Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2022

Korter í kvef

Mynd
Frá fundi í dag. Í dag fór ég á fund hreindýraráðs á Egilsstöðum og dagurinn því langur. Við fórum 4 saman frá Akureyri og þetta var bara helvíti fínt. Fundurinn gekk vel og það var gaman að hitta fólkið. Ekki eyðilagði að við fengum kótilettur í raspi á Bókakaffi áður en við funduðum. Held það séu örugglega orðin 2 ár síðan ég komst í slíka veislu. Annars er ég búinn að vera hálfslappur eins og síðustu daga. Týpískt ástand þar sem maður er hvorki lasinn né heilbrigður. Kverkaskítur, stíflur, sviði í nefi og maginn ekki nægilega góður. Ég lendi stundum í svona kvefskít sem situr í mér lengi án þess að ég leggist í bælið.  Þetta hefur ekki stoppað mig í að æfa en ég er hikandi við að fara út að hlaupa á morgun, sérstaklega ef svifryksmengunin heldur áfram að vera yfir heisluverndarmörkum. En ég skelli mér örugglega í ræktina ef ég versna ekki.

C - Group Ride

Mynd
Group ride í C flokki í Zwift- tölur ekki alveg réttar, ég er orðinn 65 og veit ekki hvað FTP-ið er þessa dagana. Það var stutt æfing hjá mér í dag og ég ákvað að prufa að færa mig upp í C flokk þar sem þetta var ekki nema klukkutími. Það er óhætt að segja að það hafi verið stórt stökk úr D flokki en þetta var drullu gaman og hjólaformið er greinilega alveg þokkalegt ennþá. Trainer-inn sýnir yfirleitt svona 20 vöttum minna miðað við þegar maður er úti, þannig ég er sáttur. Við vorum ca. 40 sem byrjuðum en undir lokin vorum við 10 sem vorum búnir að slíta okkur frá restinni. Í blálokin sofnaði ég aðeins á verðinum í einni brekkunni og missti einhverja fram úr mér. Ég setti allt í að ná þeim aftur og það kostaði svo mikil átök að ég mér varð drullu óglatt og sat við klósettið á meðan ég jafnaði mig (þetta slapp til). Þetta endaði s.s. ekki sem endurance æfing eins og var upphaflega hugmyndin.  Á morgun þarf ég að fara á fund til Egilsstaða og kem sennilega ekki heim fyrr en um kvöldmat.

Lumbra

Mynd
Það var jólahlaðborð hjá okkur í vinnunni á föstudaginn og það heppnaðist rosalega vel. Smáréttahlaðborð frá Strikinu sem fékk góða einkunn frá öllum viðstöddum.   Eftir fínt hjólerí á laugardaginn fór eitthvað heldur að síga á ógæfuhliðina hjá mér heilsufarslega séð. Ég fór að finna fyrir slappleika og kvefi um kvöldið og svo varð mér skítkalt. Ég lá því bara fyrir og hafði það notalegt og horfði á HM. Það eru búin að vera mikil veikindi í vinnunni og ég hélt ég væri að taka pestina. Í gær leið mér hinsvegar mikið mun betur en ákvað samt að taka því bara rólega því æfingadagatalið hjá mér var orðið nokkuð skrautlegt. Mér leið s.s. ágætlega í líkamanum en maður verður stundum að taka hvíld svo maður gefi kroppnum séns á að bæta sig. Ég tók þetta mjög hátíðlega og lá fyrir framan sjónvarpið í allan gærdag. Ég er hinsvegar ekkert sérstaklega hress í dag, með vægan hausverk, smá kverkaskít og mér er skítkalt. Ég á tíma í ræktinni seinnpartinn og ég ætla að sjá til hvort ég hressist ekki e

