Færslur

Sýnir færslur frá september, 2023

Ársuppgjör- markmið og mót

Mynd
Uppáhaldsmynd eftir sumarið- bikarmót 3 í Kjós.  Nú [keppnis]árið er liðið í aldanna skaut og því ágætt að fara aðeins yfir hvernig gekk hjá mér. Ég skrifaði á sínum tíma pistil þar sem ég fór ítarlega yfir öll markmið fyrir tímabilið og annan pistil þar sem ég fór yfir hvernig maður setur sér markmið. Þann síðari má lesa hér . En ég ætla að byrja á því að lista upp markmiðin og merkja hvort ég náði þeim eða ekki. Ég er í vandræðum með sum þeirra og tek því umfjöllun um hvert og eitt líka. Process goals Drekka meira vatn ✅ Liðkun og teygjur ✅ Long ride ❌ Performance goals: 4 w/kg í ágúst (eða fyrr) ✅ 1,5 mínútur af tímanum Glerá - Skíðahótel ❌ 30 sek bæting upp Skautasvellsbrekkuna ❌ Outcome goals: Vera ekki droppaði í Íslands- og bikarmótum ❌ Komast á pall í Orminum ❌ Keppa til að hafa gaman ✅ Varðandi vatnsdrykkjuna þá var ég í rauninni ekki alveg viss um hvað ég ætti að setja þar inn. En þegar ég lít heilt yfir þá drakk ég alveg örugglega meira af vatni en í fyrra. Ég fæ mér t.d. o

Dagbók - 28.09.2023

Mynd
Gamall klassíker; fiskibollur með brúnni, grænum og rabarbarasultu. 06:50:  Vakna, spínat smoothie, rist, vekja börn, drekka kaffi og taka fréttir. 08:05: Óvenju seinn í vinnu- smá kaffi og svo beint að skrifborðinu (smoothie og hrökk kl. 09:30) 12:00: Hádegismatur með vinnufélögunum og svo aftur að vinna. 15:38: Stimpla mig út eftir gallsúran og erfiðan dag. 16:10: Settist á hjólið og tók 40 km Group Ride á Zwift. Banani á undan og vatn og Haribohlaup á hjólinu 17:20: Kláraði að hjóla og fór að undirbúa mat og bíða eftir börnunum. 19:00: Fengum okkur fiskibollur og tilbehör. 19:30: Gekk frá í eldhúsinu og henti mér svo í bað. 20:00: Hjálpaði Dagbjörtu að læra og leysti krossgátu. 20:30: Fréttir og kapall 21:00: Dagbjört í bælið og ég að bíða eftir að Brynleifur komi heim úr sundi (hann var líka búinn að fara á körfuboltaæfingu. Hápunktur dagsins: Að teymið mitt og yfirmenn standi saman í erfiðu máli. Að komast á hjólið til að gleyma sér aðeins. Að lokum, að borða mat og spja

Dagbók - 27.09.2023

Mynd
Dagbjört að lesa í nýju peysunni.  06:50: Vakna, borða, vekja börn og leggjast svo með kaffi í bælið og taka fréttir 07:40: Í barkarí með Dagbjörtu að kaupa kleinuhringi sem frjálst nesti. 07:55: Mæta í vinnu og taka einn bolla með félögunum- vinna vinna. (Rest af smoothie og hrökk kl.10) 11:20: Hljóp yfir í Háskóla að ná mér í snemmbúinn hádegismat þar sem ég var með kynningu fyrir ráðherra kl. 12:00. Keypti salat með allskyns góðgæti og nýtt brauð. 14:30: Hætti í vinnunni og fór heim til að hitta Dagbjörtu og vinkonu hennar. Hringdi vinnusímtal og gekk aðeins frá. Borðaði banana. 15:15: Tókum strætó á Glerártorg til að kaupa peysu sem ég pantaði fyrir Dagbjörtu í Lendex. Fór í Nettó. 16:10: Tókum strætó heim og ég klippti mig og rakaði. Gekk aðeins frá og græjaði mig fyrir ræktina. Borðaði Trek orkustykki. 17:10: Fór með Hörpu að skoða útsölu í 66°N. 17:45: Brennsla í ræktinni. Skrítinn tími sem snérist eiginlega bara um að grilla á okkur axlirnar. Drakk einn brúsa af vatni. 19:00: K

