunarkona og læknir voru sammála að þetta liti frekar illa út en skoðun benti þó ekki til þess að neitt væri brotið eða alvarlega slitið. Ég bað þó um að fá að fara í röntgen bara til að taka allan vafa af um þetta. Ég hefði annars ekki verið rólegur að þjösnast á þessu. En niðurstaðan var góð; þetta er óbrotið og gott fyrir batann að hjóla. Ég hélt upp á þetta með að fara í ræktina og tók svo fína hjólaæfingu. Æfingin átti bara að vera róleg en ég bætti inní hana 25 mínútum af tempo þar sem mér leið helvíti vel og fann ekki fyrir neinu. Í dag mun ég taka 1,5 klst af endurance. Á morgun er bara rækt hjá mér og svo ætla ég að taka 2:35 klst. á laugardag og 1 klst recovery á sunnudag.  Af augljósum ástæðum hef ég lagt hlaupin á hilluna í bili en ég er svo ánægður með að geta hjólað að ég brosi allan hringinn. 6 vikur í sól og sælu :) 

Ýmist í ökkla eða eyra

Mynd
Tásumyndir frá Akureyri. Sumir senda tásumyndir frá Tene en ég sendi þær frá Akureyri. Ég bið ykkur afsökunar á þessum ósóma en sjálfum finnst mér áhugavert að fylgjast með þróuninni í þessu. Í gær hringdi ég í Helgu systir sem sagði að mér væri óhætt að hjóla og ganga. Líka mjög mikilvægt að gera stöðuleikaæfingar (standa á annari) og liðka þetta upp. Ég gekk því heim úr vinnunni í gær og þegar þangað var komið hjólaði ég í 30 mínútur. Það gekk super vel og ég fann ekki fyrir neinu. En þar sem marið er farið að koma í gegn alveg fram á tær, þá ákvað ég að senda Helgu mynd af þessu nú í morgun. Til að gera langa sögu stutta þá líst henni ekki vel á þetta og vill að ég fari á bráðamóttökuna og láti mynda þetta. Útiloka að eitthvað sé rifið eða að það sé ekki beinflís einhverstaðar á ferðinni. Hún sagði að það væri svo mikill vökvi og mikil bólga (og bólgufrumur) að það gæti deyft sársaukann og villt mér sýn. Ég verð að viðurkenna að nú er ég orðinn frekar órólegur og veit ekki alveg við

Djúsí ökkli

Mynd
Það sér aðeins á þessu. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um þessi ökklameiðsli mín? Ég er býsna kvalinn þegar ég stíg í fótinn á morgnana en svo líður þetta aðeins úr manni yfir daginn þegar maður liðkast og hitnar. Ég er snertiaumur á utanverðri ristinni en finn ekkert til innan á ökklanum- þó ég sé líka blár og marinn þar. Út frá þessu met ég það sem svo að ég hafi ekki slitið neitt og sé óbrotinn. En ég var reyndar aldrei mjög kvalinn þegar ég braut viðbeinið heldur. Ég ætla að heyra í Helgu systir á eftir og láta hana hjálpa mér að meta hvað sé ráðlegt varðandi hreyfingu næstu daga. Mig langar rosalega að setjast aðeins á hjólið á morgun en geri það að sjálfsögðu ekki ef hún ræður mér frá því. Það gæti reyndar líka verið helvíti vont að koma sér í hjólaskóinn.  Ég skellti mér í ræktina í gær og tók æfingar fyrir allan efripartinn. Planið næstu daga er svipað; æfingar fyrir ofan mitti og rólegt hjól um leið og ökklinn leyfir. 

Hræðilegt svekkelsi.

