Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2011

Umferð

Sé að það hefur verið nokkuð mikil umferð hérna inn á bloggið hjá mér í gær og í dag. Ekki veit ég hverju það gegnir en það er vísast best að reyna að henda inn nokkrum línum til að halda þessu á lífi. Við höfum haft það prýðilegt síðustu daga, strákarnir hjá pabba sínum en við gömlu sprekin fórum með Brynleif Rafnar í heimsókn til ömmu og afa í Mývó. Það hafði vægast sagt mjög róandi áhrif á líkama og sál. Við lágum eins og hlussur með slefið út á kinn en stóðum á fætur við og við til að nálgast meiri matvæli. Ég fór samt upp í sal og tók eina góða æfingu. Á morgun verður nóg við að vera. Byrjum á Gamlárshlaupi hérna á Króknum en föru svo upp í Hjaltadal til að éta. Kíkjum svo líklega á brennu á Hólum en stefnum síðan hingað á Krókinn til að horfa á Skaup og skjóta upp. Við verðum ekki alveg ein því Silla, Gummi, Anna Guðrún, Guðný Erla, Árni Gísli, Heiða, Louisa, Sigga Júlla, Haukur, Þórður, Stefán Snær, tengdapabbi og tengdamamma koma líka. Þröngt  mega sáttir sitja. Fór  í s

Meiri Jól

Mynd
Jæja þá er þetta búið spil. Búið að rífa upp pakkana og mann er strax farið að hlakka til næstu jóla. Sjálfsagt ekki vitlaust að fara að búa til nýjan tossalista og kaupa grænar baunir. Tengdó voru hjá okkur í gærkvöldi og við buðum upp á hamborgarahrygg og rjúpur. Eitthvað fyrir alla. Maturinn heppnaðist bara vel. Heimagerður ís á eftir með heitri sósu. Ég held að allir hafi verið prýðis ánægðir með gærkvöldið og nóg var um góðar gjafir. Frá Guðrúnu fékk ég hlaupapeysu, hlaupasokka, bók og statíf til að setja Garmin úrið á hjólið mitt, strákarnir gáfu mér Angry Birds handklæði og svo fékk ég forláta vetrarhlaupabuxur frá öllum í Brekku. Ég gaf Guðrúnu vetrarhlaupabuxur og hlaupajakka. Ég og Guðrún fengum svo sængurföt, handklæði, skurðarbretti og ég veit ekki hvað og hvað. Nú er bara að tæma kistuna og fara að skera og skera. Fara svo örþreyttur í bað, þurrka sér með nýju handklæðunum og leggjast svo til hvílu í nýjum sængurfötum og hafa með sér nýskornar afurðir af nýja bretti

Gleðileg Jól!

Mynd
  The Christmas Cod™ copyright © by Andrew Newman. All rights reserved. Jæja nú er þetta að bresta á. Drengirnir allir sofnaðir og maður bara situr hérna og bíður eftir jólasveininum. Ætlaði að slappa af í kvöld og bæta inn á græjubloggið en síðan hefur maður dottið inn í ýmis verkefni; þvott, pakka, búðarferð og svo reyndar smá leti og ómennsku inn á milli. Sama hversu tímanlega maður er í þessum undirbúningi, það bætist bara eitthvað nýtt við. Samt jákvætt að vera ekki í neinu stressi. Fór í hádeginu í dag með tengdamömmu, Guðrúnu og Brynleifi Rafnar í skötuveislu hjá Björgunarsveitinni. Þetta var einhver sveittasta skötuveisla sem ég hef komist í og ég get ímyndað mér að þetta sé svipað og að fara í gufubað þar sem migið er á steinana. Brynleifur tók andköf við að koma þarna inn, táraðist og varð fjótlega ómögulegur. Ég hámaði seinni diskinn í mig svo litla stýrið kæmist út. Fór svo með honum í bað áðan til að ná af honum fýlunni. Skatan var hinsvegar mjög góð en pizzur fyr