Granfondo

Mynd
Strava færsla dagsins. Þá er ég búinn með fyrsta granfondo (100 km) vetrarins á Zwift. Mig minnir að ég hafi nú bara farið svona langt einu sinni í fyrravetur enda tekur þetta drjúgan tíma og er töluvert strembið andlega. En ástæðan fyrir að ég ákvað að láta vaða á þetta núna er að ég er búinn að vera að nota samhjóls-fítusinn á Zwift (group ride). Þegar maður hjólar í hóp (peloton) á Zwift, þá fer maður töluvert hraðar þar sem maður sparar orku að vera stundum á eftir öðrum. Þar af leiðir að maður er ekki alveg jafn lengi að klára 100 km. Í Zwift Companion er hægt að finna sér viðburði/samhjól til að taka þátt í marga daga fram í tímann. Ég er með tvö öpp í símanum sem tengjast Zwift. Annað er sjálft forritið til að hjóla í, en þegar maður notar tölvuna getur maður líka haft kveikt á Zwift Companion (ZC) í símanum. í ZC er hægt að skoða kort, finna hjólara, fylgjast með helstu tölum og spjalla við aðra. Þar er líka hægt að fara í viðburðardagatal og finna sér samhjól eða kepnnir. Samh

Föstudagur til fjár

Mynd
Puru- og lambasteik á jólamatseðli Rub23. Þessi vika hefur flogið hjá og það er búið að vera brjálað að gera. Allt teymið mitt var í bænum og við notuðum 2 daga í skemmtiferðir og vinnustofur. Eins og lög gera ráð fyrir þá skelltum við okkur líka út að borða og ég verð að minnast á jólamatseðil Rub23.  Bornir eru fram 4 diskar með samtals 9 mismunandi réttum og kosta herlegheitin 10.900 kr. Hreindýrataco, húskarlahangikjöt, grísadömpling, léttgrafin bleikja, kálfakinn, purusteik, lambasteik, ís og ris a la mand. Við vorum 7 sem snæddum þetta og það var mál okkar allra að þetta væri með því besta sem við hefðum komist í á veitingahúsi. Ég gæti ekki mælt meira með þessu og tæki þetta alltaf fram yfir jólahlaðborð enda frumlegra, betra og skammturinn vel ríflegur. Æfingar hafa gengið vel en ég er búinn að vera á stanslausu ofáti þannig að markmið um að vera orðinn léttari fyrir Vetrarhlaupið í næstu viku eru farin í vaskinn- skítt með það. Ég hjólaði 55km í gær eftir vinnu og er að fara í

Gróft æfingaplan fyrir árið.

Mynd
Gróft uppsett æfingaplan fram í lok ágúst 2023.  Nú er ég nokkurnveginn búinn að leggja upp æfingaárið fyrir mér, þ.e. stóru myndina. Fyrir mér er það líka stóra myndin sem skiptir mestu máli og ég nenni ekki að detta í of djúpar pælingar um einhverjar flóknar útfærslur á einstaka æfingum eða missa mig í smáatriðin. Aðalmálið er að halda stöðuleika og jafnvægi og passa sig að ofgera sér ekki.  Svo er mikilvægt að nýta sér allt sem flokkast sem "low hanging fruit". Þar erum við t.d. að tala um mataræði, svefn, andlega heilsu, liðleika, alhliða styrk, hvíld frá snjalltækjum, skipulag, tímastjórnun og hvíld, svo eitthvað sé nefnt. Maður getur verið með flottasta og dýrasta æfingaplan í heimi en ef þessir hlutir eru ekki lagi þá gagnast það ekki neitt. Ég var að hugsa um að skrifa ítarlega um hvað er í gangi í hverri periodu fyrir sig en held ég nenni því ekki. Aðalatriðið er að ég byggi þetta upp á reynslu síðasta vetrar þar sem ég brenndi mig á því að vera að taka of mikla ákef

