Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2021

Aftur að ferðaskipulagi

Mynd
Viðraði Pugginn fyrir fjallaferðina þegar við fórum í útilegu. Ég get alveg viðurkennt að ég var eiginlega kominn með í magann út af fjallaferðinni minni í lok næsta mánaðar. Ég var hársbreidd frá því að panta mér þetta svíndýra Hilleberg tjald sem ég hef þusað um hérna margoft. Á endanum bað ég pabba að sleppa því að kaupa það og ákvað að reyna að redda mér gömlu notuðu tjaldi- sem var reyndar ekkert voðalega spennandi tilhugsun. En eftir að hafa legið yfir þessu ákvað ég að splæsa bara í gistingu í skálum og mér sýnist á öllu að ég fái allstaðar inn, enda verð ég á frekar fáförnum slóðum, svona allavega að hluta til. Og á tveimur stöðum þarf ég vonandi ekki að borga. Ég reyni svo að fá litla tjaldið hans Þórðar sem backup ef ég villist eða þarf að halda kyrru fyrir vegna veðurs. Mér líður ótrúlega vel að hafa tekið þessa ákvörðun og nú hef ég aðeins meira svigrúm til að kaupa annað sem vantar. Ég er búinn að uppfæra ferðaplanið sem ég birti hérna bæta Vikrafellsleið inn og sleppi því

Útilega og gran fondo de la Grenivík

Mynd
  Brynleifur og Jökla á leið í útilegu Frábær helgi að baki. Ég Davíð og Hanna Kata skelltum okkur með börnin á Hamra og nutum veðurblíðunar. Við börnin vorum eiginlega bara farþegar og keyptum ekki einu sinni neitt að borða, fengum lánað hjá þeim tjald og notuðum sólarvörnina þeirra🙈 Það vantaði bara að við hefðum burstað í okkur tennurnar með tannburstunum þeirra. Þau eiga inni hjá okkur einhvern stóran greiða.  En margt var brallað og mikið hjólað. Eldri krakkarnir voru mikið að sulla í tjörnunum og þær yngri að brasa við að fylla vatnsglös og hella ofan í skurð. Pylsur grillaðar, allt eftir bókinni. Á sunnudeginum komu svo Halldóra og Helga Guðrún á hjólum og svo hjólaði öll strollan í bæinn. Frábær helgi, alveg frábær. Og kannski til vitnis um hvað var gaman, þá náði ég ekki að vekja Dagbjörtu Lóu í morgun. Það blakti ekki á henni og ég lokaði bara hurðinni aftur og gaf henni rúmlega klukkutíma í viðbót. Eftir vinnu í dag tók ég fyrsta 100 km túr sumarsins. Hjólaði út á Grenivík

Afmæli hjá Degi

Mynd
Falleg skepna. Eftir vinnu í dag skrapp ég með börnin í barnaafmæli í Vallholt. Dagur æskuvinur Brynleifs átti afmæli og mér finnst mikilvægt að þeir haldi tengslum þar sem langt er á milli. Það er einhver þráður á milli þeirra og þeir ná svo vel saman. Það sást í afmælinu, því Dagur vildi helst vera í kringum Brynleif, og öfugt.  Það er alltaf líf og fjör í kringum Bergþóru og Sæma og afslappað að koma til þeirra. Krakkarnir fengu að klappa hundunum, keyra um á hundakerru, spranga í Bragganum og éta hvönn ofan í skurði. Síðan voru grillaðar pylsur og sykurpúðar. Og þarna hittumst við gamla gengið úr Mývatnsveitinni, ég, Hanna Kata og Davíð, Sæmi og Bergþóra. Arnar hennar Soffíu kíkti við, Dóri Ingvars og Gunnar Ingi rafvirki. Og svo voru Snjóka og Kiddi þarna. Þetta var alveg dásamlegt. Eftir kærkomna hvíld á mánudaginn skellti ég mér út að hjóla í gær. Hafði ekki mikinn tíma þannig ég hamaðist í brekkum. Fór langleiðina upp í skíðahótel en snéri við þar sem það var svo hvasst þarna u

