Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2023

Æfingavikan og næsta mót.

Mynd
Æfing gærdagsins. Eins og ég sagði í síðasta pósti þá fannst mér ég þurfa að bæta aðeins snerpuna hjá mér og ákvað því að taka brekkuspretti í gær. Ég tók 11 spretti sem voru tæp mínúta á ca. 430 W að meðaltali. Þetta gekk helvíti vel og það var ekki fyrr en í síðasta settinu sem ég var farinn að finna verulega fyrir þessu. Eftir þetta tók ég smá aukahring í bænum og náði að klára æfinguna áður en það fór að rigna. Meðalfellshringurinn sem verður tekinn á síðasta bikarmótinu þann 8. júlí. Hringurinn er 22,8 km og 175 hækkun sem er ekki mikið. B-flokkur karla fer 4 hringi. Í dag (miðvikudagur) er hvíldardagur en svo ætla ég að taka HFA æfingu á fimmtudaginn og er það síðasta æfing sumarsins með hópnum. Á föstudaginn ætlum við Harpa svo að hjóla Meðalfellshringinn til að skoða leiðina fyrir 3. bikarmótið og svo keppum við í KIA Gull á Selfossi á laugardaginn. Það eru 130 núna skráðir í mína vegalengd í KIA Gull og ég átta mig eiginlega ekki alveg á því hvað það verður hörð keppni. Ég er

Íslandsmeistaramót - Recap

Mynd
Eina myndin sem ég finn af mér frá Íslandsmótinu í götuhjólreiðum á Þingvöllum. Hvar er Valli? Mynd: Steinarr Bragason Jæja þá er annað mót ársins búið (Íslandsmót) og það gekk svona upp og ofan, að mestu vel- ég er nokkuð sáttur. Vikan og hvíldin úti í Þýskalandi virðist ekki hafa haft of neikvæð áhrif á mig því ég var bara býsna sprækur. En eins og kom fram í póstinum á undan þá var ég hrikalega stressaður fyrir þetta og reyndar bara ekki í neinu stuði til að keppa. Það breyttist þó fljótt eftir að við vorum ræstir út. Undirbúningur Eins og fram hefur komið eyddi ég vikunni á undan í Þýskalandi í óþarflega miklum vellystingum. Ég passaði mig samt á því að næra mig vel, sérstaklega á morgnana þar sem ég tróð í mig eggjum, kornmeti og annari hollustu og svo var hádegismaturinn í húsi Sameinuðuþjóðanna í Bonn alltaf hollur og góður. Ég fór aðeins í ræktina, kíkti á æfingahjól, hljóp einu sinni og svo gekk ég mikið. Eftir að ég kom heim hjóluðum við Harpa einn stuttan hring og svo reyndu

Stress að morgni dags- Íslandsmót

Mynd
Við Harpa hjóluðum á Þingvöllum í gær. Íslandsmót í götuhjólreiðum Þingvellir 24.06.2023 101 km Ræsing: 17:00 Við Harpa fórum á Þingvelli í gær og tókum smá túr. Við fórum litla hringinn (sem Harpa hjólar 4x) og svo keyrðum við þennan risahring sem ég á að fara (101 km) svo ég fengi smá brautarskoðun. Góðu fréttirnar eru þær að táin og fóturinn á mér voru til friðs, en vondu fréttirnar eru að ég er eitthvað smeykur um að ég sé ekki í nægilega góðu formi og ég er drullu hræddur um að ná ekki að halda mér í hópnum. Það er versti ótti allra sem keppa í hjólreiðum að lenda á auðum sjó og þurfa að dingla einhverstaðar í tómarrúmi og fara kannski 5 km styttra á klukkustund. Mér leist ágætlega á brautina en verð þó að viðurkenna að ég var að vonast til að það væru meira afgerandi brekkur. Flestar hækkanir eru í það litlum halla að þær munu sennilega ekki nýtast mér nægilega vel. LANGIR kaflar eru alveg flatir og þar mun ég þurfa að hamast þangað til það fer að blæða úr augunum á mér. Góðu fré

Bonn

Mynd
Með góðum vinum í Bonn. Jæja þá er maður kominn á þessu djöflaeyju eins og maðurinn sagði. Löppin á mér er heldur að batna en ég á enn eftir að prufa að hjóla og sjá hvernig þetta kemur út. Íslandsmótið er á morgun og ég er orðinn helvíti stressaður fyrir þetta. Ekkert búinn að hjóla neitt í viku og veðrið hérna í höfuðstað helvítis er vægast sagt leiðinlegt. Ausandi rigning og vindur og útlit fyrir að þannig verði það á morgun líka. Ég er alvarlega farinn að spá í hvort ég sleppi þessu en líka hræddur um að ég muni sjá eftir því. En vinnuferðin til Bonn var hinsvegar alveg frábær og ég er svo ánægður með að hafa látið mig hafa það að fara. Það var frábært að hitta allt þetta skemmtilega fólk eftir langan tíma og ég kynntist líka fullt af nýju skemmtilegu fólki sem á eftir að koma sér vel í þeim verkefnum sem við erum að vinna hérna heima. Það kom mér líka á óvart hvað það voru margir þarna sem voru veiðimenn. Já, vísindamenn geta líka verið veiðimenn. Veðrið var heldur ekki til að væl

Vinnuslys!

