Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2022

Vikuuppgjör IV - vika 3 í Base

Mynd
Vikuuppgjör úr Strava.   Í allan dag er ég búinn að vera að reyna að átta mig á því af hverju ég sé svona súper tættur eitthvað. Ég átti frábæra helgi í rólegheitum í Mývatnssveit, kláraði æfingavikuna með glans og allt lítur bara vel út, meira að segja peningamálin. Svo eru börnin að koma til mín á eftir og því engin ástæða til annars en að vera bara glaður og hress. En samt var ég alveg ómögulegur í vinnunni í allan dag. Með einhvern hnút í maganum og leið eins og ég væri ekki að ná utanum hlutina.   Það er reyndar eitt verkefni í vinnunni sem ég er búinn að vera að humma fram af mér og kannski ég prufi bara að hjóla í það strax í fyrramálið. Þetta tengist samskiptum við aðila sem mér finnst yfirleitt erfið og sjálfsagt er ég bara að mikla þetta fyrir mér. En það verður gaman að sjá hvort ég verði ekki kominn aftur á lygnan sjó ef ég klára þetta af. Hér fyrir ofan sést hvernig ég kláraði æfingavikuna með 9:30 klst af æfingum, mest hjól en líka 2x50 mín af lyftingum. Ég er bara í skýj

Markmið 2022 - yfirfarin

Mynd
Í skautasvellsbrekkunni síðasta sumar. Ég fór að grufla hér í gömlum póstum og reyna að grafa upp markmiðin sem ég setti mér í lok ágúst. Ég var nú eitthvað að halda aftur af mér því ég var með allavega eitt markmið sem ég lét ekki fljóta með og var eitthvað hræddur við að birta. En allavega, þegar ég setti mér þessi markmið þá var það s.s. bara með hálfum hug og ætlaði alltaf að kíkja á þetta aftur. Í rauninni finnst mér ég samt svo mótíveraður að ég velti því fyrir mér hvort ég þurfi eitthvað að vera að setja mér markmið? En ég held samt að það sé ágætt að geta strikað eitthvað út og gott þegar maður þarf að mótívera sig fyrir næsta ár og setja eitthvað nýtt á listann. En markmiðin sem ég setti mér voru eftirfarandi: Taka þátt í fleiri mótum Ormurinn Gagnamótið Brekkukóngur  Hjóla 200 km í beit Skafa 3 míntútur af tímanum mínum upp í skíðahótel  Skafa 30 sekúndur af tímanum mínum upp skautasvellsbrekkuna Og svo var það markmiðið sem ég setti ekki inn, en það var að fara upp í 4 W/kg

Lífið... sem er bara æfingar og vinna

Mynd
Vikan sem er í gangi.  Eins og ég er búinn að fjalla um hér áður þá er ég að bömpa upp æfingunum hjá mér ansi mikið. Ég var upprunalega búinn að still vikunni upp með 2 frídögum en svo þarf ég að fara austur í sveit um helgina að sjá um búið fyrir mömmu og Egil, þannig ég þurfti aðeins að hræra í þessu. Dagurinn í dag var fimmti dagurinn í röð sem ég tók æfingu og það var VO2max æfing sem var skuggalega erfið. Ég átti að halda 267-304 W í 4x4 mínútur en náði ekki að negla æfinguna eins og ég átti að gera. Yfirlit yfir æfinguna úr Trainingpeaks þar sem sést (bleika línan) hvernig ég var að fjara út hægt og rólega. Niðurstaðan úr þessari æfingu er að ég er sennilega að fara eitthvað niður í formi og ekki alveg að halda í við þetta. Það er freistandi að bakka aðeins núna og skrúfa niður volume-ið, en ég er ákveðinn í að þrauka þessa viku og klára líka næstu þar sem ég bæti en í. Málið er að mér líður vel, fæ ekki strengi og er andlega ferskur. Þegar næsta vika er búin þá fæ ég eina viku þ

Ruglað sumar

Mynd
Það er búinn að vera fínn gangur hjá mér í ræktinni og ég er kominn vel upp í þyngdum án þess að fá stengi. Nú hefur það gerst, án þess að ég hafi nokkuð lagt mig fram um það, að sumarið er að verða algerlega útúr skipulagt og ég sé varla framúr hvernig ég ætla að ná að púlla þetta. En ég ætla að koma þessu hérna aðeins niður á blað og reyna að sjá framúr þessu. Bikarmót í götuhjólreiðum byrja 30. apríl. Það næsta er 28. maí og svo stefni ég að því að vera líka með þann 4. júní. Þetta er allt á Suðurlandi og krefst því skipulags og ég verð að vera búinn að græja hjólið frekar snemma. Þorvaldur kemur svo til mín vikuna 13.- 19. júní og við ætlum að hjóla frá Akureyri, í Suðurárbotna og svo í Brekku. Við gistum í skálum og setjum að sjálfsögðu fyrirvara varðandi snjóalög og veður. Þann 19. júní flýg ég til Reykjavíkur og svo til Finnlands og verð þar á fundum til 23. júní.  Þegar ég kem heim hef ég einn dag til að ná mér niður og keppi svo á Íslandsmótinu í götuhjólreiðum þann 25. júní.

