Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2018

Federico Garcia Lorca

Ég hef nú ekki verið mikill ljóðamaður en fór aðeins að grúska eftir að hafa heyrt minnst á ljóðin hans Lorca í skáldsögu sem ég var að lesa. Fann svo einhver ljóð eftir hann í þýðingu Kristjáns Eiríkssonar inn á óðfræðisvef Braga. Hér er erindi úr ljóðinu Dauður af ást; Rakur blær í reyr og grasi, raddir gamlar, lágvært hvískur, óma gegnum brotinn boga, boga húms og miðrar nætur. Blunda uxar, blunda rósir. Brenna ein hjá svalagöngum, fjögur ljósin áfram æpa, æpa reiði Georgs helga. Þetta ljóð er upprunalega þýtt úr esperanto sem er svolítið magnað að hugsa um. En mikið hrikalega finnst mér þetta flott.