Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2021

Post race round-up!

Mynd
Tók á leigu fínan bílaleigubíl sem ég gat sett hjólið í. Jæja þá er maður búinn að prufa að keppa í hjólreiðum. Eins og með margt annað í lífinu, þá var þetta ekki jafn skelfilegt og maður hafði búist við. Kvöldið áður lá ég í bælinu og las einhverjar greinar og horfði á myndbönd með ráðleggingum og reyndi að átta mig á því hvernig ég ætti að leggja þetta upp. Ég veit s.s. ekki hvort það bjargaði miklu en ég gerði mér þó enn betur grein fyrir því hvað það skiptir miklu máli að finna sér hóp til að hanga í svo maður þurfi ekki að kljúfa vindinn sjálfur allan tímann. Með því getur maður sparað 25-50% orku. Ég hafði ekki hugmynd um hvar ég ætti að koma mér fyrir í rásmarkinu og endaði með því að stilla mér upp einhversstaðar um miðjan hóp. Ég var að blaðra við Starra Heiðmars þegar allt í einu var ræst og þá hófst geðveikin. Startið var ótrúlega skemmtilegt og ég fór fljótlega að þoka mér framar og hjólaði utaná hópnum með vindinn í hliðina. Ég hélt mér rólegum að Geiteyjarströnd en þá fa

Hjólakeppni um helgina

Mynd
Uppi í Hlíðarfjalli  **ég er búinn að reyna að setja myndir inn með færslunni en Blogger leyfir mér það ekki í augnablikinu. Prufa aftur á morgun Nú styttist víst í hjólakeppnina sem ég hef verið að bíða eftir. Held að það verði ræst frá Jarðböðunum á laugardaginn klukkan níu sjarp. Ég get ekki sagt að ég hafi tekið neitt fullorðins æfingaprógram, en er þó búinn að reyna að hafa þetta fjölbreytt og ekki of mikið. Það helsta sem hefur vantað eru lengri túrar. Ég reyndar fór 50 km. á mánudaginn og þar af 40 án þess að stoppa neitt. Ég var bara að venja mig við að vera í hnakknum svona lengi og það var bara fínt. Í gær hjólaði ég upp á skíðahótel og var 20 mínútur frá Gleránni og upp. Þetta er besti tími sem ég hef verið á en ég var samt að passa mig á því að vera ekkert að ganga fram af mér. Svo er ég búinn að hjóla frekar mikið í bæjarstússi í dag þannig ég finn alveg smá þreytu í löppunum. Það verður gott að hvíla á morgun. Gatli að setja upp hjólið hans Gulla Það var komið eitthvað gj

Holy f#$k

Ástæðan fyrir því að ég er að blogga núna er sú að ég ligg í sófanum og get ekki staðið upp. Eurovision er í sjónvarpinu, fréttir búnar og ég búinn að skoða allt sem ég nenni að skoða á alnetinu. Það er ekkert annað að gera en að skrifa eitthvað.  En ástæðan fyrir því að ég get ekki staðið upp er að ég tók brútal æfingu áðan. Tók skautasvellsbrekkuna 5x á mismunandi efforti og hraða- standandi og sitjandi á víxl. Fór síðan í sund og bakaði mig í heitasta pottinum, fór í sólbað, gufu og allan pakkann. Kom heim og grillaði gæsaborgara sem ég át með gráðostasósu, sultuðum rauðlauk, frönskum og öllu tilheyrandi og nú er ég bara off..... Vona að ég geti staðið upp eftir klukkara og málað eitthvað. Á morgun ætla ég að taka efripartsæfingu, fara í sund og hafa það svo rólegt. Þriggja daga helgi framundan, afmæli hjá Slim og bara næsheit. En Eurovision skánar ekkert og er eiginlega bara skelfilegt. En ég vona að okkur gangi vel, Daði og co. er næs lið.

