Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2015

Bláfjall frá nýju sjónarhorni

Mynd
Mér hefur reyndar alltaf fundist Bláfjall fallegast frá þessu sjónarhorni, einhverra hluta vegna. Þessi mynd er stór og ég hef þegar ráðstafað henni- eða ég held það. Ég held hún sé góð. Það kemur í ljós með tímanum.

Bláfjall

Mynd
Þetta blessaða fjall endar alltaf á pappírnum hjá mér. Þessi mynd er á hálfri örk, frekar stór og grófmáluð. Mér finnst mótívið fallegt og er ekki alveg ósáttur við útkomuna. Langar að fikta meira en ætla að halda aftur af mér í bili.

Bakþankar Bjarna

Við höfum haft það gott um jólin, alveg þangað til í gær þegar maður vaknaði með brjóstsviða og liðverki af helvítis ofáti. Ég vorkenndi mér mikið en Guðrún hefur takmarkaðan skilning á vanlíðan minni. Um kvöldið át ég meira laufabrauð og sykraðar möndlur og dagurinn í dag hefur verið lítt skárri. Nú verður breyttur lífstíll í upphafi nýs árs. Ekkert ýkt, bara beisikk lífstílsbreyting. Japanskar súpur, möntrur, ferskur fiskur, salvía og drekalauf, mynd af Tolla í stofuna og reykelsi. Fara allra ferða sinna gangandi og verða að lokum svo taoískur að maður rennur niður um niðurfallið með baðvatninu rétt í þann mund sem maður er að fyrirgefa Vigdísi Hauksdóttur fyrir að vera svona heimsk. Ég er farinn að huga að næstu myndlistarsýningu. Þetta málarastúss kemur mér sífellt á óvart og ég virðist ekki svo auðveldlega fá leið á þessu. Leið og eitt verkefni klárast langar mig að byrja á því næsta. Maður lifandi hvað mig langar til að lifa bara og hrærast í þessu. Ég er að hugsa um að set

Absúrd Hlíðjarfjall

Mynd
Gróf skissa af Hlíðarfjalli og Bjarnarflagi. Ég ætla einhvern daginn að reyna að gera málverk af fjallinu en hef ekki ennþá ákveðið frá hvaða sjónarhorni. Fjallið hefur -rétt eins og Sellandafjall- orðið mikið útundan í máleríi manna í gegnum tíðina.

Jólastjarna

Mynd
Ég veit að þessi er ekki alveg tilbúin en ég ætla ekki að gera meira í bili. Ég ætlaði að einbeita mér að því að einfalda þetta eins og hægt er en það er erfitt að komast upp með að ná trúverðugum blöðum svona alveg án skipulags. Mig langar inn með dökka liti til að ná dýpt í þetta en ætla að hugsa það aðeins betur.

Kuldi

Mynd
Maður varð eitthvað inspíreraður af veðrinu og kuldanum í dag. Nú er frostið komið í -22°C og ég stend inni og mála. Datt í hug að mála þetta útsýni út um eldhúsgluggann. Snjóruðningur, hús og tré.

Gleðileg jól

Mynd
Það er fallegur jóladagur hjá okkur í Mývatnssveitinni. Hæfilegt frost og góð stilla. Þetta veður sem hefur svo oft nýst vel til rjúpna eða gönguskíðaferða. Það verður nú samt væntanlega ekki mikið úr neinu slíku þennan daginn.

Tvær tommur

Mynd
Nú liggja loks engar myndir fyrir til að mála eftir pöntun. Því ákvað ég að leika mér bara og gera eitthvað út í loftið. Gerði smá æfingu- mynd sem ég vann hratt og notaði bara 2" flatan pensil

En að heiman

Mynd
Málaði einu sinni mynd frá sama sjónarhorni- þá úr bílnum. Núna eftir ljósmynd og er bara nokkuð ánægður með útkomuna.

Dund

Mynd
Smá skissa - kunnulegt sjónarhorn. Fyrsta tilraun eftir langt hlé. Forgrunnurinn spilar of stóra rullu í þessu. Ég ætla mér samt aðalega að ná fram sléttu vatni, smá speglun og hljóðum í hávellu og mýi.

Norður yfir heiðar

Mynd
Færði mig aftur norður fyrir heiðar og gerði eina skissu frá kunnulegri slóðum. Sólin vermir grund og trjátopparnir í Höfða bærast í sunnan golunni. Helvítis vargurinn fer undir ermarnar og bítur mann í úlnliðina.

Þingvellir

Mynd
Eins og sést glögglega þá hélt ég mig við Þingvelli. Í þessari skissu var ég aðeins að æfa mig í tónum og einfalda allt niður í abstract form. Teikna svo ekki neitt, bara mála.  Frjálslegt og skemmtilegt og ég ætla ekki að fikta meira í bili.

