Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2022

Dagur #30

Mynd
Það var styrktarsamhjól í gær og þar sem ég gat ekki hjólað tók ég að mér að aðstoða við undirbúning og grill. Eftir æfinguna í gær brunaði ég fram í fjörð og aðstoðaði við að taka á móti hjólafólki sem var í styrktarsamhjóli Akureyrardætra. Þetta fór fram á Hrísum og veðrið var mjög gott og allt gekk vel. Það var gaman að hitta þetta hressa og skemmtilega fólk og taka þátt í þessu. Harpa hjólaði inneftir en ákvað svo að koma með mér til baka á bílnum- sem ég held að hafi verið sterkur leikur. Ég var pínu aumur í öxlinni í gærkvöldi eftir þetta, enda hafði ég borið einhverja stóla og gert eitthvað sem ég hefði betur sleppt. En ég er búinn að vera fínn í dag og held að þetta sé allt að koma. Núna er stóra spurningin hvort ég treysti mér með börnunum í einhver almennileg tívolítæki í Köben. Eins og ég var búinn að nefna hér í síðasta pósti þá er formið að koma fínt til baka og mér líður ágætlega líkamlega. Ég skrúfaði niður kaffidrykkjuna í vinnunni og það hafði ótrúleg áhrif á mig. Í da

Dagur #29

Mynd
Ég og Nestor frá Brasilíu.  Í fyrradag átti ég stefnumót við hjólreiðaferðalang sem ég hef verið í sambandi við í gegnum Instagram. Ég lofaði honum fyrir löngu að gefa honum einhverjar upplýsingar fyrir ferðina hans til Íslands en svo eiginlega dissaði ég hann. Ég var bara kominn með hausinn á kaf í eitthvað annað, var illa fyrir kallaður og hjólaferðalögin eiginlega komin í þriðja eða fjórða sæti á þeim tíma. En hann gafst aldrei upp á mér og á endanum náðum við saman á Bláu könnunni til að skiptast á hugmyndum og ræða saman. Það var ótrúlega gaman að hitta hann og þetta hrærði vel í hausnum á mér. Þetta er maður sem seldi fyrirtækið sitt og lagði heiminn að fótum sér.... eða hjólum kannski. Nestor ferðast um allan heim á hjóli, bloggar, skrifar bækur og heldur fyrirlestra. Samræður okkar fóru reyndar langt út fyrir ferðalögin sem slík, báðir áhugamenn um heimspeki og lífið almennt. Ég var eitthvað lítið gíraður í að hitta hann en gekk út af kaffihúsinu uppljómaður og staðráðinn í að

Dagur #27

Mynd
Svona leit skurðurinn út þegar ég tók umbúðirnar af. Þetta á nú vonandi eftir að dofna nokkuð. Spurning um að bæta við grjóthörðu húðflúri? Lífið heldur áfram og vonandi það sama um batann á viðbeininu að segja. Ég hef reyndar verið með smá pirring í þessu síðustu 2-3 daga. Ég hef ekki lent í þessu áður og get því ómögulega sagt til um hvort þetta sé ekki innan eðlilegra marka. Ég hallast nú frekar að því. Ég átti hjólaæfingu í gær og tók 3x17 mínútur á 170W og það tók aðeins í. Ég kláraði þetta nokkuð auðveldlega en púlsinn hjá mér var langt fyrir ofan eðlileg mörk. Það má því alveg færa rök fyrir því að ég hefði átt að bakka út úr þessu á fyrsta setti. En ég breyti því ekki hér eftir. Í dag byrjaði hvíldarpúlsinn hjá mér nokkuð eðlilega en núna seinnipartinn fór hann að rísa og ég kominn með smá hausverk. Ég hef grun um að þetta sé bara vökvaskortur vegna ofneyslu á kaffi. Á hverjum degi mæti ég til vinnu og lofa sjálfum mér að hemja mig í kaffinu- en það tekst aldrei. Síðan verð ég

