Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2019

Veturkonungur

Það má með sanni segja að veturinn hafi gert vart við sig síðustu vikur. Það hefur snjóað töluvert á Akureyri og verið kalt, en kyrrt. Það er ekki svo slæmt. Þetta er allavega mun betra heldur en helvítis umhleypingarnir sem hafa stundum gert manni lífið leitt. Kannski maður skelli sér á skíði um helgina eða í næstu viku. Eftir vinnu í dag fór ég og náði í Dabjörtu á leikskólann og við fórum í Bónus og fiskbúðina. Þegar heim var komið eldaði ég svo fiskibollur, lét Brynleif læra og setti börnin í bað. Síðan var bara að lesa og sofa- allt eins og það á að vera. Nú malla svið í pottinum og ég á eftir að gera sultu áður en ég skríð í bælið. Þorrablótið okkar barnanna er á morgun. Ég held áfram hræra í blogginu og nú hef ég verið að bæta við efni undir Hjólaferð 2019. Ég var reyndar að hugsa það að ég ætti líka að skrifa eitthvað um þriggja daga ferðina sem ég og Brynleifur ætlum í næsta sumar inn Eyjafarðardali. Stefnan tekin alveg fram að Úlfá þar sem forfaðir okkar fæddist. Það var

Allt að taka á sig mynd

Mynd
Það er búið að vera ótrúlega eitthvað gefandi að breyta blogginu og laga til á því. Kannski er þetta einhver partur af skilnaðarferlinu, einhver hluti af ímyndaðri umbreytingu sem fólki finnst það þurfa að fara í gegnum á ýmsum sviðum. En sama hver skýringin er þá  allavega líður mér eins og eftir góða tiltekt. Í þessari tiltekt er ég búinn að fara aftur í tímann og skoða gamlar færslur, t.d. frá Noregi og Sauðárkróki. Það hefur verið mjög gaman og það rifjast upp fyrir manni góðar minningar og fullt af atvikum sem maður var alveg búinn að gleyma. Eins kemur  mér á óvart hvað er oft mikill kraftur og sköpun í því sem ég var að skrifa á þessum tíma. Ég sleppti oft fram af mér beislinu og gusaði út úr mér efninu. Síðan gerðist eitthvað.... ég veit ekki hvað en kannski kemur þetta aftur. Jákvæðni #14  Mér er búið að líða ágætlega 2 síðustu daga og ætla að halda því áfram Ps. Myndina setti ég til að skoða hvernig hún kemur út sem efsta færsla.

Tiltekt og nýtt útlit

Góðan dag, Nú hef ég ákveðið að taka bloggið mitt aðeins í gegn. Ætla að breyta útliti og laga til í undirsíðunum. Þetta getur tekið smá tíma en ég ætla nú samt að reyna að blogga eitthvað á meðan. Annars er bara allt þokkalegt. Þórður kíkti á okkur krakkana í gær og við átum pólskan mat. Í kvöld ætla ég að bjóða Daníel í afmælispizzu. Á föstudaginn ætlum við börnin að halda þorrablót og bjóða Þórði að vera með okkur. Þetta er allt frekar frábært.

Mótstaða

Mér leið bara vel eftir að ég kom heim í gær (þvert á það sem ég hafði óttast) og fannst allt í einu eins og það væru ekki lengur neinar orustur sem væru þess virði að berjast. Það var eins og öll ósögð orð hefðu orðið eftir í frostinu á Fljótsheiðinni, eða fokið í Skjálfanda. Ég veit ekki hvað orsakaði þetta. Veit ekki hverju ég á að þakka þennan „árangur“, en mér leið allavega betur. Kannski er ég bara að sætta mig betur við aðstæður mínar og láta af mótstöðunni. Surrendering to what is hefði Tolle sagt. Talandi um hann þá eru hér hugleiðingar hans af svipuðum toga: Þegar pirringur, reiði eða æsingur gerir vart við sig, spurðu þá sjálfan þig þessarar spurningar: „Orsakast þetta raunverulega af kringumstæðum mínum, eða er þetta afleiðing af því sem hugurinn er að segja mér um kringumstæðurnar?“. Bilið milli þess „sem er“ og þess sem hugurinn segir að „ætti að vera“ (eða ætti ekki að vera), er uppspretta óhamingjunnar. Jákvæðni #13 Ég er bestur

