Færslur

Sýnir færslur frá september, 2011

Easy bake oven

Jæja nú erum við skötuhjú ein í kofanum. Ingibjörg kom og sótti drengina í gær þar sem var frí í skólanum hjá þeim í dag. Við höfum átt ófáar rólegar helgarnar tvö ein saman en nú er spurning hvort þeim sé ekki að fækka? Ég get samt ekki sagt að það sé neitt sem ég óttast. Átum pizzu áðan og ætlum svo að koma okkur fyrir í bælinu og horfa á rómó mynd, hvað annað. Hvað haldiði að ég hafi gert í gær? Ég fór og synti sjálfviljugur og það skriðsund. Þetta var erfitt, ég saug hálfa sundlaugina upp í nefið í mislukkaðri tilraun við að taka snúning og svo í lokin tók hálf ellidautt gamalmenni í baksundi framúr mér þegar ég tók af mér froskalappirnar og var við það að sökkva. Þetta er hluti af aðeins stærra plani sem ég segi betur frá seinna.Strengir í kálfum. Tók góða æfingu áðan. Lét Guðrúnu keyra mig að Útvík (þar sem bjórinn Gæðingur er framleiddur) og hljóp heim. Stífur sunnanvindur í bakið og því var þetta frekar hratt hlaup. Var 39mín að skrattast þessa 8km og það án þess að taka m

Hills are alive

Mynd
Skógræktin fyrir ofan Krókinn Skellti mér út að hlaupa eftir vinnu í dag. Ætlaði að taka það frekar rólega þar sem ég fann aðeins fyrir sprettæfingunni í gær. Einhverra hluta vegna gat ég ekki hugsað mér að hlaupa á malbiki í dag ákvað ég að taka smá "stígahlaup" í staðinn. Það að skipuleggja einhverjar skemmtilegar leiðir, gjarnan eitthvað á möl með útsýni yfir sauðfé og rúllur, er farið að skipta mig meira og meira máli. Skellti mér fyrst upp í Hverfi og fór svo yfir Sauðárgilið og eftir viðarkurlsstígum. Hljóp síðan Nafirnar, upp á golfvöll og svo upp frá vellinum yfir skógræktina. Þetta var kannski óþarflega pro æfing miðað við álagið í gær. Þegar leið á ákvað ég að slaka bara aðeins á, stoppaði, snýtti mér út í loftið og smellti af þessari mynd. Fyrir þá sem ekki þekkja til á Króknum setti ég inn smá merkingar. Rauði hringurinn er utanum bæinn Sjávarborg sem ég nefndi í fyrri pósti í sambandi við forfeður mína. Þegar maður hleypur Sjávarborgarhringinn f

Track and field

Mynd
Eitt af því sem ég er farinn að meta mikið við að búa hérna er þetta frábæra íþróttasvæði sem er hérna. Hefði nú reyndar seint trúað því að ég ætti eftir að telja það sem kost eins og ég hataði nú hlaup og hreyfingu hér áður fyrr.Þetta hef ég nýtt mér til þess að taka sprettæfingar. Sprettæfing dagsins Eftir að ég fór að bæta þessum sprettæfingum inn í hlaupin hjá mér hef ég fundið mikinn mun á mér. Ég vil meina að þær hafi gert það að verkum að mér fór að finnast lengri hlaupin skemmtilegri og síðast en ekki sís, auðveldari. Þegar maður leyfir líkamanum að kynnast meira álagi tímabundið fer skokkið að verða auðveldara. Ég held að þetta sé líka sálrænt. Þessir sprettir eru líka nauðsynlegir til að hækka mjólkursýruþröskuldinn, þ.e hækka þann þröskuld þar sem mjólkursýra fer að myndast í blóðinu. Einnig er þetta fín leið til að kýla upp efnaskiptin og auka brennslu. Þetta er ótrúlega fljótt að virka. Í dag skokkaði ég að heiman og út á völl. Ég tók 10x200metra spretti með sko

Hlaupið á vit forfeðranna

Mynd
Hlaupaleið dagsins. Eftir því sem hefur liðið á dvöl mína hérna í Skagafirðinum hefur áhugi minn aukist á því að fræðast eitthvað um forfeður mína sem hér bjuggu á öldum áður. Það má segja að ég hafi að vissu leiti náð að sameina þetta áhuga  mínum á hlaupum því það hefur komið á daginn, að ég hef margoft hlaupið framhjá mörgum af þeim stöðum þar sem forfeður mínir höfðu aðsetur um lengri eða skemmri tíma. Í morgun spennti ég á mig hnakktöskuna, setti Gatorate á brúsa, setti símann í hólfið og hélt af stað í smá leiðangur á vit forfeðranna. Ég náði að fara framhjá 3 bæjum þar sem Sölvi Guðmundsson og afkomendur hans bjuggu á 19. öldinni  í þessum skemmtilega túr. Minnisvarði um Sauðá, Laugatún í baksýn. Ég byrjaði að því að hlaupa  upp í hverfi og framhjá þeim stað þar sem bærinn Sauðá stóð. Ég var búinn að leita mér upplýsinga og í ljós kom að það var reistur minnisvarði um þennan bæ og tóftirnar sjást ennþá. Og þetta er nánast við götuna hjá mér, ég hafði aldrei tekið eft

