Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2016

Snjór í Göngugötunni

Mynd
Var á Akureyri í vikunni í snjó og jólastemmningu.

Andrew Wyeth

Mynd
The dam, 1960 First snow (Groundhog day study) 1959 Einn af mínum uppáhalds listamönnum er Andrew Wyeth (1917-2009). Þó hans þekktustu verk hafi verið máluð með eggjarauðum og litarefni -eins og gömlu meistararnir notuðu- þá var hann býsna helvíti seigur með vatnslitum. Hér má sjá skemmtilega samantekt af vetrarmyndum eftir Andrew, bæði vatnsliti og egg tempera verk. Ég get alveg týnt mér í að skoða málverkin hans. Þau eru eitthvað svo rosalega dulræn og í þeim er svo mikil saga. Þau eru líka á einhvern hátt einmannaleg. Það er smá Gyrðir í þeim- eða Andrew í Gyrði. Þó stílinn á vatnlitamyndunum hans sé kannski mjög ólíkur því sem ég er að gera, þá get ég tekið mér ýmislegt til fyrirmyndar. Það fyrsta sem mér dettur í hug eru brúnirnar (edges). Vatnlsitamálun er stundum sögð battle between edges. Það þurfa að vera bæði skarpar og veikar línur. Mænir á húsi sem er sköróttur, boginn eða með veikar línur verður t.d. ekki trúverðugur. Skuggi af ljósastaur er væntanlega beinn.

Skissa

Mynd
Það gengur ekki að láta líða dag án þess að mála. Gerði eina 5 mínútna skissu á Backpackers í dag og svo eina bátamynd eftir kvöldmat. Læt samt nægja að birta skissuna

Bátar

Mynd
Og ég sem ætlaði að vera að safna mér upp í eina sýningu af vetrarmyndum. Nú hafa bátarnir aftur náð tökum á mér. Þetta er Blakeney harbor á Englandi en þangað hef ég aldrei komið.

Tilvistarkreppa

Mynd
Ég er svo ringlaður í hausnum varðandi hvað ég á að gera atvinnulega séð, að ég held að ég geti flokkað það sem hreina tilvistarkreppu. Við erum að tala um það mikla krísu að ég fór á ja.is áðan og leitaði að einhverjum með eftirnafnið Kierkegaard. Ég verð víst bara að halda áfram að skoða capacent.is. "Sérfræðingur á sviði kostnaðargreiningar" hjá Landsvirkjun, það er svo mikið ég.

Skissa frá Færeyjum

Mynd

Loose

Mynd
Nú reyndi ég alveg eins og ég mögulega gat að vera loose og einfalda allt til dauða. Þessi er alveg ágæt og nær því sem ég hef verið að reyna að ná fram upp á síðkastið.

Meiri kódilettur

Mynd
Tók aftur mynd í kódilettunum og langaði til að mála eftir. Heildar fílingurinn er fínn í henni en ég myndi vilja breyta ýmsu. Smá mistök í skuggum og ljósin voru ekki nægilega vel gerð.

Guðrún frá Lundi

Mynd
Ég las bók eftir Agatha Christie í fyrsta skipti á ævinni í dag. Morðið í austurlandahraðlestinni er einhver versta bók sem ég hef lesið. Mér datt í hug að hún (Christie) væri Guðrún frá Lundi þeirra Breta. Ég tek það þó fram að ég hef bara lesið eina bók eftir Guðrúnu frá Lundi, en hún var hálf eitthvað hryllileg. Ég dáist samt mjög af henni sem persónu og hún hefur verið hörku kelling. Í tilefni af þessu öllu var portrait dagsins hraðskissa af G frá L

Gömul stef

Mynd
Þessa hef ég gert allavega tvisvar áður en nú tókst mér að hafa hana ennþá "lausari" en í hin skiptin, sem er gott- þó ég sé að sjálfsögðu ekki alveg ánægður með hana. En þetta var djöfull skemmtilegt og aldrei til ónýtis.

Akureyri

Mynd
Langaði til að gera aðra einfalda með stórum pensli og það tókst að sumu leiti ágætlega þó ég þurfi aðeins að hressa upp á fígúrurnar almennt.

Aftur að bátum

Mynd
Ég leitaði uppi þessa ljósmynd sem ég tók í sumar nú í kvöld þegar mig langaði allt í einu til að mála báta. Ég reyndi að einfalda þetta eins mikið niður og ég mögulega gat og notaði svo stóran pensil. Þetta er ekki alveg ónýtt en ekki alveg gott heldur.

Verkefni

Mynd
Maður heldur áfram að reyna að gera eina andlitsmynd á dag. Ég nenni ekki að leggja mikið í þetta og hef þetta bara frekar gróft. Maður hlýtur samt að æfast með tímanum

Málað til að mála og Fúsi

Í kvöld málaði ég bara til að mála- sem hljómar kannski skringilega. Stundum bara verð ég en hef samt ekki eirð í mér til að vanda mig. Finn bara mynd af einhverju og byrja á fullu. Ákveð ekki fyrirfram hvernig ég ætla að vinna verkið og þá endar þetta yfirleitt í ruslinu. Vantar einhver góðan innblástur. Annars horfðum við hjónin á Fúsa í kvöld og vorum alveg rosalega hrifin. Það er óhætt að segja að Gunnar Jónsson eigi skilið öll þau verðlaun sem hægt er að hlaða á hann fyrir frammistöðuna.

Vetur

Mynd
Eitthvað krot í tilefni af engu sérstöku. Gerði svo eina stóra sem átti að vera í svipuðum stíl en var ekki sértök.

