Færslur

Sýnir færslur frá október, 2018

Svifryk

Mynd
Ótrúlegt að sjá hvaða áhrif nagladekkin virðast hafa á svifryksmengun hérna í bænum. Nú er ekki búið að sandbera neitt ennþá, þannig að maður getur passlega gert ráð fyrir því að sú mengun sem er í loftinu sé að mestu vegna nagladekkja. Heilsuverndarmörk svifryks eru 50 μg meðaltal yfir einn sólahring og því hafa mörkin væntanlega verið rofin allavega tvisvar á einni viku. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta er sú að ég hef fundið fyrir þessu í öndunarfærunum síðustu vetur. Svo er líka ofboðslega leiðinlegt að vera að labba úti í frosti og stillu og loftið er mettað af eitri og ógeði. Eins veltir maður fyrir sér hversvegna er verið að setja þessi heilsuverndarmörk ef ekkert gerist þegar farið er yfir þau?

Rjúpa og aðsvif

Mynd
Séð heim að Hólum sem eru undir Hólabyrðunni. Fórum í Skagafjörðinn í gær í fjölskylduboð. Boðið byrjaði ekki fyrr en kl. 14.00 svo mér gafst tími til að stökkva aðeins upp í fjall. Það voru skyttur í skógræktinni þannig að ég þurfti að fara upp fyrir girðingu. Þar var eitthvað af slóðum frá því um morguninn en eins og venjulega í þessum aðstæðum voru þær allar farnar niður í skóg. Sá einhverja hópa niðri í skógrækt á leiðinni til baka en fékk ekkert í færi. Fórum á Listasafnið í dag. Þegar ég kom í veisluna eftir rjúpuna byrjaði ég mjög skynsamlega og ætlaði grimmt að halda mig við hollustu allskonar sem ég hafði tekið með mér. Át sviðasultu og harðfisk og drakk bara kaffi. En á endanum var mér farið að finnast þetta svo ömurlegt að ég ákvað að leyfa mér að fá mér af kökuhlaðborðinu. Það var hrikalega gott og ég var ekkert að velta mér meira upp úr því. Í morgun ákvað ég svo að fara í crossfit tíma, sem er ekki frásögum færandi nema að ég varð að hætta eiginlega áður en h

Sköpun

Mynd
 Það fæddust einhverjar myndir síðasta sólahring. Var allur í Vindbelg, fyrst í vetrarham en það gekk ekkert. Skipti um árstíð og þá kom ein ágæt. Ætla að senda hana suður yfir heiðar til vinar sem hefur átt erfiða daga upp á síðkastið. Þegar manni líður illa og er að væla yfir eigin hlutskipti getur maður yfirleitt alltaf fundið einhvern annan sem hefur það verra. Svo kom þessi skissa af Dagbjörtu Lóu að labba heim af leikskólanum í Mývatnssveit. Ekkert til að ramma inn en samt stemmning í henni. Annars er ég að bíða eftir að Þórðu pikki mig upp og við ætlum að kíkja á tónleika með Helga og Hljóðfæraleikurunum á Kaffi Kú. Hef ekki farið á tónleika með H&H síðan ég kynntist Guðrúnu fyrir sléttum 10 árum.

Myndir

Mynd
Þessi stolti strákur missti fyrstu tönnina sína 10 dögum eftir 7 ára afmælisdaginn. Hef held ég ekki séð glaðara og stoltara barn á ævinni. Morgungangan í vinnuna getur verið hálfgerð heilun. Hlusta yfirleitt á Rás 1 á leiðinni en í morgun setti ég á einhverja slökunartónlist og reyndi að hreinsa hugann fyrir vinnudaginn. Held það hafi tekist. Keypti 2 kg. af gulrótum úr Kelduhverfi í dag. Þetta kostaði heilar 600 krónur...... algert brjálæði. Fórum í bústað til Hönnu Kötu og Davíðs. Áttum ljúfa stund með börnunum og ekki skemmdi útsýnið frá Vaðlaheiðinni yfir á Akureyri. Þetta var old school sumarbústaður og mér leið vel í honum. Gæti alveg hugsað mér að búa í litlum svona bústað ef ég væri einn. Ég reyndar bjó í sumarbústað í 6 mánuði á Hólum árið 2003. Það var fínt. Kalla þessa mynd "Systkinakærleikur". Þau láu upp í sófa og Brynleifur spurði systur sína hvort hann mætti knúsa hana. Það er ótrúlegt hvað þau eru góðir vinir þó það sé