Mynd
Fótu upp í loft og svo er að vona það besta. Æfingar dagsins samanstóðu af 30 mínútna útihlaupi og klukkutíma rólegu hjóli (sem ekkert varð af). Það er glærasvell út um allan bæ en ég hafði s.s. ekki áhyggjur af því þar sem ég er svo vel negldur á gömlu Brooks skónum. Ég byrjaði hlaupið frekar rólega en svo fór ég að gefa í og var í hörku stuði. Þegar ég var kominn í tæpa 3 kílómetra á fínum hraða missteig ég mig hinsvegar hrikalega og varð að hætta. Ég reyndi aðeins að halda áfram en sá strax að það var ekkert vit í því. Ég skakklappaðist því heim og þegar þangað var komið setti ég fótinn í eldhúsvaskann í 20 mínútur og reyndi að kæla vel. Síðan át ég 2 ibufen og ligg nú hérna í sófanum með hátt undir fótinn. Þrátt fyrir verkjalyfin er ég frekar verkjaður í þessu og er hræddur um að ég þurfi að reyna að redda mér hækjum. Það er allaveg djöfull vont að stíga í fótinn.  Ef það er eitthvað sem ég hata, þá er það að geta ekki hjólað eða hreyft mig. Ég ætla ekki að mála skrattann á vegginn

Langhundur og viftukaup

Mynd
Æfing dagsins. Ég vaknaði klukkan 07:40 í morgun og átti mína heilögu morgunstund með tölvunni minni og kaffi. Var aðeins lengur að koma mér að verki en ég ætlaði mér og var ekki kominn á hjólið fyrr en klukkan 09:00. Það var löng endurance æfing í dag , eða 2:20 klst. Ég skrúfaði aðeins upp vöttin frá síðustu æfingu og var í 165W (2,5w/kg). Í dag gekk þetta super vel og hjartslátturinn náði strax fínu róli á bilinu 122-128 slög/mínútu. Ég ákvað að halda mér undir 130- en skv. Training Peaks er ég kominn upp í tempo þegar ég fer yfir 130. Ég var svo frískur að ég hækkaði vöttin upp í 175 eftir 1,5 klst en þá fór ég aðeins að leka yfir 130 bpm og skrúfaði niður aftur. En ég var mjög ánægður með þessa æfingu þar sem ég var 13 vöttum hærri en á síðasta laugardag en með lægri hjartslátt. Næsta laugardag stefni ég að því að lengja aðeins en bíða með að skrúfa upp vöttin.  Eftir æfinguna skelltum við Brynleifur okkur yfir til Hörpu og tókum með okkur kaldan kjúkling, salat, avocado og eitthv

Ammli

Mynd
Nokkur úr vinnunni sem náðumst á mynd á 20 ára afmæli Umhverfisstofnuanr. Edda fékk blóm fyrir 20 ára vel unnin störf. Ágætis föstudagur að baki þó vissulega hafi verið svekkjandi að sjá strákana okkar tapa fyrir Svíum. En ég var s.s. með mjög hóflegar væntingar fyrir leik. Það var gaman í vinnunni í dag, hófleg blanda af daglegu amstri og fjöri. Stofnunin var að fagna 20 ára afmæli og því vorum við með kökur, pizzur glundur í glös og reyndum að brjóta upp daginn. Eftir vinnu fór ég heim og þar biðu mín gjafir í röðum frá Hörpu minni. Þorramatur, blóm, bakkelsi og hjólatreyja. Mikið er ég heppinn með kærustu, hún er best. Eftir þennan glaðnin skellti ég mér búð, henti kjúlla í ofninn og fór í ræktina á meðan hann mallaði. Við börnin fengur okkur svo vel að éta áður en við hlömmuðum okkur fyrir framan leikinn. Á morgun er 2:20 mín endurance æfing og ég hugsa að ég taki daginn snemma til að klára þetta af. Eftir það stefni ég að því að komast í Elko og kaupa viftu og í Byko að kaupa fest