Jarm

Fórum á sjúkrahúsið á Akureyri í gær þar sem við parkeruðum Guðrúnu undir sónartækinu hjá honum Orra lækni. Eftir bumbuþukl og sónarmælingar var kveðinn upp vaxtardómur; barnið er ca. 15 merkur núna. Allt lítur vel út og því bíðum við bara átekta. Þegar ég kom heim skrapp ég út að hlaupa. Hljóp fyrst upp að Hlíðarkaupi og svo niður að Sjúkrahúsi sem staðsett er í Sauðárhæðum. Forfaðir minn Sölvi Guðmundsson bjó um skeið á Sauðá í Sjávarborgarsókn og gegndi meðal annars stöðu hreppstjóra. Þetta hefur verið í kringum 1845. Mig langar því að komast að því hvar bærinn stóð nákvæmlega. Eftir þetta hélt ég sem leið lá í kvöldblíðunni niður á bryggju. Það var stutt í frostið en stillt og fallegt. Ég hljóp framhjá Verinu og við sláturhúsið fór maður að heyra neyðaróp blessaðra lambanna sem biðu eftir því að morgunvaktin myndi mæta til að drepa í þeim. Lykt af blóði, kindaskít, innmat, gærum og haustinu. Ég tók stefnuna heim aftur. Þegar ég koma að Þreksport sá ég tvær mannseskjur á gangi

Kirkjuhlaup

Mynd
Sjávarborgarkirkja (kirkjukort.net). Af okkur er allt þokkalegt að frétta. Guðrún er reyndar að verða nokkuð þreytt á að burðast með þessa bumbu og gott væri ef íbúinn þar inni léti nú ekki bíða mikið eftir sér. Ein kunningjakona okkar, sem var sett á eftir Guðrúnu, átti í gærkvöldi og ekki laust við að Guðrún öfundi hana. Fór út að hlaupa í gær og er allur að koma til. Fór Sjávarborgarhringinn sem er skemmtilega blanda af þjóðvegi, malarstígum, sveitabæjum og náttúru-stöffi. Leiðin liggur hringinn í kringum Áshildarholtsvatn þar sem er mikið fuglalíf og svo hleypur maður framhjá Sjávarborgarkirkju sem er gömul timburkirkja sem reist var 1853. Hún var notuð þar til Sjávarborgarsókn var sameinuð Fagranesprestakalli 1892 og þá notuð sem skemma allt til 1960 þegar áhugi manna kviknaði á því að endurgera kirkjuna. En þetta var smá útúrdúr því ég ætlaði að segja að ég hljóp að mestu rólega en jók tempóið í 2km til að gleyma ekki hvernig er að hlaupa hratt. Er farinn að taka stefnun

Vegalengdir

Mynd
Þegar ég byrjaði að hlaupa reyndi ég að hafa það að markmiði að fara frekar rólega yfir, ekki of langt í einu og reyna frekar að fara oftar. Það er staðreynd að það skiptir engu máli hvað maður fer hratt, þó það sé erfitt að berjast við egóið oft á tíðum. Ég vildi þó helst fara 25 km á viku og það gekk nokkuð vel eftir. Þetta var ekkert fræðilega útreiknað eða neitt svoleiðis. Ég leit bara svo á að þessi vegalengd hlyti að tryggja það að maður næði nokkuð stöðugum framförum og nálgaðist markmiðin sem maður setti sér (meira um það síðar). Ekki slapp ég nú alveg við meiðsli þó mér fyndist ég fara frekar hægt í þetta og eftir 10 vikur fór ég að fá í hásin. Það voru ca. 3 vikur sem tók að ná sér upp úr því. Frá þeim tíma sigldi ég nokkuð lygnan sjó og fór mest upp í 70 km á einni viku (kem líka að því síðar). Það hefur virkað ótrúlega hvetjandi á mig að skrá þetta allt svona vel niður og í samblandi við raunhæf markmið tryggt að maður drullar ekki sífellt upp á bak. Góða helgi, Bja