Hljóp á snærið

Mynd
Það má segja að það hafi hlaupið á snærið hjá mér núna varðandi undirbúning fyrir hjólaferðina. Mig var búið að langa í þýskar Ortlieb hjólatöskur en þær voru bara of stór biti peningalega séð í augnablikinu, sérstaklega í ljósi þess að þær eru langt frá því að vera það eina sem mig vantar. En svo rakst ég á þær á rýmingarsölu hjá netversluninni fjalli.is og fæ þetta á rúmlega helmings afslætti. Kaupi 2 að framan, 2 að aftan og svo eina stýristösku. En að öðru. Þegar maður gengur í gegnum krísur er merkilegt hvað maður getur fengið æði fyrir einhverri ákveðinni tónlist. Nú er ég búinn að hlusta hrikalega mikið á lagið Bráðum vetur með KK. Ég var einhverntíman að raula með og langaði þá til að finna textann- en eins skrítið og það nú er, þá bara er hann ekki á netinu. Ég skrifaði hann því snöggvast upp í gær og set hann hér inn. Textinn einn og sér er s.s. ekkert meistarastykki, en mér finnst lagið alveg ótrúlega gott. Gott í krísu. Bráðum vetur Ég hefði getað verið miklu betri

Hjólaferðin

Mynd
Nú er ég aðeins farinn að skoða flug fyrir hugsanlega hjólaferð og mér til mikillar ánægju sé ég að ég get pantað flug með Icelandair beint frá Akureyri til Kaupmannahafnar á sama miða. Þá fer ég með Air Iceland Connect til Kelfavíkur og svo áfram- sem er geggjað. Ekkert að spá í að koma mér suður, ekkert rútukjaftaði á BSÍ eða gisting í Reykjavík. Vonandi verður Stokkhólmur - Akureyri ekkert vesen. Ég er búinn að vera að skoða hvernig er best að pakka hjólinu og ferðabúnaðnum, og þó það sé smá bras, þá ætti það ekki að taka neinn brjálaðan tíma. Maður rífur stýrið af, pedalana og dekkin. Síðan fær maður pappakassa hjá einhverri hjólreiðaverslun og pakkar hjólinu eins og það var þegar maður fékk það í hendurnar. Síðan þarf ég pappakassa fyrir hjólatöskurnar, tjaldið, eldunardótið og allt það. Síðan er maður bara með bakpoka í handfarangri. Ég er ekki alveg búinn að negla leiðina en hún verður sennilega eitthvað í líkingu við þetta á kortinu. Pabbi mælti með þessari leið og maður

Mývatssveitin er æði kvað skáldið

Nú er ég búinn að vera í Mývatnssveit í tvo daga að vinna og það hefur ekki lagst neitt of vel í mig. Vinnuaðstaða Umhverfisstofnunar er í Mývatnsstofu (gamla vinnustað Guðrúnar) og það hellast yfir mann einhverjar minningar sem erfitt er að díla við. Ég hef ekki verið mikið í sveitinni síðan við bjuggum hér öll saman sem fjölskylda og því er einfaldlega bara frekar sárt að vera hérna. Ég var að spá í að reyna að skrifa eitthvað hresst blogg og reyna að láta líta út fyrir að ég sé í góðu tjútti, en svo er ekki. Mér er búið að líða vægast sagt ömurlega í dag og þetta hefur truflað mig við vinnuna. Þannig er það nú bara. Þarf manni nokkuð hvort sem er alltaf að líða vel og vera hress? Jákvæðni #10  Mér dettur ekkert annað í hug en að hæla mér fyrir að hafa farið í ræktina 2 daga í röð.

