Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2020

Gary Tucker

Mynd
Mynd eftir Gary Tucker Það er föstudagur og ég sit yfir flensugemlingunum mínum heima hjá Guðrúnu svo hún komist nú aðeins í vinnuna. Þar sem ég ætla að mála eitthvað um helgina er ég búinn að vera aðeins að stúdera myndbönd á Youtube. Reyna aðeins að fá innblástur. Ég datt inn á einhvern Gary Tucker og varð alveg húkkt. Hann er með mikið af góðum myndböndum. Hann notar svipaða tækni og Alvaro Castagnet, þ.e. hann byrjar á því að þekja pappírinn með þynnri litum (wash) og vinnur sig smám saman upp í sterkari liti og highlights. Passar sig að skilja eftir það sem á að vera ljóst, það er það erfiðasta. Þetta er aðferð sem ég hef stundum reynt en alltaf gefist upp áður en ég næ einhverjum tökum á þessu. Nú hefur mig aðeins langað til að mála bæjarmyndir frá Akureyri með fólki inná og því datt mér í hug hvort ég gæti nýtt þessi myndbönd í að yfirfæra tæknina. Ég hef t.d. reynt að gera bæjarmyndir úr Göngugötunni en alltaf endað með því að fokka því upp. Orðið alltof nákvæmur og ski

Dund

Mynd
Æfing með himinn- sem fór aðeins yfir strikið kannski. Ég er smám saman að detta í gamla gírinn hvað listsköpun varðar. Ég er farinn að setjast niður á kvöldin og prufa mig áfram- þó það sé bara eitthvað dútl aftan á gamlar myndir. Hægt og rólega þokast ég í rétta átt og finnst ég farinn að líkjast sjálfum mér aftur. Ég er farinn að skoða list aftur og ég sanka að mér efni sem mig langar til að mála. Ég gæti gengið svo langt að segja að ég sé farinn að sjá fegurðina í hversdagsleikanum aftur. Ég er að lifna við og djöfull er það gott. Síðustu kvöld hef ég verið að æfa mig í að mála manneskjur, bara með pensli. Eitthvað sem kemur að góðum notum ef maður fer að mála einhverjar bæjarmyndir eða vill gæða myndir meira lífi. Síðan tók ég smá æfingu í gær með himinn og ský. Myndin hér að ofan er ein af tveimur sem ég gerði. Hún er svolítið to much.

sTuDiO

Mynd
Hobby-do í Birkihrauni Jæja ég skrifaði undir kaupsamning á Hjallalundinum á föstudaginn og þetta fer því að verða raunverulegt. Nú þarf ég bara að fara að finna einhver stað fyrir mig og börnin til að vera á frá 1. mars (fæ afhent 1. apríl). Ég er farinn að gera lista yfir það sem ég þarf að gera áður en ég flyt inn. Þó maður hafi ætlað að halda framkvæmdum og fjárfestingu í lágmarki þá tínist alltaf eitt og annað til. Ég þarf t.d. að skipta um alla tengla, mála allt, kaupa skáp/hillur á baðið og það vantar náttborð fyrir börnin, svo eitthvað sé nefnt. Svo er maður búinn að vera að teikna upp hvernig maður komi vinnustofunni fyrir. Ég er að spá í að stúka hluta af stofunni af með hillueiningu og koma mér þar fyrir. Það er s.s. ekki neitt stór mál ef maður ætlar að halda sig við beisík vatnslitun, en um leið og maður bætir olíu inn í þetta fer þetta að verða meira mál. T.d. ef maður vill geta stillt upp fyrir kyrrlífsmyndir. En það verður djöfull gaman að dunda við þetta.