Vikulok, langt hlaup og nýjir skór

Mynd
Brooks Hyperion Tempo- keppnisskór Þá er góðri viku og helgi lokið og hringurinn hefst á ný. Eftir eitthvað eirðarleysi seinnipart vikunnar þá náði ég að kúpla ágætlega út og hlaða batteríin. Við Harpa skelltum okkur upp í Mývatnssveit á laugardaginn og gistum eina nótt. Við láum með tærnar upp í loft, horfðum á íþróttir og átum góðan mat og mikið af nammi. Halldóra átti afmæli í gær og það var mikil veisla í mat og drykk. Fiski-taco á laugardagskvöldið og geggjaður brunch í gærmorgun. Vikan á Strava Síðasta vika gekk vel í æfingum og ég hef verið að bæta aðeins í hjólaæfingarnar. Ég er ekki að taka neina ákefð á hjólinu heldur geri þetta bara til að stækka mótorinn og halda mér við. Þetta steinliggur með þessum 2 hlaupum í viku og ég er að ná fínum árangri. Þar sem ég er eiginlega í off-season þá hugsa ég að ég bæti nú ekki mikið í tímafjölda að sinni, heldur reyni að halda mig á þessu róli.  Vikan: Hjól: 3 klst (107 km utan við samgönguhjólreiðar) Hlaup: 1:56 klst (20,4 km) Lyftingar

Föstudagur

Mynd
Ætlaði að setja aðra mynd inn sem meikaði meiri sens með færslunni en týndi henni. Þessi frá Sprengisandi 2021 kemur bara í staðinn. Finnst ég verði að kvitta hér uppá þar sem ég veit ekki hvort ég muni hafa tíma í það um helgina. Reyndar hef ég ekki frá neinu að segja, bara venjulegt amstur hversdagsins og því hefur fylgt óvenjumikið eirðarleysi.  Ég geri mér ekki grein fyrir hvers vegna, en það lýsir sér í því að mér finnst ég ekki geta setið kyrr og er með eitthvað samviskubit yfir að vera ekki búinn að gera eitthvað sem ég veit ekki hvað er. Djúpstæður andlegur óróleiki. Ég hlakka alltaf til að vera farinn að gera næsta hlut en þegar til kastanna kemur nýt ég þess ekki heldur. Heitir þetta ekki að vera ekki í núinu? Þetta hlýtur að líða hjá. Hef annars verið að æfa vel og éta frekar skynsamlega. Annars er þetta bara venjulegur föstudagur og týpískur að því leiti að ég nenni ómögulega að elda. Langar í eitthvað fljótlegt, hollt, gott og ódýrt. S.s. einhver blanda sem er ekki til. E

Þvílíkur afmælisdagur í gær!!

Mynd
Fékk m.a. þetta geggjaða Pedla endurskynsvesti og nýja húfu undir hjálminn frá Hörpu.  Það er óhætt að segja að ég sé í skýjunum með afmælisdaginn minn í gær. Fékk alveg urmul af góðum kveðjum héðan og þaðan og mínir nánustu böðuðu mig svoleiðis upp úr gjöfum að ég á eiginlega bara ekki eitt einasta orð. Deginum eyddi ég svo að mestu með Hörpu sem bauð mér svo út að borða á Rub23 þar sem við áttum rómantíska kvöldstund. Ég fékk mér sushi á Rub23 í gær og það klikkaði náttúrulega ekki. Eins og lög gera ráð fyrir þá náttúrulega tróð ég svoleiðis í mig krásum í gær að það var farið að flæða út um öll göt þegar ég lagðist á koddann. Og ég nýtti líka daginn í að hvíla mig vel fyrir næstu æfingatörn sem hófst í dag með tempo-hlaupi og heimsókn í ræktina. Á morgun tek ég svo 1-2 tíma á hjólinu, lyftingar á föstudag, hjól á laugardag og langt hlaup á sunnudag. Maður verður að hafa eitthvað að gera. Tempo-hlaup dagsins. Hlaupið í dag gekk þrusu vel. Ég var kannski svolítið stirður í byrjun en þ

Vikulokin

Mynd
Það er ágætis gangur í æfingum hjá mér og hér má sjá að þær skiptast nokkuð jafnt niður á rækt, hlaup og hjól. Ég skellti mér út áðan og tók langa hlaupið mitt. Ég var nýlagður af stað þegar ég fattaði að ég gleymdi að setja stuðningsböndin með silicon-púðunum undir hnéskeljarnar. Ég nennti hinvegar ekki að snúa við og ákvað bara að láta það ráðast hvort ég myndi þola þetta. Ég var búinn að setja í planið að fara 10% lengra en á síðasta sunnudag og það voru því 12 km á dagskrá. Ég var léttur á mér allt frá byrjun og hélt auðveldlega hraða upp á 5:50 min/km án þess að púlsinn færi mikið upp fyrir 120. Ég hélt því bara þeim hraða og þetta gekk vonum framar. Þegar ég var kominn rúma 9 km var ég farinn að þreytast aðeins og fljótlega eftir það fékk ég smá sting í hnéin. Það varð þó aldrei það mikið að það stoppaði mig. Hlaupið endaði allt á fótinn og síðustu 2 kílómetrarnir voru frekar strembnir. Leiðin sem ég valdi var nákvæmlega 12 km og ég stoppaði beint fyrir framan blokkina hjá mér. M