Vikuuppgjör III - vika 2 í Base

Mynd
Síðustu 4 vikur á Strava (blátt hjól og grátt lyftingar). Jæja þá er vika 2 í Base 1 lokið. Þessi grunnþjálfun er í 3 mánuði og skiptist í Base 1, 2 og 3. Trendið sem sést hérna fyrir ofan, þ.e. stigvaxandi fjöldi klukkustunda heldur áfram næstu 2 vikur áður en ég dett inn í hvíldarviku sem verður "bara" 5:45 klst. Líkaminn hefur verið að bregðast ágætlega við þessum auknu æfingum og ég er ekkert líkamlega þreyttur. Reyndar finnst mér ég alveg hafa verið öflugri á hjólinu en ég ætla nú ekkert að bakka út úr þessu strax. Ég fylgist bara vel með hvíldarpúls og hlusta á líkamann. Ef ég skora mjög lágt á FTP testinu sem ég tek í síðustu vikunni í Base 1 þá kannski þarf ég eitthvað að hugsa mig um. Það er afskaplega hvetjandi að sjá hverja æfinguna á fætur annari klárast í dagatalinu. Hér fyrir ofan er svo yfirlit yfir hvernig vikan var hjá mér. Ég er að fíla það í ræmur að nördast í þessu og nú er ég líka búinn að setja upp hlaupaplan fyrir móður mína og er staðráðinn í að láta h

Allt að gerast

Mynd
Úr svefnherberginu. Það er óhætt að segja að kófið hafi verið að hafa áhrif daglegt líf upp á síðkastið. En ég nenni ekki að tala um kófið- það bætir ekkert að velta sér upp úr þessu. Maður gerir bara sitt besta og tekur einn dag í einu. Ég er tæplefa hálfnaður inn í æfingavikuna og fékk hvíld í gær sem var ágætt eftir erfiða lyftingaæfingu á mánudaginn. Í dag er ég að fara að taka eina endurance æfingu, sem verður reyndar ekkert allt of auðveld. Á morgun er ræktin og svo löng æfing sem ég færi frá laugardegi fram á sunnudag.  Vikan sem er í gangi og næsta. Það er búið að ver mjög forvitnlegt að vinna með Trainingpeaks og mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Það er í rauninni tvennt ólíkt að vinna eftir óljósri áætlun eða fara að vinna eftir stífara plani með fleiri klukkustundum. Ég er strax farinn að þurfa að púsla niður á vikuna og skipuleggja allt í drasl, t.d. ef ég ætla úr bænum. Ég vaknaði t.d. kl. 05:30 á þriðjudaginn og tók æfingu. Ég var ekkert rosalega ferskur en það var óhemj

Vikuuppgjör II - síðasta vika fyrir Base 1

Mynd
Æfingar síðustu viku úr Strava. Síðasta vika í æfingum byrjaði kannski ekkert allt of vel en endaði með ágætum. Eins og ég talaði um í síðasta pósti þá ákvað ég að breyta aðeins um áherslur og minnka álagið (intensity) á hjólinu, allavega á meðan ég er að venjast lyftingunum aftur. Utan við samgönguhjólreiðar hjólaði ég tæplega 6 klst og gerði það allt á frekar lítilli ákefð og svo lyfti ég 2x frekar þungt. Eftir að hafa verið þreyttur í upphafi vikunnar þá náði ég mér á strik og í gær (laugardag) sat ég á hjólinu í 2:20 og leið super vel allan tímann. Eftir lyftingaæfinguna á föstudaginn hjólaði ég líka 1 klst á mjög litlu efforti og það hafði rosalega góð áhrif á mig.  Ég ætla ekki að gefa mér tíma núna til að fara of djúpt í hvað Polarized training er, en hún snýst í rauninni um það að leggja ofuráherslu á að byggja upp þol, áður en maður fer að bæta of miklu álagi ofan á það. Það er allskyns snákaolía í boði á vefnum eins og Trainerroad og Fascat coaching, þar sem viðskiptamódelið

