Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2012

Ólafur

Mynd
Tilraun til Ólafs Thors Sumir menn eru myndarlegri en aðrir menn. Öllu heldur, sumir líta bara einhvernveginn þannig út að maður verður að reyna að teikna þá. Er búinn að taka smá syrpu núna, fyrst á Davíð Stefánssyni en datt síðan niður á Ólaf Thors. Hann var með eitthvað svo mergjað hár. Ég er ekki ennþá búinn að ná honum, sérstaklega ekki nefinu, en það kemur. Ég veðraðist allur upp við prósann sem ég fékk um daginn frá Gene. En ég ætla samt ekki að semja prósa um Ólaf Thors. Kveðja, Bjarni

Gene

Mynd
Gene, John og ég í golfi í Norður Karolínu Gene vinur minn hefur verið duglegur að hvetja mig áfram við að skissa og mála. Alltaf að hafa skissubók við hendina segir hann. Hann ferðast mikið um heiminn og ég fæ oft skemmtilegar skissur í tölvupósti um snjallsíma. Stundum líka þykk umslög í pósti með skissum, myndum, greinum eða einhverju áhugaverðu. Stundum áhugaverðar bækur. Hann er einstakur. Kominn yfir sjötugt en ungur í anda, víðsýnn og veitir manni gríðarlegan innblástur. En fyrst og fremst er hann frábær manneskja. Ég sendi honum mynd í gærkvöldi sem ég skissaði upp í stofunni á meðan stórhríðin lamdi húsið að utan. Hann svaraði til baka að myndin færi sjálfsagt vel með smá prósa. Síðar um kvöldið kom prósinn. Mig langar að setja myndina hér inn ásamt prósanum hans Gene. Skissa af stofunni í Vagnbrekku The howling storm battered the sturdy walls of the cottage as the sea churned and stiff winds hurled the cold mist from the waves against the kitchen window with a fu

Gaman

Það er gaman að sjá að það er ennþá traffík hérna á síðunni hjá mér. Mér þykir vænt um það. Sérstaklega í ljósi þess hvað ég er lélegur við þetta orðið. Ég er hinsvegar að blogga yfir mig fyrir hönd Skútustaðahrepps á  nýrri síðu Íþróttamiðstöðvarinnar . Það er ótrúlega gaman í vinnunni og ég er að reyna að láta gott af mér leiða. Markaðsetja og skipuleggja, þrífa og panta, bókhald og fleira. Mér finnst ég allt í einu hafa dottið á rétta hillu. Kveðja, Bjarni Ps. verið velkomin í sund og ræktina hjá okkur...........