Dagur í lífi mínu - 26.09.2023

Mynd
Morgunstund í ræktinni með Hörpu. 05:20: Vaknaði, át banana og kom mér fljótlega út. 06:00: Brennsla í ræktinni, sæmilega erfiður og sveittur tími. 07:10: Kom heim, vakti börnin, fór í bað og kom öllum af stað. Smoothie + rist. 07:55: Mætti í vinnu, smá kaffi og svo var alger geðveiki. (Smootie + hrökk kl. 10:00) 12:20: Át rest af soðnum fiski með kartöflur, einn bolla af kaffi og svo aftur að vinna. 15:30: Stimplaði mig út og hjólaði heim. 16:00: Settist á hjólið og hjólaði 35 km í Group Ride á Zwift. Át morgunkorn og banana á undan og Trek stykki á hjólinu + 1 brúsa af vatni 17:00: Fór í bað og gekk svo frá þvotti og gekk frá í eldhúsi. Smá prótein og 2 nammi 18:30: Skildi Dagbjörtu eftir heima og hjólaði til BRB á æfingu. Fórum að máta búning fyrir körfuna (rúmlega 6 km.) 19:30: Grillaði samlokur, spældi eggi og skar niður ávexti með súrmjólkinni. 20:00: Gekk frá í eldhúsi og hjálpaði Dagbjörtu með stærðfræði. Lestur hjá báðum og BRB fór í bað. 21:00: Dagbjört í bælið og

Lífið er fiskur, stundum salt- og stundum ekkiÞ

Mynd
Það var soðning hjá okkur börnunum í kvöld. Börnin eru hjá mér þessa vikuna og það er því í mörg horn að líta. Æfingar hjá okkur öllum, lærdómur, vinna, skóli og allt sem þessu fylgir. En svona er lífið 90% af tímanum og eins gott að njóta þess. Okkur leiðist ekki og mér finnst þetta besta hlutverk í heimi. Síðasta vika í æfingum var ágæt, aðalega hlaup og rækt. Ég fór reyndar bara einu sinni á hjólið og þarf að gera betur þessa vikuna. Ég stefni að því að taka 10.000 km á þessu ári í æfingar á götuhjólinu og sýnist að ég þurfi að hjóla allavega 183 km í viku til að ná því. Það er því best að sofna ekki á verðinum. Ég ætlaði að taka 3x15 mínútna tempo æfingu áðan (samtals 1,5 klst) en hætti eftir klukkutíma þar sem ég var kominn með samviskubit yfir að vera ekki að sinna börnunum. Ég kom óvenju seint heim úr vinnunni og það var farið að líða að kvöldmat þegar á henti inn handklæðinu. Þetta var reyndar líka drullu krefjandi æfing og ég skil ekki hvað mér finnst ótrúlega mikið erfiðara a

Hlaup gekk vel

Mynd
Run splits úr Hausthlaupi UFA. Jæja þá er Hausthlaupið búið og ég er bara mjög sáttur við hvernig gekk hjá mér. Ég var að gæla við að halda ca. 4:20 min/km í hlaupinu en gerði svo gott betur en það. Ég renndi blint í sjóinn með þetta en á frekar gott með að hlaupa eftir tilfinningu og passa mig að fara ekki yfir limmið í upphafi. Ég hitti Hjalta Jóns fyrir hlaupið og ákvað að reyna að fylgja honum eins og ég gæti. Hjalti er sterkari hlaupari en ég alla jafna en hann var ekki búinn að hlaupa síðan í ágúst þannig mér fannst líklegt að við værum á svipuðum stað. Hjalti talaði um að passa sig á að byrja ekki of skarpt heldur eiga frekar eitthvað inni á leiðinni til baka. Það var gott plan og vindurinn í bakið seinnipartinn. Við ræstum um miðjan hóp en vorum fljótlega búnir að koma okkur í hóp fremstu hlaupara. Ég lét Hjalta stjórna hraðanum og var yfirleitt við hliðina á honum eða rétt fyrir aftan. Það er miklu auðveldara að elta einhvern í stað þess að stjórna hraðanum sjálfur en ástæðan

Hlaup

Mynd
Ég á ekki margar hlaupamyndir en mér finnst alltaf vænt um þessa sem var tekin um árið þegar ég, mamma og Helga Guðrún skelltum okkur saman út að hlaupa. Ég ætla ekki að hafa þetta langt að sinni. Vikan hefur litast af Hausthlaupi UFA sem verður í kvöld. Ég hef reynt að stilla af æfingar til að vera vel undirbúinn undir það, þó ég sé ekki að taka þessu of hátíðlega. Ég henti mér út að hlaupa í gær til að reyna að koma löppunum í gang. Ég hljóp 5 kílómetra frekar rólega en henti inn hraðabreytingum til að sjá hvernig lappirnar (og lungun) bregðast við. Hlaupið gekk í raun vel en ég finn samt að vinstri ristin á mér er aðeins aum og ég gæti alveg trúað því að ég eigi eftir að þoka mér í átt að álagsmeiðslum með hlaupinu í kvöld. Líkaminn er ennþá að venjast þessu hlaupaálagi og ég verð að fara varlega í kjölfarið.  Ég er búinn að setja mér markmið fyrir kvöldið og mig langar að sjá hvort ég nái ekki að klára þetta á undir 22 mínútum. Ég held að það teljist ásættanlegt miðað við að vera e

