Færslur

Sýnir færslur frá september, 2014

Hraði

Mynd
Kom heim, fór að mála. Málaði hratt og mikið og varð pirraður. Betra að mála minna og betra. Well. Glóandi tún og Svíþjóð

Fólk

Mynd
Þetta kann að líta furðulega út en verður ekki skýrt frekar

Stuldur

Mynd
Stundum mála ég eitthvað sem fólk póstar á instagram. Það er hálf perralegt en þetta eru oft svo inspirerandi myndir að ég bara verð. Hér eru tvær sem ég gerði eftir mynd frá Stefáni Einari frænda mínum. Gulur togari frá Bryggjuhverfinu- ég vona að ég fari rétt með. Efri myndin var unnin hratt bara með pensli. Ég er eigilega ánægðari með hana, sértaklega "dry brush" strokuna vinstra megin. Himininn er líka bara helvíti vel heppnaður. Hin er svo sem ekki alveg ónýt heldur en himininn er ekki góður á henni. Ég fór að fikta í honum aftur og það skildi eftir sig of skarpar línur.

Bleikja

Ef þið étið steikta eða grillaða bleikju, þá ekki gleyma að éta roðið. Sannleikurinn er í roðinu. Einu sinni var ég moldfullur og át roð af reyktu laxaflaki. Það reyndar var nú kannski aðeins of mikið. Í sama ástandi át ég einu sinni hrátt rádýrshjarta með maldonsalti og svörtum pipar. Það er ýmislegt sem maður kemur í verk þegar maður er drukkinn.

Show must go on

Mynd
Nú er farið að fjúka af Vikrunum. Þessi er ágæt en ekki alveg nægilega góð samt

Herðubreið

Mynd
Máluð með stórum pensli, hratt og enginn blýantur. Djöfull er Smashing Pumpkins alltaf best
Eitthvað hef ég nú málað síðan síðasta mynd fór inn. Eina aðra mynd gerði ég af ökrum. Hún fór út um þúfur. Síðan er ég að vinna að mynd sem á að vera gjöf og því birti ég hana ekki. Að lokum eru fjórar í römmun og svo verður held ég smá sýning fljótlega. Hef aðeins verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að taka þátt í meistaramánuði. Ég þoli ekki svona fyrirbæri og eina ástæðan fyrir því að ég tæki þátt væri að láta aðra líta illa út. Taka þetta alla leið. Bara borða kjöt, fisk, baunir, hnetur, fræ, grænmeti og ávexti. Engar mjólkurvörur, hveiti, kornmeti eða sykur. Ekkert Feisbúk. Hreyfa sig alla daga. Vakna alltaf kl. 07 og gera góðverk einu sinni í viku. Annars eru 2 atriði tengd mat sem ég hef verið að velta svolítið fyrir mér. Klisjur sem við höfum heyrt á síðustu árum varðandi hvað og hvernig við eigum að troða framan í fitug smettin á okkur. Að borða mikið prótein. Að borða 6 máltíðir á dag Án þess að vera með neinar greinar fyrir framan mig þori ég næstum að fu
Mynd

Borgfirskir akrar í gosmistri

Mynd
Tilraun 1 með forgrunni frá helvíti

Skissur úr ferðalagi

Mynd
Er sunnan heiða. Hef reynt að nóta niður eitthvað af þeim undrum sem á vegi mínum hafa orðið.

Draumar

Hafa draumar áhrif á undirmeðvitun manns og jafvel hegðun? Dreymdi í nótt að Jón Óskar sveitarstjóri fór á kostum í að smyrja hnausþykkar samlokur með kjöti og öllu tilheyrandi. Nú sit ég og snæði stórar brauðsneiðar með skinku, sinnepi, feitum osti og papriku. Þá mundi ég allt í einu drauminn. Ekki þegar ég var að versla

Drullubað

Mynd
Önnur tilraun, annar himinn. Betri himinn. Á samt eftir að mastera hæðirnar á bakvið sem eru í skugga . Þetta viðfangsefni þarf jafnvel fullkomið taumleysi til að verða eitthvað

Morgunskissa

Mynd
Datt í hug í morgunsárið að skissa aðeins. Gerði smá tilraun með skýin sem ekki tókust nægilega vel. Að öðru leiti er ágætis stemmning í þessu. 