Skissur og hjól

Mynd
Einhverjar "Belgjarskissur" Ég er aðeins kominn í gang aftur að mála. Er búinn að vera að dunda við fjallið mitt með misjöfnum árangri. Það sem hefur aðalega verið að valda mér vandræðum er forgrunnurinn, en ég hef ekki haft þolinmæði í að hugsa hann neitt fyrirfram. Ég hef bara gert hann í hálfgerðu panikki. En ég held að ég sé búinn að finna út ca. hvernig ég vil hafa þetta. Á morgun ætla ég að reyna að mála eina sumar/haust mynd og svo sama mótíf að vetri til. Seinni myndin á eftir að steinliggja. Núna er ég kominn í bælið og klukkan orðin 22:48. Ég skrapp með Þórði og drakk te í vinnunni hjá Iriju. Ætlaði að mála þegar ég kom heim en held mér veiti ekki af því að fara bara að sofa. Tók æfingu áðan; hjólaði litla Eyjafarðahringinn. Þetta voru 34 km. og ég var bara á ágætum tíma miðað við að ég var á púls 124- sem er rólegt. Veit ekki hvort ég hjóla á morgun, fer bara eftir því hvort ég verði í stuði. Ætla að ná 2 æfingum fyrir helgi. Ein verður brekkur og hin interval.

Sala á verkum og happdrættisvinningur!

Mynd
  Talibanar Þessi mynd hér að ofan hefur alltaf staðið mér nærri. Þegar ég málaði hana á sínum tíma var ég að æfa mig í að gera fígurur bara með pensli. Ég fann mynd af einhverjum Talibönum á sullaði þessu á blaðið. Það gekk hratt og átakalaust fyrir sig, enda bara hugsað sem skissa. En ég sá alltaf eitthvað við hana, og í staðinn fyrir henda henni ofaní kassa, þá endaði ég með að láta ramma hana inn. Síðan hefur hún alltaf hangið við rúmið mitt.  Ég var að tala við kunningja minn í dag og hann var að tala um hvað hann hefði alltaf viljað eignast hana. Ég var búinn að segja honum fyrir löngu að ég hefði selt hana. Það gerði ég vegna þess að ég tímdi ekki að láta hana. Í dag slysaðist ég svo til þess að segja honum að hún væri í minni eigu og hann bauð strax verð sem ég gat ekki hafnað.  Svo þegar ég var að verða sáttur við ákvörðunina þá fékk ég SMS frá Happdrætti Háskólans um að ég hefði unnið 20.000 kr. Það má því segja að ég hafi náð að raka mér saman smá aur þennan mánuðinn sem ég

Eitthvað sem selur

Mynd
Gerði þessa mynd í gærkvöldi. Það er best að halda áfram að blogga á meðan maður er í stuði. Nú sit ég stofunni og bíð eftir að sláturkeppurinn í pottinum verði tilbúinn. Ég var svo forsjáll í gær að ég tók út einn kepp og ætlaði að geyma hann í ísskápnum í nótt. Svo þegar ég fór að leita af honum fann ég hann hvergi. Að lokum fann ég hann inni í skáp og hann fór í ruslið. En ég átti annan sem ég henti frosnum í pott. Það munar ekki um einn kepp í sláturtíð sagði einhver. Annars hef ég verið að mála og það hefur ekki gengið alveg nógu vel, enda langt síðan ég hef gert þetta. Ég er að reyna að mála eitthvað sem ég veit að selst í Dyngjunni, það er alltaf það sama. Gerði þessa dorgmynd og hún er það skásta. Er svo með aðra á teikniborðinu. Sú mynd er miklu frjálslegri, vetrarmynd af Bláfjalli. Ég hef svolitlar áhyggjur af því hvað ég ér áhugalaus við þessa iðju. Ekki eins og hér áður þar sem ég sökk alveg inn í þetta og gleymdi stund og stað. Annars hefur helgin verið rosalega ljúf. Hef

