Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2009

Viljið þið lenda í sálarstríði? - Byrjið þá í golfi -

Þessi íþrótt sem ég elska að hata og hata að elska. Hvað þarf maður til að verða þokkalegur í þessari heimskulegu tímaeyðslu? Árangri mínum á hinum iðagrænu golfvöllum Íslands og Svíþjóðar væri hægt að líkja við sveiflur í rjúpnastofninum. Maður nær einhverjum hæðum, sem reyndar hefur oft bara verið ein kvöldstund, en síðan hrynur maður aftur og líkist á endanum hreyfihömluðum fábjána að slá mýflugur með staf. Eins og með rjúpnastofninn, þá eru lægðirnar alltaf að verða dýpri og dýpri, standa lengur yfir í einu og að lokum verður ekkert eftir. Í kvöld fór ég upp á golfvöll og afrekaði meðal annars að slá 3 kúlur í vatn sem var 5 metra fyrir framan mig. Höggið hefði þurft að vera ca. 10 metrar til að ná yfir. Á endanum var ég orðinn svo stressaður fyrir hvert högg að ég fraus algerlega, stóð með brostin augu yfir boltanum, langt á milli lappa, rassinn út í loftið, skjálfandi. Dróg kylfuna hægt aftur eins og ég héldi á ungabarni sem mætti ekki vakna, hallaði mér fram og stoppaði ekki bak

Áhugaverðar samræður og sveitasæla

Mynd
Það hefur margt á daga okkar drifið hérna fyrir vestan og ekki yfir neinu að kvarta. Nema kannski veðrinu í dag sem nú er orðið ágætt og var svo sem aldrei svo slæmt. Ætli megi ekki segja núna að maður sé formlega fluttur inn hjá Guðrúnu og drengjunum, búinn að flytja það dót sem manni finnst vænst um (utan skotvopna) og festa dádýrshorn á stofuvegg. Fórum í sveitina um helgina og ég gekk frá íbúðinni í Gamla húsi og hreinsaði það út sem ég held að komi að gagni í Skagafirði s.s vasahníf, límband, baggabönd, gæsaflautur og framsóknarnælu. Drengirnir kunnu sveitalífinu ágætlega og gengu í flest verk í fjárhúsunum heima í Brekku. Daníel var búinn að draga lamb úr rollu eftir aðeins 20 mínútna dvöl í fjárhúsunum, fannst það reyndar frekar ógeðslegt en lét sig hafa það. Gekk svo um og fylgdist með hvort ekki væru fleiri að fara að bera, bar vatnsfötur, skrúfaði fyrir krana og tíndi undan hænunum. Þau egg liggja núna hérna heima og búið að blása úr þeim. Mikill dugnaður. Þegar við komum hei

Margt um að vera

Árið er 1982, að mig minnir, og ég sit á nærfötunum einum saman og er að bisa við að skræla appelsínu. Ekki er ég nú laginn við þetta og litlu fingurnir eiga eitthvað erfitt með að ná undir börkinn. Ég bít því gat, treð puttunum undir þennan óþarflega þykka skjöld og beiti svo öllu mínu afli við að rífa bansett draslið af svo ég komist að safaríku kjötinu. Í öllum hamaganginum spýtist safi úr ávextinum, rennur niður og sullast víða, m.a á lærin á mér. Ég má ekkert vera að því að hugsa um þetta, ét aldinketið af áfergju og fer svo að huga að öðrum hlutum, dytta að dóti og hafa það almennt nice. Eftir nokkrar mínútur fer ég að hinsvegar að kenna til mikilla óþæginda og sviða sem stigmagnast. Að lokum líður mér eins og lærin á mér séu að brenna upp. Ég vil því nota tækifærið og benda fólki á að fara varlega þegar það snæðir appelsínur. Ef ykkur gengur erfiðlega að höndla þetta, biðjið um hjálp, ekki hika við það. Góðar stundir, Bjarni

Golfsumarið byrjað

Jæja þá er hitastigið skriðið í tveggja stafa tölu, jörð tekin að grænka og ekkert því til fyrirstöðu að rífa upp kylfurnar. Fór minn fyrsta hring á vellinum hér áðan og lofar hann bara góðu fyrir sumarið. Þónokkuð var um sveitamenn á vellinum sem veifuðu vingjarnlega, enda ekki á hverjum degi sem þeir sjá aðkomumann af mínu kaliberi sveifla járnum með tignarlegum, ef ekki sveimérþá hreinlega listrænum blæbrigðum. Ég leyfði Guðrúnu ekki að koma með í þetta skiptið og var að vonast til að hún gerði eitthvað nytsamlegt á meðan ég væri í burtu. Ekkert varð nú samt úr því. Er heim var komið lágu hún og drengirnir flöt sem nýslegin taða í sófanum, sjálfsagt með svima af ofslökun. Þau höfðu verið að horfa á eitthvurt söngkeppnisdrama og hvorki hreyft legg né lið. Ég þurfti sjálfur að hella á könnuna og gerði það í hljóði til að styggja ekki neinn. Annars er það nú meira hvað sumir þessir Skagfirðingar eru dæmalaust miklir búskussar. Það má þó ekki taka það af þeim að inn til sveita eru til r

Muuuuu

Svona eiga allir dagar að byrja. Og hananú!!! Lagið á líka að vera í bakgrunni, ég hef valið mér þetta lag sem back ground theme í gegnum lífið. Lifið heil, Bjarni

Kaffi

Ég vil biðja lesendur mína afsökunar á seinagangi við skrif á púltið mitt upp á síðkastið. Ætla ekki að vera með neinar afsakanir en tíminn hefur verið nýttur í eitthvað allt annað en skrifa lærðar greinar og pistla hér inn. Verð á ferðinni um helgina, sumarbústaðaferð og sitthvað fleira. Væntanlega tölvusambandslaus. Munið bara eftir smáfuglunum. Setjið niður gulrætur. Skafið og naglhreinsið spýtur. Hirðið í ykkur tennurnar. Borðið hollan mat. Notið hálstau á tillidögum. Hugið vel að börnunum. Guð blessi Ísland. Kveðja, Bjarni Ps. Skal setja hér inn pistil um rekafjörur við strendur Íslands í næstu viku.