Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2008

Óbærilegt sumarfrí?

Eruð þið að upplifa óbærilega leiðinlegt sumarfrí? Vantar ykkur eitthvað að gera í góða veðrinu? Tugþúsundir Íslendinga þjást um þessar mundir og eru að drepast úr leiðindum og því ákvað ég að koma með 3 góð ráð til að eyða tímanum: 1) Skrifið bréf til allra ráðherra í Ríkisstjórninni. Í bréfinu skuluð þið lýsa hvaða persónulegu væntingar þið gerðuð til þeirra er þau hófu setu í Ríkisstjórninni. Endið hvert bréf á því að segja þeim hvað ykkur finnst um þau sem persónur. 2) Ef þið vitið um örnefni í náttúru Íslands sem hefur að öllum líkindum í fyrndinni borið annað nafn, athugið hvort þið getið ekki fundið lögfræðing og farið í mál við landeigendur. Dæmi, Hvannfell (við Búrfellshraun) heitir Hvammfell á sumum gömlum landakortum. 3)Skrifið lista yfir allt sem fer í taugarnar á ykkur í fari íslenskra ökumanna og í umferðamenningu þjóðarinnar. Opnið bloggsíðu um umferðaröryggi og afhendið Dómsmálaráðherra plagg með 1500 undirskriftum og gefið honum gulllitað stýri. Ef engin af þessum till

Veiðihundar

Mynd
Þeir sem þekkja mig vita að mér finnst fátt skemmtilegra en að veiða. Ferðir mínar til Svíþjóðar eru gjarnan hápunkturinn á veiðiveislunni ár hvert og nú á ég pantað flug til Svíþjóðar þann 14. ágúst. Stefnan er tekin á Smálönd, þar sem grænir skógar bíða, vonandi fullir af fallegum dýrum sem bíða eftir því að komast í snertingu við sósu og kartöflur. Í félagskap snusandi veiðikarla höfum við feðgar átt margar góðar stundir. Yfirleitt er étinn matur að skapi sannra karlmanna, baunasúpur og flesk t.d, menn leggja sig þegar þeir eru þreyttir og skíta þegar þeim er mál. Lífið snýst um veiðar og maður gleymir öllu öðru í nokkra daga. Dásamlegt. Eitt af ævintýrunum sem við höfum lent í þarna tengist veiðihundum. Veiðifélagar pabba eiga 3 loðna óþokka, pínulitla en duglega terrier hunda sem eru notaðir við að spora og reka dýr. Hinsvegar, þegar við sitjum á passi, bíðum upp í turni í frið og ró þurfa þessir ferfætlingar að sitja heimavið. Til að gera langa sögu stutta þá finna þeir sér stund

Sparnaður

Til að takast á við erfitt efnahagsástand þá ákvað ég að fara á hjóli í vinnuna í gær. Hjólaði svo heim, náði í íþróttadótið og hjólaði í ræktina í mígandi rigningu. Þegar ég var búinn að þessu öllu þá fannst mér ég eiga skilið að fara og eyða peningum, sem ég reyndar gerði ekki. Þar sem ég var með bílinn í bílageymslunni í nótt þá endaði ég auðvita á því að mæta á honum í vinnuna í dag. Það var bara eitthvað svo kúl að taka lyftuna niður í kjallara, opna hurð með fjarstýringu og þjóta út í lífið. Ég hef sem sagt lagt mitt af mörkum við að rétta þjóðarskútuna af. Ef við hjálpumst öll að og beitum heilbrigðri skynsemi, t.d að taka með okkur nesti til útlanda og drekka Grænan Braga í stað Merrild, skeinum okkur á færri blöðum og hjólum í vinnuna 1x í viku þá verður þetta allt í lagi. Safnast þegar saman kemur og ef þið takið þátt í þessu átaki þá komumst við kannski upp með að reisa færri álver. Lyftum Geirstaki, áfram Ísland.

Nýa íbúðin

Jæja, þá er maður búinn að flytja, þrífa gömlu holuna og eins og þrælarnir sem byggðu píramídana sögðu þegar þeir ræddu um lífeyrissparnað: From here, it´s nothing but smooth sailing. Ég hef samt haft krónískar áhyggjur af því að hafa ekki þvottavél. Hitti stúlku á förnum vegi, spurði hvort hún gæti lánað mér þvottavél. Já, hún gat það, húrra. Árangur minn í að fá þvottavélar lánaðar er því 100%, ekki slæm tölfræði það. Nú vantar mig ekkert nema: Persnesk teppi, nýjan sófa, nýjar mublur í stofuna, myndir á veggina, diska og glös, nýjan lampa, skógrind, flatskjá, heimabíó, Bosch kaffivél sem malar baunir, nýtt náttborð, rúm í gestaherbergið, styttur, vinnuborð í forstofuna, einhver djöfullsins blóm, snaga, fullt af mat, aukið sjálfstraus, hvítari tennur og slatta af peningum. Eða bara konu sem getur græjað þetta allt saman. Væri þá líklega tannlæknir, ekki slæm hugmynd. Ef þú ert myndarleg og vel stæð "tannlæknakona" (gott orð) sem kann að verka gæsir og þrífa byssur þá endile

Erfið helgi fyrir höndum.