Dagur #25

Mynd
Bestu börnin á Sigló. Í dag var Íslandsmótið í götuhjólreiðum. Það var mjög erfitt fyrir Hörpu að vera ekki með og því ákváðum við að fara bara úr bænum og dreifa huganum. Við keyrðum á Sigló og fengum okkur fínan göngutúr í skítakulda. Svo fórum við í bakaríið áður en við brunum á Dalvík þar sem við kíktum í sund. Þetta var fínn dagur. Það er frí hjá mér á hjólinu í dag og það er sennilega æskilegt. Er búinn að vera með smá pirring í öxlinni. Ég fór aðeins að rifja upp markmið sumarsins og gaman að fara yfir þau og sjá hvað er raunhæft að klára. Markmiðin voru svona: Taka þátt í fleiri mótum og hafa gaman Hjóla allavega 8000 km á árinu Taka þátt í 3 bikarmótum (aprí, mái og júní) Taka þátt í Íslandsmótinu 2022 (25. júní) Hjóla með Þolla Ak-Sörlastaðir-Suðurárb-Mývatnss Hjóla með börnunum DK til Svíþjóðar Hjóla 200 km í beit Skafa 3 míntútur af tímanum mínum upp í skíðahótel  Skafa 30 sekúndur af tímanum mínum upp skautasvellsbrekkuna Komast í 4 W/kg í FTP Það er ekki ennþá útilokað að

Dagur #23

Mynd
Við Harpa skelltum okkur að horfa á Íslandsmótið í tímatöku í gær. Það er s.s. ekki mikið að frétta af manni en maður átti þó ágætis viku bæði í prívatlífinu og vinnunni. Börnin hafa verið mikið upptekin að leika við vini sína, sérstaklega Dagbjört Lóa sem fer út á morgnana og sést bara með hléum fram til klukkan níu á kvöldin. Í kvöld kom hún meira að segja ekki inn fyrr en klukkan að verða tíu. Brynleifur er líka búinn að vera dulegur að hitta strákana en hangir samt kannski óþarflega mikið í tölvunni. Stundum finnst manni hann vera orðinn unglingur. Batinn hjá mér er alveg fínn en ég er búinn að vera með smá verki í þessu við og við í dag. Aðalega finn ég eitthvað þegar ég þarf að reygja mig eða beygja, t.d. við að setja á mig öryggisbelti. Mig langar að skella mér í sund á morgun og er að bíða eftir því að yfirhjúkrunarfræðingurinn í fjölskyldunni gefi mér álit á því. Við Harpa skelltum okkur á Íslandsmótið í tímatöku í gærkvöldi. Það var ræst út við Hrafnagil, hjólað suður að Smám

Dagur #20 - vöðvarýrnun?

Mynd
Ég tók ytri umbúðirnar af skurðinum í dag og þetta lítur vel út. Nú eru bara eftir "steri strips" límplástrar sem mér er sagt að detti af með tímanum. Nú eru komnir 10 dagar frá aðgerð og það má eiginlega segja að hver dagur sé öðrum betri. Ég hef ekki þurft að taka nein verkjalyf og stundum kemur fyrir að ég gleymi þessu alveg í einhvern tíma. Ég var t.d. búinn að hjóla í nokkrar mínútur í dag án þess að muna eftir því að ég væri meiddur. Æfing dagsins var blanda af recovery og endurance. Æfingin í dag var æfing númer 2 í einhverju ferli sem ég kalla endurhæfingu. Ég tók 15 mínútur á recovery (120W), 15 mínútur á Z1 (170W) og endaði á korteri á 135 W. Það eru 2 dagar síðan ég hjólaði fyrri æfinguna og ég verð alveg að viðurkenna að þetta tók aðeins í. Í fyrradag gerði ég líka tilraun til að gera einhverjar magaæfingar og það varð til þess að ég fékk alveg djöfullega strengi framan í mjaðmirnar ( Psoas og Iliacus) og þetta leiðir alveg niður í eistu (svo ég sé ekkert að sykur

