Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2010

Karfi

Mynd
Gullkarfi, mynd Jón Hlíðberg Í gær fór ég á sjóinn til að lesa af hitamælum sem við eigum við Gjögur, Djúpuvík og austanverðan Húnaflóa. Fengum ágætis veður en ástandið á mælunum var svona upp og ofan. Hrikalega mikil áseta af kræklingi á færunum okkar (sem hitamælarnir eru á) austanmegin í flóanum og lofar það góðu fyrir kræklingaverkefnin sem við erum að vinna að. En ykkur gæti líklega ekki verið meira sama. Skiptstjóri í ferðinni var Sigurjón Guðbjarts stórvinur okkar BioPol manna og báturinn var Alda HU 112. Alda HU 112 Höfðum tíma til að renna fyrir fisk á leiðinni í land og var ætlunin að skoða hvort ufsinn væri að taka á færi. Það var nú ekki raunin en við fengum samt einhverja 4 ufsa, 4 þorska, 1 ýsu og 2 karfa. Þó veiðin hafi verið léleg var stórkostlegt að standa úti á dekki með fjöllin á Ströndum í forgrunni og kolruglaða hvali að mása og blása eins og enginn væri morgundagurinn. Á tímabili var eitthvað stórhveli að láta sig vaða upp úr sjónum og taka magaskelli eins og akfe

Skúbb

Mér finnst stærsta frétt vikunnar vera sú að forstjóri Gunnars Majones, Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir, á vinkonu sem býr í íbúðinni hennar og sú hin sama fékk algert sjokk þegar hún komst að því að það væri búið að líma aftur hurðina á íbúðinni þegar hún kom heim. Þetta kemur fram í DV. Þessi kona hringdi víst í Kleópötru og var í svo miklu sjokki að það skildist vart hvað hún var að tala um. Þetta verða að teljast mikil tíðindi. Hér af Skagaströnd er það helst að frétta að Kóngurinn (Hallbjörn ef einhver er svo vitlaus að fatta það ekki) liggur á spítala. Hann var eitthvað að vasast niður í fjöru og datt karl greyið. Hann handleggsbrotnaði og vonum við bara að hann nái sér sem fyrst svo við fáum hann aftur í útvarpið. Kveðja, Bjarni

Ég veit ekkert hvað ég ætla að gera um helgina?

Snillingurinn

Horfa til enda, alveg skylda. Kántrýkveðja, Bjarni

Eurovision

Ég er alveg búinn að sjá það út hvernig ég myndi útfæra Eurovision ef ég hefði áhuga á því að taka þátt. Ég myndi rústa forkeppnina hérna heima með laginu „Ást í laumi“ og semja svo við það enskan texta sem ég myndi nefna „Secret love“. Í aðalkeppninni myndi ég klæðast blárri silkiskyrtu, svörtum buxum og fara í hárígræðslu og ljós og reyna að Eyva mig upp. Ég myndi ráða Friðrik Ómar sem aðstoðarmann og fylgdarsvein og við færum saman í detox til að styrkja liðsandann. Bakraddasöngkonurnar mínar, Regína Ósk, Hera Björk og Guðrún Gunnars væru í bláum kjólum með slaufu. Þegar lagið væri að ná hámarki á úrslitakvöldinu, nánar tiltekið þegar ég þruma línuna „Baby it was not love affair, it was just a stupid mistake of a jealous guy“ þá tækist ég á loft (væri með ósýnilegan vír í beltinu) og það koma eldglæringar og ég svíf út úr höllinni. Ég myndi hverfa og ekki vera viðstaddur atvkæðagreiðsluna. Kveðja, Bjarni

How are your doing

Alltaf eru þeir að verða betri og betri þessi Nigeríu-póstar sem maður er að fá. Fékk þennan í pósti áðan: How are your doing I hope all is well. My name is Mr. Dudu Ben I want you to invest this $15.5 Millions U.S. dollars, you can using this money by expanding your company or business. i will transfer this money into your bank account If you can Assist me I am from Congo but now am in UAE for treatment this is investment money (00971555369508) Dudu Ben No virus found in this incoming message. Checked by AVG - www.avg.com Version: 9.0.829 / Virus Database: 271.1.1/2934 - Release Date: 06/14/10 06:35:00

