Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2012

Sumar um hríð

Mynd
Það er ótrúlegt hvað veðrið getur haft mikil áhrif á mann. Í gær kom sumarið, svona um hríð allavega. Eftir að hafa hjólað heim í hádegismat fór ég aftur í vinnuna í kvartbuxum og bol. Seinnipartinn löbbuðum við stórfjölskyldan svo í búðina að versla. Litla dýrinu var troðið í fjallgöngubakpoka til prufu og kunni hann því vel. Vonandi er þetta það sem koma skal í sumar, við eigum það skilið.

Meira af berfættum perrum

Mynd
Sá viðtal í Kastljósinu í gær við íslenskan gaur sem var að hlaupa berfættur. Hann hefur ábyggilega verið búinn að sjá þetta því hann notaði sama jókið. Í þessu myndbandi talar höfundur Borne to Run um tásluhlaup og bíður blaðamanni að taka hring í Central Park. 

Tarahumara

Mynd
Þeir lifa í samfélagi sem er laust við glæpi, taka ekki þátt í stríðsrekstri, þeir fá ekki hjartasjúkdóma, ekki krabbamein, þunglyndi þekkist ekki og kólestrólið er lægra en meðalgreindarvísitala í ónefndu bæjarfélagi á norðurlandi. Hljómar eins og rugl? Er að lesa góða bók sem heitir Borne to Run eftir Christopher McDougall sem fjallar um þennan "týnda" þjóðflokk í Mexico. Hendi hér inn Ted talk með höfundinum þar sem hann veltir fyrir sér hvort við séum fædd til að hlaupa. Það getur velverið að einhverjir sem eru sleipari í líffræði og þróunarfræði gefi þessum pælingum falleinkunn, en mér finnst þetta skemmtilegt. Kveðja, Bjarni

Sveit

Skelltum okkur með drengina í Mývatnssveitina um helgina og höfðum það gott. Fengum alveg frábært veður á laugardaginn en gátum ekki notið þess almennilega þar sem maður var með hvíðahnút í maganum yfir veðurspánni. Fór samt og náði í markriffilinn minn í Helluvað á laugardag og við Daníel tókum smá seríu úti í Hróum. Blanka logn, fuglar á stjáið og það bergmálaði í Belgnum þegar við hleyptum af, bara alveg eins og í gamla daga. Þetta var bara fjandi gaman og ég er búinn að panta festingar á riffilinn og ætla að skella aftur á hann kíki. Við strákarnir getum svo kíkt á skotsvæðið og æft okkur. Skellti nagladekkjunum undir hjólið í gærkvöldi svo ég gæti farið á því til vinnu þessa vikun. Tók alveg sæmilega í á móti norðan hríðinni. Nennti svo ekki á hjólinu aftur eftir hádegið þar sem ég er eitthvað slappur og þurfti að útrétta. Maður bætir það bara upp á morgun en þessi vika verður eitthvað hálf léleg.  Hefði viljað bæta það upp með sundæfingum en þar sem ég er rifbrotin verð ég víst

Dagdraumar

Mynd
Nú ætla ég að leyfa mér að vera eins og lítill krakki; er það reyndar kannski alltaf, svo við skulum segja að ég ætli að leyfa mér að vera það opinberlega í þetta skiptið. Eins og fram kom í "hjólrýninni" minni, þar sem ég fjalla um hjólið mitt Aðalstein, þá er helsti gallinn við að fá svona hjólabakteríu -þá er ég ekki að spá í að hún blandist ofan í golf- veiði og allar aðrar bakteríur- að maður uppgötvar að maður þarf svo mörg hjól í viðbót. Í veiðum er ekki nóg að eiga bara eina byssu. Þú þarft haglabyssu í rjúpu, gott að vera tvíhleypu. Þú villt eiga eina hálfsjálvirka með keflar- skepti í skurðinn og gæsina. Lítinn riffil til að drepa vargfugla innan bæjarmarka og þar sem er ólöglegt að skjóta, stóran riffil í hreindýrið. Ekki of stóran samt, þanni þú þarft annan ef þú ætlar að veiða elg eða villisvín. Við þurfum ekki að ræða golf, þar er nauðsynlegt að bera minnst 14 kylfur og eiga nokkar til vara heima. Ég keypti mér hjól sem ég er viss um að henti því sem ég æt

Rétta hliðin

Hversu líklegt er að ég, litli þunnhærði og pínu ruglaði Bjarni Jónasson, búsettur á norðurlandi vestra, sé akkúrat eini maðurinn í öllum heiminum sem sjái hlutina í réttu ljósi og hafi rétt fyrir mér? Á hverjum degi hittir maður fjölda manns sem eiga það allir sameiginlegt að hafa hlutina á hreinu. Kveðja, Bjarni

Að hjóla sig uppi

Mynd
Aðalsteinn og Glóðarfeykir Það er magnað, að eftir því sem maður eldist, þeim mun lengra virðist maður vera frá því að skilja lífið og tilverun. Ég hélt að þetta ætti að vera öfugt. Kannski vex þessi misskilningur eða ruglingur í línulegu sambandi við fjölda hlutverka og ábyrgð sem við gegnum? Nú hugsa margir, mikið er hann barnalegur. Kannski eru sumir ekkert að spá í þessa hluti og kannski finnur maður ekkert út úr þessu. Svo er eiginlega aldrei tími til að velta þessu fyrir sér hvort sem er. Áreitið er svo hrikalegt að við erum í fullu starfi við að innbyrða, skipuleggja og halda öllu gangandi. Þetta gerist ekki að sjálfum sér eða hvað? Kannski er heldur ekkert gott að hugsa of mikið. Þegar við leikum okkur skiljum við hinsvegar fullkomlega til hvers er ætlast af okkur. Að setjast á hjólið eða reima á sig hlaupaskóna er nokkurskonar frí frá hlutverkinu Bjarni Jónasson. Ég ákveð leið, set mér markmið og held af stað. Ekkert skiptir máli nema þetta ferðalag frá A til B. Ég er al

Fimbulkuldar og fjárdauði

Njótið vorsins á meðan er elskurnar því það styttist í sumarið og kuldann.