Olía

Mynd
Í gærkvöldi ákvað ég að mála- nýta tækifærið á meðan það er einhver neisti. Ég gerði reyndar alls engar rósir og varð hundóánægður með útkomuna. En ég ákvað að láta það ekki draga mig niður. Aldrei að vita nema ég dragi fram málninguna aftur í kvöld og drulli einhverju á blað. Annars er ég orðinn aftur spenntari fyrir að prufa olíumálningu. Það er aldrei að vita nema að maður eigi eftir að sjá eftir því að hafa ekki prufað það fyrr, hver veit. Það er eiginlega heimskulegt að gefa þessu ekki séns. Eins og að sitja við matarborð sem er hlaðið krásum og éta bara einn rétt. Eða eiga fullt af litríkum kjólum en fara bara í alltaf í brúnu jakkafötin...... ég er að fokka í ykkur. Ég rakst á þetta myndband hér fyrir ofan og er að spá í hvort ég eigi að prufa þetta? Yfir 5 klukkutímar af kennsluefni til að koma manni af stað. Kostar reyndar 100$, en gæti alveg verið þess virði.

Afsakið mig

Ég vil byrja á því að biðja mína fjölmörgu aðdáendur nær og fjær (sem skipta milljónum), afsökunar á því hvað ég hef verið óvirkur í skrifum. En ástæðan þess er reyndar bara mjög jákvæð því lífið hefur verið frekar gott og ég verið með hugann við annað. Ég er að fá jákvæða útkomu úr greiðslumati og húsnæðismál því væntanlega að skýrast. Ég ætti því að fá nýja íbúð afhenda 1. apríl! Um helgina skellti ég mér að vatnslita með nokkrum listamönnum hér í bæ og það var ótrúlega inspírerandi og gaman. Kynntist nýju fólki og átti frábæran dag. Ég skellti mér svo í bæinn um kvöldið með liðinu og Þórður kíkti með okkur. Á miðvikudaginn síðasta skellti ég mér á fund um umhverfisvænar samgöngur. Það var ágætlega mætt og við ætlum að halda dampi og hittast fljótlega aftur. Við munum krifja Samgöngustefnu Akureyrar á næsta fundi og senda fulltrúa frá okkur á fund með bæjarfulltrúum. Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera.

Forfeður og mæður

Mynd
Úr Íslendingabók Ég er afkomandi hjónanna Guðrúnar Þorkelsdóttur og Guðmundar Stefánssonar. Það er s.s. ekki frásögum færandi nema fyrir það hvað mér fannst krúttlegt að lesa um þau á Íslendingabók. Um Guðmund segir: Var á Sílalæk, Nessókn, Þing. 1801. Bóndi þar 1835-74. Bjó þar alla ævi „og var talið, að hann hefði einungis verið að heiman nætursakir þrisvar eða fjórum sinnum á ævinni. Þrifnaðarbóndi“ segir Indriði. Um Guðrúnu segir: Var á Tjörn, Nessókn, Þing. 1801. Húsfreyja á Sílalæk, S-Þing. Féll eitt sinn í gjá í Sílalækjarhrauni sem var talin tvær mannhæðir á dýpt. Komst hún uppúr án hjálpar og þótti furðu gegna þar sem konan var vanfær og ekkert tiltækt utan grönn birkihrísla í barmi gjárinnar. Þrifnaðarbóndi sem aldrei fór að heiman giftist konu sem datt í gjá. Gæti verið fyrirsögn í Mannlíf.

Bullandi ketó

Eins og ég var búinn að segja frá þá byrjaði ég á ketó aftur í gær. Þar að auki byrjaði ég aftur á 16/8, þ.e. ég borða allar mínar máltíðir á milli klukkan 12 á hádegi og átta á kvöldin. Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel- svona utan við það, að frá þeim tíma sem ég kom heim úr ræktinni í gær, og þar til ég fór að sofa fór ég á klósettið svona 3-4x á klukkutíma að pissa.  Ástæðan er sú að þegar maður hættir að éta kolvetni gengur mjög á glycogenbirgðirnar í vöðvunum; og glycogen bindur vatn. Ég var s.s. bara að losa mig við fullt af vatni sem var bundið í líkamanum. Þegar ég fór að sofa í gærkvöldi var ég rúmlega kílói léttari en þegar ég vaknaði í gærmorgun- sem er náttúrulega öfugt miðað við hvernig þetta ætti að vera. Í dag er skítaveður, sem er ágætis tilbreyting hér á Akureyrinni. Ég ætla að berjast á móti storminum á eftir og fara í ræktina. Þórður pikkar mig upp eftir tímann og við förum heim til mín og étum lambabóg. Ætli ég fari ekki svo bara að lesa eftir það. Ætla

