Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2021

Bylgjan

Mynd
Ég og Lóa á leiðinni til talmeinafræðings í síðustu viku Jæja þá erum við komin rúmlega ár aftur í tímann hvað COVID-aðgerðir snertir. Ég var í vinnunni þegar þetta var gefið út og ég var eiginlega mest hissa hvað ég tók þessu af miklu jafnaðargeði. Ég lifi nú frekar rólegu lífi og hugsaði sem svo að þetta hefði nú ekki mikil áhrif á mig. Svo fattaði ég að ræktin dettur út, ég hætti að komast í sund og svo er ég búinn að vera duglegur að kíkja á kaffihús og bari með vinunum. En maður lifir það af og þetta er kannski leiðinlegast fyrir þá sem standa í einhverjum rekstri og eru með allt í skrúfunni fyrir. Já eða fólk sem líður ekki vel nema það sé innanum annað fólk með allt á út-opnu. Ég er ekki í þeim hópi. En annars er ég búinn að vera með einhvern kvefskít kraumandi í mér í nokkra daga og í dag var mér bent á að ég þyrfti að fara í COVID-test á morgun. Ég fer því ekki í vinnuna, heldur læt troða pinna upp í nefið á mér. Ég reyndar óttast ekkert niðurstöðurnar. Þetta er bara klassísku

Styttist í afmæli Dagbjartar

Mynd
Trek Precaliber 20" fyrir 5-9 ára. Síðast þegar ég bloggaði þá var helgin þotin hjá, og núna er vinnuvikan líka þotin hjá. Við höfum haft það alveg prýðilegt og það hefur bara verið nokkuð gaman í vinnunni.  Annars bara beisíkk: æfa, læra,elda, laga til og þvo þvott. Ef frá er talin ein sundferð og dýrindis matarboð hjá Davíð og Hönnu Kötu, þá höfum við ekki gert mikið annað.  Ég er búinn að finna hjól fyrir Dagbjörtu í afmælisgjöf. Ég ætla að splæsa í 20“ Trek Precaliber sem hún á að geta notað allavega í 2 sumur. Það kostar nýtt 42 þúsund krónur og við getum ábyggilega selt það á 20 þús eftir 2 ár. Eftir tvær hressilegar flugferðir í fyrrasumar, þá er hún búin að vera mjög smeik að fara niður brekkur og það hefur hamlað okkur þegar við erum að hjóla hérna innanbæjar, t.d. í sund. Á nýja hjólinu eru handbremsur og ég er að vona að hún verði fljót að læra á þær og finni til öryggis. Þegar börnin voru hjá mér síðast lögðum við grunninn að hjólaferð sumarsins. Við ætlum að skella ok

Helgin þotin hjá.

Í gær vaknaði ég kl. 05:30 en náði sem betur fer að sofna aftur. Dúraði til klukkan átta, en þá drattaðist ég á fætur, fékk mér að éta og hellti upp á morgunsopann. Lá svo í rúminu til að verða 10, tók þá æfingu og ætlaði því næst að skell mér í sund. Þar var allt stappfullt svo ég skrapp bara í Bónus að kaupa próteinduft og fór svo heim í bað. Eftir hádegi skrapp ég í Bogann og horfði á Brynleif spila einn leik. Þaðan hjólaði ég í bæinn og hitti Hönnu Kötu og Davíð á Bláu könnunni og það var mjög næs. Síðan fór ég heim, át kvöldmat og lá svo bara á sófanum og gerði ekki neitt þar til ég fór að sofa. Ég gerði reyndar lista yfir allt sem ég ætla að taka með mér á hálendið í sumar- en ekki neitt annað sem getur talist gáfulegt. Í morgun var ég aftur vaknaður klukkan átta. Ég er eitthvað aðeins búinn að eiga erfiðara með svefn þessa síðustu viku miðað við venjulega. Ég veit ekki alveg hvað það er, en það er heldur ekkert búið að vera allt of létt yfir mér. Ekkert alvarlegt, bara einhver s

Föstudagskvöld

Mynd
Einhver gömul skissa sem ég fann Það er föstudagskvöld og ég sit fyrir framan sjónvarpið með Gísla Martein í gangi og er að leggja Solitaire Online kapal. Það eina sem gæti gert þetta sorglegra væri að ég væri að drekka rauðvín og borða eðlu. En ég er blessunarlega ekki búinn að bragða áfengi í bráðum 15 ár og er hættur að nasla á kvöldin!!! Ég hugsa ekki oft út í að ég sé búinn að vera edrú í 15 ár en ætti nú sennilega bara að vera nokkuð stoltur af mér. Í vikunni fékk ég verkefni, þ.e. að mála mynd fyrir stórafmæli. Fyrir misskilning hélt ég að ég hefði 2 mánuði, en ég hafði bara 2 daga. Myndefnið var snúið, ég fór næstum úr límingunum og varð á endanum að gefa það frá mér. Öllu heldur, ég kem myndinni ekki frá mér á tilsettum tíma. En það kom eitthvað gott út úr þessu; ég tók til á vinnuborðinu og byrjaði eitthvað að mála og skissa. Það var næs að ná smá sköpun í gang og vonandi ýtir þetta mér af stað fyrir alvöru. En þetta var heldur ekki öll sköpun vikunnar því ég fléttaði mér lík

