Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2021

Pota í nefið

Mynd
Dagbjört dugleg í sýnatöku. "Mér fannst þetta gott". Með haustinu heimsækja okkur kvefpestir og lítið við því að gera. Brynleifur er með í hálsinum og Dagbjört Lóa með hósta og hor. Ég hefði að öllu jöfnu sent börnin í skóla í dag en maður verður víst að hafa allt á hreinu og því dreif ég þau í sýnatöku. Ég hef farið í eina sýnatöku sjálfur og verð að segja að börnin voru ekki nálægt því jafn dramatísk og ég, sem kúgaðist og kúgaðist og fór hálf grenjandi út. En við höldum okkur s.s. til hlés í dag, eða allavega þar til að niðurstaða berst. Ég er alveg viss um að þetta er bara kvef og hef ekki áhyggjur. Það er tæplega 20°C hiti og sól og ég hugsa að ég leyfi börnunum að fara aðeins út að leika ef niðurstaðan er neikvæð/jákvæð- eftir því hvernig á það er litið. Ég hringdi í Kría hjól áðan og þeir eiga trainer á lager fyrir mig. Á morgun er víst 1. september og því ættu peningamálin að skýrast aðeins. Ég hef ekkert gert í því að selja úr byssuskápnum en hugsa að ég reyni að kom

Eitt og annað

Mynd
Hér ætla ég að reyna að setjast niður í 10 mínútur á dag. Ég settist niður áðan í ca. 20 mínútur og gerði eina mynd af Trölladyngju sem ég málaði eftir ljósmynd úr ferðinni minni í sumar. Ég notaði bara pensla og reyndi að gera þetta frjálslega. Afraksturinn er kannski ekki til útflutnings en þetta var samt bara gaman. Ég er búinn að setja mér markmið að setjast niður í 10 mínútur á dag í 10 daga og föndra eitthvað. Teikna eða mála. Ég ætla að reyna að losa mig undan pressunni að þetta þurfi að vera eitthvað stórvirki og leggja áherslu á að koma mér að verki og sjá hvert það leiðir. Í gær hjóluðum við Þórður Eyjafjarðarhring og skelltum okkur í sund á Hrafnagili. Það blés helvíti hressilega á móti okkur á leiðinni suður eftir en það var nokkuð hlýtt og bara skemmtilegt. Fín tilbreyting að hafa einhvern með sér að hjóla. Í gærkvöldi var ég svo að spá í hvort ég hefði ekki gott af því að koma mér út úr húsi og hitta eitthvað fólk. Það var opnun í Kaktus og ég var að bræða það með mér fra

Geggjuð blíða

Mynd
Marsipan súkkulaði á Smámunasafninu bjargaði mér. Veðurblíðan hérna fyrir norðan hefur verið hreint með ólíkindum. Samkvæmt spánni í gær átti nú samt að verða eitthvað lát á í dag, þ.e. ef maður telur 18-20°C hita ekki nóg. Hitinn fór samt upp í einhverjar 22°C þegar ég var að klára að vinna áðan. Ég hjólaði einhverja 10 km, í Byko, til skósmiðsins, á Glerártorg og loks niður í bæ. Ég var í skyrtu og buxum og var að stikna þegar ég kom heim. Djöfull elska ég þetta. Í gær var ennþá heitara, 26°C og nokkuð stíf sunnan átt. Ég ákvað að nýta veðurblíðuna og taka langan túr. Ég nennti varla að hjóla á móti vindinum fram í sveit, en vissi svo sem að það yrði alveg óskaplega skemmtilegt að fara til baka. Ég hjólaði suður að Smámunasafni en þegar ég var að verða kominn þangað var ég að verða bensínlaus. Ég var nýbúinn að éta eitt orkugel en hafði verið of seinn að koma því í mig og átti ekki gram af glýkógeni eftir í vöðvunum. En sem betur fer var ennþá opið á safninu og ég með visakortið á mé