Ramp test

Mynd
Garmin Edge 830. Ég var búinn að ætla að að skipta út iWatch-inu mínu fyrir Garmin núna strax eftir jólin, en þegar við ákváðum að fara til Tenerife þá fannst mér gáfulegra að endurnýja hjólatölvuna. Gamla tölvan sem ég er með var með svo lélegt batterý að hún hefði aldrei endst út daginn. Og svo var enginn valmöguleiki með kort heldur. Eftir mikil heilabrot skellti ég mér á Garmin 830 sem þykir ennþá mjög frambærileg þótt hún sé orðin 3 ára gömul. Hún er t.d. fljótari að vinna heldur en 1030 sem er þar að auki stærri. Mér finnst fínt að hafa þetta ekki of fyrirferðarmikið. Ég tók FTP test áðan og verð að viðurkenna að ég varð fyrir vonbrigðum með niðurstöðuna. Niðurstaðan er 235W sem gerir tæplega 3,6W/kg. Ég fór að fletta upp á Training Peaks og sé að ég tók síðast test 6. apríl, en þá var ég reyndar búinn að hjóla býsna mikið í 5 mánuði. Í það skiptið hélt ég út aðeins lengur og minnir að niðurstaðan hafi verið 240W. Þannig að ég ætti kannski ekkert að vera að svekkja mig á þessu en

Aðstaðan

Mynd
Hjólaaðstaðan þessa dagana- nægir alveg en ekki fullkomin. Ég er með í vinnslu að koma innihjólaaðstöðunni í betri farveg hjá mér. Síðasta vetur var ég með þetta inni í svefnherbergi en það var heldur þröngt og líka leiðinlegt fyrir Hörpu að vera með hjólið alveg upp við rúmið sín megin. Eftir síðasta vetur fór þetta dót svo inn í stofu í einhverju millibilsástandi og þar er það enn. Þetta sleppur s.s. alveg en það er draumurinn hjá mér að setja upp almennilega aðstöðu þar sem maður er með allt við hendina og er fljótur að koma sér í gang þegar maður á æfingu. Og svo þarf auðvitað að vera auðvelt að þrífa í kringum þetta; sviti, sull úr brúsum og mylsna úr hafrakökum fylgja þessu. Núna er ég að fara að koma byssuskápnum úr herberginu hjá mér og þá mun myndast meira pláss og ég ætla að reyna að koma mér fyrir þar aftur en skipuleggja það betur. Núna ætti ég að geta fært aðeins rúmið til hliðar og smokrað hjólinu út í horn við gluggann. Stofan er náttúrulega rúmbetri en þá þyrfti ég að f

Back on track

Mynd
Það er að rætast úr þessu þrátt fyrir veikindin. Nú er ég vonandi loksins búinn að stimpla mig út úr þessum veikindum. Ég kláraði æfingaplanið fyrir vikuna þrátt fyrir að hafa verið með efasemdir um að það væri gáfulegt fyrr í vikunni. Mér leið hinsvegar alltaf vel og var aldrei neitt þreyttur eða stirður í löppunum. Ég fékk smá strengi eftir lyftingarnar á föstudaginn en það truflaði mig ekkert á hjólinu eða í hlaupinu í morgun. Ég er búinn að hlaupa 2var, hjóla 5x, lyfta 2svar og svo taka smá jóga fyrir mjaðmir og fætur. Á morgun (mánudag) á ég eina lyftingaæfingu en svo er ég að spá í að gefa mér alveg 2 daga í hvíld til að láta þetta síast inn. Þá daga ætla ég að nota til að taka í gegn hérna heima og einbeita mér að börnunum.

Low cadence

Mynd
Það var fallegur morgunhimininn í Reykjavík þennan morguninn. Ég þurfti að skella mér á fund hjá Ríkislögreglustjóra í Reykjavík í morgun. Við Sindri lögfræðingur í teyminu mínu flugum suður með fyrstu vél og til baka með kaffivélinni. Dagurinn nýttist því ekkert sérstaklega vel en það er samt alltaf ágætt að fá tilbreytingu, sértaklega þegar veðrið er fínt og allt gengur vel. Ég tók 1,5 klst frekar erfiða endurance æfingu í gær og svo var low cadence (hægur snúningur) hjá mér í dag. Þar er markmiðið að taka frekar há vött en í stað þess að vera á 80-90 snúningum/mínútu þá fer maður alveg niður í 50-60 sn/mín. Stundum eru þessar æfingar kallaðar styrktaræfingar á hjólinu og fínt að gera þetta með endurance æfingunum í base season. Low cadence training is ideal for on-the-bike strength training. The low rpm's create a scenario that allows you to pedal with high torque (high force). This extra torque requires more muscle fiber activation to push the cranks around, thus being great fo

