Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2007

Verkefni

Mynd
Héðan er allt nokkuð gott að frétta. Hef verið að eyða síðustu dögum í að draga þorski blóð. Það er ekkert sældarlíf að vera þorskur í okkar höndum og þessi grey fá að finna fyrir því. Byrjuðum á því að geyma þorska í kerjum í eina viku og slátra þeim svo öllum, drógum þeim blóð og fleygðum svo sem hverju öðru sorpi í tunnu. Síðan höfum við tekið félaga þeirra einn af öðrum, grætt í þá slöngur sem eru til þess fallnar að draga blóð. Daglega eru svo tekin blóðsýni og ýmsir þættir mældir í eina viku. Ef þessi vika hefur ekki farið með þá yfir móðuna miklum (gerist stundum) þá hefst önnur vika sem hefst með þvingaðri mötun. Við troðum plastslöngu upp í þá, setjum í hana töflur með phytosteróli og ýtum þeim svo niður í maga með stöng einni mikilli. Nú eru blóðsýni tekin á 3,6,12 tíma fresti fyrsta daginn og svo á 24 tíma fresti út næstu viku. Eftir þetta finnst mér líklegt að við lemjum þá í hausinn og hendum þeim til bræðra sinna. Ég setti inn nokkrar myndir fyrir þá sem hafa áhuga á fisk

Póetík

Þeir sem þekkja mig vita flestir að ég hef óbilandi áhuga á ljóðlist. Fáir dagar enda vel sem ekki byrja með lestri góðs atómljóðs. Að velta burt öllum þvingunum stuðla, höfuðstafa og rímnaoks gerir ljóðin frjáls og þau ná flugi. Rísa í hæstu hæðir og snerta sálina þar sem ekkert hefur áður snert hana. Bestu atómljóðin eru yfirleitt ort af framhaldskólastelpum í ástarsorg því þau eru svo einlæg. Verstur andskotinn hvað er lítið aðgengi að slíkum kveðskap. Þar sem dagurinn hjá mér var fagur og góður ákvað ég að setja saman stutt ljóð eftir mig. Þetta er sko list. Veröldin flæðir inn um gluggann minn Óviðráðanlegt frelsi til athAfna - fjörður Hvert leiðir það? Þungir steðjar þvingaðra hugsana Brjóta í tætlur vonir sorgmæddra húsmæðra..... en ég er frjáls 1 fyrir peninginn 2 fyrir sýninguna 3 viðbúin fyrir aftökuna Brotnir ljósastaurar, þungar sálir Vesturbærinn þýtur framhjá á ógnarhraða Hvar er stoppistöðin? Frost Blóð Mold Babú babú, blómin dauð Eitt væl og ég svíf aftur inn í veröldin

Tvífarar dagsins

Mynd
Þegar við vorum á Laugum var ég alltaf Larry Bird. Nú hefur Skarphéðinn tekið það af mér enda eru mennirnir sláandi líkir. Spurning hvað þessum örfáu börnum sem nenntu að mæta á þennan körfuboltaleik finnst um það? Gangi þér vel í Tyrklandi Skarphéðinn minn.

Undir eftirliti

Mynd
Þegar ég kom heim úr fyrirlestri í hádeginu þá var ljóshærða stasi- beljan að snudda í ganginum okkar. Ekki veit ég hvort hún var að koma fyrir fleiri njósnatækjum (sjá mynd) eins og eru í herberginu mínu en hún var allavega að gramsa í ruslaskápnum, skoða sturtuna og rýna í kamarinn. Svona rétta að tékka hvort við hefðum það ekki gott, fallegt af henni blessaðri. Fyllti síðan út eyðublað, punktaði eitthvað hjá sér íbyggin á svip og gaf svo Stóradóm. Enginn broskall leit dagsins ljós og þetta fer sjálfsagt fyrir nefnd hjá þessum miðstýrða stúdentasamskipnaði sem hér ræður ríkjum. Endar í möppu og verður sjálfsagt til að takmarka möguleika mína á meira námi hérna í Noregi í framtíðinni. Datt því í hug að sýna nokkrar myndir frá Pentagon sem eru garðarnir hérna sem ég bý á. Þær er að finna í nýju albúmi hér til hliðar. Myndirnar hér að ofan eru hinsvegar sem fyrr segir af njósnatækinu í herberginu, af íbúðargangi hér í kjallaranum og svo af efri hæðinni á mínum kampi.