Heimsókn

Mynd
Í dag heimsótti mig svissneskur ljósmyndari og fékk að fylgjast með mér mála mynd. Það var svolítið skemmtilegt að hafa hana þarna með myndavélina, hún var svo áhugasöm um þetta allt saman. Ég reyndi að segja henni að ég vissi ekkert hvað ég væri að gera en henni fannst þetta voðalega merkilegt allt saman. Hún tók líka myndir af mér, Guðrúnu, Dagbjörtu og Brynleifi. Ég hlakka til að sjá útkomuna. Ég málaði fyrir hana smá skot frá hádegismatnum í dag. Kótilettur í Jarðböðunum gæti verkið heitið.

Sandur

Mynd
Keyrði heim að Sandi í Aðaldal í sumar en þaðan er ég ættaður þó ég þekki þar ekkert til. Myndin varð pínu þurr.

Bókin

Mynd
Reyndi að gera vetrarmynd með nýjum pensli sem ég var að fá í pósti. Var samt ekki upplagður,reyndi að flýta mér og fór á endanum í fýlu við myndina og hún varð ljót. Maður verður að vera með gott vibe þegar maður málar- það gengur ekkert að vera þreyttur. Gerði svo eina kontorteikningu fyrir nýja verkefnið.

Krot

Mynd
Hef ekki haft mikla þolinmæði í að teikna eða mála mannskepnuna. Fékk bók í jólgjöf þar sem ég get gert 365 skissur - ein á dag í heilt ár. Kunnulegt verkefni fyrir mig. Hef velt því fyrir mér hvort ég geri þá eina portrett á dag og ég byrjaði í kvöld. Kannski leyfi ég fólki að kíkja í bókina hér á blogginu við og við.

Undirbúningur

Mynd
Ég var búinn að velta fyrir mér hvort myndin sem ég er með sem cover-mynd á FB væri efni í stóra mynd og gerði því þessa skissu til að hita upp.

Meiri skissa

Mynd
Stundum þegar ég er í lóninu óska ég þess að ég gæti verið þar að mála. Allt er hægt en mér finnst mjög ólíklegt að ég eigi eftir að láta það eftir mér. Ég veit ekki afhverju mér datt þetta í hug núna en ákvað að gera smá skissu frá Jarðböðunum.

Vetrarskissa

Mynd
En einu sinni en bankar veturinn uppá hjá mér og nú í formi skissu sem ég gerði af Hverfjalli eftir mynd frá Agli. Ég gerði hana með frekar stórum flötum pensli sem jólasveinninn gaf Brynleifi í skóinn.

Ein fín sunnan af bæjum

Mynd
Þó þessi hafi á endanum ekki orðið eins og ég ætlaði mér að hafa hana, þá er eitthvað við hana.

Séra Örn

Mynd
Mér hefur ekki alveg gengið eins og ég hefði viljað í þessum vetrarmyndum- en ég er óþolinmóður og svo liggur mér heldur ekkert á. Ég kom að því um daginn hvað mér finnst Bláfjallið alltaf fallegt séð sunnan af bæum og langar því til að birta eina mynd sem Séra Örn málaði 2011 og er í eigu Bjössa Gauta. Þessi mynd er alveg snilldar vel heppnuð hjá karlinum. Ég veit ekki mikið um myndlist þannig lagað eða mynduppbyggingu, en þarna finnst mér gott jafnvægi á milli forgrunnsins og hvorugt of mikið eða lítið unnið. Töfrarnir við þessa mynd gerast þegar maður gengur frá henni og gefur henni 2-4 metra. Alveg miljandi 3-vídd. Þið getið prufað með því að stækka hana og minnka hana svo aftur.

Kinnarfjöllin

Mynd
Langaði að gera Kinnarfjöllin en náði ekki því sem ég ætlaði að ná fram.

Suðurbæir 2

Mynd
Ákvað að gera þetta sjónarhorn aftur en þetta varð eiginlega of bleikt. Þessi litaskipti í himninum eru svolítið snúin þar sem rauðum og bláum lit hættir að renna saman í gráan og þetta var of þurrt hjá mér.

Heitur vetur

Mynd
Þessi varð allt of heit og ekki sannfærandi sem vetrarmynd. Þessvegna lagði ég svo sem enga vinnu í forgrunninn og ákvað að drífa þetta af. Ætli ég verði ekki að minnka mig aðeins niður aftur á meðan ég er að reyna að ná réttu litunum í himininn. Alltaf þegar maður heldur að nú sé maður kominn á beinu brautina kemur bakslag.

Vetrarmyndir

Mynd
Það var fallegt veðrið í gær. Þessi er tekin á "Tangangum". Eftir síðustu vetrarmynd er ég farinn að hugsa um hvort ég haldi mig ekki bara við þá árstíð í bili. Það er eitthvað heillandi við hugmyndina að opna myndlistarsýningu í sumar á vetrarmyndum. Ég ætla að hafa þær stórar og helst allar í svipuðum stíl og eins ramma. Síðasta sýning var meira svona bara mála mála mála... bara eitthvað út í loftið en í raun langaði mig að gera einhverja heilsteypta seríu en datt ekki niður á neitt sérstakt. Ég hef verið að velta því fyrir mér síðustu daga afhverju ég er farinn að dragast að landslagsmyndum aftur en kann svo sem enga sérstaka skýringu á því, nema kannski þá að við höfum fengið nokkra ægifagra vetrardaga hér upp á síðkastið. Þetta hefur orðið til þess að maður hefur farið meira að góna í himininn og birtuna til að stúdera litina. Svo er þetta kannski bara mitt innlegg til náttúruverndar. Ég gerði eina í gær en missti hana í of hlýja liti, sem gengur ekki. Volg ve