Vikan

Mynd
Dagbjört að læra stærðfræði. Það kemur sér vel að vera ríkur og geta notað peninga til að stauta sig fram úr þessu. Þá er þessi vika á enda og óhætt að segja að hún hafi bara verið alveg prýðileg. Vinnan var strembin en við náðum góðum árangri í stóru verkefni í Reykjavík sem hefur verið í gangi í rúmlega 3 ár. Nú hyllir undir að við getum skilað því af okkur og það hleypir í mann kappi og léttir af manni pressu. Þetta hefur verið rosalegt lærdómsferli og ég er búinn að viða að mér gríðarlegri þekkingu, bæði í mjög sérhæfðum verkefnum sem eiginlega enginn hefur þekkingu á hér á landi- en líka í verkefnastjórnun, mannlegum samskiptum og krísustjórnun. Nóg um það. Æfingavikan. Þrátt fyrir allan erilinn þá hef ég náð að æfa alveg þokkalega. Þrjú hlaup, þrisvar í ræktina og ein hjólaferð. Hjólaferðin var kannski óþarflega agressív miðað við að ég var með strengi eftir ræktina en ég var bara nokkuð sprækur. Hausthlaupið er á miðvikudaginn og ég reikna með að hvíla á morgun og taka létt hlau

2 frábærir veitingastaðir

Mynd
Himalayaplatti fyrir tvo. Ég er búinn að vera í Reykjavík alla vikuna. Ég hef verið á krefjandi vinnufundum og hef því ekki náð að gera neitt annað. Ég reyndar henti mér tvisvar út að hlaupa og einu sinni í ræktina í 30 mínútur. Það er allt og sumt. Ég er búinn að stilla upp hlaupaæfingum til að gera lappirnar klárar fyrir Hausthlaup UFA sem er á miðvikudaginn í næstu viku. Ég er með hóflegar væntingar en lappirnar virðast bregðast ágætlega við þessu. Ég held að ég ætti alveg að geta haldið 4:30 pace í 5 km og verið í kringum 22 mínútur. Ég klára svo vikuna með hlaupi og hjóli á morgun og hjólaæfingu á sunnudag og er á biðlista í tíma í ræktina í fyrramálið. Það er kannski ekki rétt að segja að ég hafi ekkert náð annað að gera því ég náði að hitta pabba sem er á landinu. Við fórum út að borða með Gísla Árna og áttum alveg ótrúlega góða stund. Við fórum á nýjan ítalskan stað á Hverfisgötu sem heitir Gracias Trattoria og ég mæli eindregið með honum. Einfaldur og frekar ódýr matseðill en

Vikulokin

Mynd
Vikan á Training Peaks. Það er s.s. ekki neitt að frétta, lífið gengur sinn vanagang og ég reyni að hreyfa mig og éta hollt eins og ég get- þó ég hafi aðeins slegið úr í hjólreiðunum. Ég er ekki að æfa eftir plani og það er ágætt að taka smá pásu frá því. Í vikunni er ég samt búinn að hjóla tvisvar og ætla að hjóla eftir vinnu í dag. Síðan er það ræktin á laugardag og sunnudag. Ég skellti mér út að hlaupa í gær og það gekk þrusu vel. Ég hljóp rúma 6 km og hélt ágætis hraða án þess að finna mikið fyrir því. Þegar ég var búinn að hlaupa henti ég mér á gólfið heima, teygði á og gerði armbeygjur og upphífingar. Varðandi hlaupin þá finn ég svo ótrúlega mikinn mun að taka þó það sé ekki nema kannski eitt hlaup í mánuði til að halda mér við. Ef ég sleppi mörgum mánuðum í röð hinsvegar, þá verð ég alveg ónýtur þegar ég byrja aftur. Ég verð að vinna í Reykjavík alla næstu viku og var búinn að ætla mér að taka alveg frí frá æfingum. En það stefnir hinsvegar í að ég verði aðra viku í Reykjavík í