Dagur #19

Mynd
Það var gott að komast á hjólið þó maður hafi ekki verið að gera neinar rósir. Ég ætla ekkert að ljúga því en ég er búinn að vera að fara í gegnum býsna erfiðan tíma og það tengist minnst þessu blessaða beinbroti- það grær með tímanum. Ég ætla ekkert að fara nánar út í það hér, en núna er ég að búta allt niður í minni verkefni, endurskipuleggja og forgangsraða. Þetta á bæði við um vinnuna og daglega lífið. Þó manni finnist að maður þurfi að vera glíma við alla skapaða hluti á sama tíma, þá er alltaf betra að fókusera á það mikilvægasta og fallast ekki hendur. Alltaf gera eitthvað og detta ekki í þann gír að fara að fresta hlutunum. Þolli var hjá mér í nokkra daga og þó ég vildi gjarnan hafa verið betur upp lagður og geta gert eitthvað af viti, þá var heimsóknin góð og við náðum góðu spjalli um lífið og tilveruna eins og okkur er lagið. Í gær fékk ég Hörð í heimsókn og hann setti upp fyrir mig nýja trainerinn. Eftir það hjólaði ég í 30 mínútur og það gekk bara fínt. Ég get hvílt báðar h

Dagur #12

Mynd
Þetta eru einu sjáanlegu skemmdirnar á hjólinu. Eftir ágætis byrjun á deginum í gær fóru aðeins að síga á mig verkir seinnipartinn. Mér fannst ég orðinn svolíltið heitur og rauður í kringum skurðinn í gærkvöldi og hafði smá áhyggjur af sýkingu. En ég át verkjalyf áður en ég fór að sofa og svaf ágætlega til klukkan 5. Þá vaknaði ég, fór á klósettið og tók aftur verkjalyf. Ég steinsofnaði og svaf svo til klukkan níu. Mér finnst ég svo vera betri núna upp á morguninn. Þorvaldur kom í gærkvöldi og við sátum til klukkan 1 að kjafta. Við vöknuðum svo í morgun og tókum gott spjall yfir kaffibolla. Þolli er núna farinn út að hlaupa. Við fundum GPX file af 20 km fjallahlaupi frá Halldóri Arinbjarnar sem hann hlóð niður í úrið sitt. Þegar hann kemur heim röltum við svo út í búð og fáum okkur eitthvað að borða.  Harpa er en inniliggjandi á sjúkrahúsinu og á að fara í myndatöku upp úr hádegi. Henni líður mun betur en er alveg skelfilega dópuð af einhverjum djöfullegum lyfjakokteil. Ég ætla að fara

Dagur #11

Mynd
Nýskorinn og negldur. Ég labbaði niður á spítala kl. 08:30 í gærmorgun til að fara í aðgerð. Þetta gekk allt fljótt og vel. Eftir að hafa fengið kynæsandi nærföt og hárnet var ég lagður á bekk og æðalegg komið fyrir í handarbakið. Ómar bæklunarlæknir mætti svo og átti við mig orð og fór yfir stöðuna. Hann lét í það skína að ég gæti ennþá hætt við en hann taldi að þetta væri mér sennilega fyrir bestu. Ég var alveg ákveðinn enda búinn að lesa mig til um þetta og vildi losna við kúluna sem var að myndast og fá öxlina upp aftur (hún var sigin). Eftir það var mér trillað inn á skurðstofu og gefið slæfandi í æðalegginn. Það rann á mig unaðsleg víma og svo var mér sagt að nú kæmi svæfingarlyfið í hendina. Ég fékk smá sting og kulda upp hendina og ég giska á að ég hafi verið með meðvitund í ca. 4 sekúndur eftir það. Næst man ég eftir mér á leiðinni inn á vöknun. Ég var þreyttur en samt ekki í stuði til að sofa meira. Eftir smá tíma kom kona og spurði "Má bjóða þér eitthvað að borða, banan