Innlit útlit

Mynd
Jæja ég ákvað að taka áhættuna og breyta lúkkinu á síðunni hjá mér. Ég er nú ekki alveg að kaupa þetta en ætla að láta þetta helvíti damla eitthvað áfram. Þetta er eitthvað svo kjúttí og sumarlegt, eins og myndin af mér og Guðrúnu. Gvööööð algerar dúllur ó mæ god. Annars er lítið að frétta. Bara ekki rassgat. Nema kannski þessi skötuselur sem ég held á á myndinni, stærðarinnar fituhlunkur sem hefði verið gaman að grilla. Veiddist á Ísafjarðadjúpi, vóg 18,6 kg og var 110 cm að lengd. Þetta undirstrikar kannski hvað ég er hávaxinn. Annars tengist þessi fiskur mínu lífi þannig að ég er að vinna að rannsóknum á skötusel þessa dagana og finnst það ekki verra en hvað annað. Góða helgi, Bjarni

Fiskarnir dauðir

Þórður hefur greinilega ekki staðið sig nógu vel í að fóðra fiskana mína. Þeir eru allir dauðir nema einn.

Sit heima ....

með lasinn gutta. Brynjar greyið er með all svakalega ælupest og engist hér um eins og í dauðateygjum sé. Hann er samt ótrúlega duglegur snáðinn og hefur hvorki grátið né kvartað. Ælir bara sínu galli og leggst svo á koddann og lúrir. Það er alltaf verið að tala um skatta og það eigi að taka meira af þeim ríku. Mér finnst lógískt að taka bara meira af þeim sem minnst hafa. Þeir eru hvort sem er svo vanir að hafa það skítt að þeir taka ekki eftir því. En með okkur ríka fólkið, við þolum ekki svoleiðis viðbrigði. Ein af ástæðunum fyrir því að ég skrifa stundum uppskriftir hérna inn er einfaldlega sú að mig langar sjálfan að muna það sem tekst vel. Við Guðrún tökum reglulega svona sætu-kartaflna-átskeið. Þá étum við þetta gjarnan 2-3x í viku og eldum þetta bara svona eftir því skapi sem við erum í, t.d með fersku timjan, rósmarín, hvítlauk og allskonar kryddum. Í gær útbjó ég samt fat af kartföflum sem heppnuðust óvenju vel. Skar sætar karftöflur í litla teninga og mýkti á pönnu með rauðl

Viska

Stundum vill Daníel láta ljós sitt skína þegar verið er að ræða einhver mál. Það kemur þó fyrir að hann sé ekki alveg inn í þeim málum sem verið er að ræða en leggur samt eitthvað til málanna. Í gær vorum við Gummi svili minn að ræða eitthvað um kúabúskap og hversu stór býlin gætu verið, t.d í Bandaríkjunum. Þá skaut Daníel inn í; "Þær hafa oft ótrúlega mikið freedom kýrirnar í Bandaríkjunum." Ég veit eiginlega ekki ennþá hvaðan hann hefur þessar hugmyndir um beljur í USA en enskan er mikið töluð þessa dagana. Blessað Cartoon Network skilar sínu. Kveðja, Bjarni

Himnaríki

Ef það er eitthvað himnaríki, og ef ég kemst þar inn, þá sé ég það fyrir mér svona: Ég mæti á svæðið og slafra í mig 2 diskum af kjötfarsbollum í brúnni sósu með rauðkáli, rababarasultu, grænum baunum og kartöflum. Ég helli rótsterku kaffi í bolla og tendra í sígarettu. Næst drep ég í, kveiki mér í vindli og maður kemur og færir mér kaffi og koníak. Í eftirmat er Hubby Chubby (Ben and Jerry´s). Þegar ég hef lokið þessu af tek ég eftir því að ég er með rosalegt sixpack en mér er alveg fucking bitch sama þar sem ég er í himnaríki. Blóðþrýstingur, hvítustig tanna og almenn vellíðan er yfir meðallagi. Fer í golf með öllum bestu félögunum sem eru dauðir og spila þar til ég verð að fara í gæs. Skýt gæsir þar til ég verð svangur. Þá byrja ég aftur á kjötböllum og svona gengur þetta koll af kolli. Kveðja, Bjarni