Life goes on

Ég er búinn að hafa það svona la la í gær og í dag. Hef dottið í gamla sjálfsvorkunargírinn inn á milli og verið eitthvað reiður og bitur, sem hefur ekkert upp á sig. Skrítið hvernig maður er alltaf að sveiflast upp og niður og díla við sömu tilfinningarnar aftur og aftur. Í gærkvöldi var ég að lesa í Sorgarmarsinum eftir Gyrði og fann þar alveg gullna setningu um hverslags böl það er að geta aldrei gleymt. Ég man ekki nákvæmlega hvernig hann orðaði þetta (það var snilldarlegt eins og flest sem hann skrifar) en ég tengdi algerlega við þetta. Það sem maður getur tekið út úr þessu hljómar kannski svona: Prufa eitthvað í lífinu vegna þess að hjartað segir þér að gera það Reka sig á og lenda í erfiðleikum Læra af mistökunum Halda áfram og gleyma Jákvæðni #9 Það hljómar furðulega en mér er farið að klægja í puttana að skipuleggja dótið og henda því sem ég þarf ekki á að halda. Einfalt líf er gott líf

Dagbók

Akureyri, laugardagur 19.01.2019. Veður: Hláka en fer ört kólnandi. Næðingur og þungbúið. Vaknaði um kl. 08.00 og drakk morgunkaffi með mömmu (sem gisti hjá okkur í nótt). Skellti mér svo í ræktina og tók góða æfingu. Eftir það fór ég heim og át, tók gott bað, fór út og mokaði snjó og lagaði aðeins til. Seinnipartinn kíktum við svo með mömmu á Listasafnið og Bláu könnuna. Eftir það brunaði mamma heim en við fórum í Hagkaup og keyptum djúpsteiktan kjúlla og nammi til að hafa yfir leiknum. Áfram Ísland!!!! Jákvæðni #8  Ég þarf ekki lengur að láta erfiða einstaklinga eða slæmar aðstæður eyðileggja fyrir mér. Ef mig langar ekki að vera í samskiptum við einhvern eða gera einhverja hluti, þá segi ég bara nei.

Betri dagar

Eftir frekar slæma byrjun á vikunni hefur þetta nú heldur verið að þokast uppá við. Ætli það muni ekki bara um það að vera laus við bein samskipti við Guðrúnu. Ég meina þetta ekkert illa, en þegar eru mikil særindi og undirliggjandi reiði, þá virðist það ýfast upp þegar við erum bæði inn á heimilinu. Núna er maður aðeins búinn að gleyma þessu öllu og bara nýtur þess að vera með börnunum. Í gær skelltum við okkur í ræktina eftir skóla og leikskóla. Síðan fórum við heim að læra og næra okkur. Þá var nú eiginlega bara kominn háttatími. Í dag var svo handboltaveisla hjá okkur þar sem við átum við sjónvarpið og fengum okkur svo popp og ropvatn. Brynleifur þurfti að sjálfsögðu líka að læra. Hann er eins og ég var, finnst erfitt að sitja yfir stautinu. En þess vegna veit ég líka sjálfur hversu mikilvægt er að halda að honum bókunum svo hann lendi ekki vandræðum seinna meir. Ég sé ekki eftir þeim tíma sem ég sit með honum. Annars fékk ég samþykkt bráðabyrðagreiðslumat fyrir Tjarnarlund 6 í