Skilnaðarpappírar

Oft hef ég verið misskilinn en þegar ég tékkaði á póstinum áðan fékk ég staðfestingu á því að ég er alveg skilinn. Það heitir víst lögskilnaður á máli embættismanna. Góður maður sagði mér að það væri síðasta höggið í þessu skítaferli sem skilnaður er, en svo færi sólin að rísa að nýju. Það var skrítið að opna bréfið og tilfinningin er vægast sagt mjög súr. Nú er rúmlega ár liðið frá því ferlið hófst og maður er farinn að trúa því sem aðrir góðir menn (og konur) hafa sagt manni, að þetta taki alveg 2 ár. Það er ekkert annað að gera en að leyfa bara öllum þessum tilfinningum að koma og spá aðeins í þeim. Að öðru leiti var daguruinn fínn. Gaman í vinnuni og svo labbaði ég í ræktina. Eftir það át ég oumph með grænmeti og rjóma og horfði á Ísland rústa Rússlandi í handbolta. Ég er kominn á 16/8 aftur og ketó. Beilaði á þessum vegan pælingum í bili. Ætla í ræktina á morgun og á fimmtudag og föstudag. Hvað ég geri um helgina er óráðið.

Símalaus

Um daginn ætlaði ég að stíga stórt skref og losa mig við snjallsímann. Ég ætlaði að spóla til baka um nokkur ár og kaupa mér NOKIA 3310. Í gamla daga leið öllum nefnilega svo vel út af því að þeir höfðu ekkert annað að gera en að klóra sér í rassgatinu og skoða 100 ára gamalt Mannlíf á biðstofum. En eftir smá umhugsun fattaði ég að þetta gengur ekki upp. Það eru ekki bara samskiptin við annað fólk, eins og Messenger, heldur líka öll öppin og kortin sem maður notar. Opnunartímar verslana, götukort, strætó og veitingastaðir, svo eitthvað sé nefnt. Ég kæmist aldrei í gegnum hjólaferð í útlöndum án snjallsíma- eða bara ferðalög almennt. Draumur minn um NOKIA slökknaði því fljótt. En ég taldi mig s.s. líka vera í góðum málum með minn iPhone 7+ sem ég hef átt í rúmlega 2,5 ár. Batteríið í frábæru standi og hann aldrei slegið feilpúst.... eða þar til það fór að heyrast í honum eitthvað skrítið hljóð þegar ég ýtti á Home takkann. Nú nú, ég kíkti á youtube og fann út hvað þetta var og hvern

Greiðslumat komið í gang!

Mynd
Teikning af Hjallalundi 3 E. Þar sem ég er ekki hjátrúarfullur þá hef ég ekki áhyggjur af því að ég sé að "jinxa", þó ég setji hér inn teikningu af því sem ég vona að sé tilvonandi íbúðin mín. Ég fékk samþykkt kauptilboð í Hjallalund 3 E og nú er greiðslumatið komið í gang. Íbúðin er 2,5 milljónum ódýrari en sú sem ég bauð í síðast, þannig að ég hef vaðið fyrir neðan mig. Mér finnst íbúðin nokkuð skemmtilega uppsett og ég er ekki með neina sérstaka drauma um að rífa neina veggi eða hræra neitt mikið í þessu. Það sem ég fíla líka við þessa íbúð er að hún er ágætlega farin þó flest sé eflaust upprunalegt, frá 1976. Eldhúsinnréttingin er t.d. geðveik og það verður skandinavísk 70s stemmning hjá mér. Svo hlakka ég líka mikið til að henda upp málningardótinu mínu með öllu tilheyrandi. Ætli ég verði ekki með smá vinnustofu í stofunni. Annars hefur dagurinn verið fínn. Hjólaði í vinnuna, hjólaði heim að ná í matinn (sem ég gleymdi), hjólaði í vinnuna, hjólaði heim, labbaði