Suðurferð

Mynd
Ég og ótrúlega fallegu systur mínar Þá er maður kominn aftur norður yfir heiðar eftir vel heppnaða ferð til Reykjavíkur. Það var eiginlega ekki dauð stund frá því við Halldóra lögðum af stað á föstudaginn og þangað til maður settist aftur upp í bíl um hádegi í dag. Á föstudaginn fórum við Halldóra að þvælast í búðir og fá okkur að borða. Það var brjálað að gera allstaðar og biðraðir í búðum. Eftir það fórum við svo og horfðum á Hauka tapa fyrir Val í handbolta. Það var frekar súrt enda Geiri hennar Helgu að spila með Haukum. En hann stóð sig mjög vel. Þegar við stóðum í anddyrinu eftir leikinn labbaði Guðni forseti upp að okkur og spurði hvort hann ætti að óska okkur til hamingju eða segja, "það gengur betur næst". Þvílíkur höfðingi. Á laugardagsmorguninn vaknaði ég klukkan 08:00 og fór út að hjóla. Byrjaði á morgunmat á N1 og fór svo sextíu kílómetra hring um borg og bý. Kom við á Álftanesi til að hitta Skarphéðinn en hann var ekki heim. Um kvöldið var svo útskriftarveislan

Slydda og kuldi

Mynd
Feðgar slappa af, borða kvöldmat og horfa á Dr. Phil Nú styttist í sumarfríið og ég þarf að fara að dusta rykið af pælingum með hjólaferðina. Ég á ennþá eftir að kaupa mér tjald, regnbuxur, svefnpoka og langerma merino treyju. Til að redda þessu fjárhagslega verð ég að henda einhverju dóti á sölu og er þar efst á lista; hreindýrariffillinn minn, Brooks hjólatöskur, einn hjálmur, hátalarar og magnari. Ég reikna með að panta tjaldið í Svíþjóð og láta senda það til pabba, en hann og Hafrún koma í byrjun júlí. Ég þarf því að fá lánað tjald ef ég ætla að fara í einhvern upphitunartúr. Börnin eru búin að vera hjá mér þessa viku og það er eiginlega búið að vera brjálað að gera. Brynleifur er búinn í skólanum og það er því aukaálag að passa að hann mæti á æfingar, passa að hann borði og ég fór líka með honum á golfæfingu (hann er orðinn golfsjúkur). Svo er ég að leggja af stað í 2 daga vinnuferð í fyrramálið og þarf að ná að púsla öllu saman. Helga Guðrún kemur hingað í kvöld til að koma þeim

hjól hjól hjól hjól

Hér fjallar allt um hjól núna... þannig er það nú bara. Ég fór út að hjóla í gær og eftir góða byrjun var ég sviptur öllum dýrðarljóma. Á ensku kallast það "to bonk" eða "to hit the wall". Ég lendi frekar í þessu á hjóli en þegar ég var að hlaupa. Ástæðan er í raun bara þegar glycogen birgðirnar í vöðvunum klárast og maður á enga orku. Ég var ca. hálfnaður þegar þetta gerðist og ég bara lullaði heim og var á köflum með svima og litla athygli. Var ekki með kort til að kaupa mér neitt og engan orkudrykk. Þegar ég kom heim át ég orkustykki, snakk, wheetabix með súkkulaði og svo stóra kvöldmáltíð. Kannski ekki það hollasta en líkaminn öskraði á þetta. Ég fór svo snemma í bælið og náði góðum svefni. Í dag ætlaði ég að taka 70 km rólega en endaði með því að taka 50 km með 500 metra hækkun og effortið var töluvert á köflum. En ég var löngum stundum að halda 28 km/hraða á móti norðan golunni og mér leið vel. Það er hrikalega gaman þegar maður finnur sig styrkjast og fer að
Mynd
  Hjólaði út í Kristnes í hvassviðrinu. Sit í sófanum og Dylan malar á fóninum. Er að reyna að hafa mig í að mála en finn mér allt annað að gera. Þvo þvott, ganga frá og hanga á netinu. Þetta minnir mann á þegar maður átti að vera að læra fyrir próf og fór að gera allt sem maður nennti aldrei að gera dags daglega. Í dag keypti ég mér forláta hjólapeysu/jakka og því veitir mér ekki að því að selja einhverjar myndir. Er með eina pöntun upp á góða summu sem ég fæ greidda um leið og ég klára þannig það er best að koma sér að verki. Í gær fékk ég einhver helvítis verk í hægra hnéið þegar ég sveiflaði mér tignarlega upp á hjólhestinn fyrir framan leikskólann. Ég fann fyrir þessu í allan gærdag, sérstaklega þegar ég gekk niður brekku eða stiga. Var orðinn logandi hræddur um að þetta væri eitthvað alvarlegt en svo hvarf þetta bara eins og dögg fyrir sólu í dag. Ég hjólaði ábyggilega einhverja 10 km innanbæjar og svo skellti ég mér í 20 km túr í sunnanblæstrinum til að prufukeyra peysuna. Þetta