Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2017

Eftir hádegismat 29.03.2017

Seltjarnanes Frá húsi á nesinu leggur reyk. Ekki mjög svartur, hæfilega áberandi, ekki of þykkur. Ef maður væri að panta reyk, þá væri það akkúrat þessi reykur. Bakvið húsið standa tveir menn í bláum samfestingum og brenna skjöl.

Eftir hádegismat 28. mars 2017

Stundum líður mér ekki nægilega vel í hasunum. Það væri gott að geta pantað tíma hjá heimspekingi. Afhverju ætli sjúkratryggingar taki ekki þátt í að borga heimspekikostnað? Heimpekilínan 905 3000... væri hægt að finna meiri merkingu í einni viðskiptahugmynd? "Sæll Davíð, þetta er Plato." --- Þegar ég geng til vinnu í gegnum Klettaborgirnar ræði ég stundum við Pál Skúlason. "Hvernig er það Páll, er hægt að vinna við eitthvað sem hefur enga merkingu fyrir manni?" "Andlegt frelsi og rannsóknir Páll.... .. sköpun og vísindi.... hvar stöndum við í dag?" "Hegel vildi meina að sannleikurinn um okkur sjálf birtist tærast í listinni. Hvað um í pálmolíurannsóknum?" Svona held ég áfram en fæ engin svör....... Hann er samt nálægur. Páll lifir t.d. í Kalbaki sem situr pattaralegur þarna hinummegin við fjörðinn baðaður bleiku ljósi. Hann er líka í Öskju og Dyngjufjöllum. Hann er í náttúrunni. Hann lifir í viðfangsefnum sínum. Sjálfsagt í garðslöngunni l

Skrif eftir hádegismatinn 27. mars 2017

Nú væri ég til í að eiga stund með sjálfum mér, á fjöllum. Á fjöllum, svo fjarri sjálfum mér. ----- Bóndinn gengur á sandinum með hundinn sér við hlið. Tíbráin stígur upp eins og eiturgufur og í helbláum fjarskanum rísa Herðubreiðarfjöllin eitthvað svo þýðingarlaus til himins. Melstráin tekin að gulna og fuglarnir farnir, ef þeir voru þá nokkurn tíman til staðar. Engin spor, ekkert jarm, ekkert kvak. Ekkert. Bóndinn og hundurinn ganga áfram léttstígir og hljóðlaust í foksandinum. Það er rétt eins þessi endalausu öræfi hafi gleypt í sig allt hljóð. Ég staldra við og sparka niður fæti, svona eins og til að sannreyna að ég heyri ennþá. Við göngum um stund en svo stoppar bóndinn á svartri öldu. Ég virði hann fyrir mér úr fjarska. Hundurinn sest hjá honum. Þeir skima til suðurs en þar er ekkert að sjá nema þessi marklausa eilífð öræfanna sem rennur saman við sálina. Við göngum í bílinn ég og bóndinn. Hundurinn sikksakkar á eftir okkur og virðist vera sá eini sem enn hefur trú á

This blog is dead

I´we been wanting to buy me self a remote controlled vacuum cleaner shaped liked Friedrich Nietzsche.