Þar sem ég er svo gríðarlega skipulagður þá hef ég skipulagt næstu helgi í þaular, enda engin venjuleg helgi framundan. Á föstudaginn ætla ég að fara úr vinnunni kl. 15 og horfa á Opna Breska til kl.18 og skella mér svo í golf. Á laugardaginn ætla að vakna á kl.06:00, fara upp á golfvöll og spila allavega 9 holur. Fer heim, elda amerískar pönnukökur með beikoni og sírópi og helli upp á rótsterkt kaffi. Horfi svo á Opna Breska til kl.18:00. Þá verður kominn tími til að spila golf fram á kvöld. Sunnudagurinn verður svo kópía af laugardeginum nema með öðrum matseðli. Ég ætla ekki að breyta neitt út frá þessu plani mínu og þá er bara spurningin......... ætlar einhver að vera memm?

Hmmmmmmmm....

hvernig er best að setja upp þennan introduction kafla? Ef ég byrja á því að fjalla um laxfiskaeldi í Evrópu og minnist svo á bleikjueldi á Íslandi.... fer svo út í það úr hverju þetta fóður er gert, minnist á stofna uppsjávarfiska og .......... hvernig ætli þessi pútter sem Hermann var að nota komi út? Ef ég fengi að prufa hann og bera hann saman við minn pútter. Já fiskar.... það verður skortur á lýsi mjög fljótlega.. best að blaða í þessari grein um að ekki sé alveg víst að hlutfall n3 og n6 skipti jafn miklu og talið var.... þar kemur inn munurinn á því hvað er upprunið úr hafinu og hvað kemur úr plöntum. Verð að fara að panta flugfar til Svíþjóðar..... hvar ætli bestu bokkarnir séu núna? Ætli Gustav hafi skotið fína bokkinn sem ég sá í fyrra eða ætli hann sé enn að spranga um skóginn á Nya Ryd??? Hvar eru þessar greinar um soya- olíu og djöfullsins upphafshögg voru þetta hjá meistaraflokknum á 1. braut í gær......... þyrfti eiginlega að skreppa upp á æfingasvæði... sortera greinar

Nenni ekki að flytja.........

Jæja er ekki best að fara að setja hér eitthvað inn á dagbókina? Það finnst mér nú ljósin mín. Nú hef ég fengið afhenta íbúðina sem ég er að fara að leigja. Fékk lyklana reyndar í síðustu viku en hef ekki einu sinni drullast til að fara og kíkja betur á hana. Svona er mikið að gera hjá manni. Asnaðist til að skrá mig í Meistaramót Golfklúbbs Akureyrar og var að spila fyrsta hring af 4 í kvöld. Byrjaði eins og Tiger Woods á sterum en drullaði svo hressilega upp á bak að meðspilarar mínir voru eflaust farnir að halda að ég hefði orðið skyndi- hreyfihamlaður. Ég var eins og hæðaveikur simpansi að berja í jörðina með skóflum. Er samt eins og staðan er í 4. sæti í mínum flokki og 14 höggum frá efsta manni. Jæja það eru 54 holur eftir og það þýðir ekkert að leggja kylfur í rassgat heldur skal girða sig í görn, sjúga upp í augun og taka í nefið. Fyrir þá sem skilja golf þá fór ég þessar 5 par 3 holur sem eru á vellinum á samanlagt 18 höggum yfir pari. Í stuttu máli þýðir það að ég gæti hægleg

Meira video

Ég og Dóri vorum að ræða músíkk í gær. Þar bara á góma diskurinn Sawdust með the Killers sem okkur bræðrum þykir mikil snilld. Þar er meðal annars að finna lagið Ruby sem megatöffarinn Kenny Rogers gerði vinsælt á áttunda áratug síðustu aldar. Dóri sendi mér svo link á youtube þar sem kyntröllið tekur þetta lag með fríðu föruneyti. Læt þetta fylgja þar sem þetta er ódauðlegt. Gaman líka að sjá það, að árið 1974 var Kenny alveg nákvæmlega eins og Jenni í Brain Police var ca. 30 árum síðar. Mennirnir eru bara alveg nákvæmlega eins. Annað meik sem Kenny hefur skilað af sér er lagið "Just Dropped In (To See What Condition My Condition Was In)" sem er að finna í Big Lebowski. Menn geta youtubað það ef þeir hafa ekkert betra að gera. Kveðja úr súldinni, Bj