Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2014

Fyrsta hjólið

Mynd
Hef lítið málað af viti síðustu daga. Lekur bara leðja úr penslunum. Set inn mynd af Brynleifi og fyrsta hjólinu í staðinn. Rauða byssukúlan

Óli bakvið tré

Mynd
Fór að mála bara eitthvað. Reif myndir og varð pirraður málaði útsýnið út um gluggann einu sinni en. Verð að fara að komast út að mála og hætta þessu bölvaða kroti.

Hlíðarfjall

Mynd
Stoppaði bílinn á Dimmuborgarafleggjara og horfði til norðurs. Myndin er hálfgert rugl, þ.e. uppbyggingin á henni. Ekkert sem leiðir mann inn í myndina. Ákvað að hætta bara þarna þó mig hafi klæjað í puttana að fikta meira.

Frönsk skissa

Mynd
Rue de Chastel

Meiri skip

Mynd
Gerði 3 skipamyndir. Náði ekki alveg fram því sem ég vildi ná. Koma tímar koma ráð.

Plein air

Mynd
Fór út í gær til að mála. Flúði inn vegna vargs. Í kvöldskugganum í hlíðinni voru litirnir bara of lengi að þorna til þess að það væri þess virði að láta flugurnar naga sig. Málaði allt neðan fjalla heimavið. Sama setup, bara einn pensill og engin teikning. Vatnslitir eru sérstakir að því leiti að maður þarf að skipuleggja verkið og umferðirnar allt fyrirfram. Helst sjá lokaniðurstöðurnar í hausnum áður en lagt er af stað. Lifa lífinu áfram en skilja það afturábak sagði einhver. Gerði mistök í þessari og því veit ég ekki hvort hún kemst í gegnum nálaraugað.

Sjór

Mynd
Ætlaði út að mála en endaði í einhverju rugli. Er ekkert sérlega ánægður með útkomuna en lærði sjálfsagt eitthvað á þessu. Þarf að ná hreinni línum

Rigning úti- mála inni

Mynd
Það mígrignir úti. Himnarnir hafa opnast og náttúran er að springa úr greddu. Túristunum, sem ekki hafa haft við að berja af sér flugurnar síðustu daga, skolar nú hratt út í saurpollinn, eins og fréttastofa Rúv vill kalla Mývatn í dag. Eins og gefur að skilja er ekki gott að mála með vatnslitum úti í slíku veðri. Mig langaði út að mála í dag. Ég ákvað samt að æfa mig og málaði skissu af mynd sem ég tók á símann í morgun þegar ég fór í Brekku. Ég held áfram að vinna með það að leiðarljósi að einfalda viðfangsefnið eins og ég get. Bara einn stór pensill og enginn blýantur. No turning back. Bara byrja. Þetta lítur alltaf hræðilega út um miðbikið en ef maður er heppinn nær maður að hnýta þetta saman í endan með smá fiffi. Það sem mér finnst mest heillandi við svona myndir er hvað fjarlægðin skiptir miklu máli. Þær þurfa fjarlægð og það er gaman að færa sig fjær og nær og spá i þær.

Prufukeyrsla

Mynd
Ákvað að prufa eina mynd með minimalíska setup-inu. Málað eftir ljósmynd og bara nokkuð ánægður með myndina en hún þarf samt nokkra fjarlægð til að njóta sýn . Notaði 6 liti

Minimalískt sumarverkefni

Mynd
Maður verður alltaf að hafa einhver skrítin verkefni í gangi. Núna ætla ég að mála 10-20 landslagsmyndir utandyra í sumar. Ég hef ákveðið að takmarka allverulega þann búnað og dót sem ég má nota í verkefnið. Blikkfata og vatn, málningarlímband, krossviðarplata, vatnslitapappír, einn pensill og aðeins 6 litir. Ég veit ekki alveg hvort ég muni setja inn þessar myndir jafnóðum hér á bloggið eða ekki. Stefnan er sett á að sýna þær í vetur ef ég klára verkefnið.

Minimalísk skissa dagsins

Mynd

Í hrauninu

Mynd

Outdoor session

Mynd
Tók mér smá tíma og málaði útsýnið af svölunum. Fyrst fannst mér skissan viðbjóður en hún vinnur á.

Meiri bátar

Mynd
Klambraði saman bátaskissu.

Húsavík

Mynd

Hugarflug

Mynd
Er nokkuð ánægður með þessa þar sem ég gerði bara eitthvað út í loftið

Mynd
Ekki auðvelt að líkja eftir mýinu

Maraþon 2014

Mynd
Var að selja sandala og hafði nægan tíma

Skemmtilegur

Mynd
fílingur í þessari skissu sem er bara pensilvinna

Skissa af gámum

Mynd
Málað aftan á annað málverk og átti svo sem aldrei að verða neitt. Endaði betur en leit út fyrir á tímabili

Villt tilraun

Mynd
Prófaði að gera lag oná lag oná lag og sulla á þetta á fullu. Náði ekki alveg fram því sem ég sá fyrir mér í upphafi.