Vetrarmyndir

Það var fallegt veðrið í gær. Þessi er tekin á "Tangangum".
Eftir síðustu vetrarmynd er ég farinn að hugsa um hvort ég haldi mig ekki bara við þá árstíð í bili. Það er eitthvað heillandi við hugmyndina að opna myndlistarsýningu í sumar á vetrarmyndum. Ég ætla að hafa þær stórar og helst allar í svipuðum stíl og eins ramma. Síðasta sýning var meira svona bara mála mála mála... bara eitthvað út í loftið en í raun langaði mig að gera einhverja heilsteypta seríu en datt ekki niður á neitt sérstakt.

Ég hef verið að velta því fyrir mér síðustu daga afhverju ég er farinn að dragast að landslagsmyndum aftur en kann svo sem enga sérstaka skýringu á því, nema kannski þá að við höfum fengið nokkra ægifagra vetrardaga hér upp á síðkastið. Þetta hefur orðið til þess að maður hefur farið meira að góna í himininn og birtuna til að stúdera litina. Svo er þetta kannski bara mitt innlegg til náttúruverndar.

Ég gerði eina í gær en missti hana í of hlýja liti, sem gengur ekki. Volg vetrarmynd er eins og kalt beikon og volgt brennivín.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101