Mynd
Táin í morgunsárið. Þegar ég kom á hótelherbergið í fyrradag byrjaði ég á því, eins og ég geri alltaf þegar ég kem á hótelherbergi, að taka túr og meta ástandið. Marriot í Bonn er ekkert slor, fallega innréttað, tandurhreint, stórt og gott sjónvarp, sloppar og inniskór fyrir spa-ið, geggjað rúm fullt af koddum, stórt bað og að sjálfsögðu kaffi og vatn á flösku. Það sem ég var samt ánægðastur með var geggjaður hægindastóll með borði. Þetta er lúxus sem er ekki alltaf til staðar. Ég hlammaði mér niður í stólinn, skellti fótunum upp á borð og slakaði á í smá stund. Ég hugsaði að þrátt fyrir að allt annað á þessu hóteli yrði flopp, þá allavega hefði ég alltaf þennan stól til að hugga mig við. Á þessum tímapunkti grunaði mig ekki að hann ætti eftir að valda mér verulegu líkamstjóni og óbærilegum sársauka sem myndu setja öll mín plön um atvinnumennsku í hjólreiðum í uppnám. Klukkan 04:00 í nótt vaknaði ég til að fara á klósettið, stökk fram úr rúminu og náði að dúndra litlu tánni í einn fóti

Dagbók á hraðferð

Mynd
Kátar vinkonur á 17. júní í 23°C hita og sól.  Laugardagur 17. júní. Vaknaði um kl. 08:00, fékk mér kaffi og morgunmat. Skellti mér út að hjóla í 2 klst. Veðrið var geggjað, 23°C hiti en nokkur vindur. Hitta Villa við Hrafnagil og við hjóluðum saman inn að Smámunasafni og heim. Fór í bað, fékk mér smoothie og brauð. Fór með börnin á 17. júní hátiðarhöld. Fór heim á undan þeim og kláraði að taka mig til. Fór til Hörpu og hún keyrði mig á völlinn. Fékk mér Subway í Reykjavík og fór á Grand Hotel að sofa. Spa-ið á Marriot í Bonn. Sunnudagur 18. júní. Vaknaði klukkan 04:00 og keyrði út á Keflavíkurflugvöll. Fékk mér avocado toast með eggjahræru, sódavatn og kaffi. Flugið gekk vel. Fékk mér súkkulaði, kaffi og vatn á leiðinni. Lenti í stressi í lestunum í Þýskalandi í 29°C hita og miklum raka. Fékk mér saltkringlu og vatn. Var alveg „toast“ þegar ég kom á Marriot og nennti ekki í bæinn. Fékk mér svakalegan skammt af nautasteik með fröllum og fersku grænmeti. Fór upp á herbergi og kláraði To

Á faraldsfæti

Mynd
Á Seiðisfirði. Vikan hjá mér hefur verið hálfgerð steypa það hefur verið svo mikið að gera hjá mér. Fór í vinnuferð til Egilsstaða í 2 daga og svo hef ég verið á hvolfi við að ganga frá lausum endum fyrir vinnuferðina til Bonn, taka mig til og svo að sjálfsögðu að æfa.  Egilsstaðir - Seyðisfjörður. Það bjargaði alveg vikunni að geta tekið með hjólið í vinnuferðina og ég notaði tækifærið og hjólaði til Seyðisfjarðar frá Egilsstöðum. Þetta er alvöru klifur báðumegin og ég fékk alveg geggjað veður. Steikjandi hiti á Egilsstöðum og ég var bara á bolnum þangað til ég fór að fara niður Seyðisfjarðarmegin. Gulli var búinn að benda mér á að taka þunnan jakka til öryggis og ég var feginn að hafa gert það. Þessi leið er eflaust með þeim skemmtilegri sem hægt er að fara hérna á Íslandi ef maður fílar að klifra og það var rosalega gaman að koma niður á Seyðisfjörð sem var fullur af lífi. Ég settist aðeins niður á Öldunni og fékk mér kaffi og gulrótaköku og hélt svo yfir aftur. Það eina sem skemmdi

Kominn aftur í "Build Phase"