Erfiður dagur

Mér finnst ég þurfa að skrifa núna. Það helltist yfir mig eitthvað svartnætti í gærkvöldi og það er ekki enn farið að birta af degi. Ég átta mig ekki á því hvað það var sem "triggeraði" þetta? Hvort það var bara að fá Guðrúnu heim á sunnudaginn, eða sú staðreynd að hún væri að fara til Reykjavíkur strax aftur til að vera þar út vikuna. Ég verð sem sagt með börnin þessa viku og svo hún næstu, þá fer ég eitthvað annað á meðan. Nú förum við að skiptast á að vera heima og minnkum samskiptin. This shit is getting real. Það fylgir þessu ótrúlegur sársauki og það er svo skrítið að vera einn með börnunum. Maður saknar þeirra þegar þau eru í burtu en þegar maður er einn með þeim kveikir það hjá manni söknuð eftir einhverju sem kannski aldrei var og tilhugsun um eitthvað sem aldrei verður. En mínir helstu trúnaðarvinir sem hafa stutt mig í gegnum allt þetta ferli segja mér að ákvörðunin sé rétt. Það kemur vonandi á daginn og ég reyni að hugga mig við það. Nú er bara að reyna að byg

Nú er Bjarni á nýju skónum

Mynd
Ecco Gore-Tex hversdagsskór Ég man þegar ég var í hlaupa- og þríþrautarpælingum var ég eitthvað að velta fyrir mér að breyta blogginu í eitthvað svona hlaupa/græju/gatchet dæmi. Í dag myndi það sennilega heita að vera áhrifavaldur. Alltaf þegar ég keypti dót skrifaði ég review og var á kafi í einhverjum pælingum. Þetta var reyndar farið að virka því þegar ég benti búðum á bloggið mitt átti ég auðveldara með að fá afslátt. Nú er ég s.s ekkert í þessum pælingum ennþá en mér finnst að þessir nýju Ecco skór eigi alveg skilið að ég mæli með þeim. Eftir tímabundið atvinnuleysi og þröngan kost hef ég eiginlega ekki keypt mér nokkurn skapaðan hlut í meira en ár. Ég keypti enga nýja flík árið 2018, ef undan er skilið tvennar buxur sem ég keypti í Hagkaup og einn bol sem ég keypti í Crossfit Hamar. Það keypti ég fyrir peninga sem ég fékk í afmælisgjöf (ekki samt frá frúnni í Hamborg). En allavega, UST gaf starfsmönnum sínum pening í jólagjöf og ég ákvað að fá mér nýja skó. Þá tókust á í

Dagbókin

Nú hef ég verið að einbeita mér að því síðustu daga að reyna að vera jákvæður. Ég hef líka verið að reyna að vera æðrulaus, eins og í bæninni góðu. Sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Láta ekki trufla mig hvað aðrir eru að gera. Ég verð nú bara að viðurkenna að þetta er aðeins að síast inn. Inn á milli dett ég þó í gamla neikvæða hugsunarmynstrið en er fljótari að losa mig úr því en ég var. Þegar hugurinn fer að búa til eitthvað svartsýnisleikrit sem tengist skilnaðinum, peningamálum eða eitthvað annað, þá reyni ég að gerast áheyrandi/áhorfandi af þessum hugsunum og virða þær fyrir mér utanfrá. Minni mig á að ég breyti engu með því að hugsa hlutina fram og til baka og setja upp allar hugsanlegar sviðsmyndir í hausnum á mér. Annars fór ég á fætur kl. 09.00 í morgun og skellti mér ræktina. Fór svo heim og fékk mér að éta og horfði á Silfrið, sem var reyndar óvenjulega leiðinlegt. Nú ætla ég að ganga frá eftir matinn, laga aðeins til og svo leggjast í lestur. Já og svo er það han

Afslöppun

Ætlaði að hlaupa í gegnum göngin í morgun (opnunarhátíð Vaðlaheiðarganga) en svo var bara svo hrikalega freistandi að hella uppá, grípa tölvuna, leggjast upp í rúm og kíkja á fréttamiðlana. Ætla síðan að halda áfram að lesa í Hið heilaga orð  eftir Sigríði Hagalín sem ég byrjaði á í gærkvöldi. Hún lofar góðu. Ætla að hafa það að mestu rólegt í dag en maður kannski reynir að þrífa bílinn eða eitthvað svona rétt til að morkna ekki. En nú er ég farinn að velta mér uppúr því hvað ég ætla að gera seinna í dag og því orðinn eins og flestar manneskjur, sem halda að það sem koma skuli hljóti að vera merkilegra en það sem nú er í gangi. En þannig missir maður af lífinu sem aldrei er ekki núna. Jákvæðni #4  Við komum peningalega ekki illa út úr þessu hjónabandi og þurfum því ekki að hafa of miklar áhyggjur af fjármálum.