Meira hversdagslíf

Mynd
Úr hversdagslífinu. Lífið eftir sumarfrí hefur verið svona upp og ofan. Fyrsta vikan í vinnunni var óneitanlega mjög langdregin og erfið, en síðan fóru hlutirnir að gerast- og nú er reyndar allt komið í fullan gang. Ekki bara í fullan gang, heldur finnst mér eins ég sé búinn að missa yfirsýnina yfir verkefnin og þetta sé allt komið í skrúfuna. Í gær, og í dag er ég búinn að vera með kvíðahnút í maganum og mjög eirðarlaus. Ofan í þetta blandast áhyggur af einhverjum hlutum sem ég þarf að ganga frá í einkalífinu.  En ég er farinn að þekkja sjálfan mig það vel að ég veit að ég er að mála skrattann á vegginn. Þetta mun allt reddast og ég er að gera mitt besta. En ég næ samt bara ekki þessari sektarkennd, eirðarleysi og vanlíðan úr mér svo auðveldlega. Skrítið hvernig hausinn á okkur virkar. Það sem ég ætla núna að gera til að ná mér á réttan kjöl er að skrifa niður allt sem ég „þarf“ að gera og vinna mig hægt og rólega í gegnum listann. Nóg af væli. Börnin fóru til mömmu sinnar í gær og þa

Ferðapælingar

Mynd
Ferðapælingar fyrir næsta sumar. Ég var nú ekki búinn að vera lengi niðri á flatlendinu eftir hálendisferðina þegar ég var lagstur aftur yfir www.map.is og farinn að skoða nýjar leiðir. Og ég er s.s kominn með ýmsar hugmyndir í sambandi við það. En ég er líka farinn að velta því fyrir mér hvort ég geti ekki farið með börnin til Danmerkur og Svíþjóðar að hjóla. Planið er nokkurnveginn svona: Vera í Kaupmannahöfn í 3 daga og hjóla svo með ströndinni upp til Helsingør, þar sem meðal annars má skoða Kronborg kastalann. Taka síðan ferjuna yfir til Svíþjóðar og hjóla til pabba og Hafrúnar í Lundi. Ég treysti Dagbjörtu Lóu ágætlega til að hjóla ca. 25 km á dag, og því gætu þetta verið 5 dagleiðir og svo mundu bætast við einhverjir hvíldardagar til að skoða sig um.  Þetta er náttúrulega heilmikið batterí en ég held að þetta sé vel þess virði og eitthvað sem þau munu muna alla ævi. Ég er búinn að ræða við þau að kannski gefi ég þeim þetta bara í jólagjöf og það er svo sem ekki margt sem okkur v

Alltaf brekkur

Mynd
  Í "Skautasvellsbrekkunni". Við börnin fórum í berjamó í gær til að fylla á kistuna fyrir veturinn. Núna eigum við 14 fulla "zip-lock" poka í frosti til að nota á grautinn og í hræringa. Dagbjört vill reyndar líka gera bláberjasultu og ég er að spá í að láta það eftir henni. Ætli við gerum ekki 3-4 krukkur seinnipartinn í dag. Eftir berjaferðina í gær, sem að sjálfsögðu var hjólaferð, þá var ég alveg gjörsamlega búinn á því. Þetta var annar dagurinn í röð þar sem ég verð alveg bensínlaus eftir hádegið. Ég var þreyttur í líkamanum og sifjaður. Ég var farinn að hafa áhyggjur af því að ég væri að fá æfingaálag síðsutu 2 mánaða og hjólaferðina á hálendið í hausinn. En ég ákvað að gera mitt besta til að snúa þessu við. Át fulla skál af grænmetiskarrý með baunum og svo 2 skálar af bláberjum með rjóma í gærkvöldi. Fór síðan snemma í bælið, svaf eins og engill og þegar ég vaknaði í morgun át ég hafragraut með rjóma og bláberjum og slátur.  Þetta virðist hafa farið vel í mi