Hjólaferð og tiltekt

 Vaknaði klukkan 05:00 í morgun til að fara á klósettið. Fannst aðeins of snemmt að rífa mig á fætur og rotaðist í 5 tíma í viðbót. Það var gott. Lá í rúminu til rúmlega tólf, skrifaði langan tölvupóst, drakk kaffi og skoðaði fréttir. Eftir það fór ég að laga til og gera æfingar en var alltaf alveg á nippinu með að fara bara út að hjóla. Þegar ég var búinn að taka til og þrífa skrapp ég í búðina og þá fattaði ég að það var eiginlega of kalt til að fara langan túr á götuhjólinu.  Þess í stað pakkaði ég sunddóti í hjólatöskuna og ákvað að fara lengri leiðina í sund. Hjólaði út í Kjarnaskóg, framhjá flugvellinum, í gegnum bæinn og upp Oddeyragötuna. Bærinn var frekar tómlegur og lítið af fólki að viðra sig. Þegar ég var kominn upp í sundlaug fattaði ég að ég var ekki með hjólalásinn. Maður skilur ekki besta vin sinn eftir óbundinn gettóinu, þannig að ég hjólaði bara heim og lagðist í bað. Nú bíða gæsaborgarar eftir að komast á grillið og ég ætla að sulta rauðlauk. Síðan tekur maður frétti

Vikulokin

Mynd
  Þær eru oft skemmtilegar myndirnar sem maður tekur óvart. Þarna er hann Davíð að berja saman einhverja magnaða og djúpa setningu í kollinum. Það er með ólíkindum hvernig tíminn æðir áfram. Fróðir menn segja mér að það sé föstudagur á morgun. Veðurspáin er ekki góð og ég var kominn með hálgerðan kvíða yfir því hvað ég ætti af mér að gera. En til að koma í veg fyrir tilvistarangist, þá er ég búinn að berja saman eitthvað smá plan. Eftir vinnu á morgun ætla ég að fara heim, laga til og þrífa. Ég ætla meira að segja að þrífa ofninn, enda búinn að kaupa forláta eitur til að úða inn í hann. Eftir það ætla ég bara að slappa af og horfa á eitthvað gott. Síðan er ég búinn að taka ákvörðun um að mála myndir fyrir Dyngjuna á laugardag og sunnudag. Nú styttist í ferðasumarið og ég verð að fylla á lagerinn minn. Helgin fer í þetta en svo ætla ég kannski að hjóla eitthvað smá ef það verður ekki undir núll gráðunum. Núna ligg ég í sófanum og bíð eftir að það byrji húsfundur á Zoom. Langar rosalega

Biluð plata

Mynd
Í gær hjólaði ég upp í Skíðahótel. Veðrið er búið að vera fínt á okkur hérna norðan heiða síðustu misseri. Reyndar hefur lofthitinn farið nokkuð niður síðustu daga, en það hefur verið sól og stillt veður. Spáin næstu daga er frekar kuldaleg og það mun því riðla nokkuð plönum mínum, sem var að koma mér í form á hjólinu. Ég er nefnilega að spá í að skrá mig í Mývatnsshringinn, sem er fyrsta hjólreiðakeppni sem haldin er í Mývatnssveit. Ég hef aldrei keppt í hjólreiðum og hef reyndar ekkert sérstakan áhuga á því þannig lagað. Og ef ég á að vera hreinskilinn, þá er ég svolítið stressaður fyrir þetta. Það er meiri taktík í þessu miðað við hlaupin. Maður þarf að velja sér hóp til hanga með, "drafta" og fylgja meiri reglum en eru í hlaupunum. En ég ætla að vera með upp á grín og reyna að taka þessu ekki of alvarlega. Sjáum til hvernig það gengur. Í gær hjólaði ég upp á skíðasvæði og verð að viðurkenna að það var erfiðara en ég bjóst við. Ég var að spá í að snúa við á miðri leið en l