Kiðlingur

Mynd
Kannski ekki mikið um stórfréttir af mér utan við að ég borgaði 20% inn á nýja hjólið sem ég var búinn að vera að blogga um. Trek 520 ferðahjól sem ég ætla að útbúa með burðartöskum til að nota innanbæjar en síðan verður það líka klárt í lengri ferðir. Fæ þetta hjól á drullu fínum prís í forsölu, meira að segja slatta ódýrara en í USA. Hef aðeins verið að mála en er ekki alveg kominn í gang. Þó þetta þokist eitthvað í áttina hjá mér eru samt aðrir hlutir sem hafa átt huga minn og ég þarf að klára nokkur mál áður en ég fer í þetta á fullu. Eitt af því er grein eftir Carl Jung sem ég er að þýða. Ég las eftir hann gamla ritgerð og hún heillaði mig alveg. Ef mér tekst vel til með þýðinguna hugsa ég að ég reyni að fá hana birta einhversstaðar. Svo set ég hana að sjálfsögðu hingað inn við tækifæri. Keto gengur fínt. Maður léttist hægt og rólega og líður prýðilega. Finn samt í raun engan stórkostlegan mun á mér við þetta. Eins og margar svona tilraunir sem maður gerir, þá verður maður

Nærumhverfið

Mynd
Hlíðarfjall - Vatnslitir á pappír 14x18cm Manni verður oft starsýnt upp í fjall þegar það tekur að snjóa. Alltaf fallegt þegar enn er snjólaust í byggð, þá fær maður svo miklar andstæður og þegar sólin skín úr suðaustri myndast alltaf þessir skemmtilegu djúpu skuggar á skálarnar. Held að sú syðri heiti Hlíðarskál og svo held ég að hinn skugginn falli á þar sem heitir Reithólar. Ég geng til og frá vinnu á hverjum degi og göngustígurinn hlykkjast í gegnum klettaborgirnar fyrir ofan Háskólann og niður í Gerðin þar sem við búum. Það eru mikil gæði að geta gengið í vinnuna og ekki skemmir útsýnið fyrir. Það er nánast sama hvert maður lítur; Súlur, Hlíðarfjall, og svo rís Kalbakur í fjarska úr haffletinum. Þegar ég var búinn með þessa mynd fattaði ég að ég hef málað næstum alveg eins mynd og þessa en hún var gerð eftir annari ljósmynd sem var tekin í febrúar 2017. Magnað hvernig maður festist oft í því að gera eitthvað svipað, jafnvel aftur og aftur.

Keto flu

Dagur 4 næstum liðinn í Keto tilrauninni minni. Strax búinn að léttast og manni líður einhvernveginn eins og maður sé strax orðinn skornari (sem tengist sennilega bara vökvatapi). Dagur 1 og 2 voru fínir en í gær var ég orðinn eitthvað hálf orkulaus í hádeginu og tussulegur svona yfirleitt seinnipartinn. Síðan tók ég sæmilega erfiða crossfit æfingu í hádeginu í dag og eftir það er ég búinn að vera voðalega lélegur eitthvað þrátt fyrir góða máltíð og er ábyggilega að upplifa það sem kallast keto flensa. Helstu einkenni eru: Höfuðverkur (tékk) Svimi (tékk) Krampar og aumir vöðvar (bara smá strengir held ég) Velgja (vottur af henni í augnablikinu) Þreyta (tékk) Skapsveiflur, pirringur og matarfýsn  Magaverkir og hægðatregða Heilaþoka (tékk) Skora 4,5 af 8 og greini mig hér með keto flensu. Ég man eftir að hafa upplifað eitthvað svipað þegar við Guðrún tókum eitthvað Insulin Reset Diet en ég man bara ekki alveg hvað það stóð lengi yfir eða hvort ég losnaði nokkurn tíman alveg

Meiri andleg vinna

Ég var að lesa mjög áhugavert komment á youtube (já þú last rétt) sem stóð undir einu myndbandi sem gæti flokkast sem sjálfshjálparmyndband. Í myndbandinu svarar Kim Eng, sem er orðin einhverskonar málpípa Eckart Tolle sem að öllum líkindum getur ekki svarað eftirspurn eftir fyrirlestrum sökum anna, spurningu um hvort „sársaukalíkaminn“ leggist í dvala eða deyi þegar við verðum „meðvituð“? Fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér þessi fræði hljómar þetta ábyggilega mjög hallærislega en þetta er ekki bara eitthvað innihaldslaust bull. Í þessu kommenti gagnrýnir viðomandi offjölgun sérvalinna gúrúa sem ferðast um og láta ljós sitt skína (hefur sennilega flokkað Kim Eng í þann hóp), oft bara til blása upp eigið egó eða bara til ná sér í pening. Fólk sem á við sálræna kvilla að stríða hengir sig gjarnan á þessa gúrúa og ferðast jafnvel um allan heim til að hlusta á þá. Þetta verður því gjarnan eins og trúarbrögð. Margir ná eflaust „bata“ við þetta en sumir verða ráðvilltir og niðurbrotnir þegar