Kíkið á Fjalla Bjarna 2021

Nú er ég búinn að klára 2 daga hérna um ferðina mína í sumar. Í valmyndinni hér að ofan er hægt að smella á Fjalla Bjarni 2021 og lesa sig í gegnum þetta. Ég ætlaði að hafa þetta stutt og skorinort en endaði í einhverri bölvaðri langloku. Þetta er langt frá því að vera skemmtilega skrifað og það liggur við að ég fari í gegnum þetta aftur, stytti þetta og fækki myndum. Ég tók mér frí í vinni í dag og við börnin ætlum að fara í berjamó. Það er víst allt fullt af blábjerum í Krossanesborgum og þangað er förinni heitið. Við eigum bara eftir að stoppa í Nettó og kaupa nesti og svo þarf ég að droppa við í vinnunni og skrifa einn tölvupóst. Ég búinn að spá svolítið mikið í hvernig trainer ég ætla að fá mér og valið stendur eiginlega á milli Wahoo Kickr og Wahoo Core. Ég sé í fljótu bragði ekki annað en að ég muni koma þessu fyrir í svefnherberginu mínu en það eina sem ég er stressaður með er að það myndist einhver víbringur og nágrannarnir eigi eftir að kvarta ef ég er að hjóla snemma á morgn

Heatmap og nýjar æfingar

Mynd
"Heatmap"-ið mitt af Íslandi Eftir að hafa móast við í 2 ár, þá borgaði ég aftur fyrir Strava Premium um daginn og það er fullt af drasli sem opnast sem gaman er að skoða. Mjög gott að fylgjast með hvernig formið er, hvort maður þurfi að hvíla, hvernig maður stendur sig miðað við aðra og svo er hægt að setja upp æfingaplön ofl. Einnig er mjög áhugavert að skoða hitakort af því hvar maður hjólar mest. Hér fyrir ofan eru allar Strava færslur hjá mér frá upphafi (hlaup meðtalin). Hitakortið mitt af Akureyri. Þegar maður þysjar inn á Akureyri er maður fljótur að sjá hvar ég er duglegastur að hjóla. Á leið minni úr bænum fer ég yfirleitt í gegnum Naustahverfið og greinilega oftast áfram suður í Hrafnagil. Nýji hjólastígurinn meðfram sjónum er heitur og svo er leiðin upp í Hlíðarfjall oft á dagskránni. Mest hjólaða leiðin er svo Skautasvellsbrekkan, en þar hjóla ég oft upp og niður eins og fáviti. Eitt sem er svo hrikalega flott við þessi hitakort er, að hægt er að nota þau við ski

Post race chronicle

Mynd
Verðlaun úr Orminum og merkið mitt úr Mývatnshringnum. Þrátt fyrir að hafa aldrei verið neinn afburðar íþróttamaður, þá hef ég nú samt fengið verðlaunapeninga fyrir eitt og annað í gegnum tíðina. Má þar nefna, fótbolta, golf, leirdúfuskytterí og hlaup. Þeir voru lengi vel geymdir í einhverjum kassa með gömlum klámblöðum sem ég fékk í fermingargjöf og einhverju dóti, en týndust svo þegar við Guðrún fluttum frá Króknum. Peningurinn á myndinni er reyndar ekki fyrir verðlaunasæti, en ég hef samt aldrei á ævinni verið ánægðari með nokkur verðlaun. Ég keppti í Tour de Ormurinn í gær á Egilsstöðum og kom sjálfum mér þar verulega á óvart og kom inn jafn í 4/5. sæti með strák sem heitir Benni. Fyrir keppnina var ég búinn að engjast um í stressi hvernig ég myndi leggja þetta upp og var planið að reyna að finna einhverja svipað sterka hjólara og hanga í þeim. Hörður félagi minn sem fór með mér hvatti mig hinsvegar til að reyna bara að koma mér fremst og hanga þar eins lengi og ég gæti. Í startinu