Lífið

Mynd
Gott að vera vel græjaður í vetrarfærðinni. ATH! Ég fann þessa færslu sem "draft" og ég hafði greinilega aldrei póstað henni. Læt hana fara hérna inn þó seint sé.  Fyrstu þrír dagarnir í þessari viku hafa verið býsna annasamir hjá mér, sérstaklega í vinnunni. Teymisstjórhlutverkið færir ýmis mál á borð til manns og maður situr meira og minna allan daginn við að ganga frá einhverjum erindum og málum. Hripar niður á miða og reynir að gleyma engu. Tíminn er fljótur að líða og manni finnst maður hafa gert gagn þegar maður fer heim. Þrátt fyrir það er ég eitthvað tættur í gær í eirðarlaus eftir að ég kom heim. Sennilega er það bara einhver tómleiki eftir að börnin fóru til mömmu sinnar í fyrradag, en þau voru búin að vera hjá mér í næstum 2 vikur. En það var s.s. í ýmis horn að líta hérna heima og svo tók ég bara letikast eftir kvöldmatinn. Ég tók mjög erfiða lyftingaræfingu í fyrradag og hvíldi því í gær. Ég hafði sennilega bara gott af því. Tók svo eina 1,5 klst endurance æfing

Vikuuppgjör

Mynd
Æfingar síðustu 4 vikna Þá er ég byrjaður að rúlla inn í æfingaprógram þar sem ég tek tvær lyftingaæfingar í viku með hjólinu (mánudaga og föstudaga). Ég þarf nú eitthvað að fínstilla þetta á meðan ég er að venjast lyftingunum aftur því ég er svolítið grillaður í löppunum í dag og þarf að fara í ræktina strax á morgun. Ég er að spá í að hvíla á þriðjudaginn, hjóla 2 klst rólegt á miðvikudag og kannski bara hvíla aftur á fimmtudaginn, aðeins eftir því hvernig mér líður. En vikan endaði: Hjól: 152 km Lyftingar: 01:38 klst  Ég var búinn að vera í smá rugli í mataræðinu eftir jólin en náði að laga það svolítið til. Hef verið að éta meira af kotasælu, ávöxtum, brokkolí, grófmeti og hummus. Ég finn strax að það er að skila árangri. Ég er að fara eitthvað aðeins upp í vikt en það er eðlilegt með lyftingunum og allt í lagi að bæta á sig 2-3 kg. í þessum uppbyggingarfasa. Svona mun ég halda áfram næstu 3 mánuði en þá fer ég að fasa út lyftingarnar og bæta í hjólaæfingarnar. Ég er ennþá að vesen

Vinna og fiskur

Mynd
Fish and chips úr matarvagni á Óseyri. Nú er fyrsta vikan mín í starfi teymisstjóra hjá Umhverfisstofnun að baki og hún gekk bara vel. Það er í mörg horn að líta og maður sat sem límdur við tölvuna að græja allskonar hluti. Tíminn fauk hjá og manni líður bara óskaplega vel með þetta allt saman og nokkuð viss um að maður eigi eftir að standa sig ágætlega. Það er gott að fá aukna ábyrgð og þetta challenge gerir allt miklu skemmtilegra. Gott mál. Ég og nafni minn Pálsson skelltum okkur í matarvagninn á Óseyri á þriðjudaginn og keyptum okkur fisk og franskar. Hann var alveg super góður og frábært viðbót við veitingahúsaflóru bæjarins. Þeir selja líka djúpsteiktan kjúkling sem ég ætla að prufa næst. Mæli með. Ég er búinn að taka 2 lyftingaæfingar í vikunni og 2 hjólaæfingar. Síðan á ég eftir að taka 2 í viðbót. Ætla að gera upp vikuna hérna á sunnudaginn og tala aðeins um mataræði líka- það er ennþá svolítið jóló.

Árið

Mynd
Árið gert upp á Strava. Strava er þá búið að gera upp árið fyrir mann og það er óhætt að segja að ég hef aldrei hreyft mig svona mikið- allavega ekki eftir að ég byrjaði að nota þetta forrit. Eins og sést á hvítu punktunum þá byrjaði þetta nú voðalega rólega en frá því í vor hef ég verið býsna iðinn. Ég hjólaði 4635 km (12,7 km/dag) og loggaði inn rúmlega 54.000 hæðarmetra. Þetta eru allt í allt 190 færslur og 200 klukkustundir. Ætli megi svo ekki bæta við þetta 1000 km í viðbót sem eru samgönguhjólreiðar sem ég hef ekki nennt að Strava. Ég er ekki ennþá búinn að smíða æfingaplanið fyrir 2022 alveg en er með næstu 2 vikur til að klára það. Í dag byrjaði ég að bæta lyftingum inn og fór í einn tíma. Tók nokkrar hnébeygjur og setti varla neitt á stöngina en er samt alveg grillaður í löppunum. Þetta sýnir manni bara hvað er mikilvægt að hafa einhverjar lyftingar í prógramminu en ekki bara hjóla. Næstu tvær vikur verða 2 lyftingaæfingar á viku og 4 hjólaæfingar. Svo er ég að hugsa um að tak