Meira af bókum

Mynd
Óvinafagnaður Einars Kárasonar.  Í fyrra reit ég einhver blogg um bóklestur. Ég fór eitthvað að leita að þessu bloggi til að rifja upp hvað ég væri búinn að lesa á árinu. En svo fann ég í morgun eitthvað skjal í Notes- og ég held að það sé ágætis yfirlit hvað ég er búinn að fara í gegnum. Þó það skipti í sjálfu sér engu máli hvað maður les margar bækur, þá virkar það samt svolítið hvetjandi að hafa yfirlit yfir það. Það sem ég hef lesið á árinu er: Elsku Drauma mín - Sigríður Halldórsdóttir Stormfuglar - Einar Kárason Kambsmálið - Jón Hjartarson 60 kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason Hið heilaga orð - Sigríður Hagalín Sorgarmarsinn - Gyrðir Elíasson Náðarstund - Hannah Kent Listamannalaun - Ólafur Gunnarsson Mátturinn í núinu - Eckhart Tolle Klopp - Allt í botn - Raphael Honigstein Korngult hár grá augu - Sjón Ungfrú Ísland - Auður Ava  Tíminn og vatnið - Andri Snær Magnason Tilfinningabyltingin - Auður Jónsdóttir Rauður maður/svartur maður - Kim Leine Kalak -

Meira kaffhúsarugl

Nú er ég aftur mættur á Backpackers, eins og í gær. Veðrið hefur breyst töluvert og nú er ekki eins jólalegt og var í gær. Þegar ég gekk héðan út í gær var reyndar byrjað að hlána hér niðri í bæ en eftir því sem ofar dróg á Brekkuna, kólnaði aftur. En svo fór að blása niður Glerárdalinn og það var kominn 7°C hiti og vindur í gærkvöldi heima í Dalsgerði. Ég fór í Nettó í gær til að kaupa í matinn. Keypti þorskhnakka, blaðlauk og sæta kartöflu. Velti fiskinum upp úr hveiti og steikti á pönnu og setti hann svo aðein inn í ofn með kartöflunum. Át blaðlaukssmjör með þessu. Þetta var fínt. En svo keypti ég reyndar líka rúmlega 2 kg. af skötu til að eiga í frystinum. Ég vaknaði kl. 08.00 í morgun til að ná tíma í ræktinni kl. 10.00 (ég tími ekki að sleppa morgunkaffinu í bælinu). Ég var drullu þreyttur en þetta hafðist þó allt að lokum. Ég man aldrei eftir að hafa séð eftir því að fara á æfingu- ekki þegar henni lýkur. Ég legg mig bara í dag ef ég verð mjög þreyttur. Í heildina er ég því

Laaaangur eftir á jólapistill

Mynd
Börnin voru ánægð að hafa pabba og mömmu saman um jólin. Vá hvað er langt síðan ég kom hingað inn og tjáði mig eitthvað. Ég veit s.s. ekki hver skýringin á því er, bloggið bara lenti einhvern veginn undir í jólahaldinu. En jólahátíðin var alveg ágæt. Ég fór til Guðrúnar á aðfangadagskvöld en þegar börnin fóru að sofa keyrði ég austur í sveit og var þar í 2 daga. Síðan komu börnin til mín 28. desember og við fórum aftur til Guðrúnar á gamlárskvöld. En bökkum nú aðeins í tíma og förum aftur að Þorláksmessu, þegar ég bloggaði síðast. Við Þórður skelltum okkur í Nettó þetta kvöld og keyptum 1,5 kíló af kæstri skötu. Við suðum hana fyrir utan Dalsgerðið, bræddum hamsa í potti og suðum kartöflur og rófur. Þetta tókst líka svona snilldarlega. Skatan var hæfilega kæst og ég fékk ekki þessi hræðilegu eftirköst eins og í fyrra. Fyrir mér er þetta skötuát að verða algerlega ómissandi hluti af jólunum. Að öðru leiti gerði ég nú ekki neitt sérstakt af mér um jólin. Aldrei þessu vant þurfti