Blóm og keppni

Mynd
  Úr stofunni. Það gengur hægt hjá mér að skrifa ferðasöguna og ég verð að fara að bretta upp ermar ef það á ekki að snjóa yfir þetta í kollinum á mér. Ég er bara búinn að klára dag 2- og þetta er allt of langt. Ég reyni samt að setja þetta þannig upp að fólk geti líka haft gagn af því að lesa bara innganginn að hverri dagleið og renna svo yfir myndir. Fyrir hina eru meiri upplýsingar og staðhæfulausar staðreyndir sem litaðar eru af lélegu minni og þeirri staðreynd að ég var oft óþarflega mikið að flýta mér. Langaði að láta einhverja mynd fylgja færslunni en fátt áhugavert hefur á daga mína drifið þessa vikuna. Því setti ég bara eina blómamynd úr stofunni. Stofan er að verða eins og frumskógur eftir sumarið. Havaii rósin hefur verið að blómstra, stóra mánagullið fossar fram af hillunum og er að ná niður í gólf. Gamla góða jukkan er orðin að tréi. Og öll hin blómin, sem ég man ekki hvað heita, hafa það alveg óskaplega næs. Um daginn var ég að spá í að losa mig við kólusana (á myndinni)

Í vinnu á morgun.

Mynd
Á Flateyjardal. Ég er búinn að vera eitthvað hálf tættur í dag. Ég held að þetta sé bara smá dýfa eftir að ferðinni lauk, en svo skulda ég líka myndir og mér hefur ekki gengið vel að koma mér að verki- það veldur smá samviskubiti. En ég kláraði samt ferðadagbókina mína í skissubókinni úr ferðinni og kannski kemur það mér af stað. Í gær skellti ég mér með mömmu, Agli og Halldóru í Flateyjardal. Planið var að hjóla alla leiðina en þegar við áttum rúma 10 km eftir þá hættum við vegna mikillar umferðar. Það var stanslaus traffík af bílum, sem hefði kannski sloppið eitt og sér, en þegar það var byrjað buggybíla rally, þá gáfumst við upp. En ferðin var í heildina góð og ég hjólaði tæpa 50 km. Úr ferðadagbókinni. Þrátt fyrir mikið hjólerí síðustu vikur þá líður mér vel í skrokknum. Í dag taldi ég samt rétt að taka því rólega, enda tók ég vel á því úr Flateyjardal og niður á afleggjara í gær. Það getur ekki verið hollt að taka aldrei frídag. Nú er tæp vika í Tour de Ormurinn og ég verð að stil

Nokkrir punktar um fjallaferðina

Mynd
Á leið niður í Eyjafjarðardal. Nú er þessari stórkostlegu fjallaferð ársins 2021 lokið og maður er ekki ennþá kominn niður á jörðina eða búinn að melta þetta. Í gær var ég reyndar í smá niðursveiflu og eitthvað hálf leiður. Það er bara eðlilegt þegar maður klárar eitthvað stórt verkefni sem maður hefur verið með á prjónunum lengi. Mig langar til að gera upp þessa ferð hér í máli og myndum, en þar sem stærstur hluti af myndunum er ennþá fastur í brotna símanum mínum, þá ætla ég að byrja á því að skrifa bara punkta á meðan þetta er ferskt í hausnum á mér. Ég geri það fyrst og fremst fyrir sjálfan mig áður en þetta fellur í gleymskunnar dá. Sennilega verður það fáum til gagns eða gamans, en kannski læðist hér inn eitthvað útivistarfólk sem hefur áhuga á þessu. Nú læt ég þetta gossa í belg og biðu: Íslenska ullin rokkar. Ullarpeysa tekur meira pláss en dúnjakki en heldur á manni hita þó hún blotni. Ég hugsa að ég haldi áfram að nota ullarpeysu eftir þessi ævintýri. Það er ekki til flík sem