Blogg

Það kemur fyrir að maður rekist á góðar bloggsíður og nú hef ég fundið eina sem stendur fyrir sínu. Þetta er bloggsíða Sverris Stormskers sem ekki hefur látið mikið fyrir sér fara síðustu ár og maður var eiginlega búinn að gleyma þessum brjálæðingi. Ég ætla að grípa niður í færslu sem hann setti inn um Edduverðlaunin og íslenska leikara. "Mér þætti gaman að sjá íslenskan leikara standa hundinum Lassie og hrossinu Trigger snúning í hárfínum svipbrigðum og sálrænu næmi. Segir það ekki allt um innlenda leiklist að frægasti íslenski leikarinn skuli vera hvalur, - einhver Keikó eða Kakó eða Sækó eða hvað hann nú hét þessi leiðinda ofverndaði fjölfatlaði háhyrningur sem hafði það að aðal atvinnu að ríða hjólbörðum í Vestmannaeyjum. Dó svo úr þunglyndi við Noregsstrendur þegar sprakk á kærustunni hans og endaði sem dósamatur í Bónus." Sverrir vill líka meina að flestir íslenskir leikarar séu of duglegir og ofleiki því gjarnan. Þegar kemur að bíómyndum þá held ég að þetta sé rétt hj

Ellin gengin í garð

Einhver óhljóð rífa morgunkyrrðina og ég er nokkra stund að átta mig á því að þetta er vekjaraklukkan. Ligg á bakinu, stari upp í loftið og bý mig undir að standa á fætur. Næ taki á síðbrókunum á vinstri skálm, rétt fyrir ofan hné og toga löppina fram yfir rúmstokkinn. Ýti hinni á eftir og beiti svo öllum lífs og sálar kröftum við að setjast upp. Klægjar á loðnu bakinu en er ekki nægjanlega liðugur lengur til að sinna því. Þyrfti að fara í sturtu þar sem nærfötin eru límd við mig af svita en það tæki marga tíma. Muna bara að fækka ullarteppunum ofan á sænginni niður í 3 áður en ég fer að sofa í kvöld. Eftir að hafa komið mér í inniskónna og borið áburð á tærnar lít ég til veðurs. Vonandi að það fari ekki að ganga yfir lægð. Ég gæti ekki afborið annað gigtarkast. Það er engin mættur til vinnu á byggingarsvæðinu hérna fyrir utan. Það er ekki furða þó þetta gangi ekki neitt hjá þessum rindlum ef þeir mæta ekki til vinnu. Hér er natturlega allt í niðurníðslu og þessir Norðmenn gera aldrei

Pirr og kvart

Þar sem ég hef verið svo jákvæður upp á síðkastið þá langar mig til að kvarta og grenja aðeins. Ég veit að fólk hefur hvort sem er svo ofboðslega gaman að því að heyra harmsögur og nöldur. Við skulum hafa þetta stutt og laggott samt. 1.Mötuneytið mitt fer versnandi dag frá degi. Það lýsir sér í því að magn kartaflna og grænmetis eykst hratt á kostnað kjöts og fisks. Með tárin í augunum hef ég þurft að þola þessar breytingar og nenni ekki að gera mig að fífli með því að fara að rífa mig á skandinavískunni minni. Það myndi hvort sem er ekki breyta neinu. Í gær fékk ég matardisk sem var sjálfsagt 2,5 kg á þyngd. Innan um forsoðið grænmeti og kartöflumús fann ég svo 3/4 hluta af steiktri pulsu. 2.Ég fór í lágvöruverslun í dag til að versla helstu nauðsynjar til að tóra fram að Lundarferðinni á föstudaginn. 3 undanrennur kavíar 2 bananar 6 egg 4 eppli pínulítil dós af kotasælu (hún sést varla) Einn bakki af "hamborgarahryggs"- áleggi (skinka). 1726 kr/íslenskar! Eftir því se