Veiðiferð, núvitund og ketofæða

Mynd
Heilög morgunstund í pottinum. Eitt og annað á daga mína drifið. Fór með strákunum í okkar árlegu Sperðlaveiðiferð. Í ár vorum við í frábærum bústað rétt hjá Selfossi og vorum með túnin hjá Ragnari og Hrafnhildi, vinum mínum sem ég kynntist í Noregi. Þau búa á Litla Ármóti og það ku vera ágætis gæsajörð. Við höfðum reyndar ekki heppnina með okkur og fórum bara í 1 morgunflug sem skilaði ekki nema 2 gæsum. Gott veður kom í veg fyrir að eitthvað af þessum fuglum sem létu sjá sig í túnunum hefðu áhuga á gerfigæsunum. Síðan náðum við einu kvöldflugi sem skilaði 2 gæsum og einum stokkara. Helgin var samt fín eins og alltaf og frábær matseðill, tondoori kjúlli, grískt lambalæri, gellur í rjómasósu og hin árlega þýska pylsu og beikonveisla. Félagar á góðri stund- með Dóra og Stebba í gömlum tóftum að bíða eftir gæsum. Ég var reyndar að glíma við erfið persónuleg mál þegar ég lagði af stað í ferðina og það truflaði mig aðeins. Ég náði samt á endanum að hrista þetta af mér með hjálp

Haustið kveikti eitthvað í mér

Mynd
Frá Hamragerði- séð til Norðurs. Vatnslitir á sléttan pappír Það var inspirerandi að ganga um bæinn í haustblíðunni í gær. Laufblöð í öllum heimsins helvítis litum og endaulausir skuggar sem láku út um allt í fullkomnu stjórnleysi. Sól og skuggar, karl með hatt og hundur sem kúkar á grein. Fór í kistuna í morgun og tók upp eitthvað málningadót. Klippti niður ljóta mynd á sléttum pappír og útbjó 2 hóflega stór blöð. Gerði mynd af Brynleifi að ganga niður Þingvallastrætið á aðra þeirra og svo þessa hér að ofan. Hamragerðið er draumagatan mín á Akureyri. Hús í fúnkístíl og útsýnið geggjað.

Byrjaður að hlaupa

Er aðeins byrjaður að hlaupa aftur. Ég er ekki alveg laus við hnémeiðslin en ég er að spökulera að láta það ekki stoppa mig og prufa að fara allavega þrisvar í viku og hafa þetta fjölbreytt. Fór 9,5 km síðasta laugadag og það gekk bara vonum framar. Hef ekki hlaupið svona langt í einhver ár held ég. Svo tók ég tempo-hlaup á mánudaginn og rólega 5 km í dag. Ég hef verið alveg frá í öxlunum út af helvítis cross-fittinu (sem ég hafði svo ljómandi gaman af) en á samt eftir einhverja 7 eða 8 mánuði af kortinu. Held ég verði að reyna að nýta mér þetta eitthvað og gera bara það sem ég get. Mataræðið hefur verið svona la la.... ekkert meira en það. Stundum gott en oft missi ég mig í einhverja óhollustu. Ég hef samt ekki verið að bæta neitt á mig að ráði, kannski vegna þess að ég fasta yfirleitt milli kl. 20.00 og 12.00. Fer í árlega veiðiferð í næstu viku þar leyfir maður sér að éta óhóflega á öllum tímum sólahrings. Eftir það er ég að spá í að taka 1 mánuð af ketogenic mataræði til að pru

Þokast lítt með málun

Mynd
Wind from the Sea - Andrew Wyeth (1947). Það þokast lítt hjá mér í málun þessi misserin. Það vantar einhvern neista. Eins mikið og ég vildi að ég væri að mála, þá bara næ ég mér ekki af stað. Ég næ ekki að þvinga þetta fram og bara vona að þetta komi af sjálfum sér. Andrew Wyeth sagði að listsköpun væri eins og kynlíf- löngunin er ekki alltaf til staðar og þá borgar sig bara að bíða. Þú verður að bíða eftir að neistinn komi og tendri bálið því annars verður þetta mislukkað. Hjá honum var neistinn kannski bara að sjá gaddavír bera í frosna jörð eða hvítar gardínur blakta við opinn glugga. Ég þekki þessa tilfinningu mæta vel. Ég er að labba með börnunum í skólann og horfi á þau labba á laufi þöktum stígnum við KA völlinn. Morgunsólin kyssir á þeim kollinn og litlir líkamarnir framkalla skugga sem leiða inn í óendanleikann. Blokkir, girðingar, Nettó, umferðaljós.... hversdagsleiki. Ekki beint eitthvað sem er líklegt að ég selji en þar liggur kannski hundurinn grafinn. Innst inni