Að hlaupa af sér kílóin

Mynd
Þegar ég hætti að reykja fór ég að hlaða á mig kílóunum. Maður tók svo sem ekkert sérstaklega eftir þessu, vaknaði bara einn daginn ca. 10 kg þyngri en ég var þegar ég sofnaði. Þegar ég lyfti á sínum tíma hrundi ég alveg niður í þyngd. Ég fór undir 70 kg. sem bendir til þess að ég hefði alveg mátt éta aðeins meira. Maður var samt alltaf að moka í sig einhverjum fæðubótarefnum og það var búið að hræða mann alveg voðalega með að hlaup og erfiaðar þolæfingar myndu brjóta niður vöðva. Ég vissi ekki alveg við hverju væri að búast þegar ég byrjaði að hlaupa, en reiknaði einhvern veginn með því að kílóin myndu fjúka alveg um leið. Ég verð nú að viðurkenna að þetta tók aðeins meira á en ég hefði búist við. Eins og sjá má á þessu línuriti mínu þá þurfti ég að sjálfsögðu að nálgast þetta á vísindalegan hátt. Svarta línan er áætluð þyngd en sú rauða er raunþyngd sem ég mældi nokkuð reglulega. Ég reiknaði með að ég myndi léttast um 500 gr. fyrstu vikuna og síðan reiknaði ég það sem hlutfal

Skógarhlaup

Æfingaráætlunin mín, sem snýr að því að koma mér í svipað form og pre hnémeiðsli, gengur ágætlega. Tók smá utanvegar hlaup áðan, m.a annars hérna í skóginum við Sauðárgilið og um Nafirnar. Þetta gengur ágætlega og ég stefni á 10km á sunnudag. Ég er búinn að setja mér ákveðin markmið fyrir vorið og nú er að sjá hvernig gengur að halda dampi. Maður hefur aðeins verið að kíkja í ræktina líka en það sorglega er að maður hefur ekki efni á því að kaupa sér árskort. Það hefur sína ókosti að vera úti á landi þar sem samkeppnin er engin. Það kostar 54.500 krónur að kaupa árskort í ræktina hérna. Eftir æfinguna aðstoðaði ég svo Guðrúnu í pizzu-gerð, átum svo á okkur gat og horfðum á Útsvar. Golfmót á morgun og svo bara almenn slökun.

Shorter

Það vita kannski einhverjir hver Frank Shorter er, en það eru sjálfsagt færri sem vita hvað maðurinn þurfti að ganga í gegnum sem barn og hvað það var sem mótaði hann. Frank vann m.a marathonið á Olympíuleikunum 1972 og er hann sá maður sem á hvað mestan heiður af því sem gjarnan hefur verið nefnt The Running Boom í Bandaríkjunum. Eftir þennan frækilega sigur reimuðu 25 milljónir bandaríkjamanna á sig skóna og hófu hlaup í einhverri mynd. Meðfylgjandi er stutt myndband um ofbeldið sem hann mátti þola.

Slydda

Mynd
Skellti mér út að hlaupa í slyddunni þegar ég kom heim úr vinnunni. Fór 5 km hring og var bara í góðum gír. Nú stefnir maður að því að taka eitt stutt hlaup í viðbót í þessari viku og svo taka eitt langt og rólegt á sunnudaginn. Þegar ég kom heim eftir hlaupið var nýbakað brauð á borðum og svo skelltum við okkur öll í sund. Ekki slæmt. Eftir að þessi hnjámeiðsli fóru að gera vart við sig fór ég meira og meira að spá í reiðhjólum. Mig langar fyrst og fremst til að eignast hjól til að djöflast á og fara hratt yfir en þarf samt að geta farið á möl. Einnig ekki verra að geta farið út í búð og verið á nöglum. Ég er búinn að skoða og skoða og orðinn sannfærðum um að svokölluð Cyclocross séu málið fyrir mig. Þetta er í rauninni racer á breiðari dekkjum, alvöru græja. Nú er bara að byrja að safna og gera sér svo dælt við einhvern sem er á leið til USA. Skora á alla að kíkja á Ebay og skoða þessi hjól. Kveðja, Bjarni

Æfingar

Nú eru að verða ca. 10 mánuðir síðan ég byrjaði að hlaupa en hef svo sem ekki lagt inn marga km upp á síðkastið. Hef verið eitthvað pínu áttavilltur og veit ekki alveg á hvað ég á að stefna. Maður fúnkerar ekki án markmiða í þessu. Golf, meiðsli og almennt vesen hafa aðeins sett strik í reikninginn síðan í lok júní og maður hefur svo sem ekki tíma til að gera allt. Hafði á tímabili áhyggjur af því að þessi bóla væri sprungin og ég sæti uppi með fullt af hlaupadóti sem ég nennti ekki að leika með. Núna er ég búinn að fara 3var út að hlaupa síðustu 4 daga og er bara í nokkuð góðum gír. Ég held svei mér þá að maður setji fullan kraft í hlaupin aftur, þ.e ef hnéin hafa frið. Það er hálf ögugsnúið en ég sé veturna fyrir mér sem mitt aðal season í þessu. Ekkert að trufla, golfvöllurinn gulur og kylfurnar sofandi í geymslunni. Hinir hlaupararnir margir hverjir að hvíla skóna og sitja af sér myrkrið. Ég ætla að reyna að fara að virkja bloggið aftur og nota það undir heilsutengdar pælingar. Það