Og en af Drottningu

Mynd
Það er agalegt þegar maður festist í sömu myndinni. Ég ætlaði að mála allt öðruvísi Herðubreið í þetta skipti en endaði með það sama og ég hef verið að gera. Langaði að gera eina en, en átti ekki meira eftir á tanknum

Herðubreið

Mynd
Meiri Herðubreiðaræfingar. Ómálaða skissan best að mínu mati. Vantar smá nærgætni í máleríið

Blönduð tækni

Mynd
Dundaði mér aðeins í gærkvöldi við a mála Herðubreið. Þetta var tilraun númer 3 og sennilega skást af þeim. Ég endaði með blandaða tækni; vatnsleysanlegt blek, vatnsliti og penna. Málaði með pensli, bambus og putta. Þetta var mjög gaman og ég held sjálfsagt áfram að dunda mér í kvöld

Hjól

Mynd
Ég held ég þurfi endanlega að sætta mig við að geta ekki hlaupið. Seldi hólið mitt í vor, sá mikið eftir því, en er að fjárfesta í nýju. Það get ég notað eitthvað í vetur þegar veður leyfir og svo get ég ekki beðið eftir að hjóla hér um fjöll og fyrnindi næsta sumar. Langar t.d að fara úr þorpinu, upp í Kröflu og niður Dalfjall. Hjóla í gegnum Búrfellshraun. Upp í Bláhvamm. Gæsafjöll. Grænavatn - Suðurárbotnar - Bárðadalur. Stöng niður í Bárðadal. Það er víst af nógu að taka. Hjólið er Specialized Camber FSR 29 og á að vera fínt byrjendahjól í fjallahjólamennsku. Mitt verður reyndar með grænu letri og "skreytingum", ekki hvítum. Nú get ég ekki beðið Kveðja, Bjarni

Syttist í sýningu

Mynd
Krotaði í vinnunni. Frá garði vinar í CF - USA Nú styttist í að ég fari að ég reyni að hrúga saman verkum í eina sýningu. Hef verið að ramma inn mynd og mynd. Á eftir að velja 3-4 í viðbót og senda í innrömmun. Ég er pínu feiminn við þetta. Þetta er eitthvað svo persónulegt og innst inni blundar sú tilfinning að þetta sé ekki allt sýningarhæft. Ég hef aldrei fundið neinn sem er tilbúinn að segja við mig "Nei heyrðu, þetta eru bara frekar ljótar myndir hjá þér!". Það er grunsamlegt. Samt finnst mér að ég verði að klára þetta af. Þá er einum kafla lokið, barnskónum slitið. Maður heldur svo áfram. Vonandi að mála. Kveðja, Bjarni

Krotað í vinnu

Mynd
Er með hausinn í bleyti. Gerjun en langt í fæðingu

Búbbl

Mynd
Það var óhjákvæmilegt að prófa þetta. Árangurinn kannski ekki alveg nægilega góður. En viðfangsefnð er snúið.

Skåne

Mynd
Æi ég hef verið í hálfgerðri tilvistarkreppu í myndlistinni. Hef nú samt náð að mála 2 sem mér finnst sæmilegar upp á síðkastið. Skánn er voðalega fastur í hausnum á mér. Sléttir akrarnir, vindmillurnar, rauðar hlöðurnar og mistrið heilla mig. Verst að ég tók ekki nægilega mikið af myndum þegar ég var síðast úti. Það er ekki gaman að mála eftir annara manna myndum á netinu. Hér er einhver skissa