Mynd
Við Harpa fórum fram í fjörð um helgina að hjóla og gátum ekki annað en stoppað við þessa litadýrð. Nú er fyrri toppurinn minn á tímabilinu búinn, hvíldarvika að baki og þá þarf maður að hlaða inn klukkutímum aftur og fara inn í nýtt uppbyggingartímabil, eða "build phase". Það snýst í rauninni um að hlaða upp TSS (Training Stress Score) fyrir hverja æfingu sem hækkar svo CTL (Cronic Training Load). CTL er tala sem er reiknuð út frá hlaupandi meðaltali æfinga síðustu 40 daga. Því hærra CTL, því meira hefurðu æft og ættir tæknilega séð að vera í betra formi. CTL-ið mitt er 80 núna sem er ágætt, sérstaklega miðað við að ég hafi tekið 5 daga alveg í hvíld. Síðustu 4 vikur á Strava hjá mér. Síðustu 4 vikur hjá mér hafa gengið þokkalega og eru nokkurn veginn eftir plani. Vikan með 5:41 klst. var vikan fyrir Mývatnshringinn (aflýst) og það var eftir matseðlinum. Síðan kom keppnisvikan þar sem ég hélt líka plani. Ég endaði í tæpum 5 klst í hvíldvarvikunni en fyrstu 5 dagana var hreyf

Tour de France 101

Mynd
Hjólagoðsögnin Eddy Merx að keppa í Tour de France. www.pelotontales.com Inngangur: Þegar ég var að byrja að hjóla fór ég að fá áhuga á því að fylgjast með Tour de France. Ég átti hins vegar mjög erfitt með að festast yfir þessu, m.a. vegna þess að ég þekkti ekki liðin og átti enga uppáhalds hjólara. Svo get ég líka bara verið alveg hreinskilinn og viðurkennt að ég skildi ekki rassgat í hvað var að gerast. En ég vissi að það var eitthvað meira á bakvið þetta og svo heillast maður alltaf af íþróttum sem krefjast svona mikils líkamlega af íþróttamönnunum. Það er nánast ómannlegt að komast heill í gegnum þetta. En ég gafst ekki upp og smám saman sogaðist ég inn í þessa íþrótt og áttaði mig á því að þetta er í rauninni eins og skák á hjólum. Og þetta er magnað að því leiti að eftir því sem þú skilur þetta betur, því meira ávanabindandi verður þetta. Taktíkin og margbreytileikinn eru óþrjótandi. Það er oft mikið stuð í kringum keppendur. Tour de France Frakklandstúrinn er áfangakeppni (stag

Hvíldin

Mynd
Í dag setti ég styttri stamma á hjólið og mér fannst það gera því gott á alla vegu. Ég var búinn að ætla að skrifa aðeins um hvíldina sem ég tók í síðustu viku og hvaða áhrif hún hafði á mig. Í stuttu máli þá var þetta SVO rétt ákvörðun. Ég er fullur af orku og mér finnst ég geta brotið hjólið og slitið keðjuna þegar ég er að hjóla. Svo er ég líka bara vel mótíveraður eftir þetta og fullur tilhlökkunar að takast á við æfingar komandi vikna. Siggi Bikefit lagði það til við mig í fyrra að ég myndi kaupa mér 2 cm styttri stamma á hjólið. Stammi er í rauninni stykkið sem festir stýrið við stýrisöxulinn og ýtir því fram (lárétta stykkið fyrir aftan stýrið). Því lengri sem hann er því lengra þarf fólk að teygja- og halla sér fram. Ég er náttúrulega frekar lítill og þetta hjól hefur aðeins verið dregið niður í dómum fyrir að vera með mikið "reach", þ.e. langt frá hnakk og fram á stýri. Nú jæja, ég lét loksins verða af því að setja stammann á og það fyrsta sem ég tók eftir var að mé

Úthvíldur á gömlu hjóli

Mynd
Annar dagurinn í röð sem ég nota gamla hjólið. Þegar ég fór með TCR hjólið í Útisport kom í ljós að annar stimpillinn í bremsudælunni að aftan var gjörsamlega steiktur. Þeir eru eitthvað að skoða þetta og ég veit ekki hvenær ég fæ hjólið aftur. Þá var nú gott að eiga gamla hjólið ennþá og ég reif það af trainer-num í gær, pumpaði í dekkin og smurði keðjuna. Ég er líka guðs lifandi feginn að ég var ekki búinn að selja vattapedalana og ég setti í þá ný batterý og tengdi við nýju hjólatölvuna án vandræða. Ég hélt það yrðu mikil viðbrigði að fara af nýja hjólinu yfir á það gamla en ég verð að segja að ég trúi því varla hvað munurinn er lítill. Ég varð nánast svekktur hvað er gott að hjóla á gamla hjólinu. Ég ætla ekki að segja að ég finni ekki mun en hann er minni en ætla mætti. Ég ætla að gera smá samanburðarpælingar: Focus Izalco Race 2018 Gamli Gráni. Ég keypti hjólið á tilboði sumarið 2019 og borgaði 195.000 kr. Á þessum tíma eru púðabremsur að mestu á útleið og það er sennilega ástæða