Kirkjutröppurnar

Mynd
Það er fyndið að það sem orðið það erfiðasta við að sauma er að þræða blessaða nálina. Dagbjört tók þessa mynd af mér í gær þar sem ég var að bæta botninn á leggings buxunum hennar. Það gekk furðu vel og við náum að lengja líftímann eitthvað.  Í gær héldum við upp á afmælið hans Brynleifs í Kjarnaskógi og það er óhætt að segja að það hafi lukkast vel. Nokkrir krakkar og fjölskylduslektið skemmtu sér konunglega í myrkrinu. Við vorum undir tréskýlinu góða þar sem við kveiktum á friðarkertum, gerðum bál og tendruðum upp í grillum. Við borðuðum grillaðar pylsur, muffins, kakó og kaffi. Börnin þreyttust ekki á að hlaupa inn í myrkvaðan skóginn og komu svo sturluð úr hræðslu til baka, enda mikið um drauga og tröll þarna inni. Vinahópurinn hans Brynleifs. Vinnudagurinn í dag var frekar busy og óþarflega mikið af einhverjum leiðindamálum í gangi sem taka svolítið á mann. En maður er að herðast og færast nær því að taka það ekki inn á sig. Ég náði í það minnsta að hætta að velta mér upp úr þess

Yndislega hversdagslíf

Mynd
Ég og Dagbjört skelltum okkur í verslunarleiðangur í Bónus í dag. Það eru ótalmargir hlutir í lífinu sem maður þarf að gera sama hvort manni líkar það betur eða verr. Elda, vaska upp, þvo þvott, fara með dósir, fara í BYKO og kaupa tappa undir stóla, fara til tannlæknis, umpotta, þrífa baðið og fara í búðina. Já og vinna. Við sofum þriðjunginn af ævinni og eyðum restinni (næstum því) í eitthvað hversdagslegt. Afhverju ættum við þá ekki bara að reyna að hafa gaman af því? Það sem ég græddi á burnoutinu og skilnaðinum hér um árið var að ég fór að líta allt öðruvísi á þessa hluti. Börnin spila náttúrulega stóra rullu í þessu því þau gefa þessu öllu tilgang. Og ég áttaði mig á því að ég vildi glaður lifa fyrir það eitt að vakna með börnunum mínum, koma þeim á fætur, gefa þeim að borða og fara í vinnuna. Ég fór að njóta hversdagsins. Bíllausi lífstíllinn ýtti manni svo ennþá lengra í þessa átt (að vera í núinu), því margir hlutir taka mig og börnin mun lengri tíma en ef við ættum bíl. Maður

Vikan tæmd

Mynd
Vikan á Training Peaks. Ég átti fína tvo daga í Reykjavík í lok vikunnar en það var mjög gott að komast norður aftur snemma í gær. Við Harpa skelltum okkur á búðarráp og svo tók ég eina hörkuæfinu á Zwift. Ég ætlaði að taka 1,5 klst af rólegu endurance en skellti mér í group-ride þar sem hraðinn var aðeins meiri en ég hafði búist við. Þetta var drullugaman en ég stytti æfinguna niður í rúma klukkustund og þá var maður kominn tæpa 45 km. Maður hélt rúmlega 40 km/klst og meðalvöttum upp á 184. Ég hefði s.s. alveg getað hangið inni lengur en þar sem ég hef ekki verið að hjóla og átti langt hlaup í dag taldi ég öruggara að hoppa af lestinni. En ég fékk ekki strengi og fann ekkert fyrir þessu. Það er greinilega kjörið að henda sér í þessi samhjól þegar maður þarf að taka lengri endurance æfingar því tíminn er fljótur að líða og maður þarf að hafa sig allan við. Maður verður bara að passa sig að velja hóp í réttu getustigi miðað við þá æfingu sem maður á fyrir höndum. Ég valdi hóp sem átti a