Dagur #10 - Aðgerðardagur

Mynd
  Viðbeinsbrot- mitt brot er lateral, þ.e. nær liðnum. Jæja þá er stóri dagurinn runnin upp. Ég er verri í brotinu í dag miðað við síðustu daga og hlakka til að koma þessu frá- þó það sé náttúrulega pínu stress í manni. Það verður væntanlega gerður langur skurður eftir öxlinni og títanplata skrúfuð ofaná beinið. Ég er búinn að skoða slatta af myndum af svona aðgerðum og þetta er svolítið brútal. Ég vaknaði klukkan 7 í morgun er í rauninni bara að bíða eftir að klukkan slái 08:30 svo ég geti farið að rölta niður á spítala. Ég steig á vigtina í morgun og er ennþá í sömu þyngt og þegar slysið átti sér stað- keppnisþyngd. Maður er sjálfsagt búinn að missa smá vöðvamassa en aðalatriðið að maður sé ekki að hlaða á sig sjálfsvorkunarkílóum. Halldóra kemur og tekur börnin og tíkina hérna á eftir og ég vonandi fæ smá tíma einn til að jafna mig eftir að ég kem heim. Mest hlakka ég til að borða og fá kaffi en ég er náttúrlega fastandi.... sem er skelfilegt.

Dagur #9

Mynd
Maður verður að líta þokkalega út fyrir aðgerð. Dagurinn í gær var bara helvíti góður og ég hélt á tímabili að ég væri eitthvað viðundur og væri hreinlega gróinn sára minna. Í morgun þurfti ég svo að bera Lukku upp stigann og tók eitthvað skakkt á því og það fór ekki vel í öxlina. En þetta er s.s. ekkert voðalega slæmt og ég hef það fínt þegar ég ligg kyrr.  Annars var aðgerðinni frestað um einn sólahring og ég leggst því undir hnífinn um hádegi á morgun (laugardag). Ég ákvað samt að vera bara heima í dag og safna kröftum. Held ég hafi verið búinn að ganga nokkurnveginn frá öllu sem skiptir máli í vinnunni og þetta hlýtur að rúlla í dag þó ég sé ekki að potast í þessu. Já dagurinn í gær var bara ágætur og ég er að ná mér sæmilega andlega. Þegar slysið varð var ég kominn undir svo mikið álag (æfingar, mót, ferðalög og vinna) að ég var farinn að nálgast burnout. Mér fannst ég ekki sjá fram úr öllum mínum verkefnum og það var einfaldlega engin gleði í þessu hjá mér. Harpa var farin að sky

Dagur #7

Mynd
Marið heldur áfram að koma fram og nú er ég orðinn blár niður á upphandlegg, þó það sjáist ekki vel á myndinni. Ég var svolítið verkjaður í morgun þegar ég vaknaði og það var aðalega í herðablaðinu. Síðan lenti ég í óþarfa hasar í vinnunni í dag og þurfti að vera þar rúmlega tveimur klukkutímum lengur en ég ætlaði mér. Ég var orðinn helvíti lélegur þegar ég fór heim og kominn með allskyns vöðvakippi og verki í herðablaðið. Það tók mig smá tíma að jafna mig eftir að ég kom heim en núna líður mér þokkalega. Ég er búinn að vera að brasa hérna heima og reyndar ekkert notað fatlann. Sárin eru að gróa og ég held að ég hafi verið að setja umbúðir í síðasta skipti á mjöðmina. Það sem pirrar mig mest með mjöðmina er einhver bólgupoki sem er eins og aukakíló af fitu en þetta hjaðnar vonandi fljótlega. Í dag kíkti ég með Hörpu á lagerinn hjá pedal.is og keypti mér nýja hjólapeysu fyrir þá sem eyðilagðist í slysinu. Ég þarf líka að kaupa mér buxur og eitthvað fleira en fékk valkvíða og ætla bara a

