Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2018

Svelti?

Ákvað í þessu að henda inn einni færslu. Það sem kveikti hugmyndina var að ég er nýlega byrjaður aftur að fasta. Mér finnst þetta orð fasta reyndar frekar ljótt og gefa frekar ranga mynd af þessu. Þetta er frekar bara að vera ekki étandi endalaust frá morgni til kvölds. Svo rak ég augun í að ég hef ekkert skrifað síðan ég skrifaði eitthvað um mataræði í maí og fannst það svolítið broslegt. En allavega, ég er að fylgja ca. 16:8 plani, þ.e. að borða ekkert frá kvöldmat og til hádegis daginn eftir. Hefur reyndar farið alveg upp í 18 til 19 klst. En maður er samt í rauninni bara að sleppa morgunmat og öllum þessu heimskulegu millimálum sem er búið að predika um í mörg ár. Ég hef ekki rekist á neitt sem sýnir fram á að það sé gott að éta 6 máltíðir á dag en það eru að hlaðast upp rannsóknir sem sýna fram á kosti þess að fasta. Fann t.d. þessa samantekt sem vitnar í rannsóknir hægri vinstri. Þar kemur m.a. fram að föstur geta: Breytt virkni og starfsemi fruma, gena og hormóna (á jákvæ