Æfing

Brasið í sambandi við húsnæðismálin heldur áfram. Ég fékk samþykkt tilboð í blokkaríbúð hérna í nágrenninu sem er 100 fermetrar með þremur svefnherbergjum. Eignin er í góðu standi, vel skipulögð og börnin fá sér herbergi ef þetta gengur eftir. Staðsetningin er náttúrulega frábær og við kæmumst áfram af án bíls. Ég sé fyrir mér að við gætum búið þarna til frambúðar. En þetta hangir samt allt á því að ég fái greiðslumat og að við náum að selja Dalsgerðið. Guðrún er í Reykjavík með börnin og því má segja að ég sé að fá smá æfingu í að vera aftur einn með sjálfum mér. Þetta er tilfinning sem ég þekki vel frá fyrri tíð og þó henni fylgi ákveðið frelsi, þá er þetta óneitanlega svolítið einmannalegt. Maður veit ekki alveg hvað maður á af sér að gera og svo bætist ofaná þetta söknuður eftir börnunum. Ég vil ekki gera of mikið úr þessu en ég kunni fjölskyldulífinu bara svo ljómandi vel. En þessar tilfinningar allar leiddu hugann að pistli sem ég skrifaði fyrir ári síðan þegar ég var að velt

Uppleið

Held að það megi nú segja að hlutirnir hafi heldur verið á uppleið hjá manni núna, svona andlega séð. Ég væri reyndar að ljúga ef ég segðist ekki vera gramur, en það er eitthvað sem ég verð að finna farveg fyrir. Mér finnst ég eigi eitt og annað ósagt, en held ég sé farinn að átta mig á því að það hafi í raun engan tilgang. En allavega, nú stendur maður í allskonar veseni við að splitta upp búinu, selja húsið og reyna að finna einhverjar lausnir í húsnæðismálum. Þetta eru ekki skemmtileg verkefni, en þetta eru verkefni sem þarf að leysa. Ég hlakka rosalega til þegar þessu verður lokið og ég legg höfuðið í fyrsta skipti á koddann í nýrri íbúð. Það verða ákveðin tímamót, einhverskonar ráslína og nýtt upphaf. En til að enda þetta á jákvæðum nótum: Ég er heilsuhraustur og í góðu formi. Ég á heilbrigð börn.... þarf ég eitthvað meira?

Skilnaður

Ég hef hvorki haft orku né löngun til að skrifa hér inn lengi. Ég er búinn að standa í hjónabandserfiðleikum nú í bráðum 2 ár og það hefur haft gríðarlega áhrif á sköpunarþörfina. En nú er þessu að öllum líkindum að ljúka- með skilnaði, því miður. Þetta er búin að vera þvílíka rússíbanareiðin og tilfinningarnar verið allt frá smá létti yfir að komast út úr vondum aðstæðum, yfir í hrikalegt ferðalag um dýpstu og svörtustu dali sálarinnar. Engin dagur eins, endalausar sveiflur og líðanin því miður yfirleitt alveg ömurleg. Ég var að velta fyrir mér hvort ég ætti nokkuð að vera að skrifa um þetta hérna á blogginu þar sem þetta er svo voðalega persónulegt. Ég hef ekki ennþá fengið svar við því og læt því bara vaða. Það er ekki eins og þetta sé eitthvað leyndarmál. Til þess að það gagnist mér samt eitthvað ætla ég að reyna að enda pistlana á góðum nótum. Þá kemur þetta kannski í stað jákvæðnidagbókar sem einn ráðgjafi sagði mér að halda. Það fyrsta sem ég ætla að skrifa jákvætt er að öll