Færslur

Sýnir færslur frá september, 2015

Los van Belg

Mynd
Endurnýjaði kinni við gamlan vin og er ánægður að mestu. Langar til að skerpa á klettunum en þori ekki að fikta meira í bili.

Sama

Mynd
Mótíf. Bitch be cool-  endaði eins og síðast þrátt fyrir einbeittan vilja að gera hana öðruvísi. Jæja hún er mun betri en samt ekki alveg það sem ég óskaði mér

Kverkfjöll

Mynd
Ákvað að spreyta mig á Kverkfjöllum. Þarna uppi á hömrunum hægra megin hef ég staðið. Það var einhver magnaðasta sýn sem ég hef upplifað. Ég exekjúta þetta verkefni á morgun með annari mynd.

Meiri Kráká

Mynd
Ég er ánægðari með þessa en síðustu. Þarf samt aðeins að melta þetta og skoða hvort ég breyti eitthvað samsetningunni og máli aftur. Mér finnst vanta eitthvað loka töts en það er eitthvað við hana- einhver mistík í fjallinu.

Meiri dráttarvél

Mynd
Þessi nalli tók langan tíma. Fyrst leist mér rosalega vel á hana- síðan ekki. Svo var ég ekki viss..... en núna---- daginn eftir, er ég orðinn viss um að mér finnst hún ljót.

Haust við Kráká

Mynd
Það er að mörgu leiti ágætis fílingur í þessari mynd. Maður hefur upplifað nokkra svona morgna suður á bæjum í gæsaveiði, þegar Krákáin liðast lygn og tær í gegnum haustlitadýrðina. Gæsir garga í fjarska og maður undrast það hvað helvítis vargurinn ætlar að vera lífseigur.

Land Rover og fjöll

Mynd
Gerði þessar 2 í dag. Báðar eru á Waterford Rough pappír sem er svolítið öðruvísi að vinna á heldur en pappírinn sem ég hef verið að nota. Ég er nokkuð ánægður með Kinnarfjöllin en gerði ein alveg skelfileg mistök með Land Roverinn. Ég leyfi ykkur að finna út hvað það er.

iPhone og dráttarvélar

Eitt af því sem ég nota símann minn hvað mest í er að setja inn myndir á bloggið mitt. Nú var ég að byrja að nota iPhone í fyrsta skipti og viðmótið í honum er að sumu leiti betra til þess að nota blogger  appið en ég lendi í vandræðum með að miðja myndirnar. Skiptir kannski ekki öllu en samt pínu pirrandi. Annars hef ég verið í smá krísu í þessu málverkastússi og helst ekkert geta málað svo sómi sé að- nema dráttavélar. Það er kannski ekki svo slæmt út af fyrir sig. Þær eru jú alveg áhugavert subject. Í morgun byrjaði ég samt á nýrri Kinnarfjallamynd og á bara eftir forgrunninn. Hún kannski kveikir í mér til að byrja aftur á landslagsmyndunum. Það styttist í sýningu og ég verð að fara að sjá fyrir endann á þessu.

Ursus

Mynd
Er fastur í dráttavélunum. Þessi er ekki jafn góð og Zetor en alveg ágæt

Eyjar

Mynd
Fann einhverja gamla mynd frá í Færeyjum og prufaði að mála eftir henni. Þá var nú Zetorinn betri

Zetor II

Mynd
Núna púllaði ég þetta betur og er ánægður með útkomuna- ánægðari allavega. Sé smá villu sem pirrar mig en ég geri þessa ekki aftur. Ég held að Mendelssohn hafi gert gæfumuninn.

Meira doodle

Mynd
Baráttan heldur áfram og ég reyni að safna upp í sýninguna sem verður í Reykjavík í desember. Það skiptast á skin og skúrir og maður reynir að finna sér eitthvað til að mála með misjöfnum árangri. Þessi Zetor var skemmtilegur en ég vann hann aðeins of mikið. Ég ætla að gera aðra og laga þá aðeins til grillið og gera smá aðrar breytingar. Prufaði aftur blessaða fossana en tókst svo sem ekkert betur til en í fyrra skiptið. Þetta er samt skemmtilegt viðfangsefni. Sá óskaplega fallega mynd eftir Didda Hall af Hrafnabjargarfossum niður í dölum fyrir nokkru síðan. Langar að skoða hana aftur og stúdera aðeins.

Æðafossar

Mynd
Gat ekki alveg hætt. Hef aldrei málað fossa áður og var svo sem bara sáttur við þessa skissu. Þetta er skemmtilegt viðfangsefni. Vantar bara þekjandi hvítan lit til að klára og fá loka- tötsið.

2 myndir

Mynd
Tvö verk í dag. 

Síldarplan

Mynd
Veit ekki afhverju ég skissaði þetta? Ég sem var búinn að ætla að mála mynd af ísbirni á gangi á Húsavík.

