Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2019

Reykjavík á morgun

Nú eru börnin búin að vera hjá mér í meira en viku en mamma þeirra sækir þau í dag þannig það verður hálf tómlegt að koma heim. Ég fer svo suður í fyrramálið verð þar í 3 daga. Það er vinnutörn, starfsdagar og svo jólahlaðborð. Það verður gott að breyta aðeins um umhverfi. Þegar ég lendi á laugardaginn ætla ég svo að reyna að bregða mér í rjúpu. Ég er ekki búinn að fara eina einustu ferð í ár. Ég sé það í bókhaldinu hjá mér að á síðustu 10 árum hef ég aldrei skotið færri en 9 rjúpur á tímabili. Ef ég fæ að fara í landið hjá tengdapabba á laugardaginn og ef það viðrar vel, þá get ég s.s. alveg náð mínum skammti á einum degi. Sjáum til hvað gerist.

Málerí

Mynd
Fann þessa gömlu mislukkuðu mynd sem var hugsuð fyrir vin. Hún er risastór en ég hugsa að ég hafi að endingu málað aftan á hana og notað hana í skissupappír Ég er búinn að gera 3 tilraunir til að blogga í vikunni sem er að líða. Það hefur eitthvað vafist fyrir mér og ég hef alltaf að endingu strokað út það sem ég hef skrifað. Það hefur ekki alveg legið nógu vel á mér og ég hef verið gjörsamlega tómur og mjög áhugalaus um flest allt. Mér hefur ekki liðið vel og vantað einhvern til að tala við. Ég hringdi loks í Þolla í morgun og hann er alltaf tilbúinn til að hlusta á þusið í manni. Mér leið betur eftir það. Nú þarf ég markvisst að fara að vinna í því að koma af stað einhverjum skapandi verkefnum. Sama hvort það sé að mála, skrifa eða bara eitthvað annað. Upp á síðkastið hef ég eitt öllum kvöldum í að horfa á þætti á Netflix eða lesa bækur. Það er auðvitað allt í lagi að gera það inn á milli, en ekki kvöld eftir kvöld. Mér líður alltaf best þegar ég hef eitthvað fyrir stafni, sam

Flottur jakki

Það er nú ekki auðvelt að fylgja eftir svona frábærum pistli um að ég sé að hugsa um að kaupa mér jakka. En ég er keypti jakkann og það er nú alveg efni í nýjan pistil. Takk fyrir mig

Togstreita

Eftir að hafa tekið heilt ár þar sem ég sleppti því algerlega að kaupa föt, þá hefur aðeins sigið á ógæfuhliðina aftur, ef svo má að orði komast. Ég er búinn að vera aðeins að bæta í fataskápinn og keypti mér t.d. tvennar buxur í gær. Hluti af ástæðunni er reyndar sú að margar buxur sem ég á eru orðnar allt of víðar á mig og eru því bæðar ljótar og óþægilegar. Ég þoli ekki að hafa þetta hangandi niður á miðjan rass og flaxandi utan á mér. Önnur ástæða er einfaldlega sú að mig langar í töff föt. Það er einhver tilfinning sem ég hef ekki orðið var við lengi. Mig "vantar" t.d. eitthvað í sparifatadeildina svo ég líti ekki út eins og niðursetningur þegar ég fer í leikhús eða á jólahlaðborð. Ég er því að spá í að blæða í sparifatajakka í JMJ fyrir helgina. En það fylgir þessu einhver togstreita þar sem togast á umhverfisvitun og peningamál. Innst inni veit ég líka að þetta er kannski svolítið hégómalegt, því það hvernig maður klæðir sig breytir ekki því hver maður er... en FUC

Allt með kyrrum kjörum á norðurvígstöðvunum

Héðan er ekkert nýtt að frétta. Lífið gengur sinn vana gang. Átti reyndar að vera í Reykjavík og Höfn í Hornafirði þessa vikuna en óveður á sunnudaginn setti strik í reikninginn svo ég varð heima að sitja. Ég varð reyndar svolítið feginn. Mér finnst ágætt að vera bara heima hjá mér og halda rútínu. Ég er búinn að fara tvisvar í ræktina í þessari viku og verð að taka frí á morgun. Þetta voru bilaðar æfingar og ég er útúr strengjaður. Nú verð ég að fara að gíra mig niður aftur svo ég gangi ekki alveg fram af mér. Þórður kíkti á mig í gær og við erum að vinna að því að éta upp úr kistunni. Steiktum gæsabringur og átum með brokkolí og sveppasósu. Þetta var ketó máltíð par exellence og nú ætti maður að vera kominn í fína ketósu eftir smá hliðarspor. Eftir matinn horfðum við á þessa frægu veganmynd á Netflix; "The game changers". Ég verð að viðurkenna að mér fannst hún býsna mögnuð þó maður verði að hafa í huga að hún sé nokkuð mikið hlutdræg. En það sem stendur uppúr (og mað

Post title

Það er ekki nokkur hemja hvað ég er lélegur að skrifa hér inn. Stundum sleppi ég því bara þar sem mér finnst ég ekkert hafa að segja. Nenni ekki að ryðja úr mér einhverju hversdagslegu bulli um allt og ekkert. En til lengri tíma litið held ég að það sé ekki svo vitlaust að gera það. Halda einskonar dagbók. Gera þetta bara fyrir sjálfan sig. Lífið gengur annars bara sinn vanagang. Hægðartregða á húsnæðismarkaði, börnin frísk og yndisleg, ég í óvenju lítilli tilvistarkreppu og restin snýst bara um mat og ræktina. Það er þá ekki alvarlegt á meðan. Í síðustu viku fór ég að leggja drög að því að hóa saman fólki hér í bænum sem hefur áhuga á bíllausum lífsstíl. Fékk nokkuð góð viðbrögð en á eftir að finna heppilega tímasetningu. Þessi lífsstíll verður hálfgert áhugamál hjá manni og það verður gaman að taka þátt í baráttunni við að gera bæinn samgönguvænni fyrir fólk af okkar sauðahúsi. Er að fara með Brynleifi á fótboltamót á laugardaginn og ætla að senda Dagbjörtu í sveitina til ömmu