Dagur #5

Mynd
Marið að verða vel gult. Maður mjatlast í gegnum hvern daginn á fætur öðrum og líðanin er skárri en ég hefði þorað að vona þegar ég áttaði mig á því að ég vær brotinn. Þetta er misvont og fer það sjálfsagt eitthvað eftir því hversu langt er síðan ég tók verkjalyf og líka eftir því hvernig ég hef verið að beita mér eða legið. Ef ég er að brasa eitthvað verð ég að passa mig á því að spenna vöðvana í herðablaðinu til að halda á móti svo brotið juggist minna. Það er líka vont að draga andann djúpt og verkirnir eru farnir að breiða aðeins úr sér, t.d í herðablaðið. Kannski tengist það því að maður beitir sér skringilega og er stífur, hvað veit ég. Ég og Harpa tókum daginn rólega til að byrja með og það var alveg dásamlegt og gráupplagt. Við lágum mest fyrir fram að hádegi en skelltum okkur þá í búðir og svo sóttum við börnin í strætó þegar þau komu úr Skagafirði. Ég grillaði borgara í kvöld og svo er ég að bíða eftir að Lukka (tíkin hennar Guðrúnar) komi hingað í pössun. Ég get alveg viðurk

Dagur #3

Ég svaf vel í nótt. Held ég hafi örugglega sofið í allavega 9 klst- ekki veitir af. Staulaðist svo á fætur, fékk mér að borða og hellti upp á kaffi. Síðan lá ég bara fyrir til kl. 12:00 en fannst þá nóg komið. Fékk mér hádegismat og á meðan var ég á "refresh" takkanum á timataka.net að fylgjast með hvernig Hörpu gengi. Hún kom önnur í mark í sínum flokki, nokkrum sekúndubrotum á eftir næstu konu. Sú sem vann hefur verið að keppa í Elite flokki en keppti niður fyrir sig núna, þannig að þetta er því ótrúlega góður árangur hjá Hörpu. Hún er í geggjuðu formi. En þó mér finnist einna skást að liggja fyrir þá var ég búinn að ákveða að reyna að gera eitthvað á heimilinu í dag. Ég tók því aðeins til, gekk frá þvotti og setti í aðra vél. Síðan ákvað ég að taka göngutúr í blíðunni. Það er skrítið að verða þreyttur bara við að ganga 4 km en ég er ákveðinn í því að hreyfa mig eitthvað á hverjum degi. Ég fékk smá þreytu í mjóbakið við þetta og svo anda ég mjög grunnt og þarf að passa mig

Dagur #2

Mynd
Hjálmurinn eftir slysið. Það hefur s.s. lítið breyst síðan í gær. Mér var boðið að fara í aðgerð og eftir hafa ráðfært mig við 4 lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálfara, þá var niðurstaðan að þiggja það. Það er því miður viku bið og ég verð að viðurkenna að ég hlakka ekki til næstu daga. Mér líður bærilega þegar ég ligg fyrir en þegar ég stend upp og geri eitthvað þá juggast beinendarnir saman og þetta er allt á fleygiferð. Ég ét 1000 mg af parkódíni á 4-5 klst fresti og það gengur hratt á lagerinn. Það er nú ekki mikið sem maður getur gert með einari eins og konan sagði. Það er stórátak að klæða sig, erfitt að vaska upp og maður getur ekki skipt á rúminu, svona til að nefna eitthvað. Svo er maður náttúrulega með drullu mikið samviskubit yfir vinnunni og finnst maður eigi að vera á skrifstofunni. Ég ætla reyndar að kíkja þangað í hádeginu og ganga frá einvherjum lausum endum. Ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki haft Hörpu með mér í þessu. Hún hefur verið alveg ótrúleg og hjál

Krass Búmm!!

Mynd
Á slysó.  Jæja nú er hjólasumarið í uppnámi eftir þungt krass í Kjarnaskógi á 45 km hraða. Viðbeinsbrotinn og lemstraður. Erfitt að kyngja en það þýðir ekki að væla- ég vissi að það kæmi að þessu. Á nú ekki auðvelt með að skrifa núna og fer yfir þetta í meiri díteilum fljótlega. Það er allavega ljóst að ég keppi næst í fyrsta lagi í ágúst. Þessi yndislega manneskja kom og bjargaði mér og er búinn að hugsa um mig eins og ungabarn😊