Furðuleg veikindi

Ég ætti að fara að kalla þetta blogg vael.is þar sem ég tala orðið ekki um annað en veikindi. En ég hef heldur aldrei lent í öðru eins rugli og ég er að glíma við síðustu vikur. Í fyrrakvöld, akkúrat þegar ég hélt að ég væri að ná mér af þessum pestum, fór ég að fá í magann og verða óglatt. Þetta kostaði einhverjar klósettferðir um nóttina og frekar lítinn svefn. Ég lá svo rænulítill í bælinu í allan gærdag með beinverki og dúndrandi hausverk. Ég svaf svo eiginlega bara út í eitt í allan gærdag. Í gærkvöldi var aðeins farið að rjátla af mér en ég var af biturri reynslu hóflega bjartsýnn á að vera orðinn alveg hress í dag. Í morgun vaknaði ég hinsvegar alveg stálsleginn og hefur vart liðið betur. Maginn er fínn, ég er ekkert stíflaður og hvíldarpúlsinn orðinn eðlilegur. Ég stefni því að því að taka æfingu á eftir og bara rétt vona að ég sé búinn að ná mér í allt sem í boði er í bili og að ónæmiskerfið sé tilbúið að verjast öllum ómaklegum árásum.  Annars þarf ég að skreppa á fund til Re

Hratt af stað

Mynd
Frá Svíþjóð í sumar. Nú er ég að reyna að keyra þessa æfingaviku í gang en jafnframt reyna að passa mig að fara ekki of geyst af stað eftir veikindin. Það var svo ekki til að bæta ástandið að ég var alveg frá í bakinu í morgun. En ég skellti mér samt í ræktina og hjólaði svo aðeins á eftir þegar ég var búinn í vinnunni. Ég náði að mýkja bakið með teygjum og rúlli og virðist bara hafa haft gott af því að hreyfa mig. Allavega er bakið skárra. En ég var samt alveg gjörsamlega búinn á því eftir þetta og taldi tvísýnt hvort ég næði að vaka til klukkan átta í kvöld. Ég svaf stutt í nótt og er greinilega ekki alveg búinn að jafna mig eftir pestina. Á morgun er 1,5 klst hjólaæfing og svo verður þetta bara skrautlegra eftir því sem líður á vikuna. Það er reyndar hvíld á miðvikudaginn og eftir hana næ ég vonandi að klára dæmið. Ég ákvað að henda inn einni sumarmynd hérna í tilefni þess að ég er búinn að staðfesta ferð til Tenerife í mars!!! Ég er strax að drepast úr tilhlökkun og farinn að skoða

Allt á uppleið

Nú hefur ástandið á heimilinu heldur verið að skána og við feðgin að hressast. Dagbjört ældi síðast í gærmorgun (laugardag) og ég er miklu skárri en ég hef verið. Það er eins og hausinn á mér sé að hreinsa sig og maginn hefur verið miklu betri í dag. Gærdagurinn var reyndar býsna góðu og það helltist yfir mig einhver orka til að fara í ýmis verkefni sem setið hafa á hakanum hérna heimafyrir. Ég þreif, skúraði, flokkaði dót og fór í gegnum föt. Og það sem meira er þá greip ég mér málband og fór að skipuleggja smá breytingar og framkvæmdir. Ég hef ekki verið mjög framkvæmdaglaður eftir að ég kom mér fyrir en núna finnst mér kominn tími á að fínisera aðeins. Þá er ég fyrst og fremst að hugsa um herbergið mitt og eldhúsið, en baðið er of mikill pakki í bili.  Annars var ég að velta því fyrir mér hvort þessi atorka í mér í gær hefði stafað af því að ég hafi átt svona mikla orku þar sem ég var ekki búinn að geta hreyft í mig í 3 daga? Kannski taka þessar æfingar oft meira úr manni en maður h

