Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2020

Happy

 Frábær dagur. Veðrið er gott, ég er búinn að tala við flest það fólk í dag sem mér þykir vænst um og svo er ég að fara að labba niður í bæ til að éta grillaðar risarækjur með Þórði. Er ekki í lagi stundum að vera bara ógeðsla þakklátur fyrir lífið? Já og vera jafnvel svolítið væminn?

Skíðahótelið

Stundum þegar ég nenni ekki að vera lengi úti að hjóla þá hjóla ég upp í Hlíðarfjall. Þannig er hægt að ná brútal æfingu á stuttum tíma. Hingað til hef ég nú látið nægja að fara einu sinni upp en í dag ákvað ég að fara aðra ferð strax á eftir. Mig minnti að hækkunin væri 600 metrar en það var greinilega misminni. Heildar hækkun á æfingunni í dag var 850 metrar. Ég er með smá þreytu í mjóbakinu eftir þetta en lappirnar eru í fínu standi. Ég var aðeins að bera þetta saman við hæstu leiðirnar í Tour de France og ef mér skjátlast ekki þá gæti ég þurft að fara 6 sinnum upp til að jafna það. Og það væri að sjálfsögðu ekki jafn erfitt þar sem ég fengi hvíld á niðurleiðinni. En ég er nú svo skrítinn að mér finnst gaman að hjóla upp brekkur. Hversu ruglaður er hægt að vera? Annars er ekki margt að frétta. Bestu fréttir vikunnar eru samt þær að nágrannarnir á efri hæðinni eru að flytja út um helgina. Ég þarf að vera annsi óheppinn til að fá verri nágránna.  En þetta er víst hluti af því að kaupa

Haustlegt

Mynd
Surly Pugsley - tekið af www.bikepacker.com Nú fer maður að þurfa að játa sig sigraðan og viðurkenna að haustið er að ganga í garð. Það kólnaði aðeins í dag, búið að vera þungbúið og gróðurinn er farinn að láta örlítið á sjá. En þetta er nú samt allt í góðu ennþá. Ég horfði á spánna áðan og sýnist vikan ekkert líta svo illa út þrátt fyrir fyrri spár. Föstudagurinn gæti meira að segja orðið drullu fínn.  Ég ætla s.s. ekkert að fara að gera upp sumarið hérna í löngu máli en það hefur þrátt fyrir allt verið býsna gott. Hjólaferðin mín var frábær og þó að ég hafi ekki náð að gera allt sem ég ætlaði að gera með krökkunum, þá var mjög gaman hjá okkur. En eins og venjulega þaut sumarið hjá og var búið eiginlega áður en það byrjaði.  Börnin eru komin til mín og lífið er aftur að detta í rútínu. Brynleifur er reyndar ekki byrjaður í skólanum ennþá en ég þarf að vinna á daginn og reyna að hafa ofan af fyrir honum með einhverjum hætti. Hann fer á fótboltaæfingar á morgnana en kemur svo til mín í

Fagur fugl

heldur sína leið.... fyrst vestur um haf með viðkomu í Oakland, þar sem skammbyssugöt eru í sjoppuglerinu. Kroppar í stéttina en heldur svo áfram suður á bóginn þar sem hún býður hans.

Sumarfrí í rólegheitum

Það er orðið svo langt síðan ég bloggaði síðast að ég nenni varla að fara yfir allt sem á daga mína hefur drifið síðan þá. Hjólaferð frá Höfn á Mývatn (sem vær æði), hjólaferð með börnunum í Kjarna, almenn slökun, smá málerí og núna snýst allt um að skipuleggja ferð á hálendið næsta sumar. Ekki ráð nema í tíma sé tekið.... eða segir maður það ekki? Eins gaman og það er nú að þvælast á hjólinu í útlöndum þá kveikti hjólaferðin hér heima svo rosalega í mér með að fara upp á hálendið. Náttúrutengingin sem ég náði í þessari ferð var bara svo sterk. Ég hefði svo gjarnan viljað komast úr umferðinni á einhverja fáfarna slóða. Núna er ég að vinna í að taka saman lista yfir allt sem ég þarf fyrir hálendisferð og það er fátt annað um það að segja annað en að: hann er langur og hann er dýr. Rándýr! Ég birti hann seinna. Það er gott að hafa veturinn fyrir sér í að skipuleggja þetta því að ýmsu er að huga. Að fara í venjulega hjólaferð á malbiki er lítið mál miðað við þetta. Þar getur maður mokað d