Gunnar á braut

Mynd
Jæja ég skutlaði Gunna í rútuna í morgun og maður er orðinn einn í greninu. Þessir dagar hafa verið skemmtileg tilbreyting og nú kemur maður vonandi ennþá sterkari inn í kjölfarið í skólanum. Þrátt fyrir að hafa þurft að standa í smá þorskstússi síðan við komum til baka þá náðum við að skreppa suður að landamærum og spila golf á alveg hreint ótrúlegum velli tvo seinustu daga. Eins og þið sjáið á myndinni með sætu gaurunum þá gátum við ekki kvartað undan veðri eða útsýni. Þó er nú aðeins farið að kólna hérna og það var nokkuð frost í jörðu í golfinu í gær. Ekki alltaf sem boltarnir skoppa upp úr glompunum. Þar sem sólin náði að verma völlinn var þetta nú betra en sjálfsagt fer golftímabilið að styttast í annan endann hérna uppfrá. Ég henti inn í albúmið myndum úr ferðinni en þær eru sjálfsagt ekkert skemmtilegar nema fyrir golfmeiníaka. Hugsa allavega að Stebbi hafi gaman af að sjá þær. Jæja það er víst best að fara að skipuleggja vikuna og læra eitthvað. Bið að heilsa ykkur öllum.

Nyheter

Mynd
Jæja góða kvöldið. Við félagar mættum hér til Ásverjabæjar á þriðjudaginn eftir vel heppnaða ferð til Svíþjóðar. Maður er aðeins búinn að vera að vinna hér við að myrða einhverja þorsk fávita síðan en við náum nú sennilega að spila smá meira golf á morgun eða laugardag. Síðan er bara stanslaust fjör í skólanum fram að jólafríi. Skrepp nú samt til Lundar 16.nov og eyði þar afmælishelginni. Set inn hér 2 myndir af okkur félögum. Gunni á annars lítið gott skilið. Hann kom hér, smitaði mig af flensu og er búinn að rústa mig í golfi. En meira seinna........

Gunnar á Hlíðarenda að mæta á svæðið

Jæja góða kvöldið. Ákvað nú bara að stimpla mig út í bili. Það er þó aldrei að vita nema að maður láti fljóta eitt feitt blogg þegar maður kemst í tölvu í Lundi. Jafnvel einhverjar golfmyndir ef við fáum aðgang að einhverjum völlum vegna eiturlyfjaneyslu og ofurölvunar. Ég sæki Gunnar á Gardemoinn í fyrramálið og keyri með hann, án nokkurra stoppa yfir landamærin til Svíþjóðar. Ég held hann sé of saklaus í eðli sínu til að upplifa Noreg strax. Svíþjóð er fínn staður til að neutralísera hann og aðlaga hann að skandinavískum hefðum. Ætlum að byrja á því að stoppa í risamollinu mínu í Nordby og leyfa Gunna að fara á beit í einhverjum verslunum. Síðan verður keyrt til Gautaborgar og þar eigum við bókaða gistingu á farfuglaheimili rétt við einhver fínan golfvöll. Síðan er bara að rífa sig á lappir kl.06:00 á sunnudaginn og vona að við fáum tee- tíma. Síðan verðum við bara að sjá hvað tímanum líður og vonandi næ ég eitthvað að sína Gunnari Gautaborg sem er jú mín sérgrein. Mikill Gautaborgar