Markmið ársins- aðferðafræði

Mynd
Markmiðin munu að einhverju leiti nást hér.  Ég var búinn að segja það hérna um daginn að ég ætlaði að fara yfir markmiðin mín frá því í fyrra, laga til í þeim, endurnýja einhver og skoða þetta í ljósi nýrra áherslna. Til þess að hafa eitthvað vit í þessu, og til að auka líkurnar á því að maður nenni að vinna að markmiðunum (og vonandi ná þeim), þá er fínt að renna í leiðinni yfir aðferðafræðina við að setja sér markmið. Ég nota til hliðsjónar ítarefni varðandi markmið frá USA Cycling og leyfi mér að nota það í bland við minn eigin hafragraut. Þið afsakið ef þýðingin er stirð eða hjákátleg í einhverjum tilfellum: Fyrir það fyrsta eiga markmiðin að vera SMART: S pecific - sértæk M easurable - mælanleg A ttainable - sem unnt er að ná R elevant - skipta máli T imely - tímanleg/tímasett Markmiðum er svo áfram hægt að skipta niður í eftirfarandi flokka: Process Goals - stefnumarkmið Performance Goals - frammistöðumarkmið Outcome Goals - úrslitamarkmið Process Goals: Þegar langt er í keppni

Það gengur ýmisslegt á

Mynd
Hollt og gott til að ná heilsu- egg og avocado-brauð. Eftir að hafa vaknað drulluslappur í gærmorgun þá fór heldur að hækka á mér risið eftir því sem leið á daginn. Eftir kvöldmat í gær var ég svo orðinn þokkalegur en var samt búinn að ákveða að vinna heima í dag. Ég svaf ágætlega í nótt en við vöknuðum um klukkan sex við að Dagbjört Lóa var að æla á gólfið fyrir framan klósettið. Ég verkaði það upp og lagðist aftur upp í rúm. Þegar ég var að festa svefn aftur þá endurtók hún leikinn og staðfest að ælupestin hefur bankað upp á hjá okkur.  Mér sjálfum líður betur en í gær. Ég er ekki jafn slæmur í hálsinum en er ennþá eitthvað skrítinn í maganum og pínu ringlaður- s.s. ekki alveg í toppformi ennþá. En ég ætla samt að ræsa vinnutölvuna og sjá hvort ég komi ekki einhverju í verk. Ef ég verð jafn hress seinnipartinn og ég var í gærkvöldi hugsa ég að ég taki 30-45 mínútur mjög rólegt á hjólinu en þori ekki að skella mér í ræktina eins og var á planinu.

Lagstur í bælið

Mynd
Tómatdjús með eggi. Það eru misvísandi upplýsingar sem maður finnur varðandi hvort eða hvað maður þarf að borða eftir æfingar. Það er líka svo margt sem spilar inn í; Hvað er langt síðan þú borðaðir síðast? Hversu löng var æfingin? Hversu erfið var æfingin? Hvað er langt í mat? Hvað borðaðirðu á meðan á æfingu stóð?  Aðaltilgangurinn hlýtur að vera að bæta upp vökva- og salttap, fylla á glykogen-birgðirnar (kolvetni) og yfirleitt er talið að það sé ekki vitlaust að ná inn smá próteini. Rannsóknir benda reyndar til þess að próteininntakan eftir æfingar sé mun mikilvægari fyrir konur, sem hafa mun styttri glugga til að fylla á próteinbirgðirnar heldur en karlar. Konum er ráðlagt að fá sér prótein ekki seinna en 30-45 mínútum eftir æfingu- sérstaklega ef þær vilja léttast. Um daginn hlustaði ég á podcastþátt undir yfirskriftinni Maximizing the Physiology and Performance of the Female Athlete með Stacy Sims. Ég ætlaði nú ekki að nenna að hlusta á þennan þátt en sogaðist inn í hann og átta