Þingvellir með eistnesku ívafi

Mynd
Klárað verk eða óklárað. Það fór að versna skyggnið þegar leið á en sleppur næstum- það lítur ágætlega út í smá fjarlægð. Ég mun gera aðra tilraun.

Meiri þjófnaður

Mynd
Smá skissa sem ég gerði eftir mynd sem ég sá á fésbókinni.

Krísan

Mynd
Ég vil minna á að sýningin mín er ennþá í gangi á Friðriki V á Laugarveginum í Reykjavík. Ef maður ætlar ekki að fá sér snæðing er sennilega best að mæta um kl. 17.30 og taka hring í salnum. Verkin er líka hægt að sjá með því að smella á " KRÍSA " á stikunni hérna fyrir ofan. Það er slatti af myndum eftir til sölu, m.a. þessi mynd sem heitir Haust við Kráká.

Abstract þjófnaður

Mynd
Göngu að Hraunsvatni stolið frá Þórði á FB.

Abstract

Þegar ég kom heim í kvöld ákvað ég að mála abstract verk. Í aðra röndina bara til að mála eitthvað og geta bloggað um það, í hina til að sanna það að það er ekki auðvelt að mála abstract verk sem eru sterk. Fólk getur svo sem alveg prufað að fara að klessa einhverju saman og selja það. Mitt verk heitir "Af botni Mývatns" og hefur margræða merkingu. Þetta er heimspekilegasta og hámenningarlegasta verk sem málað hefur verið norðan Holtavörðuheiðar. Verst að það er svo ljótt að ég mun aldrei birta það. Allavega ekki fyrr en ég hef bætt inná það dauðum andarunga.

Meditering

Mynd
Í fyrsta skipti lengi lengi málaði ég nú bara mér til ánægju og mediteringar- eitthvað sem ekki á að vera neitt. Engin pressa. Mjög gott

Hjaltadalur

Mynd
Rakst á mynd úr Svarfaðardal eftir Ásgrím Jónsson og varð innblásinn. Langaði til að prufa að mála dalinn minn hinumegin á Tröllaskaganum. Fjöllin tókust í raun betur en ég hefði þorað að búast við í fyrstu tilraun en ég hefði kannski átt að skipuleggja aðeins hvað ég gerði þegar kom að forgrunninum.

Meira af jólakortum

Ég hef ekki um margt að blogga annað en blessuð jólakortin- sem nú eru uppseld. Viðtökurnar hafa hreinlega verið frábærar og ég ætla að reyna að fá aukaskammt úr prentun á morgun ef það er einhver einasti séns. Annars er ég að mála myndir sem fara í jólapakka og get því ekki sýnt árangurinn strax. Kveðja, Bjarni

Jólakortabrjálæði

Mynd
Í dag byrjaði ég að reyna að koma út jólakortunum og er óhætt að segja að það hefur gengið vonum framar. Þau hafa eiginlega bara runnið út eins og heitar lummur!! Ég á samt eitthvað af pökkum sem verða til sölu á jólamarkaðnum í Jarðböðunum á morgun. Gaman að þessu.... utanvið að ég hef ekki tíma til að mála þær myndir sem ég á eftir að klára fyrir jólin.

HoHo

Mynd
Skissur úr Skagafirði. Hugmyndin ekki galin en þarf aðeins meiri pælingar

Skissa úr Skagafirði

Mynd
Héraðsvötn í tilefni dagsins. Þetta er gert á skissupappír en gæti alveg boðið upp á eitthvað skemmtilegt á alvöru pappír.

Búinn að fylla í

Mynd
Þá er ég búinn að fylla í það sem ég skissaði upp í gær. Ég hef nú gert þessa áður í sömu útgáfu en aldrei svona stóra. Hún er ágæt.

Dreginn upp pensill

Mynd
Þessi verður máluð á morgun. Þetta sést ekki neitt sennilega........ en teikningin er góð.

Sýningin komin á bloggið

Ef þið kíkið hér upp á stikuna getið þið farið á Krísu og séð sýninguna mína.

Egóferð í borg

Þá er maður kominn heim aftur eftir þetta egóflipp í Reykjavík sem gekk bara býsna vel. Opnunin var frábær og þangað kom mikið af fólki sem mér þótti vænt um að sjá. Ég seldi líka ágætlega af þessum myndum og kem til með að birta sýninguna hér á blogginu á morgun. Þá getur fólk kíkt á þær og jafnvel keypt ef það vantar eitthvað krúttlegt í jólagjöf eða á vegginn í stofunni. Svo heldur sköpunin áfram í kvöld þegar ég kem heim úr vinnu. Það liggja fyrir einhverjar myndir sem eiga að verða jólagjafir. Síðan eru að koma jólkort úr prentun. Það er nóg að gera. Já og svo sagði ég upp vinnunni í dag. Meira um það síðar Kveðja, Bjarni