Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2014
Þeir eru meira en lítið vafasamir allir þessir náttúruvísindamenn, sem ljúga því blákalt í skýrslum, að heiminum stafi hætta af loftslagsbreytingum af mannavöldum! Nú ætla þeir heldur betur að fylla eigin vasa af fé.

Kópavogur

Mynd
Ég hef áður skissað þetta útsýni og lagði þá mun meira í díteila. Þessi mynd er ekki síðri samt. Á í raun samt eftir að komast í skrærari liti til a mála bílana á brúnni og rauð og græn ljós kannski. Það var þungbúið í henni Reykjavík í gær. Útsýni yfir Reykjanesfjallgarð og Keili ekki í boði.
Stofan var veggfóðruð af bókum. Laxness komplett, þjóðsögur, Íslendingasögur, Öldin okkar, Hálendið, Vatnið, Benedikt Gröndal og Þórbergur. Bara að nefna það. Það hafði reyndar aldrei neinn lesið neitt af þessu. En það er annað mál.

Vinna

Mynd
Stundum sér maður eitthvað stórmerkilegt eins og appelsínugular gardínur og bláa vatnskönnu sem sólin skín á. Síðan setur maður það inn á bloggið hjá sér og það verður til þess að ennþá fleiri halda að maður sé ekki í andlegu jafnvægi. Kannski er ég það ekki?
Mynd

Vakinn og sofinn

Mynd
Mig dreymdi að Ragnheiður Elín Árnadóttir héldi byssu við hausinn á mér og krefði mig um að velja hvort mér fyndist betra, Coleman´s English Mustard eða franskt Dijon sinnep. Ég gat ekki með nokkru móti valið. Hún skaut mig í hausinn. Pálmi Gunnarsson spilaði undir á sög.
Ég vann einu sinni með manni sem átti bágt. Hann vann í sínu fagi en var líka að þvælast í pólitík og gegndi einhverjum ábyrgðarstöðum. Á öllum vígstöðum voru menn á móti honum, hann kvartaði mikið yfir því. Hann einangraðist í vinnu og beit á endanum af sér alla nema örfáa starfsmenn (sem sumir voru skyldir honum). Í pólitík átti hann enga vini en nóg af óvinum. Allir voru að plotta bakvið tjöldin og vildu hann feigan. Þegar öllu er á botninn hvolt, þá gat hann ekki unnið með neinum. Ég kunni alltaf ágætlega við hann persónulega, sérstaklega til að byrja með. Svo fór ég að hugsa; getur verið að allir hinir séu svona hræðilega vondir, eða er eitthvað annað sem er að? Nú veit ég um heila þjóð sem er í svona krísu. Það er sama hvað ráðamenn gera, það eru allar aðrar þjóðir á móti þessari einu litlu þjóð og plotta dag og nótt á bakvið hnausþykk tjöldin um að einangra þjóðina og svelta. Lengst norður í höfum.

Loftnet

Hann varð loksins að viðurkenna það fyrir sjálfum sér. Þessar augabrúnir voru fyrir löngu orðnar úr sér sprottnar. Hann fór inn á klósett, tók skæri og snyrti þær niður. Morgunin eftir á leið til vinnu gekk hann rakleitt í veg fyrir bíl.

Vinnuútsýni

Mynd
Súbarú (þó það sjáist ekki) og bílaleigu jepplingur með grunnskóla í baksýn. Tvær þýskar konur komu og kíktu í pottinn. Syntu svo bringusund með hausana uppúr lauginni eins og forvitnir selir. Störðu á rauðmáluðu girðinguna og reyndu að sjá fjallahringinn í gegnum þykkmálað timbrið. Gaddavírinn efst á girðingunni veitti þeim öryggistilfinningu sem þær höfðu lengi þráð. 

Rop

Mynd
Hann var í bölvuðu basli alla tíð þar sem hann fæddist ekki á sínum raunverulega upphafspunkti. Svo þegar hann loksins flæktist inn í það verkefni að skapa sjálfan sig, vissi hann ekki hvert hann væri að fara. Hann gerði að lokum það eina rétta í stöðunni- fór út að hjóla.
Mynd
Ríkisstjórn Sigmundar (myndin tengist færslunni ekki neitt). Það vita fáar konur hversu erfitt er að vera karlmaður. Að þurfa að lifa við það á hverjum einasta degi að vera aðeins einu rassaklípi frá því að missa vinnuna og vera útskúfaður úr samfélaginu.

Lasleiki

Mynd
Vika af veikindum. Allir búnir að leggjast nema heimilisfaðirinn. Enda sá eini sem hefur sett heilsuna í alvöru álagspróf sem stóð yfir í mörg ár.

Galdur

Mynd
Hann sýndi drengnum galdur. Lagði hendina ofan á smápeninginn á borðinu og sneri taktvisst í nokkra hringi. Kippti svo hendinni eldnsnöggt að sér. Strákurinn horfði undrandi á peninginn á borðinu en sá pabba sinn aldrei aftur.
Hann fann mikinn mun á sér frá því hann byrjaði að stunda jóga. Dýpri öndun, liprari hreyfingar og heilbrigðari lífssýn. Svo var hann líka búinn að lengjast örlítið.