ADHD

Fyrir nokkrum árum fór ég til sálfræðings til að fá greiningu á því hvort ég væri með ADHD (athyglisbrest) eða ekki. Ástæðan fyrir að ég fór var sú að ég var í rauninni að leita skýringa á líðann minni. Afhverju er ég eins og ég er? Er eðlilegt að líða eins og mér líður núna? Er eðlilegt að heilinn í mér sé eins og alþjóðaflugvöllur þar sem hugmyndir koma og fara án þess að ég nái að grípa þær eða raða þeim saman í einhverja heildstæða mynd? Er eðlilegt að ég fái fljótt leið á flestum vinnum og verkefnum? Í aðdragandaum að heimsókn minni til sálfræðings fræddist ég nokkuð um ADHD og var sjálfur ekki í neinum vafa um að ég fengi greiningu. Síðan komu vonbrigðin, ég var rétt undir mörkum. Ég varð svakalega svekktur því í raun hélt ég að með greiningu gæti ég fengið einhverja töfralausn minna mála. Lyf, viðtöl og fræðslu og þá færi bara allt að rúlla. Síðan eru liðin mörg ár og ég búinn að læra ýmisslegt. Eitt af því er að greiningin sem ég fékk var ekki rétt- svo mikið er víst. Annað

Absract réttir

Mynd
Gerði þessa um daginn en ætlaði svo sem aldrei að birta hana hér. Hugmyndin var að gera svona eiginlega abstract landslagsmynd af Hlíðarrétt en ég missti mig í díteila. Annars gengur hægt að mála þessa síðustu daga.

Önnur tilraun

Mynd
Betri að einhverju leiti en ég held að himininn sé of hlýr. Allt er þegar þrennt er.

Aftur að fjöllum

Mynd
Ég lærði mjög mjög mikið af þessari. Fór með allt of dökkan lit inn í fjallið en hún er samt ekki alveg galin. Hlakka til að taka aftur

Inni í kassanum.

Ég nenni ekki þessu normal átta til fjögur lífi. Ég nenni ekki að vera vísitölupappakassi. Ég er outlierinn sem er svo langt fyrir utan kúrvuna að menn stroka hann bara út. Ég nenni ekki þessu helvíti. Ég hef því ákveðið að selja borðstofuborðið og kaupa seglskútu fyrir fjölskylduna. Sigla til heitu landanna. Lifa á ókominni frægð þar sem sú forna er ekki komin.

Hvað haldið þið að ég hafi málað?

Mynd
Gerði þetta mótíf um daginn en í þetta skipti bara í einum lit. Hitt var betra finnst mér en Guðrún er alltaf rosalega hrifin af monochrome og var hrifnari af þessari. 

Skúta

Mynd
Núna bara ein og ekki eins góð og síðast

Bátur og barn

Mynd
Bátamynd sem ég tók í Oban og svo Dagbjört Lóa að hnoðast eitthvað á gólfinu heima í stofu.

Skissukrot

Mynd
Mesta vinnan hjá mér við að mála er að reyna að finna eitthvað til að mála. Hljómar heimskulega. Ég er með svo mikinn athyglisbrest að ég þvælist bara á milli og nenni yfirleitt ekki að mála hvert mótíf oftar en einu sinni. Sennilega þarf ég að fara bara að gera lista og víkja ekki frá honum. Klára eina mynd í einu. Stundu er líka gott að hafa litla bók og skissa eitthvað. Hér eru tvær skissur sem gætu orðið að málverkum. Ein úr réttunum og ein frá Oban í Skotlandi. Ekki skissað á staðnum samt.

Oban bátar

Mynd
Eins og þeir sem heimsækja síðuna mína reglulega vita, þá hef ég rosalega gaman að því að mála báta. Einhverntíman heyrði ég lærða listamenn tala niðrandi um svokallaða bátamálara, eins og það sé ekk nógu fínt að mála báta? Þeir geta troðið árabát upp í rassgatið á sér. Gallinn við þessa áráttu mína er hinsvegar sá að ég hef takmarkaðan efnivið hérna í Mývatnssveit og því leita ég stundum bara á netinu. Það er samt ekkert gaman að mála eftir annara manna myndum. Í kvöld gróf ég samt upp myndir sem ég tók sjálfur í vinnuferð í Skotlandi um árið. Hér er tilraun eitt í einum lit. Ekki alslæm en þarf smá lagfæringu.

Þvottur

Mynd
Sá þessa mynd á fésbókinni og langaði strax að mála eftir henni. Þetta er lítil skissa þar sem ég ætlaði að einbeita mér að ná þvottinum. Þetta er ekki sem verst; hann er nokkuð lifandi, sérstaklega þegar maður gefur honum smá fjarlægð. Ég held að þetta geti orðið nokkuð fallegt málverk.

Taka 2

Mynd
Núna monochrome

Sundlaug

Mynd
David Hockney á sína swimming pool series. Stöðu minnar vegna hef ég velt því fyrir mér hvort ég ætti að gera mína eigin sundlaugar-seríu. Ég gerði skissu í skissubókina mína sem var nú miklu betri en þessi mynd. Ég mun samt ábyggilega eitthvað halda áfram með þetta.

Alvaro Castagnet

Mynd
Ég er of þreyttur til að mála og birti því bara mynd eftir einn af mínum uppáhalds málurum.

Úr skissubókum

Mynd
Ein vinnuskissa gerð með litla ferðavatnslitasettinu og svo ein gerð með kúlupenna, puttum og smá munnvatni.

Hugleiðsla

Mynd
Ekkert teiknað bara málað. Gott til að tæma hugann og slaka á.

Skissubók

Mynd
Málaði ofboðslega ljóta bátamynd í kvöld og ákvað að setja hana ekki inn. Krotaði aðeins í skissubók líka í öðrum erindagjörðum.

Hlaupin

Er að reyna að byrja að hlaupa aftur eftir langt hlé. Var að ljúka bólgueyðandi kúr eftir prískriptsjón frá lækni og spurning hvort það hafi eitthvað að segja. Með því að nota hitahlífar og hnébönd næ ég að skrölta 3 km án mikils sársauka. Formið virðist samt ennþá í lagi því ég blæs ekki úr nös við þetta. Nú er bara að lengja hægt og rólega en vera skynsamur.