Heimskuleg PB tilraun

Mynd
Spurning hvað við eigum eftir að ná mörgum túrum saman í viðbót í haust? Við erum bæði komin með pínu ógeð á að hjóla í augnablikinu og ég finn að ég er þreyttur og áhugalaus. Ég var búinn að ákveða að reyna að bæta tímann minn Glerá - Skíðahótel í þessari viku og veðurspáin benti til þess að dagurinn í dag eða á morgun væri ágætis kostur. Ég var hinsvegar ennþá frekar slæmur af strengjum í morgun og því kannski ekki gáfulegt að fara í dag. En þegar ég hjólaði úr vinnunni fannst mér eins og lappirnar á mér væru í ágætis standi þannig ég lét vaða á þetta. Eftir smá upphitun lagði ég svo upp í Hálandabrekkuna og mér leist ágætlega á þetta í byrjun- utan við að það var smá vindur á móti. Ég var búinn að lofa sjálfum mér að byrja rólega til að eiga eitthvað inni í lokin en fór sennilega örlítið fram úr mér. Þegar ég var svo að nálgast síðustu beygjuna var ég kominn í bullandi vandræði og átti erfitt með að halda tempo. Ég sá það á klukkunni að þetta myndi aldrei ganga og ég snéri bara við

Strengir frá helvíti

Mynd
Mynd sem Halldóra tók af okkur feðgum draga í réttunum í gær. Réttarhelgin í sveitinni góðu var vel lukkuð og óhætt að segja að maður hafi gert vel við sig í mat. Þriggja kílóa sveifla frá fimmtudegi fram á mánudag er ekkert eðlilegt helvíti. Væntanlega mikill vökvi í þessu en nú er ég aðeins kominn á bremsuna þar sem ég á ennþá eftir eina PB ferð upp í Skíðahótel. Strengirnir sem voru nettir á laugardaginn ágerðust hrikalega og ég var varla gangfær í gær og í dag. Og ég sem var hættur að fá strengi. Veit ekki hvort þetta er blanda af hlaupinu og ræktinni eða bara hlaupin. Skiptir ekki öllu máli en ég tek frídag í dag og fer svo rólega af stað á morgun aftur.

Nettir strengir

Mynd
Ljómalind að fá sér bita af Trek stykki- úr síðasta hjólatúr.  Þegar ég var að hlaupa í gær fann ég alveg að ég myndi sennilega fá strengi og þá sérstaklega í V astus medialis , svo maður slái um sig með latínu. Þegar ég hef ekki hlaupið lengi þreytist ég mest í vöðvum innan á lærunum og rétt fyrir ofan hnéin. En ég er ekki svo slæmur í dag þó ég finni smá seyðing. Mér líst því bara vel á stöðuna og hlakka til að hlaupa meira næstu 2-3 mánuði. Í morgun vöknuðum við Harpa og fórum í paratíma í ræktinni og fórum í gegnum klukkutíma fjölbreytt prógram þar sem við skiptumst á að vinna. Þetta tók vel á öllum líkamanum og var hrikalega gaman. Ég tók bara sömu þyngdir og Harpa og var vel meðvitaður um að byrja rólega. Ég stefni að því að kaupa kort í Norður því það er gaman að geta farið saman í ræktina og svo er fínt að fá tilbreytingu frá TFW þar sem ég hef verið með annan fótinn síðustu 2-3 ár. Við erum að fara austur í sveit á eftir og ætlum að fara í réttir í fyrramálið. Það verður því s

Metnaðurinn í eldhúsinu

Mynd
Billy's klikkar ekki. Óhollt og gott. Ég man ekki hvenær það gerðist, en metnaðurinn hjá mér í eldhúsinu er farinn niður úr öllu valdi. Núna snýst þetta aðalega um að gera eitthvað einfalt, fljótlegt og þokkalega hollt (ekki endilega á föstudögum samt). Við Harpa erum alveg samstíga í þessu og nennum engu brasi eða veseni. Höfum kannski heldur ekki tíma og látum æfingarnar sitja fyrir.  Sú var líka tíðin á föstudögum að maður nennti að búa til pizzu frá grunni en svo fór maður að freistast til þess að fara frekar og sækja. Eftir langa vinnuviku hætti maður að nenna að standa í þessu. Eftir að ég seldi bílinn þá hætti ég að tíma að kaupa tilbúnar pizzur enda tilboðin miklu verri í heimsendingu. Þetta fór svo að þróast yfir í að kaupa frosna Dr. Oetker pizzur og bæta við þær áleggi. Þær eru drullu fínar ef maður eldar þær á miklum hita. Núna er botninum náð og ég kaupi stundum bara Billy's pizzur á liðið. Þær kosta 267 kr./stk. í Nettó. Síðan bætir maður smá pepperoni ofaná og dr