Áramótaheiti..... eða ekki

Mynd
Úr einni af ferðunum upp í Skíðahótel. Mér reiknast til að ég sé búinn að hjóla þarna uppeftir milljón sinnum. Ok, kannski ekki alveg, en ferðirnar nálgast ábyggilega 50. Að fara þarna uppeftir er mín "go to" æfing þegar ég hef lítinn tíma og góð threshold æfing.  Nú er hin árlega umræða um áramótaheiti komin á flug og mikið verið að ræða við allskyns líkamsræktar- og markþjálfa í fjölmiðlum sem gefa góð ráð. Meginstefið er að hafa þetta ekki of háleit markmið, skrifa niður markmiðin og einhver fleiri góð ráð... get ekki sagt að ég hafi hlustað af of miklum áhuga. Ég fékk smá flashback við þetta enda er ekkert langt síðan ég var drullu óánægður með mig. Maður rokkaði upp og niður í þyngd og svo var ég náttúrulega líka reykingamaður í mörg ár. Mér leið ekki vel í eigin líkama. Og þegar mig langaði til að gera eitthvað í mínum málum var lausnin alltaf sú sama: að gera eitthvað hrikalega drastískt. Þá þefaði maður uppi nýjustu skyndilausnina og hellti sér út í hana með öllum þei

Sparnaður

Mynd
Ein fín af mér og Dagbjörtu Lóu á Aðfangadagsvköld. Fyrst mál á dagskrá:  Við Harpa erum að spá í að láta verða af því að fara út í sólina að hjóla í mars. Með því að fara í gegnum ferðaskrifstofu í Reykjavík getum við fengið ágætis verð á flugi með Nice Air beint héðan frá Akureyri til Tenerife. Í pakkanum væri sæmilegasta íbúðarhótel með sundlaug og pálmatrjám. Ég bið ekki um meira. Við getum reyndar bara verið í 7 daga en það er sannarlega betra en ekkert. Ef ekkert klikkar náum við að hjóla allavega 5 daga, kannski meira. Næsta mál: Eftir gamlárskvöld fór ég að fá einhvern pirring í lungun og þetta hefur verið að versna í dag. Ég hósta frekar mikið og er búinn að vera aðeins slappur seinnipartinn. Ég átta mig ekki á hvert þetta stefnir en er alveg ógeðslega svekktur. Nóg var komið af pestardrullu. Af æfingum: Eftir vinnu í dag tók ég 30 mínútna styrktaræfingu fyrir efri partinn hérna heima og tók svo auðvelt hjól í klukkutíma. Á morgun ætlaði ég að taka FTP test en það meikar ekki

Fín vika að baki og nýtt ár byrjar bara vel

Mynd
Við skelltum okkur á brennu í gær. Ég og Harpa vorum með fjölskyldunni hennar á Svalbarðseyri í gærkvöldi og það var bara ljómandi gaman. Við vorum farin heim um klukkan eitt og kíktum aðeins á mynd. Held við höfum svo farið að sofa klukkan 03:30, edrú og frísk. Við vorum að reyna að rifja upp hvort við hefðum einhverntímann farið svona seint að sofa eftir að við byrjuðum saman og komumst að því að það hafi gerst kannski einu sinni áður. Gömlu gömlu... Í dag lokaði ég vikunni með stuttu hlaupi til að athuga hvort hnéið á mér væri að skána. Áður en ég skellti mér út gerði ég liðleikarútínu fyrir mjaðmir og rúllaði mig vel. Ég fékk smá sting í hnéið fljótlega eftir að ég lagði af stað og þetta virðist ekki vera orðið nógu gott. Ég stefni að því að halda áfram að skokka eitthvað en strika sennilega út löngu hlaupin. Síðan stefni ég að því að taka Vetrarhlaup #3 í lok mánaðarins og sjá hvernig ég kem út úr því. Ef það sleppur til þá er ég ennþá að spá í að prufa að ná 10 km á undir 40 í vo