Eymsli, það er rétta orðið

Mynd
Ein gömul og góð síðan ég var að reyna að koma Mývetningum úr sófanum. Aðventuhlaup 2014.   Ég var aðeins að lesa mér til um "muscle soreness" , þ.e. er eymsli í vöðvum vegna hlaupa. Þetta orð eymsli var einhvern veginn alveg stolið úr mér, en þetta lýsir því best hvernig mér hefur liðið í löppunum upp á síðkastið þegar ég hef verið að hlaupa. Eins og ég hef komið inn á þá er ég að reyna að feta einhverja fína línu milli þess að halda uppi þokkalegu álagi og bæta mig í hlaupunum og að hlaupa mig ekki í meiðsli. Fara eins nálægt brúninni og hægt er án þess að detta fram af.  Ég hef s.s. frekar upplifað þetta sem eymsli frekar en meiðsli og þar sem mér líður vel um leið og hlaupunum líkur þá hef ég ekki haft of miklar áhyggjur. En þetta er samt drullu pirrandi og ég velti því fyrir mér hvort ég fari ekki að losna við þetta? Einnig hvort ég sé að þróa með mér álagsmeiðsli. Muscle soreness is characterized by a tired or tight feeling while exercising, a dull and achy feeling whil

Örpóstur- með laskaða skrúfu og bilaða vél

Mynd
Myndin tengist þessu væli ekki neitt en hún er tekin í Kistufelli 2021, bestu hjólaferð sem ég hef farið í. Ég þurfti að rótera hjá mér æfingum þessa vikuna eins og enginn sé morgundagurinn. Ég er að fara til Reykjavíkur í hádeginu í dag og þetta er búið að vera rosalegt púsluspil. Börnin verða munaðarlaus til klukkan 18 í dag og þurfa sjálf að græja sig á Halloween ball eftir skóla, næra sig og klæða. En þau eru seig og þetta reddast allt. Manni hættir til að vantreysta börnum og ofvernda þau en þau koma manni sífellt á óvart. Ég skellti mér í hálfgildings hlaupaspretti klukkan 6 í morgun og ég var frekar slappur. Lappirnar eru sjúskaðar og ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti bara að lulla rólega. Á endanum lét ég mig hafa það og vonandi var ég ekki að gera mér illt með þessu. Ég veit eiginlega ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í þessum hlaupum núna. Ég er oft mjög stirður en er ekki með nein einkenni þegar ég er búinn. Ég held bara áfram að reyna að vera skynsamur og sé hvo

Epískt fall í stofunni heima

Mynd
Viðurkenning frá lokahófi HFA. Lokahóf hjólreiðafélagsins á laugardaginn var prýðis góð skemmtun þó mætingin hafi verið fyrir neðan allar hellur. En það var góðmennt og við skemmtum okkur konunglega. Þetta er skemmtilegur hópur og alltaf gaman að hittast. Ég fór ekki tómhentur heim því ég fékk viðurkenningu fyrir "dettu ársins". Þar er að sjálfsögðu vísað í hið epíska viðbeinsbrot í Kjarnaskógi í byrjun júní. Ekki tók ég þetta nú nærri mér og hafði bara gaman að þessu. En eins og ég sagði við Hörpu, þá er ég staðráðinn í að vinna eitthvað annað næst. En þegar ég kom heim eftir gleðina stillti ég þessu upp við spegilinn í ganginum og virti þetta fyrir mér. Hagræddi blaðinu og las hugsi yfir þetta. Velti því fyrir mér hvað ég ætti að gera við þennan snepil. Ekki ætla ég að ramma þetta inn allavega. Síðan gekk ég inn í stofu, rak löppina í gúmmímottuna sem er undir hjólinu mínu og flaug á hausinn. Ég sveif láréttur í loftinu og skall harkalega niður á hægri mjöðmina. Brynleifur