Verkefni

Mynd
Vinnuborðið komið í notkun aftur. Ég tók að mér að mála mynd fyrir sérstakt tilefni í lok síðustu viku. Ég var frekar rólegur yfir þessu því ég hélt að ég hefði 2 mánuði til að klára þetta og koma þessu í ramma. Í gær hringdi svo sá sem pantaði verkið og spurði hvernig gengi? Ég sagði honum að ég væri alveg slakur og ekkert farinn að tékka á þessu. Þá kemur í ljós að ég hafði 2 daga en ekki 2 mánuði. Þetta var ekkert rosalega notaleg tilfinning. En ég settist s.s. niður í gærkvöldi og byrjaði eitthvað að sulla og gekk reyndar ekkert allt of vel. Ég segi ekki að ég hafi verið farinn að panikka, en mér allavega líst ekkert sérstaklega á blikuna. En ég get huggað mig við að ég hefði aldrei tekið þetta að mér hefði ég vitað að fyrirvarinn væri svona stuttur. En ég hef kvöldið í kvöld og næ kannski að teygja þetta fram á föstudagskvöldið. Annars er ég búinn að kaupa fyrsta skammtinn af því sem mig vantar fyrir hjólaferðina. Það borgar sig að panta ekki fyrir meira en 40 þúsund í einu svo ma

Ný vika, nýtt upphaf, kannski nýtt tjald

Mynd
  Við fórum í smá road trip með Þórði um helgina. Nú er ný vika byrjuð og börnin að fara til mömmu sinnar. Ég kvíði því alls ekki, en ég veit samt alveg að það verður svolítið tómlegt í kofanum í kvöld. Það er því fínt að maður hefur nóg fyrir stafni þessa vikuna. Ég þarf að klára að þrífa íbúðina (náði ekki að klára helgarþrifin í gær), ég þarf að laga til í geymslunni og koma þangað dóti sem ég ætla að taka niður af veggjum. Á morgun er ég að spá í að biðja Þórð að fara með mér eina ferð á gámasvæðið og í endurvinnsluna. Síðan þarf ég líka að fara í smá viðhald á hjólunum, herða bremsur, festa eitt afturljós og eitthvað smotterí. Maður þarf því ekki að láta sér leiðast. Síðustu 7 daga hef ég tekið heimaæfingar og fór ekki í ræktinni. Ég má ekki taka Dagbjörtu með mér og mér finnst fínt að brjóta þetta upp og gera bara rútínuna mína heima. Í gær skellti ég mér svo út að hlaupa. Ég hljóp rétt tæpa 4 km á pace 5:36 og er bara fínn í löppunum í dag. Ég er bara sáttur við það því ég held

Skattur gefur pening- af sparnaði ofl

Mynd
Þetta er eitthvað sem maður gæti séð á hjólaferðalagi um Mongólíu. Mynd: www.bikepacking.com Vinkona mín sem hefur ferðast um allan heim var að segja mér frá Mongólíu um daginn. Hún sagðist aldrei hafa heimsótt land sem hafði jafn mikil áhrif á hana. Ástæðan; hún hafði ekki hugmynd um hvað það var? Bara einhverjir töfrar. Ég hef stundum skoðað myndir og greinar frá hjólaferðalögum um Mongólíu en það hefur s.s. ekki verið ofarlega á listanum að fara þangað. Þetta ýtti aðeins við mér og landið færst ofar á lista.  Landið er eitt strjálbýlasta land í heimi, sólin skín minnst 250 daga á ári, þar er sjaldnast of heitt, fólkið er vinalegt, áhugaverð menning og náttúran ótrúlega falleg. Endalausar grasi vaxnar steppur og fjöll svo langt sem augað eigir. Hirðingjar á hverju strái með kindur, kýr og/eða hesta, svo ekki sé minnst á mongólska kameldýrið. Manni hættir til að setja markið lágt þegar kemur að því að velja sér staði fyrir hjólaferðlög, en til hvers að eyða öllu púðrinu í Evrópu þegar

Börnin

Mynd
Ein gömul og góð af Dagbjörtu Lóu að borða morgunmat í sveitinni. Stundum hef ég ætlað að vera duglegri að skrifa niður eitthvað sniðugt sem börnin mín eru að tala um. En það gleymist nú yfirleitt alltaf. Í dag fóru samt skemmtilegar samræður fram við matarborðið og voru þær eitthvað á þessa leið: Brynleifur, Árni og Patti (vinir hans) ætla að eiga heima saman í húsbíl þegar þeir verða stórir. Patti ætlar að vinna á gröfu, Árni ætlar að starfa sem náttúrufræðingur en Brynleifur ætlar að vera heimavinnandi og elda mat handa þeim. Þetta er eitthvað sem þeir eru búnir að vera að spá í mjög lengi og er alltaf í vinnslu.  Í dag kom nýr vinkill á þetta, því þeir ætla að eignast fleiri bíla og fara saman í ferðalag til Svíþjóðar. Brynleifur spurði mig hvort ég teldi að afi og amma í Svíþjóð yrðu en á lífi eftir 10 ár? Ég sagði honum að ég ætlaði nú rétt að vona það. Hann hafði stungið upp á því við strákana að þeir kæmu við hjá þeim á ferðalegi sínu um Svíþjóð. Árna fannst það ekki góð hugmyn